Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 29.05.1984, Qupperneq 39
43 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 til dauðadags, en hann andaðist eftir stutta legu 21. maí sl. Árið 1945 kvæntist Pétur Kristjönu M. Sigurðardóttur og eignuðust þau 3 börn, sem öll eru uppkomin. Pétur var fríður maður, hár og myndarlegur og var eftir honum tekið hvar sem hann fór. Tveir þeir elstu úr hvorum gamla systkinahópnum okkar frá Reykjum hafa nú kvatt með skömmu millibili og er söknuður og sjónarsviptir að þeim báðum heiðursmönnum, en svo er gangur lífsins og eigi má sköpum renna. Við frændsystkini hans og fjöl- skyldur okkar frá Reykjum kveðj- um nú Pétur með hlýjum hug og óskum honum góðs í nýjum heim- kynnum um leið og við sendum konu hans, börnum, bræðrum og fjölskyldum samúðarkveðjur. Jóhannes Bjarnason Ég, sem var hér eins konar landnemi ásamt fleirum fyrir um það bil hálfum fjórða áratug, hef lifað það, að sjá hvert íbúðarhúsið á fætur öðru formast frá því að kallast grunnur og til þess mann- virkis, sem unun er að líta. Manni finnst eftir áraraðir í tíma, að þessi hús nágrannanna hafi í raun og sannleika bráðlifandi sál með streymandi orku sjálfum manni til hagsbóta í önn og von. í þessu sambandi er mér efst í huga ná- búahúsið við mig, Granaskjól 12, íbúðarhús og heimili Kristjönu M. Sigurðardóttur og Péturs skip- stjóra Guðmundssonar, sem nú er kvaddur hinstu kveðju af fjöl- skyldu sinni, vinum og vanda- mönnum nær og fjær. Pétur Guð- mundsson hefur verið mér og heimili mínu í áravís einkar kær félagi, ljúfur og hýr. Ávallt var hann með afbrigðum gamansamur og hnittinn í tilsvörum. Þannig hélt hann á öllum samræðum að einskis var vant í kæti og gamni, engra vímugjafa var þörf til að auka við gleði, né til að gleyma stund og stað. Það var nóg að hlusta á Pétur. Hann kunni frá mörgu að segja varðandi glímuna við Ægi konung en sér í lagi átök- in við dætur hans, sem brotnuðu hvítfreyðandi móts við sjálfan himinbogann og munduðu sig al- búnar til lokaátaka um lífið sjálft, fley og fjör skipherrans. Þrátt fyrir heljarmátt Ægis með ógn- vekjandi boðaföll að vopni barg Pétur ávallt skipi sínu heilu í höfn með öllu því sem honum var trúað fyrir. Konungur Ægir sigr- aði aldrei Pétur Guðmundsson skipstjóra í viðureigninni þótt orustan hafi varað fullan aldar- fjórðung. Fjölskylda mín, kona og dætur, í Granaskjóli 13 hefur misst frá- bæran vin, öll kynni við hann voru hrein og drengileg, samræður ljúf- ar og góðviljaðar til hvers og eins og fullkomlega lausar við að minnka aðra að manngildi nema síður væri. Alla hefðardaga viðkomandi heimili mínu og fjölskyldu vaktaði hann ásamt konu sinni og með ýmsum hætti juku þau ógleyman- lega við tilefni þeirra. Engin ára- mót liðu svo ekki væri þrýst um hönd til árnaðaróska nýju ári. Á þessari sorgarstundu færum við í Granaskjóli 13 frú Kristjönu M. Sigurðardóttur, afkomendum hennar og venslafólki dýpstu sam- úðarkveðjur og við þökkum vin- áttu og samfylgd frá fyrstu kynn- um. Og svo kveðjum við hjartan- lega Pétur Guðmundsson skip- stjóra með orðum Jónasar Hall- grímssonar og gerum þau að okkar og segjum: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jón ísleifsson og fjölskylda. Þegar langur og strangur vetur er að baki og sumarið virðist í augsýn dregur skyndilega ský fyrir sólu og myrkrið verður kalt, Pétur er dáinn. Góður vinur er skyndilega hrifinn burt og eftir stöndum við með söknuð og trega í hjarta. Við, sem þekktum Pétur, virtum hans mikils, meira en aðra menn, og vorum stolt af því að fá að um- gangast hann. Pétur var hlýr, ein- lægur maður og mikill húmoristi, hann átti auðvélt með að koma þeim sem í kringum hann voru í gott skap með hnyttnum tilsvör- um og skemmtilegum sögum og sá ætíð spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Pétur var vinur vina sinna og það er mér ljósara í dag en nokkru sinni hversu mikinn vin ég átti. Nú, þegar hann er allur, sakna ég þess mest að hafa ekki verið meira í návist hans. Pétur Guðmundsson var fæddur 18. desember 1917 og var af dug- miklu sjómannsfólki kominn í báðar ættir og var hreykinn af sínu