Morgunblaðið - 30.05.1984, Qupperneq 15
US1AHÁIÍÐ í REYKJAVÍK
I7IZ JÚNÍ 1984
Sinfóníuhljómsveit fslands.
Formleg setnmg Listahátíðar 1984 í Laugardalshöll á fostudag:
Listamenn frá 14 löndum
á 17 daga langri hátíð
„ALÞJÓÐLEGAR listahátíðir eru á
meóal þess, sem gerir þá staöi, þar
sem þær eru haldnar, eftirsóknar-
veröa heim aö sækja. Listahátíð í
Keykjavík er eitt af því, sem laðar
fólk aö landi okkar,“ segir í upphafi
ávarps Ragnhildar Helgadóttur,
menntamálaráöherra, í sýningarskrá
Listahátíöar.
í ávarpi menntamálaráðherra
segir ennfremur: „Hátíðin er orðin
að föstum lið í menningarlífi á ís-
landi. Ber þar fyrst og fremst að
þakka Vladimir Ashkenazy, sem
var driffjöður þessarar starfsemi
og studdi hana fyrstu sporin.
Miklu skiptir fyrir land okkar og
höfuðborg að vel takist einnig til
um framhaldið, bæði að því er
varðar fjölbreytni, frumleika og
gæði.“
Stórviðburðir
Listahátíð 1984, sú áttunda í
röðinni frá upphafi, verður form-
lega sett á föstudagskvöld og verð-
ur þá mikið um dýrðir í Laugar-
dalshöllinni. Listahátíð hefur allt
frá því hún hóf göngu sína fyrir 14
árum verið stærsti viðburður á
sviði menningarmála hér á landi
þau ár, sem hún hefur verið hald-
in. Ef að líkum lætur mun svo
einnig verða nú. Þá daga sem
Listahátíð stendur yfir í ár rekur
hver viðburðurinn annan á sviði
leik-, mynd- og tónlistar.
Af erlendu gestunum þykir
koma Lundúnafílharmóníunnar
vafalítið merkasti atburðurinn,
enda hljómsveitin talin í allra
fremstu röð í heiminum. Hún
heldur tvenna tónleika undir
stjórn Vladimirs Ashkenazy. Þá
má nefna komu söngkvennanna
Luciu Valentini-Terrani, sem
syngur einsöng með Sinfóníu-
hljómsveit Islands, og Christu
Ludwig. Báðar þykja í fremstu röð
á sínu sviði.
Á myndlistarsviðinu ber hæst
samsýningu „Útlendingaherdeild-
arinnar", 10 Islendinga búsettra
erlendis, en auk þess má nefna
sýningar á verkum Karel Appel og
Juhani Linnovaara. Þá munu ýms-
ar sýningar íslenskra listamanna
verða á meðan Listahátið stendur.
Tvö íslensk leikverk verða frum-
flutt á hátiðinni auk þess sem
gestaleikir koma utan að landi
jafnt sem erlendis frá. Comedie
Francaise, eitt þekktasta leikhús
Evrópu, sýnir Kvennaskólann eft-
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráöherra.
ir Moliére, og Borgarleikhúsið i
Stokkhólmi flytur verk eftir
finnsku skáldkonuna Mariu Jot-
uni. Þá munu látbragðsleikarar
láta að sér kveða svo um munar.
Hér hefur aðeins verið drepið á
nokkra erlendu gestanna. Þeir eru
'mun fleiri, en íslendingar láta
heldur ekki sitt eftir liggja til þess
Garðar Cortes, „veislustjóri".
að gera Listahátíð í ár eftirminni-
lega. Fjöldi tónlistar- og myndlist-
armanna leggur rikulegan skerf af
mörkum, en leiklistarfólk situr
svo sannarlega ekki auðum hönd-
um. Hér gefst ekki rúm til þess að
tíunda alla viðburði hátiðarinnar,
en vísað er í dagskrána, sem fylgir
þessari kynningu á Listahátið
1984.
Fjölbreytt dagskrá
Svo aftur sé vikið að setningar-
athöfninni í Laugardalshöllinni á
föstudag hefst hún kl. 21, en húsið
verður opnað kl. 20. Garðar Cortes
verður veislustjóri, eins og það er
nefnt i dagskrá Listahátíðar, en
fyrsta atriðið verður Hátíðarmars
Páls ísólfssonar i flutningi Sin-
fóníuhljómsveitar íslands. Að
honum loknum tekur mennta-
málaráðherra, Ragnhildur Helga-
dóttir, til máls og flytur setning-
arræðu.
Að ræðu menntamálaráðherra
lokinni tekur Sinfóniuhljónm-
sveitin við að nýju og leikur syrpu
dægurlaga frá árnum 1964—1974 i
útsetningu nemenda úr tónfræði-
deild Tónlistarskólans í Reykja-
vík. Hafði Karólina Eiríksdóttir
umsjón með því verki. Páll P.
Pálsson stjórnar hljómsveitinni.
Eftir fyrri syrpuna tekur við sýn-
ing íslenska dansflokksins áður en
Sinfóníuhljómsveitin mætir til
leiks með síðari dægurlagasyrpu
sína. Eru þau lög frá árunum
1974-1984.
Þvínæst verður gert hlé á
dagskránni en á meðan á því
stendur mun Whoopee-hljómsveit
Bob Kerr skemmta gestum með
hljóðfæraleik, söng og sprelli. Að
afloknu hléi á dagskránni tekur
fslenski dansflokkurinn við að
nýju og flytur atriði er nefnist
Boðið upp í dans Um miðnætti
hefst dansleikur við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. Stórsveit
(Big-band) FÍH tekur þvínæst við,
en hljómsveit Gunnars Þórðarson-
ar mun svo bera hitann og þung-
ann af tónlistarflutningnum þar
til dansleiknum lýkur.
Nokkrir félagar úr Morse Mime-látbragshópnum.