Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 41
»jr ix- siTi'uinTiimari mo in'/i’nanw
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984
45
Guðrún Fema með
nýtt íslandsmet
Námskeið í fimleikum
•Það fór vel á með strókunum fró Heim og Selfyssingunum, Heim-
strókarnir lóku viö A- og B-lið Selfoss, A-lið Selfoss sigraði en B-liðiö
tapaði fyrir Svíunum. Á myndinni mó sjó hópana saman eftir leikina.
Handboltadrengir frá
Heim heimsóttu Selfoss
íþróttamiðstöðin ó Selfossi
hefur ó undanförnum órum notið
vinsælda íþróttafélaga og hópa
sem í ríkum mæli hafa nýtt sér þó
aöstööu sem fyrir hendi er ó Sel-
fossi.
Fyrsti hópurinn á þessu sumri
var hópur handboltadrengja úr
sænska Gautaborgarliöinu Heim
sem keppti viö jafnaldra sína i 5.
flokki á Selfossi.
Um næstu helgi, 26 —27. maí,
er svo væntanlegur hópur frá
íþróttafélagi fatlaöra sem býr sig
undir þátttöku í Ólympíuleikum
fatlaöra.
íþróttamiöstööin er rekin af
íþróttaráöi Selfossbæjar sem mun
bjóöa upp á leikjanámskeið fyrir
börn í júnímánuði. Gestir íþrótta-
miðstöðvarinnar gista i Gagn-
fræöaskólanum.
Guðrún Fema Ágústsdóttir
Ægi, æfir og keppir um þessar
mundir í Kanada. Guörún
keppti ó stóru sundmóti um síö-
ustu helgi og nóði þó góðum
órangri en hún undirbýr sig nú
af miklu kappi fyrir ólympíuleik-
ana í Los Angeles.
Guörún setti nýtt íslandsmet í
100 m skriösundi í 50 m braut
synti á 1:02:81 mín, gamla metiö
var 1:03:18. Þaö átti hún sjálf. Þá
synti hún 100 m bringusund á
1:18:8 og í báöum þessum sund-
um varö Guörún í ööru sæti.
Þá keppti hún í 200 m bringu-
sundi og varö númer tvö, fékk
tímann 2:49:4 mín. Hún hreppti
þriöja sætiö i 50 m skriösundi á
28:82 sek og í 200 m fjórsundi á
2:32:70 mín.
FIMLEIKANÁMSKEIÐ mun verða
dagana 1.—7. júní 1984 í íþrótta-
húsi Ármanns í Reykjavík. Nóm-
skeiðiö er haldiö með styrk fró
the National Olympic Solidarity.
Þjólfarar ó nómskeiöinu veröa
hjónin Men Xiamoing og Bao Nai
Jangy.
Bao hefur veriö einn af þremur
bestu fimleikamönnum Kína í 17
ár, og margfaldur Kínameistari.
Þaö var á árunum ’45—’62, síöan
Stuttgart
vantar
nýja sókn-
hefur hann þjálfaö kínverska
landsliöiö og skipulagt mörg stór
mót og námskeiö. Men hefur veriö
Kínameistari tvisvar sinnum og
þjálfað úrvalshópa frá Kína í Pek-
ing.
Námskeiðiö mun fara fram á ís-
lensku (ensku). Námskeiöiö hefst
föstudaginn 1. júní og lýkur 7. júní.
Kennt veröur frá kl. 9—12 og 3—6
daglega.
Tekin veröur fyrir grunnþjálfun
pilta og stúlkna og uppbygging á
æfingum sem svara til ól-
skylduæfinga ’85—’88.
Upplýsingar er hægt aö fá á FSÍ.
armenn
í VIÐTALI viö Ásgeir Sigur-
vinsson aö leik loknum í
Bremen á dögunum taldi
hann að Stuttgart yröi aö
styrkja lið sitt fyrir næsta
keppnistímabil ef Stuttgart
ætlaöi sér stóra hluti í
Evrópukeppni meistaraliöa.
Hann taldi aö þaö gæti varla
talist eölilegt aö miðvallar-
leikmenn Stuttgart skoruðu
flest mörk liösins. Forráöa-
menn Stuttgart settust niður
og ræddu málin og kom þá
fram sú hugmynd aö selja Dan
Corneliusson til ítalíu, því aö
flestir hjá Stuttgart telja að
Svíinn Dan hafi skilaö of litlu
(12 mörk og þar af ekkert ein-
asta í sex síöustu leikjum).
