Morgunblaðið - 29.05.1984, Síða 38

Morgunblaðið - 29.05.1984, Síða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984 Minning: Pétur Guðmundsson skipstjóri frá Reykjum Fæddur 18. desember 1917 Dáinn 21. maí 1984 Það er staðreynd að öll kveðjum við þennan heim fyrr eða seinna, enginn hefur ennþá getað breytt því, þótt ýmsir hafi reynt og lang- að til að lengja sitt æviskeið, jafn- vel verða ódauðlegir. Erfitt er að sætta sig við, þegar gamall og góður vinur hverfur, vinur sem maður hefur þekkt allt frá pollaárunum, að svo góðu, að betra verður ekki á kosið. Pétur Guðmundsson fæddist 18. des. 1917, sonur þeirra merkis- hjóna Ingibjargar Pétursdóttur og Guðmundar Jónssonar, togara- skipstjóra, hins mikla aflamanns. Þau hjón voru bæði þekkt fyrir míkinn drengskap við þá sem voru minni máttar í lifinu. Það tók Pét- ur í arf frá foreldrum sínum í rík- um mæli. Pétur ólst upp á Reykjum í Mosfellssveit, ásamt bræðrum sín- um og uppeldissystrum, fór síðan í Gagnfræðaskólann í Reykjavík. Leiðir okkar lágu saman í Stýri- mannaskólanum. Fljótlega eftir skóiaslit varð hann stýrimaður og síðan skipstjóri á olíuskipum, sem Skeljungur hf. átti. Árið 1945 kvæntist hann Krist- jönu Sigurðardóttur. Var jafnrétti með þeim hjónum. Betri og trygg- ari hjón er varla hægt að hugsa sér. Sem skipstjóri stóð hann sig mjög vel, en erfitt hefur það oft verið hjá honum að fara milli smáhafna við erfiðar aðstæður, þegar siglingatækin voru lítil eða engin á móti því sem nú er og bryggjur litlar og oft ljóslausar. Allt fór þetta vel. En það sem er mér minnisstæð- ast er að Pétur Guðmundsson var einn þeirra sem með framkomu sinni hafði þau áhrif á fólk, að öllum leið vel í návist hans. Hann var einstaklega jákvæður í allri afstöðu sinni til manna og málefna, sá jafnan það ánægju- lega og bjarta í lífi okkar. Hann hreif okkur auðveldlega með sér. Og nú þegar leiðir skilur fær maður ekki fullþakkað allt sem hann gerði, og hér má ekki gleyma hlut Kristjönu, konu hans. Henn- ar hlutur var stór. Við hjónin biðjum góðan Guð að styrkja Kristjönu við missi síns góða eiginmanns, Péturs vinar míns og skólabróður. Guðmundur Guðmundsson Þegar ég frétti andlát vinar míns og félaga, Péturs Guð- mundssonar, skipstjóra, setti mig hljóðan, en síðan hr.önnuðust upp í huga mér minningar um langa vináttu. Ég kynntist Pétri fyrst er ég réðst til hans á Kyndil, sem há- seti, sumarið 1957, þá nemandi i Stýrimannaskólanum. Sumarið eftir leysti ég af sem stýrimaður hjá honum. Betri skóla í að þekkja til á ströndinni var ekki hægt að fá fyrir ungan mann, nýkominn úr skóla. Síðan skiidi leiðir um tíma, en sem betur fer ekki mjög lengi. Konur okkar störfuðu mikið sam- an í Kvenfélaginu Hrönn, félagi eiginkvenna stýrimanna og skip- stjóra. Margar voru skemmtiferðirnar austur í Laugardal og þar var æf- inlega glatt á hjalla, þegar búið var að taka til hendi við þrif og lagfæringu. Var þá Pétur hrókur alls fagnaðar og þeir sem til þekkja hafa áreiðanlega lesið eftir hann í dagbókum „Sæbóls", þar lék hann á als oddi með penna í hönd. Ég og fjölskylda mín ferðuð- umst með Pétri og Kristjönu inn- anlands og utan. Þær ferðir eru ógleymanlegar og sá félagsskapur, sem við vorum í, og ég þakka fyrir allar þær stundir. Nú að leiðarlokum, þegar kær vinur er kominn I það lægi, sem bíður okkar allra, bið ég algóðan Guð að gefa Kristjönu, börnunum og barnabörnunum styrk í sorg þeirra. Grétar Hjartarson Einn af mínum bestu vinum, Pétur á Reykjum, eins og hann var kallaður innan kunningjahópsins, er látinn eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu á Borgarspítalan- um. