Morgunblaðið - 29.05.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984
honum og ber engan skugga á
þetta tímabil í mínum huga.
Fjarri fór því þó að við værum
alltaf sammála en ágreining okkar
var alltaf auðvelt að jafna og má
vafalaust þakka honum það frekar
en mér.
Þessi ár voru tímabil mikilla
umsvifa í flokknum og reyndar
átaka líka. Ólafur varð forsætis-
ráðherra árið 1971 og hafði Fram-
sóknarflokkurinn þá eigi haft for-
ustu í ríkisstjórn allt frá árinu
1958.
Hygg ég að það sé almannaróm-
ur að sú forusta hafi verið farsæl
svo sem önnur verk hans, og síðan
þetta varð hefur áhrifa ólafs í ís-
lenskum stjórnmálum gætt svo
eftirminnilega að um það mætti
skrifa langt mál og verður sjálf-
sagt gert, þótt eigi skuli það rakið
hér.
Minningin lifir þótt maðurinn
falli og ólafur Jóhannesson hefur
markað svo djúp spor í sögu lands-
ins okkar að þeirra mun minnst
land á meðan byggist hér.
Það er þjóðartjón að honum
skyldi eigi verða lengra lífs auðið
því að enda þótt starfsævin væri
orðin bæði löng og heiliarík gerð-
um við vinir hans okkur þó vonir
um að njóta hans hollu áhrifa enn
um langt skeið.
Hér skuiu þó ekki harmatölur
raktar heldur þakkir færðar fyrir
þá gæfu að eiga samleið með ólafi
um langt skeið og njóta vináttu
hans.
Löngum er sagt um mikilhæfa
menn að þeir hefðu eigi notið allra
sinna hæfileika til fulls ef þeir
hefðu ekki átt við gott heimiligat-
læti að búa. Þetta er án efa rétt og
a.m.k. í því tilviki sem hér um
ræðir.
Frú Dóra Guðbjartsdóttir er
óvenju gáfuð og glæsileg kona og
sambúð þeirra Ólafs ein sú feg-
ursta sem ég þekki. Sorgin
gleymdi þeim ekki frekar en flest-
um okkar hinna, en öllu mótlæti
mættu þau með þeirri andans
reisn, sem sjaldgæf er, og deildu
sorgum og gleði saman sem einn
maður.
Hlutur frú Dóru er stór og verð-
ur án efa einnig minnst að verð-
leikum um ókomin ár.
Á þessari stundu sendum við
Þórunn frú Dóru og allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð-
arkveðjur um leið og við þökkum
Ólafi Jóhannessyni fyrir árin sem
við fengum að vera með honum og
óskum honum fararheilla.
Kaupmannahöfn, 23. maí 1984,
Einar Ágústsson
„Létt er að deyja ef vel er lifað"
stendur á leiði einu í fæðingar-
byggð Ólafs Jóhannessonar,
Skagafirði.
Þeir sem þekktu Ólaf Jóhann-
esson vita að vel var lifað og því er
léttara en ella að bera ótímabært
andlát hans. Hann stóð sig m.a.
vel sem laganemi — náði frábær-
um árangri, vel sem lagaprófessor,
skrifaði gagnmerk rit, vel sem al-
þingismaður, virtur af öllum, vel
sem ráðherra, leysti erfið land-
helgismál, vel sem maður, þarfn-
ast ekki skýringa, vel sem fjöl-
skyldufaðir.
Eiginkonu Ólafs Jóhannessonar,
Dóru Guðbjartsdóttur, og öðrum
ástvinum votta ég samúð mína og
virðingu.
Jón Ögmundur Þormóðsson
Ólafur Jóhannesson var meira
en venjulegur þingmaður og ráð-
herra. Hann var þjóðarleiðtogi á
örlagatímum í sögu þjóðarinnar,
þegar ekki aðeins reyndi á stjórn-
vizku þess, sem við stjórnvölinn
stóð, heldur og þor hans og þrek.
