Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984
^^TrjHvað ættum við að lesa
r í í sumarleyfinu?
texti JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIK
Jannick Storm: Börn kan altid sove
Útg. Gyldendals Traneböger.
Ákaflega fallega gerð bók og
áhrifamikil. Segir söguna um
Ralf, tólf ára gamlan Kaup-
mannahafnardreng, sem býr með
móður sinni í heldur óhrjálegri
ibúð. Öryggisleysi, vanmáttur og
kvíði herjar á drenginn á alla
vegu. Hann óttast móður sína,
leikfimiskennarann, krakkana í
hverfinu, það er líklega ekki til
neitt sem honum finnst sér ekki
stafa ógnun af. í ótta sínum og
erfiðleikum leitar hann skjóls í
heimi hugmyndaflugsins en sá
heimur getur líka verið göróttur,
það fær hann að reyna. Einhvers
staðar hef ég lesið það í umsögn-
um um þessa bók, að svona dæma-
laus kveif eins og Ralf sé gerður í
bókinni, sé ekki til, fái ekki stað-
ist. Mér liggur við að segja, að það
sé akkúrat þvert á móti, ég vænti
þess að bæði menn og konur kinki
kolli skilningsrík yfir mörgu því
sem Jannick Storm skrifar um
drenginn. Við erum svo undrafljót
að gleyma þessum umbyltingum
unglingsára og þeirri miklu við-
kvæmni, sem þjáir þessi krakka-
strá. Okkur er bara gjarnt á að
afgreiða þennan tíma sem
áhyggjulaus æskuár. En því fer nú
aldeilis fjarri. Eða var það ekki
hjá okkur flestum?
Jannick Storm er hálffimmtug-
ur að aldri. Hann hefur skrifað
visindaskáldsögur um börn og auk
þess hefur hann skrifað smásögur,
gefið út ljóðabækur og teikni-
myndasögur. Þörf bók hér sem
margir hafa gott af að lesa.
Andrew M. Greeley: Thy Brother’s
Wife.
Útg. Warner Books.
Fræg bók sem hefur farið mikla
sigurferð um Bandaríkin síðan
hún kom út fyrir tveimur árum.
Hér greinir frá Mike Conin, auð-
manni sem hefur ákveðið að annar
sonur hans verði forseti Banda-
ríkjanna og hinn á að verða kard-
ináli. Það má ekkert minna vera.
Auk þess þarf faðirinn svo að
stórna kvonfangi forsetaefnisins,
og verður fyrir valinu væna stúlk-
an Nora, sem hafði verið tekið á
Croninheimilið munaðarlaus
nokkrum árum áður. Það er bara
einn hængur á því, hún laðast að
hinum bróðurnum, kardinálaefn-
inu, og það er ekki nógu hagstætt
og veldur báðum mæðu. En bræð-
urnir hlýða föður sínum og fara að
taka stefnuna á þá braut sem
hann hefur stungið út fyrir þá. En
Kóreustríðið gerir strik í reikn-
inginn, forsetaefnið lendir í ýms-
um raunum og er saknað. Gamli
maðurinn hefur engar vöflur á
því: „ef hann deyr,“ tilkynnir hann
kardinálaefninu „verður þú að yf-
irgefa kirkjuna og kvænast Noru“.
Ja, þvílík vitleysa. Samt hafa
Bandaríkjamenn gleypt í sig þessa
AnrMdbi
Andrew M.Greeley
AufonevfTUe Cardinal Sins
bók, sem er bæði löng og í henni
óþarfa málalengingar. Gagnrýn-
endur hafa lofað Greeley óspart
fyrir. Það er alveg hægt að lesa
þessa bók, þótt mér finnist hún
brjóti flest þau lögmál sem skáld-
sagan hefur sett sér. Það er að
vísu í henni ákveðin spenna. En
hún skilur fjarska lítið eftir. Ég
hef grun um að hún hafi kannski
átt að skilja meira eftir. Og gerir
það kannski hjá öðrum.
Mary Higgins Clark: A Cry in the
Night.
Útg. Dell books.