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar bónda og skipstjóra og Ingibjargar Pétursdóttur, sem bjuggu á Reykjum í Mosfellssveit. Þetta á ekki að vera nein upptaln- ing á æviferli Pétus, aðeins þakk- læti fyrir vináttu hans í hartnær 40 ár. Við settumst báðir í Stýri- mannaskóia íslands haustið 1939, og þá hófst kunningsskapur okkar, sem haldist hefur óslitið síðan. Pétur var góður námsmaður og sóttist þar af leiðandi námið vel, en eftirminnilegast í fari og fram- komu Péturs var hans ríka kímni- gáfa, sem brá ætíð fyrir í sam- skiptum hans við fólk, hafði alltaf skemmtisögur á reiðum höndum. Þannig laðaði hann til sín allar tegundir af fólki, en að baki gásk- ans bjó alvaran eins og oft vill verða hjá húmoristum eins og Pét- ur sannarlega var. Þar sem Pétur er nú ekki lengur á meðal okkar, verður farið í sjóð minninganna, sem var orðinn mikill að vöxtum eftir 40 ára vináttu, og þær rifjað- ar upp í ró og næði, sem allar voru á einn veg ljúfar og skemmtilegar. Pétur var sérstaklega barngóður og nutu barnabörnin þess í ríkum mæli að vera samvistum við hann og voru það góðar stundir hjá hon- um. Nú eru aðeins þrír eftir af sex kunningjum sem alltaf hafa hist meira og minna sl. 40 ár og er Péturs sárt saknað úr hópnum, en minningarnar eigum við allir. Ekki minnumst við hjónin Pétus án þess að Kristjana, hans góða og trygglynda kona, komi þar við sögu í ríkum mæli. Pétur og Sjana, þessi tvö nöfn voru alltaf samferða í hugum okkar, svo nátengd voru þessi ástkæru hjón hvort öðru. Ég og konan mín, Margrét, vott- um Kristjönu, börnum þeirra, Guðmundi, Ingibjörgu og Sigurði, og tengdafólki okkar dýpstu sam- úð og þökkum alla tryggð og vin- áttu gegnum árin. Með vinarkveðju, Jóhann Magnússon. Kveðja Látinn er í Reykjavík Pétur Guðmundsson, skipstjóri, á 67. aldursári, vel þekktur í Reykjavík og víða um land. Hann fæddist í Reykjavík 18. desember 1917 en fluttist ungur að Reykjum í Mos- fellssveit. Pétur var sonur hins lands- kunna togaraskipstjóra og afla- kóngs Guðmundar Jónssonar, er lengst af var kenndur við Skalla- grím, þar sem hann var lengst skipstjóri, og konu hans, Ingi- bjargar Pétursdóttur frá Svefn- eyjum á Breiðafirði, og voru þau bæði annáluð glæsimenni. Pétur var alinn upp á Reykjum þar sem feður okkar, mágarnir, þeir Guð- mundur og Bjarni Ásgeirsson, ráku í sameiningu stórbýli. Fjölmenni var ætíð á heimilinu, því margs þurfti að sinna og við frændsystkinin tókum fljótt þátt I því. Þar var á æskuárum okkar mikill fjöldi barna, því börnin voru 5 í hvorri fjölskyldu, auk barna skyldmenna og óskyldra, sem ýmist ólust þar einnig upp eða dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma. Á sumrin var það eins öruggur vorboði og koma far- fuglanna að í barnahópinn bætt- ust börn frænda og vina úr Reykjavík, sem voru jafn kærkom- in og farfuglarnir. Það var því mikið fjör og mikið um leiki á uppeldisárum okkar á Reykjum, en að sjálfsögðu, að þeirra tíma sið, sinntu börnin bæði vinnu og leikjum. Pétur var elstur okkar frænd- systkinanna á Reykjum og því sjálfskipaður foringi. Alltaf kátur, óvenju gamansamur og hafði gott skopskyn. Hann fór þó fljótt, vart kominn af barnsaldri, að snúa sér að sjónum og var mörg sumur með föður sínum á síldveiðum á togar- anum Skallagrími, sem var hcilu sumrin að veiðum fyrir Norður- landi, en á vetrum var Brúar- lands-barnaskólinn stundaður, þótt sökum barnafjöldans á Reykjum væru stundum fengnir þangað heimiliskennarar. Alvara lífsins tók snemma við, Pétur tók gagnfræðapróf 1933 og fetaði síðan í fótspor föður síns og tók