Því hlutverki brást hann ekki. Er
óhætt að fullyrða, að enginn ann-
ar hafi haft meiri áhrif á gang
stjórnmála hérlendis síðasta ára-
tug, og raunar fram á þennan ára-
tug, en Ólafur Jóhannesson. Sam-
tíðin er ekki fullkomlega dómbær
á þau störf, þau verða metin og
vegin síðar, en þó er hægt að full-
yrða, að þetta tímabil hafi verið
tími mikilla framfara til sjávar og
sveita og að íslenzku þjóðinni hafi
auðnazt að sækja fram á við, þrátt
fyrir, að utanaðkomandi erfiðleik-
ar hafi steðjað að.
ólafi Jóhannessyni hefur verið
lýst þannig, að honum mætti líkja
við lygnt stórfljót, en með þungum
undirstraumi. Þessi samlíking er
ekki fjarri sanni. íslenzk náttúra
státar af slíkum fljótum, þar sem
þau líða áfram milli grösugra
bakka í skjóli hárra fjalla. Þrátt
fyrir slétt yfirborðið leynast oft
djúpir og straumharðir álar í slík-
um fljótum og þá er gjarnan að
finna undir bökkunum, þar sem
þýtur í grasinu. Þar er gott að
leggjast niður á góðviðrisdegi og
njóta útsýnisins í friði og kyrrð
sveitaloftsins, virða fyrir sér fljót-
ið, sem bugðast endalaust áfram,
líta til fjallanna eða horfa til him-
ins. En undir öðrum kringum-
stæðum getur hin slétta ásjóna
fljótsins breytzt í ólgandi haf, þar
sem öldur rísa og hníga á víxl, og
ský þjóta á gráum regnhimni. Þá
streymir fljótið hraðar og með
meiri þunga til átaka við umhverfi
sitt.
ólafur Jóhannesson verður
ógleymanlegur þeim, sem honum
kynntust og fengu tækifæri til að
starfa með honum. Hann var
vissulega ekki allra, og er mér
ekki örgrannt að halda, að viss
meðfædd feimni eða hlédrægni
hafi valdið þvi, að hann blandaði
ekki geði við fleiri en raunin var á.
Yfir honum hvíldi sérstök rósemd
og festa. Hann kunni öðrum betur
að hlusta á erindi manna og var
ráðagóður. Mér er minnisstætt, að
nokkrum vikum fyrir andlát hans,
leitaði ég ráða hjá honum vegna
tiltekins máls. Ólafur kvaðst vilja
hugsa málið og lofaði að hringja
til min síðar. Daginn eftir hafði
hann samband við mig og benti
mér á þá leið, sem hann taldi
skynsamlegasta. Hann velti upp
alveg nýjum fleti á málinu og
benti mér á úrlausn, sem hafði
ekki einu sinni hvarflað að mér, að
gæti verið inni í myndinni. í þessu
máli reyndist hann hafa rétt fyrir
sér.
Hugurinn reikar til baka til
þeirra ára, sem ég var þingfrétta-
ritari. Þá var Ólafur í sviðsljósinu
sem forsætisráðherra og síðar
sem dóms- og viðskiptamálaráð-
herra í stjórn Geirs Hallgrímsson-
ar. Ekki get ég sagt, að það hafi
sópað að honum í ræðustól. Hon-
um lá yfirleitt lágt rómur, en það
var athyglisvert, að þingheimur
hlustaði jafnan þegar hann talaði,
hvort sem var í smáum málum eða
stórum. En það gat Hka hvesst í
stærri málunum, og þá urðu ham-
skipti á hinu annars lygna fljóti.
Stóðust fáir honum snúning í rök-
fimi, þegar sá gállinn var á hon-
um.