Jenny Mac Partland er fráskilin
með tvö börn. Býr í New York og
vinur þar í galleríi. Hún baslar si
svona áfram með dætur sínar og
eiginmaður hennar fyrrverandi,
Kevin, er stöðugt að betla af henni
peninga og sinnir lítt skyldum sín-
um við dæturna. Samt er þetta að
sumu leyti gott líf þótt erill og
ábyrgð hvíli þungt á Jenny. Hún
kynnist Erich Kruger, stórmerki-
legum málara, sem heldur sýningu
a .snwKB k m:«»»: aíí wt asaœt’
ACRY
ITHENIGHT
í galleríinu. Hann er hið mesta
glæsimenni, auðugur og hann fell-
ur flatur fyrir Jenny og hún fyrir
honum. Er ekki að orðlengja að
þau giftast snarlega og hún flytur
með telpurnar heim til hans á eins
konar herragarð í Minnesota. Er-
ich er fjarska góður við börnin,
það er undursamlegt að vera laus
við borgarysinn og njót ástríkis
góðs eiginmanns. Én auðvitað fer
það ekki svona vel. Smám saman
fara undarlegir atburðir að gerast
á bænum og Erich sem í fyrstu
hafði verið svona dálítið afbrýði-
samur á sjarmerandi hátt, fer að
sýna á sér ýmsar hliðar sem Jenny
skelfist og skelfingin magnast og
óhugnaðurinn eykst. Allt stendur
þetta líkast til i sambandi við
dauða móður hans — sem Jenny
er raunar furðu lík í útliti — fyrir
tuttugu og fimm árum og bar að
með undarlegum hætti — eða
hvað? Kevin fyrrv. eiginmaður
kemur aftur við sögu með afdrifa-
ríkum afleiðingum og sælulffið i
sveitinni er Jenny slík martröð að
hún sér enga leið færa úr ógöng-
unum, því að Erich hefur smám
saman náð á henni slíku kverka-
taki, að hún virðist ekki eiga sér
undankomu auðið.
Þetta er einhver besti afþrey-
ingarþriller, sem ég hef lesið i háa
herrans tið. Mary Higgins Clark
skapar spennu á svo liðugan og
áreynslulausan hátt, að það er
freistandi að grípa til frasa og
Hamingjan og hnappeldan
Jafnvel toppstjörnur tryggja ekki gæðin. Burt Reynolds og Goldie Hawn
í Bestu vinir.
Kvíkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Austurbæjarbíó: BESTU VINIR
(„Best friends”). Handrit: Barry
Levinson, Vaierie Curtin. Kvik-
myndataka: Jordan Cronenweth.
Tónlist: Michel Legrand. Aðalhlut-
verk: Burt Reynolds, Goldie
Hawn, Jessica Tandy, Bernard
Hugbes, Ron Silver. Frumsýnd
1982. Bandarísk, frá Warner Bros.
Sýningartími 109 mín.
Norman Jewison er mistækur
leikstjóri. Ágætur þegar sá gáll-
inn er á honum, (In the Heat of
the Night, Gaily, Gaily, The Thom-
as Crown Affair), afleitur, þegar
verst lætur, (And Justice for All,
Rollerball). Algengasti árangur
hans er þó vandaðar miðlungs-
myndir, (F.US.T., The Cincinatti
Kid), á borð við Best Friends.
Bestu vinir er gamanmynd með
rómantík í bland. Burt og Goldie
eru samstarfsmenn í Hollywood,
semja kvikmyndahandrit, búa
saman, elskast, og ekki hvað síst,
eru þau perluvinir. Enda gengur
þeim allt í haginn uns Burt
stingur uppá að þau skelli sér i
hjónaband. Goldie líst ekki á
blikuna, óttast að þá muni ham-
ingjan flýja þau en lætur loks
tilleiðast.
f því viðfeðma landi, Banda-
ríkjunum, er víst til siðs að ný-
giftir heilsi uppá tengdaforeldr-
ana, þar er ekki hægt að hóa
saman slegtinu í einni andrá,
líkt og hér. Svo hjónakornin
þeysa landshorna á milli. Fyrst
til foreldra hennar, norður við
vötnin miklu, síðan til Virginiu,
þar sem foreldrar Burts búa í
fjölbýlishúsi sem telur álíka
íbúafjölda og nágrannabyggðir
borgarinnar!
Hin nýgiftu komast að ýmsum
sannindum hvað snertir lífið og
tilveruna á pílagrímsferðalagi
sínu. Staðreyndum sem fljóta
ekki ómeðvitað uppúr blekbytt-
unni jafnvel í því gósenlandi,
Kaliforníu. Lífsreynslan leikur
þau jafnvel svo hart, á tímabili,
að svo virðist sem hinn nýstofn-
aði hjónabandssáttmáli sé í
hundana kominn!
Maður á bágt með að trúa því
að handritið sé komið frá Barry
Levinson, og hans ektakvinnu.
