Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 71 Málefni aldraðra Hvernig komast aldr- aðir af með 10 þúsund króna tekjur á mánuði? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjöldi aldraðra hefur engar aðrar tekjur en frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Fáir af elstu kynslóðinni hafa greitt í lífeyrissjóði og hafa því engin eftirlaun. Hreinasta undur er að sjá hvað margt af þessari kyn- slóð spjara sig þrátt fyrir allt. Meðan heilsan er í lagi tekst mörgum með afburða nýtni og sparsemi að komast af. En það má engu muna. Ekkert má bregða út af. Lítum aðeins nánar á tekjur frá almannatryggingum frá því í maí sl. Ufeyrir Kinstaklingar Kinfaldur Iffeyrir Tekjutrygging Heimilisuppbót Lífeyrir Hjón: 3.378 kr 3.040 kr. 4.728 kr. 3.997 kr. 1.422 kr. Heimildaruppbót (25%) 845 kr. 845 kr. 10.373 kr. 7.882 kr. Tryggingastofnun ríkisins hefur á undanförnum árum gefið út upplýsingabæklinga til skýr- ingar á þessum bótum og eru all- ir hvattir til þess að kynna sér þá. Kemur þar skýrt fram að engar bætur er unnt að fá án þess að sækja um þær, ekki held- ur einfaldan lífeyri sem allir eiga rétt á þegar þeir ná 67 ára aldri. Stundum vex þetta mjög Fjöldi lífeyrisþega verður að greiða 60—70 % af tekjum sín- um í húsaleigu eða kostnað við eigið hús- næði þegar mikillar endurnýjunar er þörf. Leiti sami aðili til sér- fræðings utan sjúkra- samlags 4 sinnum í mánuði þarf hann að greiða 2.000 krónur til viðbótar. svo í augum aldraðs fólks og það treystir sér hreint og beint ekki til þess að „standa í stórræðum" af því það kostar svona mikið umstang. Þá er því til að svara að bæði myndu starfsmenn Tryggingastofnunar um land allt vera reiðubúnir til þess að aðstoða við útfyllingu umsókn- areyðublaða svo og starfsmenn félagsmálastofnana víðs vegar um landið. Einfaldan lífeyri geta sem sagt allir fengið sem náð hafa 67 ára aldri og hafa átt lögheimili hér á landi a.m.k. 3 almanaksár frá 16-67 ára. Hjón fá 90% af lífeyri tveggja einstaklinga. Fulla tekjutryggingu getur sá einn fengið sem ekki þiggur laun annars staðar t.d. úr lífeyris- sjóði. Þó skal bent á það hér til áréttingar að einsUklingur getur hafl allt að 29.000 krónum i ári í tekjur án þess að tekjutryggingin skerðist eða 2.400 kr. á mánuði i aðrar tekjur, og hjón geta samtals haft um 40.700 kr. á ári án þess að tekjutrygging þeirra skerðist eða um 3.300 kr. á mánuði i aðrar tekjur. Þess eru fjölmörg dæmi að fólk haldi almennt að ekki sé unnt að sækja um neina tekju- 1 tryggingu hafi menn laun ann- | ars staðar en frá almannatrygg- ingum. Þetta er sem sagt ekki rétt. Einstaklingur getur haft laun allt að kr. 155.000 á ársgrundvelli áður en tekju- trygging fellur algjörlega niður. Hitt er svo annað sem verður nánar útskýrt siðar að viðkom- andi aðilar þurfa að hafa fulla eða óskerta tekjutryggingu til þess að fá felld niður afnotagjöld síma. Sá sem hefur skerta tekju- tryggingu um eina krónu fær því ekki niðurfelld ársfjórðungs- gjöld síma! Einstaklingur sem býr einn þ.e. ekki í íbúð með öðrum eða nýtur sameiginlegra hlunninda, t.d. síma, sjónvarps, eldunaraðstöðu o.s.frv. getur fengið heimilisupp- bót þar sem það er hlutfallslega dýrara að lifa og komast af fyrir þann sem býr einn en þá sem búa saman t.d. hjón, sambýlis- fólk, systkini. Einstaklingar eða hjón sem þurfa á lyfjum að halda ævi- langt, þurfa að vera undir lækn- ismeðferð, eftirliti, búa við hreyfihömlun og komast ekkert nema i leigubifreiðum eða búa við háa húsaleigu, geta sótt um heimildaruppbót Sí einstaklingur sem hefur allar bætur frá almannatryggingum get- ur því hsft kr. 10.373 i mánuöi og hjón kr. 15.764. Þórir S. Guðbergsson Af þessum tekjum þarf síðan að greiða húsaleigu eða fasteignagjöld og viðhald. Húsa- leiga fyrir 2ja herb. íbúð er al- geng um kr. 6—8.000 á mán. Ef við reiknum með kr. 7000 á mán- uði þá á einstaklingurinn eftir um kr. 3.300 til þess að lifa af! Fjöldi lífeyrisþega verða að greiða 60—80% af tekjum sínum einungis í húsaleigu eða kostnað við eigið húsnæði þegar gera þarf sérstakt átak til þess að endurnýja þök, glugga o.s.frv. Þurfi viðkomandi síðan að leita sérfræðings, sem ekki til- heyrir sjúkrasamlagi, 4 sinnum á mánuði þarf