Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Þaö var fleira sögulegt í fyrstu umferöunum í austurdeildinni. Meistarar síöastliöins árs, Phila- delpia 76ers duttu út í fyrstu umferö. Liðið mætti New Jersey Nets og tap- aöi 2—3. New Jersey vann fyrstu tvo leikina, Philadelphia náöi aö jafna, en varö aö lúta í lægra haldi í æsispennandi lokaleik, 98—101. Auk þess aö hafa veriö slappir, hefur Ptiiladephia átt viö ýmsa erfiöleika aö etja Miöherjinn, Moses Malone, sem var frá í 3 vikur vegna meiösla og sneri aftur feitur og þungur, náöi sér aldrei almennilega á strik og dr. Julius Erving var kraftlítill og virkaöi þreyttur. New Jersey tapaöi síöan fyrir Milwaukee Bucks í næstu umferö, sem mætti svo Boston Celtics í síð- ustu umferö austurdeildarinnar. Boston varö fyrir mestu auömýkingu í sögu liösins í fyrra, þegar Milwauk- ee vann þá í fjórum leikjum í röö og geröi alla úrslitadrauma aö engu. Celtics voru ákveönir í aö láta þaö ekki endurtaka sig og sigruöu i þremur fyrstu leikjunum, töpuöu þeim fjóröa en unnu þann fimmta. Liö Milwaukee var ekki auöunniö, en Boston-liöiö sýndi góöa leiki. Þar meö var Ijóst, aö draumur körfuknattleiksáhugamanna var oröinn aö veruleika. Boston Celtics og Los Angeles Lakers leiddu loks saman hesta sína í úrslitum um NBA-titlinn. Þaö eru fimmtán ár síðan þessi lið kepptu síöast í úrslitum NBA. Þaö var á þeim árum, þegar Bill Russell og Wilt Chamberlain voru skærustu stjörnur deildarinnar. Russell var þá leikmaöur og þjálfari Boston Celtics, en Chamberlain lék meö Los Angel- es Lakers. Þeir voru báöir miöherjar og börðust hart og lengi. Cham- berlain var þá á hápunkti ferils síns, sem væntanlega mun teljast sá makalausasti í sögunni, þrátt fyrir aö ýmsum hafi tekist aö ná af honum einni og einni skrautfjööur. Eftir stendur, aö á fjórtán ára ferli varö Wilt aldrei aö hverfa af leikvelli meö 6 víti (í NBA þarf sex víti til aö dæma leikmann úr leik og fær hann ekki eitt viöbótartækifæri í framleng- ingu), sem er ótrúlegt, þegar haft er í huga, aö hann tók aö meöaltali 22,7 fráköst í leik á ferli sínum, var yfirþurða varnarmaður og varöi skot í akkoröi. Enginn státar af öörum eins skorafrekum og Chamberlain. Kareem Abdui-Jabbar tók aö visu af honum heildarstigametin í vetur, en Wilt heldur enn nokkrum tugum meta. Eitt leiktímabil skoraöi hann til dæmis rúm 50 stig aö meöaltali i leik. Þaö áriö skoraði hann 100 stig í emum leikjanna. Kareem hefur skoraö mest 55 stig í einum leik, en Wilt lék 73 leiki, þar sem hann skor- aði 55 stig eða meira. Chamberlain hafði hins vegar einn veikan punkt, Bill Russell. Russell var fyrirliöi og andlegur lelðtogi Boston Celtics á blómaskeiöi liðsins á sjöunda áratugnum, þegar Boston vann til 9 af meistaratitlunum 15, sem liöiö státar nú af. Geta hans náöi yfir endamörk og hliöarlínur, enda varð heimsfrægt á þessum ár- um hiö svonefnda Celtic-stolt, nokk- urs konar KR-harka, sem síðan hef- ur gert liöum lífiö leitt og verka- mannakörfubolta aö aöalmerki liðs. Leikaöferð. sem oannar uppgjðf en heimtar bardaga og skriðþunga alls staöar á vellinum, þrátt fyrir aö þaö bitni stundum á leikfeguröínni. Red Auerbach, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Boston Celtics í sumar, var þjálfari liösins til 1966, þegar Russell tók við þjálfuninni. Boston vann Los