fólki. Hann fetaði í fótspor feðra sinna og fór ungur til sjós og var lengst af skipstjóri á olíuskip- inu Kyndli. Kona hans, Kristjana Sigurð- ardóttir, og börn hans eiga um sárt að binda á þessari stundu svo og aðrir ástvinir. Litlu afastelp- urnar, sem hann gaf svo mikið, geyma minninguna um af Pétur í hjarta sínu. Ég þakka honum allar ánægju- stundirnar, sem hann veitti mér. Sigríður Egilsdóttir Heiðra viljum við minningu vin- ar okkar með nokkrum orðum sem þakklæti fyrir dýrmætar minn- ingar. Pétur Guðmundsson, skipstjóri, var einstakur maður. Að hugsa til Péturs hefur ávallt vakið gleði, sem nú blandast söknuði og trega fyrir þá vissu að samverustund- irnar verða ekki fleiri. Jafnframt knýr sú hugsun á að vert sé að þakka það að kynnast jafn ágæt- um manni sem Pétri. Við kynntumst honum sem skemmtilegum ferðafélaga. Hann var alltaf glettinn og hafði frá mörgu að segja, fyndni hans og hnyttin tilsvör eru ógleymanleg. Það voru börnin, sem tengdu okkar fjölskyldur mikið saman. Þar kynntumst við Pétri sem afa, hve honum fannst börn vera ynd- islegt fólk og miklir gleðigjafar, enda góður afi. Öll eigum við ánægjulegar minningar um samveru með þeim hjónum. Stundirnar í sumarbú- staðnum voru margar og sama hvernig veðrið var, ef Pétur og Kristjana voru með í ferð var ánægjan gulltryggð. Gestabókin er skemmtileg varða í minningun- um þar sem Pétur gætti þess vandlega að kvittað væri fyrir kaffið og dvölina. Einnig skemmtilegar frásagnir hans af verunni í bústaðnum, þar sem til- veran var litin mátulega háðskum augum. Árin liðu og við nánari kynni kom hinn sterki vinur ávallt betur í ljós. Og það átti Pétur eftir að sýna þegar skarð var hoggið í fjöl- skylduna að þar fór vinur sem óhætt var að treysta og gat ekki síður gefið sem vinur en hinn skemmtilegi ferðafélagi. Einstakir vinir reyndust þau hjónin þá og verður seint fullþakkaður sá styrkur, sem þau veittu okkur. Svo einlæg vinátta og virðing, sem óx milli þeirra sem nú eru horfnir, mun koma okkur til góða og vita máttu, Kristjana mín, að hér fara vinir. Eina ósk eigum við þér til handa, að öll framtíðin verði þér og vinum þínum huggun í ykkar mikla missi. Vinir úr Granaskjóli 9. • • Þórir Orn bergsson - Fæddur 24. maí 1951 Dáinn 12. maí 1984 Þórir Örn er látinn, aðeins 33 ára að aldri. Þegar ég kynntist Þóri var hann aðeins barn að aldri. Foreldrar hans bjuggu þá á Þinghólsbraut í Kópavogi og við fluttum í næsta hús. Síðan hef ég haldið kunnings- skap við móður hans og fjölskyldu og þar af leiðandi fylgst með upp- vexti Þóris. Foreldrar hans eru Sólveig Jóhanna Jónasdóttir og Línberg Hjálmarsson. Systkinin voru þrjú og eru hin eftirlifandi Sigrún Birna og Hafsteinn Már. Þórir var ákaflega kraftmikill og fjörugur strákur, léttur í lund og góður í umgengni. Hann hafði fjörugt ímyndunarafl, var hand- laginn og duglegur. Sem ungur drengur hneigðist hann mikið að íþróttum og stundaði meðal ann- ars knattspyrnu og spretthlaup. En lífið er ekki alltaf eins og við óskum okkur og þegar Þórir var aðeins 18 ára gamall veiktist hann og hefur átt við veikindi að stríða síðan. Hann var afar músíkalskur, spilaði á gítar og söng og samdi gjarnan lögin sjálfur. Gítarinn var honum mikil afþreying og þeg- ar syrti í álinn eða hann var Lín- Minning eitthvað dapur tók hann gítarinn og söng. Hann var mikið náttúrubarn og þegar voraði langaði hann að kom- ast út í náttúruna og eins og lækn- irinn hans sagði: „Það var eins og hann svifi inn í vorið." Að lokum vil ég votta foreldrum hans og systkinum samúð mína og megi guð styrkja þau í sorg sinni. Valborg Soffía Böðvarsdóttir t Útför eiginkonu minnar, LILJU SALVARAR TRYGGVADÓTTUR, verður gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. maí kl. 13.30. Guömundur Einarsson, Baldursheimi, Stokkaeyri. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR, bónda, Berjanesi, A-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir viljum viö senda öllu starfsfólki á sjúkrastofnun- um sem önnuöust hann síöastliöin ár. Marta Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og aörir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.