hann að greiða um kr. 2.000 í viðbót fyrir utan bifreiðakostnað og annað sem til fellur eða yfir 20% af heildar- tekjum sínum! Er það nokkur furða þó að sumir segi að það geti verið erf- itt að vera aldraður á okkar dög- um — í velferðarríkinu íslandi? Margir þurfa að ganga þung spor til félagsmálastofnana sveitarfélaganna til þess að sækja um húsaleigustyrki jafn- vel þó að þeir eigi rétt á því. Það er alvarlegt istand í milefn- um aldraðra þegar svo er komið að fjöldi manns i bókstaflega erfitt með að hafa til hnífs og skeiðar og yfir 10% af öldruðum í höfuðborg- inni eru i biðlista borgarinnar eftir leigu- eða vistrými. Er ekki þörf á því að stokka spilin upp, horfa aðeins um öxl meta reynslu liðinna ára og gera svo nýjar áætlanir miðað við þörfina eins og við metum. Lægstu laun i landinu eiga að vera kr. 12.600 — en elli- og ör- orkulífeyrisþegar eiga að lifa af 10.300 krónum á mánuði! Hugsudir nútímans BJ3SESO bækur lllugi Jökulsson Alan Bullock & R.B. Woodings: The Fontana Biographical Compan- ion to Modern Thought. Fontana 1983 Þessi bók helst í hendur við aðra sem Fontana-útgáfan á Englandi hefur einnig gefið út fyrir stuttu: The Fontana Dictionary of Mod- ern Thought. Þar er fjallað, í al- fræðibókarformi, um þær helstu hugmyndir sem að verki eru í nú- tímasamfélagi, en hér er athygl- inni beint að mönnunum sem fengu þær hugmyndir. Það eru ná- lega 2.000 einstaklingar og um þá skrifa rösklega 300 sérfræðingar undir yfirstjórn ritstjóranna Bull- ock og Woodings. Sjaldgæft er að bækur af þessu tagi nái yfir meira en fáein svið „nútíma hugsunar" en hér er greinilega reynt að ná tökum á sem flestum, og er ekki annað að sjá en það hafi tekist býsna vel. Hér eru rithöfundar, leikhúsfrömuðir og kvikmynda- gerðarmenn, leikarar, dansarar, tónskáld og flytjendur, skemmti- kraftar og dægurtónlistarmenn, arkitektar, málarar og mynd- höggvarar, hönnuðir af ýmsu tagi, ljósmyndarar, sagnfræðingar af öllum gerðum, heimspekingar, trúarbragðaforkólfar, sálfræð- ingar, kennslufræðingar, mál- fræðingar, fjölmiðlamenn, mann- fræðingar og félagsfræðingar, kvenréttindabaráttumenn, glæpa- fræðingar, stjórnmálamenn og hershöfðingjar, lögfræðingar, hagfræðingar, kaupsýslumenn, landfræðingar, stærðfræðingar, rökfræðingar, efna- og eðlisfræð- ingar alls konar, stjörnufræð- ingar, jarðfræðingar og líffræð- ingar, læknar og verkfræðingar, og loks tölvusérfræðingar. Þetta er langur listi sem sýnir best hversu fjölbreytt þessi bók er. Ég er vitanlega ekki i stakk búinn tií að gagnrýna valið á „hugsuðun- ura" af nokkru viti, en hreinn og beinn fjöldi þeirra er slíkur, að allir munu geta fundið hér nyt- saman fróðleik sem ella þyrfti að leita að á mörgum stöðum. Að sjálfsögðu er fróðleikurinn sem boðið er upp á um hvern „hugsuð" fyrir sig mjög ágrips- kenndur — „ævisögurnar" eru sjaldan meira en á að giska 400 orð — en þar sem ég hef vit á sýnist mér að furðanlega vel hafi tekist að þjappa saman aðalatrið- unum um feril og verk hvers og eins. Ritstjórarnir segja í formála að þeir hafi ekki gert sér neinar grillur um „hlutleysi" sérfræðinga sinna 300, en þær skoðanir sem látnar eru í ljósi eru mestanpart hógværlega orðaðar og studdar rökum eftir því sem pláss er til. Og ef marka má umsagnirnar um þá þrjá íslendinga sem er að finna í þessari bók, þá er varla farið með óþarflega mikið fleipur í henni yf- irleitt. Þessir þrír íslendingar eru Jón Helgason, prófessor, Sigurður Nordal og Halldór Laxness, en um þá alla skrifar B.S. Benedikz frá háskólanum í Birmingham. Þetta er í raun og veru fyrir- myndar bók og algerlega ómiss- andi fyrir alla þá sem vilja vera fjölfróðir! Hún er mjög þykk en þó handhæg — 867 blaðsíður í meðal- stóru pappírskiljubroti — og prentun, leturstærð, pappírsval og þessar háttar hefur tekist með ágætum. Nefna má og að aftast í bókinni er „hugsuðunum" 2.000 skipt niður eftir starfssviðum þeirra og auðveldar það mjög leit lesenda að upplýsingum um merkismenn á hverju sviði. Sjón- arhorn höfundanna er, eins og vænta mátti, nokkuð bundið við hinn enskumælandi heim og þá sem þar hafa haft áhrif, en öðrum svæðum virðist þó sýnd fyllsta sanngirni. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.