Það vakti athygli okkar þing-
fréttaritara hversu óbrigðult
minni hann virtist hafa. Að því
leyti svipaði honum til Bjarna
Benediktssonar. Hann gat hlustað
á margar ræður, án þess að skrifa
niður eitt einasta minnisatriði, en
farið síðan í ræðustól og svarað
hverjum þingmanni fyrir sig í
smáatriðum. Þessa list lék hann
hvað eftir annað, en aldrei með
jafnáhrifamiklum hætti og þegar
gerð var að honum aðför sem
dómsmálaráðherra. Andstæð-
ingar hans töldu sig eiga alls kost-
ar við hann og höfðu gert ráðstaf-
anir til að fá sjónvarpsupptöku-
menn niður í Alþingi til að gefa
alþjóð kost á að fylgjast með falli
dómsmálaráðherrans. En and-
stæðingar ólafs þekktu ekki styrk
hans, og í rauninni varð sú utan-
dagskrárumræða, sem efnt var til
og sjónvarpað, ólafi kærkomin.
Undirbúningslaust hrakti hann
ósannindi og dylgjur andstæð-
inganna lið fyrir lið, svo að ekki
stóð steinn yfir steini í málflutn-
ingi þeirra, þegar upp var staðið.
Þessi leiksýning var vissulega
áhrifamikil og sópaði burtu öilum
efasemdum um heiðarleika ólafs
Jóhannessonar.
Eftir að Ólafur hætti þing-
mennsku fyrir norðan, tók hann
áskorun Framsóknarmanna í
Reykjavík um að bjóða sig fram í
því kjördæmi. Það hafði aldrei
verið ætlun hans. Og hálfvegis
fannst honum, að hann væri að
svíkja fyrri kjósendur sína í Norð-
urlandskjördæmi vestra með því
að bjóða sig fram í Reykjavík.
Sem þingmaður Reykvíkinga, og
jafnframt sem utanríkisráðherra
1980—1983, hófst nýr, en jafn-
framt síðasti kafli stjórnmálasögu
hans. Framsóknarmenn í Reykja-
vík eiga góðar minningar um ólaf
og mátu hinn mikla áhuga, sem
hann sýndi hinu nýja kjördæmi
sínu. Hann gerði sér fulla grein
fyrir óumflýjanlegum breytingum
á kjördæmaskipaninni og hvatti
til sanngjarnra breytinga á því
sviði. En ávallt varaði hann við
ágreiningi milli þéttbýlis og
landsbyggðar og var óþreytandi að
minna á, að þjóðin væri ein í sama
landi.
Vissulega er Alþingi svipminna
eftir að ólafur er horfinn af sjón-
arsviðinu. Þar naut hann viður-
kenningar og virðingar sam-
þingsmanna fyrir gáfur sínar og
drengskap. Verka hans gætir víða,
en sennilega ber hæst framgöngu
hans í landhelgismálinu, stærsta
sjálfstæðismáli þjóðarinnar síðari
ára. Sú saga verður ekki rakin hér
né heldur forysta fyrri ríkis-
stjórnar hans við endurreisn sjáv-
arútvegsstaða á landsbyggðinni.
En ég vil nota tækifærið til að
minnast á eitt mál, þar sem Ólaf-
ur kom við sögu. Sem utanríkis-
ráðherra tókst honum að ná víð-
tækari og almennari samstöðu um
varnar- og öryggismál en nokkr-
um utanríkisráðherra áður.
Skömmu eftir að hann tók þennan
málaflokk að sér í febrúar 1980
kvað hann upp úr með afstöðu
sína með svo skýrum og ótvíræð-
um hætti, að enginn gat verið í
vafa um skoðanir hans. Þar lagði
hann áherzlu á gildi þátttöku Is-
lands í varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja. Það, að ólafur Jó-
hannesson skyldi taka af skarið í
þessu máli jafn afdráttarlaust,
varð til þess, að meiri friður skap-
aðist um þetta annars viðkvæma
deilumál meðal þjóðarinnar en áð-
ur, og það sýnir með öðru hvaða
trausts ólafur naut.
