Morgunblaðið - 29.05.1984, Side 44

Morgunblaðið - 29.05.1984, Side 44
OPID ALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍM111630 OPID ÖLL FIMMTUDAGS-. FÖSTUDAGS-. LAUGARDAGS-, OG SUNNUDAGSKVÖLD. AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Craig Sherry, 1. stýrimadur, og Mike Byrne, 3. stýrimaður, (Lh.) með skip sitt, Rainbow Hope, í baksýn í Njarðvíkurhöfn. Morgunblaðið/KEE Rainbow Hope í fyrsta sinn tU íslands í gær: Ekki með fullfermi íslandssiglingar Norröna: 50 % aukn- ing á bók- unum í ár „BÓKANIR hjá okkur eru nú mun fleiri en í fyrra og mest er aukningin á íslandsleiðinni eða um 50% Nor- röna fer með um 800 manns frá Seyðisfirði í fyrstu feröinni þaðan á fimmtudag, þaö er að allar kojur verða skipaðar," sagði Óli Hammer, framkvæmdastjóri Smyril-Line, í samtali við Morgunblaðið. Óli sagði, að ennfremur, að vel hefði gengið í fyrra og útlitið því enn betra nú nema á leiðinni milli Bergen og Þórshafnar, en bókanir á þeirri leið væru venjulega seint á ferðinni. Nú væri að renna upp tíunda ár þessara siglinga milli Seyðisfjarðar og Þórshafnar og í því tilefni yrði meðal annars veitt- ur einhver afsláttur á fargjöldum í fyrstu ferðunum. í þessari fyrstu ferð nú yrðu stórir ferðamanna- hópar af Austurlandi og Suður- nesjum og yrði þeim meðal annars skemmt um borð með tízkusýn- ingu auk annarra venjubundinna skemmtiatriða. Á Seyðisfirði eru fyrirhuguð há- tíðahöld í tilefni tíunda siglinga- ársins, en aðstaða þar hefur öll verið bætt til muna. Verður þá meðal annars tekið í notkun nýtt móttöku- og þjónustuhús fyrir farþega Norröna, en það stendur á hafnarbakkanum við hlið elzta húss bæjarins. RAINBOW HÖPE, skip bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation, | kom til landsins með farm til varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli í fyrsta sinn í gær. Lagðist skipið að bryggju í Njarðvíkurhöfn um kl. 6 í gærmorgun og ráðgert er aö það haldi héðan síðdegis í dag. Skipið var ekki með fullfermi í fyrstu ferð- innL Morgunblaðið heimsótti skip- verja í gærdag og ræddi þá við Craig Sherry, 1. stýrimann. í máli hans kom m.a. fram, að hann taldi líklegast, að einhvers konar mála- miðlunarleið yrði farin í skiptingu milli farms á milli Rainbow Navigation og íslensku skipafélag- anna. Réttur Bandaríkjamanna til að annast flutningana væri þó óskoraður í ljósi laganna frá 1904. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, á í dag fund með Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna flutn- inganna fyrir varnarliðið. Sjá viðtal við Craig Sherry á miðopnu. Flugmenn samþykktu Fengu í gegn 1 % í sjúkrasjóð og gengu síðan inn í ASI-VSÍ- samkomulagið YFIRGNÆFANDI meirihluti flug- manna á félagsfundi FÍA í gær- kveldi samþykkti kjarasamning þann sem tókst með flugmönnum Fluglciða og Flugleiðum sl. laug- ardag, en atkvæði féllu þannig í gærkveldi að 61 var samningnum samþykkur, fimm voru honum and- vígir og fímm skiluðu auðu. Fundurinn hófst kl. 20.30 í gærkveldi og stóð fram undir kl. 23. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins voru flestir fundar- manna nokkuð ánægðir með samninginn og ekki kom fram nokkur afgerandi andstaða við hann. Samkvæmt sömu heimild- um gerir samkomulagið ráð fyrir því að flugmenn fái sömu pró- sentuhækkun á laun og samið var um í ASÍ-VSÍ-samningunum í febrúar sl. en auk þess þá hafa Flugleiðir nú fallist á að greiða 1% í sérstakan sjúkrasjóð, en fé- lagið hefur alfarið hafnað þeirri kröfu flugmanna fram að þessu. Jafnframt hafa flugmenn nú fengið það í gegn að Flugleiðir greiði þeim nokkurn ökutækja- styrk. Von mun á sameiginlegri yfirlýsingu flugmanna og Flug- leiða í dag vegna þessa sam- komulags, þar sem aðilar munu gera grein fyrir samningnum. Spurt og svarað MORGUNBLAÐIÐ minnir lesend- ur sína á að eins og undanfarin ár býður blaðið upp á lesendaþjón- ustu um garðyrkju og nú einnig um byggingarmál. Lesendur geta kom- ið spurningum á framfæri í síma 10100 virka daga milli klukkan 13 og 15 og birtast svörin þá nokkrum dögum síðar. Blaðið hefur fengið Hákon Ólafsson yfirverkfræðing og Pétur H. Blöndal framkvæmda- stjóra til að svara spurningum varðandi byggingarmál. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar svarar eins og und- anfarin ár spurningum er lúta að garðyrkju. Kaupmannahöfn: íslendingur fannst hö fuðkúpubrotinn eftir grófa árás 23 ÁRA gamall íslendingur var flutt- ur I bráðri lífshættu í sjúkrahús í Hvidövre í Kaupmannahöfn á laug- ardagskvöldið eftir að ráðist var á hann aðfaranótt laugardagsins og honum veitt þungt höfuðhögg. Maðurinn fannst meðvitundar- laus á heimili sínu í Kristjaníu. Fulltrúar veiða og vinnslu í Verðlagsráði sjávarútvegsins: Vilja óbreyttar mats- reglur næsta tímabil FULLTRÚAR fiskvinnslunnar, sjó- manna og útgerðar í Verðlagsráði sjávarútvcgsins hafa allir óskað eft- ir því, að á næsta verðtímabili verði áfram í gildi sömu maLsreglur og verið hafa að undanförnu. Þeir hafa vegna þessa ritað sjávarútvegs- ráðherra bréf og beðið um viðræður um þessa ósk. Nýtt fiskverð á að liggja fyrir um mánaðamótin, en niðurstöðu er varla að vænta fyrr en Ijóst verður hvaða matsreglur verði í gildi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það álit fulltrúa þess- ara greina, að hið nýja punkta- kerfi, sem unnið hefur verið að og notað til hliðsjónar gildandi regl- um, krefjist bæði of mikillar fjölgunar starfsmanna við matið og skili ekki þeim árangri, sem talið hefur verið, og því sé ekki ástæða til að taka það upp. Yfirnefnd Verðlagsráðs fjallaði um almennt fiskverð í gær, en án árangurs og hefur annar fundur verið boðaður í dag. Þá var ákvörðun um verð á rækju og hörpudiski vísað til yfirnefndar í gær og samkvæmt heimildum Mbl. munu kaupendur fara fram á talsverða verðlækkun. Fundur þar að lútandi hafði ekki verið boðaður í gær. Hann var höfuðkúpubrotinn og skýrðu dönsk blöð frá því I gær, að hann hefði gengist undir mikla höfuðaðgerð. Blóðköggull, sex sentimetrar í þvermál, sem þrýsti á heila mannsins, var fjarlægður. Hann komst til meðvitundar í gær, en hefur ekkert getað tjáð sig um atvik. Tildrög árásarinnar eru ókunn. Unnusta mannsins fann hann á heimili þeirra síðdegis á laugar- dag. Engin ummerki um átök voru sjáanleg. Helst er talið að maður- inn hafi verið fluttur í íbúðina eft- ir líkamsárásina, sem líklega var gerð í Kristjaníu. Maðurinn hafði dvalið tiltölulega stuttan tíma í Danmörku og er engin skýring á árásinni. Hann gekk um Strikið í miðborg Kaupmannahafnar á laugardagskvöldið. Talsverðar róstur voru þar og rakst hann utan í menn, sem slógu til hans þannig að sprakk fyrir á vör. Ekk- ert hefur komið fram sem bendir til þess að mennirnir hafi veitt honum eftirför og áverkana síðar um nóttina. Árásin á manninn er keimlík árásum með stuttu millibili á tvo unga íslendinga í Kaupmanna- höfn í fyrra. Þeir hlutu báðir mikla áverka á höfði eftir þung höfuðhögg, en hafa komist til fullrar heilsu. Danska lögreglan rannsakar árásina á manninn, en enginn hef- ur verið handtekinn. Seyðisfjörður: 27 stiga hiti í gær BLÍÐSKAPARVEÐUR var norðan- og austanlands um síöustu helgi. Hjá Veðurstofu íslands feng- ust þær upplýsingar að á sunnu- dag hafi verið logn og léttskýjað um allt norðausturlandið og hita- stig þar hafi verið á bilinu 15 til 20 gráður. Mikil veðurblíða var enn á Austfjörðum á mánudag og Jón- as Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði i samtali viö Morgunblaðið i gær, að hitinn væri 27 gráður og blankalogn svo ekki blakti hár á höfði þeirra, sem það hefðu. Nú væri bara spurningin hvenær menn færu að leka niður eins og kerti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.