Angel- es örugglega í úrslitakeppninni 1968 meö fjórum sigrum gegn tveimur Arið eftir voru allir spádómar Los Angeles í hag. Liöiö haföi aldrei unn- iö titilinn, tapað 5 sinnum fyrir Bost- on á 7 árum og hungraöi þvi í krún- una. Aö auki var Wilt Chamberlain heldur á uppleið, en stjarna Bill Russels fór dvínandi. Samt fór það svo, aö Celtic-stoltiö og ægimáttur Bill Russell bar sigur úr býtum, en eins og nú þurfti sjö leiki til aö ná fram úrslitum. Þaö var Don Nelson, þáverandi Celtic-leikmaöur, en nú- verandi þjálfari Milwaukee Bucks, sem átti siöasta oröiö í þeim leik með skoti, sem fór í körfuhringinn og hoppaöi næstum aftur fyrir körfu- spjaldiö, en hætti viö og fór ofan í körfuna i staöinn. Boston vann 108—106. Bill Russell segist hafa glataö viröingunni fyrir Chamberlain sem andstæöingi í þeim leik. Chamberlain var slæmur í hné og fór út af, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Los Angeles var þá 7 stigum undir, en Wilt orkaöi ekki inn á völlinn aftur, þrátt fyrir góðan vilja. Russell sagði eftir á, aö ekkert minna en fótbrot hefði haldið sér utan vallar í þeim leik. Þaö er sem sagt ýmislegt fleira en fagurbolti og loftfimleikar, sem gildir í þessari iþrótt. Sögulegar staðreyndir einar eru þó ekki meginástæöan fyrir ánægju manna meö titilbardaga milli Celtics og Lakers. Ekki síöur gladdi þaö unnendur íþróttarinnar aö fá aö sjá Larry Bird hjá Celtics og Earvin „Magic" John- son hjá Lakers kljást. Liðin leika hvort í sinni deildinni og þess vegna keppa þau aöeins tvisvar á hínu reglulega keppnistímabili. í úrslita- leikjunum þurftu þeir hins vegar aö berjast í aö minnsta kosti fjórum leikjum á tveimur vikum, jafnvel oftar, ef svo fóru leikar. Persónuleg keppni Bird og John- son hefur staöiö allt frá því þeir kepptu meö háskólalíöum. Þeir mættust síöast í meiri háttar úrslita- leik voriö 1979, þegar Indiana State Universíty, skóli Larry Bird, og Mich- igan State University, skóli Ervin Johnson, komust í úrslit um háskólameistaratitilinn. Michigan vann og lagöur var grunnur aö hat- rammri samkeppni, sem væntanlega á eftir aö standa í mörg ár enn. Frá því NBA hóf göngu sina 1947, hefur stjörnustríð alltaf átt sér staö í einhverri mynd. Það sem gerir stríö- iö milli Bird og Johnson sérstakt er, hversu ólíkir þeir eru aö öllu leyti, ekki aöeins aö hörundslit, heldur og um alla þætti leiksins. í fyrsta lagi leika þeir ólíkar stöður á vellinum. Magic er bakvörður en Larry fram- herji. Magic er fljótur og liöugur og lykilmaöur í eitraöasta hraöaupp- hlaupi, sem sést á körfuknatt- leiksvelli. Hann er stjarnan, þegar Los Angeles-sirkusinn fer í gang, hefur ótrúlega boltameðferð og er meistari í aö láta hið ómögulega virðast auövelt. Þess vegna fékk Earvin Johnson viöurnefniö „Magic". Hann er töframaður meö körfubolta. Hann er haröur keppnismaöur, hvet- ur samherja sína til dáða i oröi og á boröi. Magic hefur samlö sig vel aö stjörnulífi Suður-Kaliforniu. Hann trallar ekki aöeins í sturtunni eftir leiki heldur er hann jafnframt ókrýndur kóngur diskótekanna i Los Angeles, þessi síbrosandi blökku- maður hefur unniö hug og hjörtu köruknattleiksunnenda, sem eru þakklátir honum fyrir aö hafa hafiö leikinn í æöra veldi. Larry Bird kann betur viö sig, þar sem menn bera húfur meö Internat- ional Harvester-merki. Hann er stundum