Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 30.05.1984, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 6-~ 7 bor ö ’ :C 1 7c lllllllllllllllll Jm 0L-r/-,.-aiTOi !8S8 S8J QUATTRO AUDI Jafnvel þó bensíngjöfin sé stigin hressilcga og kúplingunni sleppt snögglega, finnast engir kippir eða rykkir, bíllinn skýst af stað án átaka og líður áfram líkt og mal í hassaróma ketti og útlitið fær hvern mann til að gefa honum nán- ari gætur. Bíllinn er Audi Quattro; sportlegur fjórhjóladrifinn fjöl- skyldubíll, en einn slíkan hafði Hekla hf. á sínum vegum hérlend- is fyrir nokkru. Hugmyndin að Audi Quattro- bílnum kom fram á síðari hluta áttunda áratugarins og var tæknihönnuðinum Fernand Piéch falið að hanna bíl, sem sameinaði kosti fjórhjóladrifsins og vandaðs fjölskyldubíls. Fjór- hjóladrifsbúnaðurinn fékkst m.a. úr VW Iltis-herjeppa, sem hafði verið framleiddur í mörg ár, en byggingarlagi bílsins svip- aði til eldri Audi-fjölskyldubíla, en var þó mun sportlegra. Að sama skapi voru notaðir ýmsir hlutir úr eldri Audi og VW-bíln- um. Piéch valdi hluti er reynst höfðu vel, en kastaði öðrum. Bíll- inn fékk endurhannaða fimm cylindra vél með afgasforþjöppu og var vélin staðsett langsum svipað og í Audi 5000 Turbo. Aft- urfjöðrunin var raunverulega framfjöðrun úr Audi 4000, en staðsett á nýjan hátt að aftan. Úr Audi 100 S komu síðan ýmsir smáhlutir. Að loknum fjölmörg- um tilraunum leit fyrsti til- rauna-Quattro-bíllinn dagsins ljós árið 1979. Þótti hann það vel heppnaður að strax árið eftir hófst framleiðsla á bílnum af fullum krafti. Hann var þó ekki á færi nema fjáðra viðskipta- vina, enda framleiddur með sportbílamarkaðinn í huga. Samfara góðum árangri bílanna í heimsmeistarakeppninni í rall- akstri jókst salan ár frá ári, en Piéch lét þó ekki staðar numið og þróaði ýmsa nýtískulega hluti í bílana. „Festu öryggisbeltin — athug- aðu ljósin" krafðist kvenleg tölvurödd á þýskri tungu, eftir að blaðamaður hafði stungið lyklinum í svissinn á Quattro- bílnum, er honum var ekið til myndatöku. Auk þess gaf hún ýmiskonar skipanir í svipuðum dúr áður en haldið var af stað. Þessa tölvurödd má taka úr sam- bandi, enda verða menn líklega þreyttir á að heyra sömu skipan- irnar í hvert skipti, sem bíllinn er ræstur ... Mælaborðið í Quattro-bílnum er búið LED „digital“-rafeinda- mælum, sem eru að verða tísku- fyrirbrigði í bílaframleiðslunni. Fimm mælar eru til staðar — fyrir hraða, snúningshraða vél- ar, vatnshita, eldsneyti og vinnslu forþjöppu. Auk þess er talva til að reikna út meðal- hraða, eldsneytiseyðslu og end- ingu þess. Mælarnir eru allir með grænu ljósi, en skilja mætti þá betur að með því að hafa þá í mismunandi litum. Með einu handtaki má slökkva á öllum mælum utan hraðamælisins, sem er í miðju mælaborðinu. Þar sem hraðamælirinn er með LED-ljósum, samskonar og á vasatölvum, flöktir hann dálítið við hraðaaukningu og þarf lík- lega nokkurn tíma til að venjast honum, miðað við hefðbundinn hraðamæli. í mælaborðinu eru viðvörun- arljós fyrir bilun í bremsukerfi, hleðslu og smurþrýsting. Einnig er vegalengdarmælir ásamt „trip-teljara“ fyrir styttri vega- fjöðrunin það til að linast upp við grimman akstur, en hún hef- ur verið gerð 40% stífari. í akstri er billinn því nokkuð hast- ur, en lág dekkin gera hann enn hastari. Leiða þau einnig hávaða upp í farþegarýmið ef ekið er á ósléttum vegum, enda gerð fyrir malbiksakstur. Til að knýja allan þennan bún- að áfram, sem upp hefur verið talinn, er 200 DIN-hestafla vél undir vélarhlífinni að framan. Slagrúmtak hennar er rúmir 2,1 lítrar, en afgasforþjappan hress- ir upp á vinnsluna. Millikælir kælir loftið niður í 50—60 gráður á celcius, áður en það nær j sprengirýminu. Með því fæst kraftmeiri sprenging, fleiri hest- öfl og betri eldsneytisnýting. Vinnslusvið vélarinnar er mjög breitt, en skilar sér best á milli 3 og 5.500 snúning/mín. Fyrir ofan það verður vinnslan grófari þar til hámarkinu í kring um 6.700 snúninga/mín. er náð en þá slær öryggisventill út og vélin drepur á sér, áður en skaðlegir hlutir gerast. Forþjappan virkar ekki undir 3.000 snúningum, en bíll- inn vinnur engu að síður sæmi- lega á þeim snúningi en for- þjappan gerir hins vegar gæfu- Flókin tækni en fullkomin í fjórhjóla- drifnum sportbíl Audi Quattro í sínu rétta umhverfi. Mælaborðið er búið „digital“-mælum. Vinstra megin er snúningshraðamælir, mælir er sýnir eyðslu á 100 km meðalneyslu, meðalhraða og tímann eftir því hvaða stilling er valin. í miðjunni er hraðamælir, hægra megin bensínmælir, vatnshitamælir og mælir er sýnir vinnslu forþjöppu. Vélarrúmið er þröngt skipað, vélin skilar 200 DIN hestöflum. Fjórhjóladrifið hefur meiri rásfestu á möl á hálum vegum framyfir hefðb- undið fram- eða afturdrif. iengdir. Innréttingin er hönnuð með fimm einstaklinga í huga, framsætin eru sniðin eins og körfustólar í hraðakstursbílum og veita því meiri hliðarstuðning er ella. Sætin í sýningarbíl Heklu voru með leðuráklæöi og dökku „tweed-áklæði“ og allar rúður voru reyklitaðar. En það eru ekki innanstokks- munir Quattro-bílsins, sem gera hann eftirsóknarverðan, heldur aksturseiginleikarnir og fjór- hjóladrifið. Hönnuður bílsins Piéch telur hann 100% betri á hálum og erfiðum vegum en fram- eða afturdrifsbíl, hann sé mun rásfastari við slíkar að- stæður. Hann segir einnig að það taki meðalgóðan ökumenn mán- uði að læra fullkomlega á þá kosti er fjórhjóladrifið býður upp á. f beygjum kastar bíllinn ekki afturendanum eða rennur til að framan, eins og fram og afturdrifsbílar, þó bensíngjöf sé sleppt eða gefið á fullri ferð, hann leitar beint útúr beygjunni ef honúm er stýrt til þess. Rásfesta er meiri þar sem vél- araflið deilist á fjögur hjól, sem rífa bílinn áfram, en hann er sí- drifinn og er ekki hægt að taka hann úr fjórhjóladrifinu. Af þeim sökum er drifás, sem jafn- ar átakið milli hjólanna í akstri á malbiki, þar sem viðnám er meira en á lausum malarvegi. Hægt er að læsa afturdrifinu með takka í stokki fyrir framan lipra gírströngina, framdrifið er ekki læsanlegt, þar sem það myndi gera aflstýrið erfitt við- fangs og bílinn illviðráðanlegan í akstri. Það er á malarvegum og hálum vegum, sem fjórhjóladrif- ið í Quattro-bílnum skilar árangri, svo ekki sé talað um snjó- eða ísiiagða vegi. Telur Piéch hinn margnefndi að bíll- Loftinntök fyrir kælingu á diskabremsum eru framan á bílnum, neðan við grillið. inn sé 100% betri en fram eða afturdrifsbílar við slíkar að- stæður. Bremsukerfið er búið ABS- útbúnaði, sem varnar því að bremsurnar læsist við nauð- hemlun. Aflátak er á bremsu- kerfinu, en kældir diskar eru að framan með óvenjustórum fleti fyrir bremsuklossana. Aukakæl- ingu fá diskarnir vegna loft- streymis er kemur gegnum loft- inntök á neðanverðum fram- hluta bílsins, eru þar til gerð göt á „spoiler" bílsins. Að aftan eru diskabremsur, ekki þó kældar. Vegna fjórhjóladrifsins tekst að jafna betur átak milli fram- og afturbremsanna og styttist hemlunarvegalengdin því nokk- uð. Fjöðrunarkerfið er sjálfstætt að framan og aftan, með jafn- vægisstöngum að framan og aft- an og stífum til að minnka titr- ing. Á eldri Quattro-bílum átti muninn. Hún hjálpar til við að skila bílnum á rúmum tveim sekúndum í 50 km hraða og í 100 km hraða á 6,7 sekúndum, en há- markshraðinn er nokkuð yfir 200 km/klst. Af þessum tölum verður ljóst að bíllinn er í félagsskap með þekktum sportbílum, eini mun- urinn er sá að hann er fjórhjóla- drifinn. Bíllinn ætti að henta ís- lenskum aðstæðum, sérstaklega í vetrarófærðinni þó hann teljist ekkert torfærutröll, og ekki hannaður sem slíkur. Verðið er þó nokkuð hátt, eða um tvær milljónir króna, og verður bíll- inn því líklega sjaldséður hér- lendis. Þó mun „litli" bróðir bíls- ins, Audi 80 Quattro, vera í eigu íslendings, en það er smækkuð útgáfa af Quattro-bílnum, sem þeysir um íslenska vegi. Texti og myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson. Audi Quattro Tæknilýsing Vél: 5 cylindra, meö afgasforþjöppu og millikæli, beinni innspýtingu, slagrúmtak 2.144 cc, þjappa 7.0:1. Kveikjukerfi tölvustýrt. Gírkassi: 5 gíra beinskiptur, drifúr- tak, millikassi meö læsingu, læsing á afturöxli. Fjöðrun: Sjálfstæö á hverju hjóli, jafnvægisstengur að framan og aft- an, sjálfstæöar stífur á afturhás- ingu. Bremsukerfi: Tvöfalt, ABS, kældir diskar aö framan, diskar aö aftan, aflátak. Hrööun: 0—50 km hraöa 2,3 sek- úndur, 0—100 km hraða 6,7 sek. Eyösla: Innanbæjar 16 1/100 km viö 90 km jafnan hraða 7,9/100 km, við 120 km jafnan hraöa 10,4/100 km. Mál: Þyngd 1290 kg, hámarksþyngd 1.790 kg, lengd 4,4 metrar, breidd 1,73 m, hæð 1,34 m, snúningsradí- us 11,3 m, farangursrými 390 lítrar, bensíntankur 90 I. Bílar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.