Hann kostaöi litlar 1,4 mill-
jónir vestur-þýskra marka. I
staðinn hafði Stuttgart hug á
að kaupa besta framlínumann
í vestur-þýskri knattspyrnu í
dag, landsliðsmanninn Rudi
Völler, sem er samnings-
bundinn Bremen til ársins
1985. Talið var Stuttgart ætti
góða möguleika á að fá Rudi til
sín, þar sem að félag hans,
Bremen, hafði gert samning
um forkaupsrétt á Völler til
ítalíu án þess að láta Rudi vita
af því. Samkvæmt síðustu
fréttum bendir þó allt til að
Rudi Völler haldi samning sinn
við Werder Bremen og leiki
þar til 1985. Stuttgart verður
því að leita enn um sinn eftir
nýjum sóknarmanni.
• Lovísa Sigurðardóttir, formað-
ur Fimleikasambands íslands,
með verölaun og viöurkenningu
sem íslendingar fengu er þeir
tóku þótt í miklu fimleikamóti í
Örebro í Svíþjóö.
Þessi mynd er af verölaunahöfum í Dunlop-open fyrir 10 órum og má þar sjó margan frægan kappann.
Þessir tveir smóvöxnu standa í baróttunni núna en það eru Gylfi Kristinsson, íslandsmeistari í golfi, og
félagi hans í GS, Póll Ketilsson. Aðrir ó myndinni eru fró vinstri: Sigurjón Gísla sem enn slær kúlur að krafti,
Ágúst Svavarsson, handboltamaöur, Hallur Þórmundsson, Þorbiörn Kjærbo, sem þarna sigraði í mótinu og
hefur oftast sigrað í mótinu fró upphafi, og viö endann er Árni Arnason í Dunlop og Hörður Guðmundsson
form. GS.
Magnús vann opna Dunlop-
mótið þriðja árið í röð
MAGNÚS Jónsson, GS, sigraði ó
opna Dunlop-mótinu í golfi ó
Hólmsvelli í Leiru um helgina og
er þaö þriðja órið í röð sem hann
sigrar í þessu móti. Hann fór ó
149 höggum.
Sigurður Pótursson, GR, varö
annar ó 154 höggum, Siguröur
Sigurðsson, GS, fór ó 155, Póll
Ketilsson, GS, ó 156 og íslands-
meistarinn Gylfi Kristinsson, GS,
á 157.
Meö forgjöf sigraöi 16 óra
stúlka, Kristín Ketilsdóttir, GK, ó
141 höggi nettó, Magnús Jónsson
varð annar ó 143 nettó og Guð-
mundur Bragason, GG, þriöji ó
143 nettó.
Aukaverðlaun fyrir að vera
næstur holu ó Bergvík í upp-
hafshöggi fékk Sigurður Sigurös-
son — kúla hans stöðvaðist 1,04
metra fró holunni. Peter Salmon
fékk aukaverðlaun fyrir lengsta
teighögg ó 36. holu — þaö var 230
metrar — og Guömundur Sigur-
jónsson fékk aukaverölaun fyrir
mestu framfararnir milli daga.
Hann bætti sig um 18 högg seinni
daginn — aö meðaltali eitt högg
ó holu.
hefur gert það gott
Eggert Guðmundsson
— með Halmstad í
EINN íslendingur leikur í sænsku
1. deildinni í knattspyrnu ó þessu
keppnistímabili. Só er markvörð-
ur, Eggert Guömundsson, 20 óra,
sem búið hefur í Svíþjóð síðan
1970 með foreldrum sínum. Hann
leikur meö Halmstad.
Eggert segir í viðtali viö sænskt
blað, sem okkur barst, aö hann
væri íslendingur og heföi ekki í
hyggju aö sækja um sænskan
ríkisborgararétt, þó „hann ætti
möguleika á sæti í landsliöinu”.
Hann segist vilja halda áfram aö
vera „útlendingur" í Svíþjóö, því
hann sleppi viö níu mánaöa her-
skyldu. Á islandi sé ekki um her-
skyldu aö ræöa.
Fyrir nokkrum árum haföi
drengjalandsliösþjálfari Svía
sænsku 1. deildinni
áhuga á aö fá Eggert í liðiö, og nú
er taliö fullvíst aö hann léki í U-21
árs landsliöinu væri hann sænskur
ríkisborgari.
Eggert segir í viötalinu aö hann
hafi tekiö Ray Clemence, hinn
margreynda enska landsliðs-
markvörö, sér til fyrirmyndar — og
í blaöinu segir aö Eggert hafi nú
sjálfur tekiö stefnuna á landsliöiö.
Þaö íslenska!
Eggert varö tvítugur á dögunum
og þá var haldin veisla í búnings-
klefa Halmstad eftir eina æfing-
una. Eggert var færö terta í tílefni
dagsins og var þá myndin hér til
hliöar tekin: frá vinstri eru „Micke"
Christiansson, Ulf Jönsson, Mats
Jingblad, afmælisbarniö, Mats Ola
Carlsson og Peter Henriksson.