Það hvarflaði ekki að mér, þeg-
ar ég ræddi við ólaf yfir kaffibolla
í Hveragerði nýlega, þar sem hann
dvaldi sér til hvíldar og hress-
ingar, að það yrði í siðasta sinn,
sem við hittumst. Þó að nokkurra
þreytumerkja gætti, var hann
hress í bragði og brá fyrir glettni í
tali hans. Rætt var um vorið, sem
virtist gengið í garð, en þegar talið
barst að stjórnmálum og fyrirætl-
unum hans sjálfs, gaf hann í skyn,
að það gæti stytzt í þátttöku hans
á þeim vettvangi. Vel má vera, að
hann hafi haft hugboð um það,
sem í vændum var. Örfáum dögum
síðar var hann allur.
Kaldur strengur norðan úr landi
teygði sig suður heiðar sömu nótt
og hann andaðist og minnti okkur
á, að þó komið væri sumar sam-
kvæmt almanaki, er allra veðra
von. Þá sömu nótt brast á stórhríð
norður í Fljótum, átthögum ólafs
Jóhannessonar.
Frú Dóru Guðbjartsdóttur,
dætrum og fjölskyldu, sendi ég
samúðarkveðjur.
Alfreð Þorsteinsson
ólafur Jóhannesson fyrrverandi
forsætisráðherra verður jarðsung-
inn frá Dómkirkjunni í dag. Með
Ólafi er genginn einn af mikilhæf-
ustu stjórnmálamönnum okkar Is-
lendinga á síðustu tímum. Hann
gegndi ráðherraembætti nær
óslitið um 12 ára skeið og var tví-
vegis forsætisráðherra á þessu
tímabili. Við útfærslu landhelg-
innar í 50 og síðar 200 mílur var
Ólafur í lykilhlutverki í bæði
skiptin. Þá, eins og oft endranær,
komu jöfnum höndum að góðum
notum stjórnmálahæfileikar ólafs
og traust lagaþekking. Fyrir þá
eiginleika báða mun Ólafs verða
lengi minnst meðal fslensku þjóð-
arinnar.
Ólafur var mjög traustur per-
sónuleiki og fylginn sér þegar hon-
um þótti þurfa. Hann var einkar
vel máli farinn og flutti mál sitt
skipulega. Þótt alvöruþunginn
væri oftast meginþátturinn í
málatilbúnaði hans var hann þó
öðrum þræði glettinn og gaman-
samur.
Á löngum stjórnmálaferli ólafs
blésu oft um hann stríðir vindar
og sumar gerðir hans voru harð-
lega gagnrýndar. Það stóð hann
allt af sér með ytri ró en þó grun-
ar mig að oft hafi reynt meira á
manninn hið innra en ætlað hefur
verið.
Ég átti þess kost að kynnast
Ólafi nokkuð í þingstörfum og í
stuttri en stormasamri samveru í
ríkisstjórn. Af þeim kynnum lærð-
___________________________35^
ist mér að í ólafi fór mikilhæfur
og áræðinn stjórnandi. Hvort sem
við vorum sammála eða ekki hlaut
ég að virða sjónarmið hans og
rökfestu út frá þeim sjónarhóli
sem hann skoðaði málin af.
Á þessari kveðjustund minnist
ég samveru og samvinnu sem ég
lærði margt af. Fyrir hönd Al-
þýðuflokksins flyt ég vinum og
vandamönnum innilega hluttekn-
ingu. Ég og fjölskylda mín vottum
frú Dóru Guðbjartsdóttur dýpstu
samúð.
Kjartan Jóhannsson
Ólafur Jóhannesson fyrrv. for-
sætisráðherra lést í sjúkrahúsi í
Reykjavík að morgni sunnudags-
ins 20. þ.m. 71 árs að aldri. Ólafur
var yfirleitt heilsuhraustur um
ævina og ekki kvellisjúkur, en síð-
ustu misseri átti hann við heilsu-
bilun að stríða, sem dró hann til
dauða. Andlegum kröftum hélt
ólafur að fullu til hinstu stundar.