stýrimannaskólann, þaðan sem hann lauk farmannaprófi 1941 og gerðist síðan stýrimaður og skipstjóri. Hann átti langan sjómannsferil á fiskiskipum og millilandaskipum og mun hann þá á stríðsárunum hafa lent I ýmsum hættum og alvarlegum, sem mér er þó ekki nógu kunnugt um til að segja frá vegna dvalar minnar er- lendis á þeim tímum. Lengst af var hann skipstjóri á olíuflutn- ingaskipunum Skeljungi og síðar Kyndli við að flytja olíu á hinar ýmsu hafnir í kringum landið, margar smáar og illa búnar og erfiðar í aðsiglingu. Vegna óskyldra starfa okkar Péturs urðu samfundir okkar ekki eins tíðir hin síðari ár, en þegar við hittumst var alltaf sama gam- ansemin og glettnin í fyrirrúmi. En undir bjó þó mikil alvara þegar farið var að ræða saman. Þegar aldur tók að færast yfir Pétur hitti ég hann eitt sinn á góðri stund og sagði hann mér þá margt af starfi sínu og mörgum þeim vanda, sem þar var við að glíma í okkar veðráttu og vegna margra okkar þröngu og vondu hafna. Sagðist hann vera tekinn að þreytast á siglingum og um það bil að hverfa að starfi í landi. Sagðist hann harma það að mörg sú reynslan sem hann hefði öðlast í sínu starfi væri hvergi skráð, hvorki á sjókortum né annars staðar og fengist raunar hvergi nema með reynslunni. Um svipað leyti og þetta samtal átti sér stað var hann að skipta um starf. Fór hann í land og gerðist stöðvar- stjóri hjá Olíufélaginu Skeljungi í Örfirisey. Þar starfaði hann síðan t Faöir okkar, ÓLAFUR GUOJÓNSSON, Hringbraut 58, Keflavík, andaöist fimmtudaginn 24. maí. Útförin fer fram miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00 frá Keflavikur- kirkju. Börnin. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, YNGVI JÓHANNESSON frá Kvennabrekku, er látinn. Guörún Jónsdóttir Bergmann, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, SIGMUND LÖVDAHL, fyrrv. bakarameistari, Bollagötu 12, lést í Borgarspítalanum aö morgni 28. maí. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Einarsdóttir Lövdahl, Einar Lövdahl, Inga Dóra Gústafsdóttir, Karen Lövdahl, Þóröur Júlíusson, Bergþóra Lövdahl, Einar Eyjólfsson. Lokað í dag kl. 13.00—15.00 vegna jarðarfarar DR. ÓLAFS JÓHANNESSONAR, fyrrverandi forsætisráöherra. ísafoldarprentsmiðja hf., Bókaverslun ísafoldar. Lokað í dag kl. 13.00—15.00 vegna jaröarfarar PÉTURS GUÐMUNDSSONAR, skipstjóra. íslenskur heimilisiðnaður. t Dóttir min og systir okkar, SIGRÍDUR H. KRISTJÁNSDÓTTIR, Grænuhliö 20, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. maí kl. 15.00. Guórún Kristjónsdóttir, Ólafía Kristjónsdóttir, Þorbjörg Kristjónsdóttir, Áslaug Kristjónsdóttir, Margrót Kristjónsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir. t Minningarathöfn um manninn minn, fööur okkar, tengdafööur og afa, . EIRÍK gíslason, Snekkjuvogi 12, sem lést af slysförum 13. maí fer fram frá Fossvogskirkju í dag 29. maí kl. 16.30. María Haraldsdóttir, Fanney Eiríksdóttir Proppó, Erling Proppé, Ólafur Eiríksson, Margrét Davíösdóttir, Regína Eiríksdóttir, Ludwig Eckardt og barnabörn. Innilegar þakkir öllum þeim samúö vegna fráfalls fjölmörgu sem vottaö hafa okkur JÓNS KRISTINS PÁLSSONAR, Skúmsstöóum, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til lækna og Selfossi. starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands, Elísabet Krístinsdóttir, Elsa Kristinsdóttir, Guömundur Indriðason, Póll Kristinsson, Ester Ragnarsdóttir, Unnur Kristinsdóttir, Arnar Árnason, Guöbjörg Kristinsdóttir, Jón Áskell Jónsson, Jón G. Kristinsson, Ingveldur J. Guðnadóttir, Loftur Kristinsson, Erla Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.