nefndur Indiana Jones körfuboltans, ekki aöeins af því aö • Larry Bird með knóttinn. Trúlega besti alhliða körfuknattleiksmaður •ein uppi er í dag. „Bird minnir um margt á Anton Bjarnason innan vallar," segir Magnús Þrándur í greín sinni. Boston Celtics enn einu sinni ,,he Sigraði Lakei úrslitakeppni I — Þ>að þótti ekki góðs viti fyrir Lakers að Abdul-J Boston Celtics eru Bandaríkjameistarar í körfuknattleik 1984. Þeir sigruöu I 111 atigum gegn 102. Leikurinn fór fram á heimavelli Boston. Larry Bird, framl Það þurfti sjö leiki til að knýja fram úrslitin þetta árið, en nýjar reglur geröu Urslitakeppninni er nú þannig háttaö, að 8 efstu líðin í hvorri deild öðlast þi leik, fyrr en þaö hefur tapað þremur eða f jórum leikjum í umferð. í fyrstu umfe sinnum til að halda velli. Los Angeles Lakers voru einráðir í vesturdeildinni eins og undanfarin ér. Þf af orðið Bandaríkjameistarar tvisvar. Leið þeirra í lokaúralitin var greið. Þeii umferö Dallas Mavericks fengu viðlika útreið (4—0) og Phoenix Suns áttu gremilega í toppformi og sýndi allar sínar bestu hlíðar. Lið Boston Celtics átti ekki eins auðvelt uppdráttar í úrslitum austurdeildai raglulegri deildakeppni með 62 sigra og 20 tðp. Ifyrat umferð sigruöu þeir Washington Bullets (3—1), en síðan lá viö aö Boi liö þetta keppnistímabil og fóru batnandi. Einn leikmanna þeirra er Bernard I jafnt, þrír sígrar a béöa boga, en Boston néði að merja sigur í síðasta leiknum hann er frá Indiana, heldur ekki síö- ur vegna þess, aö hann bregst ekki. Larry er 27 ára, þremur árum eldri en Magic. Þeir hófu atvinnumennsku í íþróttinni um leiö haustiö 1979, og hafa ekki skipt um liö síöan. Larry Bird er trúlega besti alhliöa körfu- knattleiksmaöur, sem uppi er. Marg- ir halda því fram, aö hann sé sá besti fyrr og síöar. Larry er ekki eins flinkur meö boltann og Magic. Hann virkar oft dálítið klunnalegur, en þaö bitnar ekki á árangrinum. Hann hef- ur ótrúlegt auga fyrir samleik og gef- ur boltann yfirleitt meö eldsnöggum sendingum á dauöafría samherja. Hann tekur flest fráköst allra, hittir svo vel utan af velli, aö þegar hann fær þoltann, fellur undantekningalít- ið varnarmaöur á Larry til hjálpar þeim, sem er abyrgur fyrir honum. Þaö opnar aö sjálfsögöu leiöir fyrir hina leikmenn Celtics. Hann er nán- ast óbrigöull í vitaskotum. Hann hef- ur áunniö sér ómælda aödáun áhorfenda, leikmanna og ekki síst þjálfara. Einn þeirra lét svo um mælt, aö ef líf hans lægi viö, léti hann boltann í hendurnar á Larry Bird. Larry Bird minnir mig um margt á Anton Bjarnason innan vallar, þó aö Anton sé ólíkt sviphreinni maöur. Þaö eina sem er sameiginlegt þeim Larry Bird og Magic Johnson er hæöin. Þeir eru þáöir 2,06 metrar (körfuknattleikur er ekki fyrir smá- fólk). 1. leikur: Los Angeles 115 — Boston 109, í Boston 27. maí Urslitakeppnin um titilinn hófst i Boston á heimavelli Boston Celtics, Boston Gardens. Boston náöi best- um árangri í deildakeppninni og lék því á helmavelli fyrstu tvo leikina. Næstu tveir leikir eru siöan leiknir á heimavelli mótherjans, skipt er um vðll í þeim fimmta og aftur í þeim sjötta. Ef þarf aö leika sjö leiki, fer sá fram á heimavelli liösins sem náöi bestum árangri í deildakeppninni. Þaö getur því haft gífurlega mikiö aö segja aö standa sig vel yfir veturinn. Þaö er alltaf uppselt á heimaleiki