Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 36
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 Enginn er óskeikull Skák Margeir Pétursson ÞAÐ sýndi sig á stórmótinu í London um daginn að jafnvel allra sterkustu stórmeistarar og sjálfur heimsmeistarinn eiga sínar veiku hliðar og verða að gæta þess að stýra ekki taflinu jnn í stöður, sem eiga ekki við þá. Á mótinu í Lond- on voru t.d. Sovétmennirnir Karp- ov heimsmeistari og Lev Poiugaj- evsky báðir í mjög góðu formi, en komst þó hvorugur hjá því að tapa skák, Akkillesarhæll þeirra beggja sagði til sín. Bobby Fisher hefur oft verið talinn fjölhæfasti skákmaður allra tíma og svo virtist sem hann gæti teflt allar stöður vel. En ofurkapp hans varð honum stundum fjötur um fót, í við- kvæmum stöðum tefldi hann stundum of stíft til vinnings og kollkeyrði sig. Á hinn bóginn fékk hann oft vinninga úr stöð- um þar sem aðrir hefðu verið búnir að semja jafntefli. Af sterkustu skákmönnum heims í dag, þeim Karpov og Kasparov, er það að segja að upp á síðkast- ið hafa þeir lagt áherzlu á að verða sem fjölhæfastir. Karpov er farinn að tefla hvassar en áð- ur og í einvígjum sínum við Korchnoi og Smyslov spreytti Kasparov sig stundum á því að verjast í óvirkri stöðu. Báðir hafa náð frábærum árangri i þessum nýju hlutverkum sínum. Hæpin peðsrán eiga ilia við Karpov Karpov nýtur sín bezt í stöð- um þar sem hann getur sótt að veikum hlekk í stöðu andstæð- ingsins í rólegheitum og fært sér í nyt óviðjafnanlegan stöðuskiln- ing sinn og tækni. Hins vegar fellur honum illa að taka á sig veikieika og menn hans lenda sjaldan í stöðu þar sem þeir fá ekki að gegna hlutverki sínu. Karpov lætur einmitt bezt að refsa andstæðingum sínum fyrir slík mistök. í skák hans við Filippseying- inn Eugenio Torre á mótinu í London lenti hann þó einmitt í slíkri aðstöðu eftir að hafa hirt peð. Ef til vill hefur hann van- metið andstæðing sinn, sem var næstneðstur á mótinu þegar skákin var tefld, en Karpov var hins vegar efstur. Svo einkenni- lega vildi til að þessi eina tap- skák Karpovs á mótinu var jafn- framt eina vinningsskák Torres. Hvítt: Torre (Filippseyjum) Svart: Karpov (Sovétríkjunum) Nimzo-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Rge2 Stórmeistarar nútimans forð- ast það eins og heitan eldinn að fá tvípeð á c-línuna. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síð- an sjálfsagt var talið að leika 4. a3 til að fá biskupaparið. 5. — cxd4, 6. exd4 — 0—0 7. «3 — Be7, 8. d5 — exd5, 9. cxd5 — Bc5!? Áður var hér oftast leikið 9. — He8, en þetta er vortízkan. 10. b4 — Bb6, 11. Ra4 — d6 Skákin Miles — Jón L. Árna- son, í Osló í apríl tefldist: 11. — He8, 12. Rxb6 - axb6, 13. d6 - Re4, 14. Bb2 - Rc6, 15. g3 - Re5,16. Bg2 - Rc4,17. Dd4! með mun betri stöðu á hvítt. 12. Rxb6 — axb6, 13. Rg3 Annar möguleiki er 13. g3 — He8, 14. Bg2 - Bg4, 15. Be3 - Rbd7,16. h3 - Bf5, 17. 0-0 með heldur betri stöðu fyrir hvítan, Miles — Adorjan, Wijk aan Zee í janúar. 13. — He8+, 14. Be2 — He5!? Til greina kom einnig að sækja að peðinu á d5 með öðrum hætti: 14. — Ra6,15. Bb2 — Rc7, því hrókar eiga ekki heima á miðborðinu í fremstu víglínu. 15. Bb2 — Hxd5, 16. Dcl! Eftir þetta á svarti hrókurinn á d5 engan reit til að flýja á. Þó peðið hafi að vísu ekki verið beinlíns eitrað, bragðast það Peðsrán Karpovs dró dilk á eftir sér. a.m.k. eins og grænt kjöt með finnskum kartöflum. 16. — Rc6, 17. 0—0 — Re5, 18. De3 — Be6, 19. h3 — b5 19. — Hc8 var e.t.v. skárra. 