Þrátt fyrir sjúkdóm sinn stundaði
hann þingstörfin þannig, að fæstir
vissu að dauðinn var á næstu grös-
um. Mikill sjónarsviptir er að
Ólafi í þingsölum. Þar átti hann
sæti á fremsta bekk í aldarfjórð-
ung, þar af allmörg ár sem forsæt-
isráðherra, dómsmálaráðherra og
loks utanríkisráðherra. Ólafur var
einn af allra áhrifamestu stjórn-
málamönnum síðustu 12—15 ára.
Eins og jafnan þegar um stjórn-
málaforingja er að ræða er per-
sónusaga hans samofin landssög-
unni. Hraðskrifuð eftirmæli um
ólaf Jóhannesson geta því ekki
orðið viðhlítandi greinargerð um
manninn og verk hans, enda ber
að gera ævistarfi Ólafs Jóhann-
essonar skil í ýtarlegum ritgerð-
um, þótt síðar verði.
Ólafur Jóhannesson var fæddur
1. mars 1913 í Stórhoiti í Fljótum,
sonur Jóhannesar Friðbjarnar-
sonar bónda þar og kennara (síðar
á Lambanesreykjum) og konu
hans, Kristrúnar Jónsdóttur. Jó-
hannes var Eyfirðingur, fæddur í
Ysta-Gerði í Saurbæjarhreppi ár-
ið 1874, en ólst upp í Öxnadal. Var
hann gagnfræðingur frá Möðru-
völlum, fluttist ungur norður í
Fljót, gerðist þar bóndi og kennari
og forystumaður í ýmsum sveit-
armálum. Móðir ólafs var skag-
firsk, sögð vitur og dugandi kona
og þau hjón talin hið mesta
merkisfólk. Hafði Ólafur að
heimanbúnaði gott uppeldi, dugn-
að og samviskusemi, ágætar gáfur
og menntaþrá, enda mun það
fljótt hafa orðið að ráði, að hann
gengi menntaveginn — sem og
varð, þegar færi gafst.
ólafur stundaði nám í Mennta-
skólanum á Akureyri og lauk
stúdentsprófi með ágætum
árangri vorið 1935. Til tals hafði
komið að hann legði stund á mál-
fræðinám erlendis, en af því varð
ekki, og haft er eftir ólafi að hann
hafi ekki saknað þess. Hann hóf
laganám við Háskóla íslands
haustið 1935 og lauk því á stuttum
tíma með miklu lofi árið 1939,
enda fór svo að nokkrum árum
eftir kandidatspróf varð hann pró-
fessor í lögfræði við Háskóla Is-
lands og hélt því embætti til árs-
ins 1978, en hafði þá hin fyrirfar-
andi ár haft leyfi frá störfum,
enda ráðherra frá 1971. Áður
hafði Ólafur unnið að lögfræði-
ráðgjöf og fleiri störfum á vegum
samvinnuhreyfingarinnar.
Prófessorsembættið var ólafi
mjög kært og gegndi hann því af
mikilli alúð og samviskusemi og
undi varla betur í öðru starfi.
Hann samdi ýmsar námsbækur í
kennslugreinum sínum og auk
þess alþýðlegt lögfræðirit, Lög og
rétt, sem margir hafa lesið sér til
fróðleiks og skilnings á islenskum
lögum og rétti. Störf hans við há-
skólann er snar þáttur í ævi hans
og hefðu ein mátt nægja til þess
að halda nafni hans á lofti um
langan aldur. En frægari hefur
ólafur orðið af öðru með þjóð
sinni. Nafn hans mun fygst og
fremst lifa fyrir stjórnmálaafrek,
sem honum auðnaðist að hafa for-
ystu um á hátindi stjórnmálafer-
ils síns.
Ólafur Jóhannesson hóf afskipti
af stjórnmálum á námsárum
sínum, einkum á háskólaárum.
Á sjötugsafmæli Ólafs Jóhannessonar auk hans og frú Dóru Guðbjartsdóttur sjást Geir Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, Þorvaldur Garöar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, og Ólafur Egilsson, sendiherra, skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins.