Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
Stórfeng-
leg göngu-
leið
t>að eru ekki mörg ár liðin síðan
íslendingar uppgötvuðu hálendis-
ferðir með þeim hætti sem nefndur
er „trekking" á erlendum tungum. í
því felst að menn ganga allt að tugi
km á dag milli áfangastaða með all-
an sinn útbúnað á bakinu. Auðvitað
hefur fólk gengið um landið þvert og
endilangt, meira að segja yfir jökla,
hér fyrrum, en það voru venjulegar
samgöngur. Nú hefur skemmtun og
fræðsla orðið tilefnið.
Þekktasta og vinsælasta göngu-
leiðin er vafalítið svonefndur Lauga-
vegur, þ.e.a.s. leiðin milli Þórsmerk-
ur og Landmannaiauga. Hún er stik-
uð og þar eru fjallaskálar til gistinga
með hæfilegu millibili. Svipuð leið er
tii orðin á Kili: Hringurinn Kerl-
ingarfjöll — Hvítárnes. Þá mætti
líka nefna llornstrandir og Lónsör-
æfi.
í grein þessari mun ég gera grein
fyrir ótrúlega magnaðri gönguleið,
sem fáir hafa farið, en ætti skilið
vinsældir. Hún nær frá Nýjadal á
Sprengisandsleið, um Vonarskarð,
Dyngjuháls, Öskju og í Herðubreið-
arlindir. Áætlaður göngutími er 5—7
dagar.
Stígvél og vatnsílát
fyrir óvana eða lítt vana göngu-
menn er 10—15 kg. Af þessu má
sjá að það þarf að vanda vaiið á
útbúnaði, nota nýrri ferðavörur
sem eru nær undantekningarlaust
léttari en hinar gömlu og skipta
byrðum eftir getu fólks en ekki
með einfaldri deilingu. Gagnleg-
asta aðferðin við að minnka byrð-
arnar eru sú að koma matarkassa
með einhverju móti í veg fyrir
gönguhóp, t.d. í Drekagil (sæluhús
FÍ) í Dyngjufjöllum og komast þar
með hjá að bera tveggja daga mat-
væli. Gleymið ekki að til er frost-
þurrkaður og afar léttur matur!
Af stað
Gangan hefst við skála FÍ við
Sprengisandsleið, við Nýjadal.
Framundan eru meladrög og við
göngum ekki inn í Nýjadal, heldur
dal
Vonarskarð og Bárðarbunga. (Ljósm. Ari T. Guftmundsson)
Til ferðarinnar þarf allan
venjulegan gönguklæðnað og
venjulegan viðleguútbúnað miðað
við árstíma og teljast júlí/ágúst
bestu mánuðirnir til göngunnar.
Menn verða að hafa tjald meðferð-
is vegna þess að skálar eru aðeins
þrír á leiðinni og stundum yfir-
í Herðubreiðarlindir
- eftir Ara Trausta Guðmundsson
, | / -•/ %,, ;v ..., .
4k
:
1» 1 :
ȣL
Gígurinn í l'rðarhálsi.
(Ljésm. Ari T. Guðmundsson) Tjaldstaöur í Rjúpnabrekkugili.
(Ljósm. Ari T. Gudmundsson)
fullir. Miklu varðar að ákveðnir
hlutir séu teknir með vegna sér-
kenna leiðarinnar.
Heil dagleið er um sandbleytur,
vaðla, lækjardrög og jafnvel
krapaflár. Noti menn aðeins
gönguskóna sína verður bleytu-
volkið allt of mikið og skórnir
gegnsósa. Stígvél eru þarfaþing,
— eins þótt þau þyngi burðinn,
a.m.k. fyrri hluta sumars. Þá
þurfa menn að taka með sér
vatnsílát til að hafa í bakpokan-
um. Á nokkrum dagleiðanna er
sannkallaður eyðimerkurbragur
og vatn af skornum skammti. Og
svo eru það stormgleraugun. Sá
sem lendir í sandstormi í Ódáða-
hrauni prísar sig sælan fyrir þau.
Annað er óþarfi að nefna sérstak-
lega.
Menn velta stundum fyrir sér
æskilegri þyngd bakpoka í göngu-
ferðum. 20—25 kg pokar eru að-
eins á færi vanra manna. Þeir
geta líka þolað þyngri poka um
hríð og hálfgildings hestburðir eru
ávallt leiðinlegir. Ileppileg þyngd
inn með múlanum sem er sunnan
dalsins. í suðvestri sjást Hágöng-
ur eins og kýli á landinu; tveir líp-
arítgúlar, en nær og framundan er
fjallabálkur sem heitir ógöngur.
Ekki ætlum við þangað upp. Við
sveigjum með dalverpinu, sem við
erum komin inn í, og stefnum ská-
halt upp í skarð milli Tungna-
fellsjökuls og hæðanna við dal-
verpið. Þarna eru fannir og frekar
bratt og rétt að þræða eina vel
troðna slóð.
Tungnafellsjökull er gömul
megineldstöð með öskju og er jök-
ulskallinn inni í öskjunni og norð-
an í umgjörð hennar. Við megum
ekki vera að því að fara þar upp,
enda gleymist jökullinn þegar
Barðarbungan tekur að blasa við
úr skarðinu með mörgum jökul-
fossum í norðvesturhlóðunum.
Hún er líka megineldstöð með
öskju þótt ekkert sjáist til hennar
fyrir ísbrynjunni. Þarna niðri er
Vonarskarð.
Úr skarðinu förum við niður
fannir og brekkur, dálítið í stefnu
norðaustur á Trölladyngju sem
virðist óralangt í burtu, dröfnótt
af snjó. Þarna bunuðu 10—15
rúmkílómetrar af hrauni í einu
gosi upp á yfirborð jarðar. Hvílík
firn!
Útsýnið er frábært. í suðvestri
eru fallegar líparítmyndanir í
fjallinu Skrauta, svo kemur
Köldukvíslarjökull, og reisuleg
Bárðarbungan með dökkum mó-
bergsfjöllum neðantil og i norð-
austri opnast gáttir yfir Norður-
land og þar sést framhald leiðar-
innar milli Tindafells nyrst í Von-
arskarði og Vatnajökuls. Beint
fyrir neðan okkur rís lítill mó-
bergstindur úr miðju Vonarskarði.
Hann heitir Deilir. Þar ofanhallt,
neðst í brekkunum, sem við göng-
um niður, eru grænar grundir og
laugar. Við erum í Snapadal. Þar
er fyrirtaks náttstaður.
Vatn og aftur vatn
Á 2. degi hefjum við gönguna
með því að halda í norðaustur
fram með hlíðum. Við förum ekki
austur fyrir Deili, heldur norður
fyrir hann niður á nokkuð slétta
sanda og stefnum nú í austanvert
Tindafellið, sem er svo greinilegt
framundan. Þar ætlum við að
smeygja okkur milli fjalls og jök-
uls. Þar er skriðjökultunga, sem
ber heitið Rjúpnabrekkujökull og
hefur ýtt upp myndarlegum jökul-
görðum.
Það fer eftir árferði hvernig
okkar hluti Vonarskarðs reynist
yfirferðar. Oft skiptast á sandar
og melhryggir, ársprænur og ör-
grunn, en allstór vötn (vaðlar).
Menn ráða ferðinni sjálfir og velja
sér leið „eftir nefinu". Stundum
eru klaka- og krapalög á stórum
svæðum. Holt er undir og djúpar
lænur geta leynst þar. Leiðin er
ekki löng, en best að fara varlega
og halda hópinn ef þörf er á. Auð-
vitað skánar færð eftir því sem
líður á sumarið.
Þegar nær dregur Tindafelli
þornar á og nú taka við melholt og
jökulurð sem skorin eru af lækj-
um, þvert á leiðina. Við göngum
upp og niður, upp og niður, alltaf
með stefnu milli fjallsins og
hæstu jökulöldunnar. Brátt sést
yfir upptök Skálfandafljóts. Oft
höfum við komist yfir ársprænur
á fönn og það ætti að takast í gilj-
unum, sem geyma Rjúpnabrekku-
kvísl og hraunkvísl. Velja má um
áfangastað. í Rjúpnabrekkugili
eru mosateygingar og lindir, sem
eru ágæt umgjörð í náttstað lú-
inna göngumanna. Vilji menn fara
lengra og fá um margt þægilegri
náttstað, er að stefna áfram í NA
og ganga til Gæsavatna. Það eru
smátjarnir við bílaslóðina austur
úr; Volgrur og kofi.
Kolbrunnin eyðimörk
3. dagleiðin mun liggja um
Dyngjuháls. Óvíða má finna jafn
kyrfilega eldbrunnið svæði og þar.
Margar gígaraðir með missand-
orpnum hraunum liggja milli jök-
ulsins og Trölladyngju, sum eru
mjög nýleg. Til eru heimiidir um