Boston og var svo einnig nú. En þetta fékk ekkert á Los Angeles Lakers. Þeir tóku leikinn í sínar hendur strax í upphafi. Celtics áttu engin svðr viö fullkomnum hraöa- upphlaupum Lakers. Hinn 37 ára gamli Kareem Abd- ul-Jabbar var stjarna Lakers. Hann hefur átt viö migrenisjúkdóm aö stríöa og var fársjúkur macur, þar til klukkutími var í leikinn. Hann varö hins vegar aöalhöfuöverkur Celtics, skoraði 32 stig. Þrátt fyrlr aö Boston, meö Larry Bird í fararbroddi, væru trúir Celtic- stoltinu og neituöu aö gefast upp, áttu þeir aldrei möguleika í þessum leik. Allar tilraunir þeirra mistókust, körfuskot fóru ekki rétta boöleiö og fráköstin fóru í hendurnar á Lakers. Leikmenn liðsins virkuöu þungir og þreyttir og dyggum aödáanda liös- ins leist ekkert á blikuna. Bjóst vlö snöggu baöi og snubbóttum endi. 2. leikur: Boston 124 — Los Angeles 121, í Boston 31. maí Þjálfari Boston Celtics heitir K.C. Jones (k-iö og c-iö eru ekki skammstafanir). Hann varö ólympiu- meistari meö liöi Bandaríkjanna 1956 og var leikmaöur Celtics á gull- aldarárunum. K.C. haföi þaö hlut- verk aö gefa boltann á Bill Russell. K.C. Jones er afskaplega hæglátur og prúöur og skiptir ekki skapi í leikjum. Hann hefur náö mjög góö- um og afslöppuðum tengslum viö leikmenn sína og gefiö þeim mátu- legt athafnafrelsi. Hann breytir sjaldan hernaöaráætlunum snögg- lega. Hann haföi greinilega komist aö þeirri niöurstööu aö besta vopniö á Lakers væri yfirvegaöur leikur, foröast skyldi vafasöm skot og stööva leifursóknir Lakers strax í upphafi. Mikilvægi sigurs í þessum leik fyrir Boston Celtics fór ekkert á milli mála. Með 0—2 í veganesti yfir til Los Angeles gætu þeir svo gott af- skrifaö titilínn. Þaö leit nokkuö vel út framan af tyrir Boston. Hittnin var góö og leik- aöferöin gekk upp. En skyndilega misstu þeir tökin á leiknum i hendur Lakers, sem unnu upp þrettán stiga forskot á örskammri stund. Boston rétti örlitiö úr kútnum í seinni hálfleik og náöi forystu, sem virtist ætla aö duga til sigurs Um miðjan seinni hálfleik losnaöi hins vegar um Jam- es Worthy, sem hefur leikiö með Lakers frá því hann hóf atvinnu- mennsku fyrir tveimur árum. Worthy þessi er einn af undramönnum íþróttarinnar. Meö hraöanum einum snýr hann af sér hvern mann og auk þess er hann gæddur þeim eigin- leika aö geta losað upp á aödráttar- afli jarðar öðru hvoru. Hann skoraöi ellefu stig í röö meö blöndu af fljúg- andi furöu- og pumpukörfum. Staö- an var 113—111 Lakers í vil og tutt- ugu sekúndur voru til leiksloka. Celt- ics pressuöu allan völlinn og komust inn í bogasendingu. Staðan var þá jöfn og þrettán sekúndur eftir, næg- ur tími til aö skora. En pressa Celtics kom í veg fyrir þaö og Magic John- son komst hvorki í skotfæri, né gat hann sent boltann á frian samherja i framlengingunni leku Lakers likt og í sjokki eftir stórslys. Mistök á mistök ofan, sem Boston bjuggu til körfur úr og björguöu þar meö and- litinu. Staðan var 1 — 1. Þrátt fyrir allt hagstæö úrslit ryrir Lakers, því aö nú færöist vettvangur yfir á þeirra heimavöll næstu tvo leiki. Los Ang- eles-liðið var greinilega mun betra en liö Boston Celtics og leikmenn jafnframt greinílega staðráönir aö bæta fyrir ófarirnar í úrsiitum síö- asta árs, þegar Philadelphia þurrk- aöi Lakers út 4—0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.