20. Hacl — Bd7, 21. Hfel - Hc8? Svarta staðan myndi senni- lega eiga vel við Korchnoi, sem vanur er að seilast í peð af mis- jöfnum gæðaflokkum og verjast síðan af þrautseigju. Karpov er hins vegar of bráður á sér við að létta á stöðunni og fær fljótt tapað tafl. 22. Hxc8 — Dxc8 23. f4! — Rg6 Ef 23. - Rc4, þá 24. Bxc4 - Dxc4, 25. De7! 24. Bxf6 — gxf6, 25. Bf3 — Dc4, 26. Bxd5 — I)xd5, 27. Re4-- Kg7 Svartur hefur tapað skipta- mun en hörmungar hans eru þó ekki á enda: Fórnirnar rugluðu Polugajevsky í ríminu. 28. Rxf6! — Kxf6, 29. Dc3+ — Re5 Þvingað því ekki gekk 29. — Kf5,30. g4+ - Kxf4,31. De3 mát. 30. fxe5+ — dxe5, 31. Hfl+ — Ke6, 32. Dc2 - e4, 33. Dc3 — f5, 34. Dg7 — Dd2, 35. Dxh7 — De3+, 36. Kh2 — Dg5, 37. h4 — Dg4, 38. Dh6+ — Ke5, 39. Dg5 — Dxg5, 40. Hxg5 — e3, 41. g6 — Kf6, 42. Kg3 — Be6, 43. Kf4 — e2, 44. Hel — Bc4, 45. g7 og Karpov gafst upp. Torre er þar með kominn í hóp hinna fáu, sem unnið hafa heimsmeistarann tvisvar, hinir eru Timman, Miles og að sjálfsögðu Korchnoi. Gegn Polugajevsky á að tefla djarft Svoezki stórmestarinn Lev Polugajevsky varð í öðru sæti á mótinu í London ásamt Murray Chandler, sem kom eftirminni- lega á óvart. Sterkasta hlið Polu- gajevskys er mikil byrjanaþekk- ing hans og hann er sérfræðing- ur í að vinna skákir með þvi að „tefla eftir nótum“. Andstæð- ingar hans fá þá aldrei mögu- leika. En hann hefur oft á tíðum látið mótherja sína slá ryki í augu sín með frumlegri og djarfri táflmennsku. Ungi enski stórmeistarinn Speelman gerði sér fyllilega grein fyrir þessum veikleika Polugajevskys er hann mætti honum í London. Rétt eins og í skákinni á undan var þetta eina vinningsskák Speel- mans og eina tap Polugajevskys. Einkennilega tilviljun. Hvítt: Polugajevsky (Sovét) Svart: Speelman (Englandi) Nimzo-indver.sk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. Rc3 — Bb4, 5. Dc2 Önnur leið til að forðast tvípeð á c-línunni. 5. — Bb7, 6. a3 — Bxc3+, 7. Dxc3 — a5, 8. b3 — 0—0, 9. e3 — d6, 10. Bd3 — Rbd7, 11. Bb2 — De7, 12. 0—0 — Re4, 13. Dc2 — f5, 14. Rel!? Hvítur hefði getað tryggt sér örlítið betri stöðu með því að leika 14. Rd2, en Polugajevsky vill meira. 14. — Dg5, 15. Bcl!? — Dg6,16. f3 — Rg5, 17. h4 — Re4!? Eftir 17. — Rf7,18. e4 stendur hvítur greinilega nokkru betur. Ef nú strax 18. fxe4 — fxe4, 19. Be2 þá 19. — Dg3! og hvítur get- ur ekki losað um sig. 18. h5 — Dxh5, 19. fxe4 — fxe4, 20. Bxe4 — Hxfl+, 21. Kxfl — HÍ8+, 22. Bf3 Þvingað því ef: 1) 22. Rf3 — Dhl+, 23. Kf2 - Dh4+, 2) 22. Kgl - Dh4, 23. Bxb7 - Dxel+, 24. Kh2 — Hfl með mátsókn. 22. — e5, 23. Ke2? Polugajevsky hefur vanmetið svörtu sóknina og yfirsést næsti leikur svarts. Mun betra var 23. Kgl! - Dh4, 24. De2 - e4, 25. Bg4, þó svartur hafi spil fyrir manninn eftir 25. — Rf6, 26. Be6+ — Kh8, þá hótar hann 27. - Rh5 og 28. - Rg3. 23. — Hxf3!!, 24. gxf3 — e4, 25. d5? Skárra var 25. Kdl — exf3, 26. Df2 — Rf6, 27. d5, en eftir 27. — Bc8! hefur svartur þó mun meira en næg færi fyrir skiptamuninn. 25. — exf3+, 26. Rxf3 — Re5, 27. De4 — Bc8!, 28. Bd2 eftir 28. Kf2 — Bf5! vinnur svartur samstundis. 28. Bf5!, 29. Df4 — Rxf3, 30. e4 — Re5+, 31. Kfl — Bh3+, 32. Kgl — Dg6+ og hvítur gafst upp. Námstefna um almanna- varnir á vegum NATO Kynning á hlutverki Almannavarna f náttúruhamfórum Hér á landi var í vikunni haldin námstefna á vegum aðildarlanda NATO er bar yfirskriftina: Hlutverk almannavarna í náttúruhamfórum og annarri friðarvá. Það voru Almanna- varnir ríkisins sem veg og vanda höfðu af námstefnunni hér á landi. Þáttakendur voru frá ellefu NATO- ríkjum og frá skrifstofu NATO i Bríissell. Fyrirlesarar voru þó aðal- lega frá íslandi. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna, sagði á blaðamannafundi í gær að mark- miðið með þessari námstefnu hefði verið að kynna hlutverk almanna- varna í náttúruhamförum. „Það má segja að fjölbreytileiki náttúru- aflanna hér á landi sé meiri en hjá hinum NATO-ríkjunum, að undan- skildum hinum víðfeðmu Banda- ríkjum. ísland er því kjörið land til ráðstefnu um náttúruhamfarir og aðgerðir almannavarna í slíkum tilvikum," sagði Guðjón Petersen. „Á námstefnunni kynntum við uppbyggingu almannavarnakerfis- ins hér á landí og hvað aðhafst yrði ef náttúruhamfarir yrðu. Við fór- um til dæmis með þátttakendurna til Ileimaeyjar og útskýrðum fyrir þeim þar hvernig starfi okkar var háttað meðan á eldgosinu stóð. Þá kynntum við þeim einnig starfsemi Rauða krossins hér á landi og hjálparsveitanna. Lokaþátturinn á námskeiðinu var síðan kynning á því, sem kalla mætti langtímavarnir gegn nátt- úruhamförum, en það er áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir að svo miklu leyti sem slíkt er fram- kvæmdanlegt. Þessar aðgerðir byggjast til dæmis á því að reisa varnargarða þar sem snjóflóða- hætta er mikil eða hætta á jökul- hlaupum sem gætu eyðilagt mann- virki. Einnig geta þessar fyrir- byggjandi aðgerðir byggst á því að kanna hvar áhættuminnst er að reisa mannvirki og mikilvægar byggingar. ísland er á svonefndu rift zone-belti, eða gliðnunarbelti, og því ætíð hætta á að mikilvæg mannvirki verði reist á stöðum þar sem t.d. sprungur eru undir." Guðjón nefndi einnig að á Suður- landi hefðu mikilvægar byggingar verið reistar áður en kannað hefði verið hvort um áhættusvæði væri að ræða og gæti því komið á daginn að undir þessum byggingum væru sprungur. Sagði hann að það ástand gæti skapast að miklir jarðskjálftar ættu sér stað og margt fólk slasaðist, og á sama tíma eyðilegðist spítali vegna þess að hann hefði verið reistur þar sem sprungur væru undir. „Það er líka galli á almanna- varnakerfinu hér á landi að allir stærstu og best útbúnu spítalarnir eru reistir á svipuðum stað og það býður hættunni heim. Þá þarf einnig að gera meiri kröfur til mannvirkja sem reist eru á áhættusvæðum," sagði Guðjón. Aðspurður um hvort þessi námstefna væri merki þess að Is- Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna rfkisins. land væri farið að taka meiri þátt í samstarfi NATO-þjóðanna sagði hann: „Þetta er í fyrsta sinn sem almannavarnakerfi NATO heldur fund hér á landi en áður hafa tvær námstefnur verið haldnar í öðrum löndum og sóttum við íslendingar þær báðar. Samstarf við hinar þjóðirnar í þessum efnum er nauðsynleg því þær hafa yfir að ráða margvísleg- um tækjabúnaði, sem við getum fengið afnot af ef við þurfum á að halda. Má í því sambandi nefna færanlegan spítala, sem að öllu jöfnu er staðsettur í Vestur-Þýska- landi, og auðvelt yrði að flytja hingað til lands kæmi upp sú staða að sjúkrahús yrðu óstarfhæf ein- hverra hluta vegna. Þá höfum við einnig fengið boð um það frá Norðurlöndunum að senda menn þangað til þjálfunar. Samvinna þessara þjóða kemur öllum vel því þær hafa yfir að ráða þekkingu, sem hægt er að miðla á milli þeirra. Við íslendingar höfum átt sæti í almannavarnanefnd NATO og einnig höfum við verið þátttakendur í almannavarna- nefndum á vegum Sameinuðu þjóð- anna.“ Guðjón sagði að lokum að brýn- ast í starfi almannavarna væri að geta aukið fræðslu og þjálfun manna til að geta tekist á við af- leiðingar náttúruhamfara. „Við höfum vissulega menn sem eru vel þjálfaðir í sínu starfi og yrðu kali- aðir út yrðu náttúruhamfarir en þessa menn yrði einnig að þjálfa til að takast á við slíkt." „Annað verkefni sem er aðkall- andi er að setja upp um allt land fjarskiptakerfi, sem er þráðlaust og væri því hægt að nota þótt yrði símsambands- og rafmagnslaust."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.