Þau ættu að geta gert betur úr
jafn kunnuglegum efnivið. Helst
rennur manni í grun að Levinson
hafi verið að spara púðrið í
fyrstu mynd sinni sem leikstjóri
og höfundur, Diner, er hann
samdi handritið að Bestu vinir,
svo er það bragðdauft. Vissulega
bregður fyrir skemmtilegum
persónum og atvikum; foreldrum
Goldie, föður Burtons, kvik-
myndaframleiðandanum, brúð-
kaupinu, lestrarferðinni, borð-
haldi, tennisskónum. En þar sem
á að leika á alvarlegri strengi, er
sem botninn detti úr.
Burt hefur nú um langt skeið
reynt að breyta ímynd sinni — á
kostnað vinsældanna. Og Bestu
vinir ætla ekki að hjálpa uppá
sakirnar, því ekki telst karl trú-
verðugur sem atvinnurithöfund-
ur. Leikur hans flöktir einhvers
staðar á milli Walther Matthau
og James Garner. Álíka spek-
ingslegur og Kerlingin á Djúpa-
lónssandi, (með fullri virðingu
fyrir reisn hennar og tíguleika).
Goldie spjarar sig öllu betur, en
hefur úr litlu að moða. Best
koma frá myndinni senuþjófur-
inn Jessica Tandy, Bernard
Hughes, Keenan Wynn og Ron
Silver.
Ég er ekki að halda því fram
að hæfileikar alls þess ágæta
fólks, sem upp er talið í kredit-
listanum hér að ofan, fari al-
gjörlega í súginn, Bestu vinir er
dágóð skemmtun, en með þenn-
an mannafla að baki hefði hún
einfaldlega átt að vera mun
skarpari.
Stjörnugjöfin
Tónahíó: í fótspor bleika pardusinn ★ ‘h
Stjörnubíó: FxJurating RiU ★ * ★ *
The Big Chill *★*•/»
Aunturbcjarbíó: Bestu vinir ★ ★'/*
Breakdance * ★ 'h
Nýja bíó: ÆgisgaU ★ 'h
Bióhöllin: Einu sinni rar í Ameríku — hluti I
og II * ★ *
Boró fyrir fimm ★ ★ 'h
Götudrengir ★ 'h
l,rumuncygur ★ ★ 'h
segja að maður lesi bókina í strik-
lotu.
Ég hef lesið eina bók eftir þenn-
an höfund áður „A Stranger Is
Watching Me“. Hún vakti áhuga
minn á þessum höfundi. ópið í
nóttinni tekur þeirri bók langt
fram. Þó að hún slappist aðeins
undir lokin, þegar þarf að fara að
greiða úr öllum flækjunum er
óhætt að mæla með henni sem af-
þreyingarbók — og vel það.
Tormod Haugen: Det hvide slot
Útg. Jespersen og Pios Forlag.
Undarleg bók a tarna. Hún er
sögð vera fyrir börn á öllum aldri.
Ekki veit ég hvort börn myndu
njóta hennar. En hún er vissulega
óvenjuleg. Ævintýrasaga. Og þó.
Hér segir frá prinsinum, sem ban-
aði risanum og frelsaði prinsess-
una og þau reistu sér höll og
bjuggu hamingjusöm saman upp
frá því. Réttara er að segja að
þessi bók byrji, þegar púnkturinn
hefur verið settur aftan við ævin-
týrið. Hvað gerist þá? Hvernig
fara kóngurinn og drottningin að
því að lifa hamingjusöm i höllinni
sinni. Með öllu sætu, finu kóngs-
börnin. Það reynist ekki einfalt.
Og Elm — kóngssonur og aðal-
persóna bókarinnar — er ekki
glatt barn. Hann er einmana og
einangraður og hann fær ekki að
fara út fyrir hallargarðinn —
enda lýkur heiminum þar sem
hallargarðinum sleppir og við tek-
ur Ekkert. En Elm hefur á tilfinn-
ingunni, að foreldrar hans, kóng-
urinn og drottningin, lifi í ein-
hverri blekkingu, sem þau festast
æ dýpra í. Hann getur ekki unað
lífinu og leitar eftir að upplýsa
alls konar leyndardóma, sem
augljóslega eru á sveimi innan og
utan hallarinnar. Og með því að
hann kynnist Leliu — sem er lík-
lega útskúfuð systir hans, og Lyse
— sem er líklega sálaður bróðir
hans, eykst honum þor og kjarkur
til að kasta af sér fjötrunum og
halda út í heim.
Óvenjuleg bók, sem hefur yfir
sér einhverja óskilgreinanlega
töfra. Og lýsir einsemd og hugar-
heimum barns á sérstaklega fal-
legan hátt.
iö af
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480