Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 20
rtx 60 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 Meindýr og garðaúðun — eftir Óla Val Hansson Um garðaúðun og aðfarir að fagmönnum Á síðastliðnu vori um það leyti sem garðagróður tók að vakna til lífs og meindýr byrjuðu að spilla honum, var hafin mikil atlaga í fjölmiðlum gegn garðúðun. Ein helsta ástæða fyrir þeirri aðför mun hafa verið sú, að lengi hefur það viðgengist hér af ýmsum fag- mðnnum sem þjónað hafa garðeig- endum með úðun, að nota eitur- efnið Parathion. Þetta plöntulyf er flókið lífrænt fosfórsamband sem er í flokki allra sterkustu eitur- efna til varnar meindýrum í gróðri. Ástæðan fyrir því að margir sem annast úðun einkagarða velja yfirleitt að nota Parathion mun vafalaust sú, að reynslan hefur sýnt, að í mjög vægri þynningu gagnar það betur gegn meindýrum við lágt hitastig en onnur boðleg eiturefni, enda er það búið þeim kostum að smjúga dýpra inn í lauf en flest önnur efni án þess þó að vera kerfislyf. Aðilar sem sinna garðaúðun vilja og gjarnan vita að árangur af framkvæmdum þeirra reynist það öruggur, að garðeigendur sjái sem minnsta ástæðu til umkvörtunar. Þá hefur og notkun Parathions verið látin óátalin til þessa af þeim opinberu aðilum sem veita heimild til eiturefnanota. Hins vegar mega þeir einir sem öðlast leyfisveitingu, nota efnið við störf sín. Flestir fagmenn sem taka að sér garðúðun, eru þvi í fullum rétti hvað notkun Parathions varðar hafi þeir tilskilið leyfi, en þeir eru þá einnig frjálsir að því hvort þeir velja að nota Parathion eða ein- hver önnur plöntulyf þegar þeir eru kvaddir til aðgerða. Hér mun ekki á neitt hátt reynt að halda uppi vörnum fyrir notk- un Parathions né yfirleitt öfgum í eiturefnanotkun og segjast verður eins og er, að utan íslands er Parathion hvarvetna bannað í notkun, jafnt í einkagörðum sem og gróðursvæðum er almenningur hefur aðgang að. Mun því mál til komið að notkun þess linni einnig hér. En á hinn bóginn verður þvi heldur ekki mælt bót, að í ýmsum mótmælum gegn garðaúðun sem birst hafa, hefur verið farið ósmekklegum orðum um þá sem stunda úðunarstörf. Upp til hópa hafa þessir aðilar verið bornir þeim ásökunum, að spúa eitri í al- gjöru skeytingarleysi, í tíma sem ótíma, yfir allt sem þeir komast nálægt. í þessu sambandi hefur gjarnan verið bent á jafnvægisröskun líf- ríkisins sem alvarlegastar afleið- ingar af iðju úðunarmanna, og ekki síst slegið á þá strengi að ver- ið sé að útrýma smáfuglum. Illa leikin trjágróður Þau blaðaskrif sem hér í upp- hafi var vikið að, sem og önnur er áður höfðu birst, urðu nánast til þess, að allur fjöldi garðeigenda sem höfðu uppi ráðagerðir um að láta úða, til að stemma stigu við gróðurskemmdum af völdum skógarmaðka og blaðlúsa, bundu með öllu endi á fyrirætlanir um slíka atlögu af hræðslu við afleið- ingarnar. Árangurinn reyndist þá líka sá að mjög víða í görðum varð trjá- gróður fyrr en varði svo átakan- lega illa leikinn af völdum „maðka" að sjaldan eða aldrei hef- ur sést annað eins hörmungar- ástand. Þetta gerðist þrátt fyrir kalt og úrfellissamt tíðarfar. Blað- lýs náðu og einnig að gera usla enda þótt þær þjörmuðu minna að gróðri en oft áður. Vegsummerki um skemmdir sumarsins 1983 blasa enn hvar- vetna við þar sem skoðaður er trjágróður í görðum. Þau lýsa sér sem kyrkingslegur og marggrein- óttur ársvöxtur, meira og minna kalinn. Skordýraóþrifum í fyrra verður þó ekki kennt að öllu leyti um þau áberandi vanheilindi sem sjást í trjágróðri i ár. Sumarveðráttan mun þar óefað eiga einhverja sök. Þegar þetta er skrifað, er dálitið tekið að bóla á fiðrildalirfum (maðki) hér og þar í laufi trjáa og runna í þéttbýlisgörðum. Sömu- leiðis er blaðlús í þann mund að komast á stjá. Einkanlega mun þessara vágesta byrjað að gæta þar sem vetrarúðun var ekki framkvæmd. Ýmislegt bendir þó til að mun minna ætli að verða um maðk í ár en í fyrra, enda eru áraskipti í sveiflum hans. Spill- ingar af völdum maðks gætir jafn- an mismikið á tegundum trjáa og runna, enda geðjast honum mis- jafnlega vel að gróðri engu síður en fólki að mat. Sá gróður sem er nagaður af maðki er lengi að jafna sig. Nývöxtur sprettur því afar seint aftur. Á því stutta vaxtarsk- eiði sem er hér nær þannig síðvöxt- ur aldrei fullum þroska. Vetrarv- eðráttan leikur hann því grátt, og árangurinn verður gjarnan urmull kalgreina að vori. Svipað skeður fái blaðlýs að at- hafna sig óáreittar. Þær hópa sig saman og þjarma að mjúkum og safaríkum nývextinum næst vaxt- arbroddi sprota. Þar sjúga þær næringu úr æðum hans. A skömm- um tíma verður allt krökkt af blaðlús ef veðurskilyrði eru hag- stæð, því viðkoma þeirra er ör. Tekur þá skjótlega að mestu fyrir vöxt. Nývöxtur sem er kvikur af blaðlús verður bæði vannærður og vanþroska og kelur því meira og minna á vetrum. Plöntur í ræktun sem verða ár eftir ár fyrir árás blaðlúsa, koðna smám saman niður og geta um síðir drepist. í 27 ára starfi sem ráðunautur hef ég ósjaldan staðið andspænis slíkri sjón í görðum. Ónógar leiðbeiningar? Það kann að vera, að aldrei hafi verið hafðar uppi nægilegar leið- beiningar um það hvernig fólk eigi að bregðast við þeim plágum óþrifa sem geta herjað á garða- gróður, en eins og áður hefur verið vikið að, eru það aðallega lirfur ýmissa fiðrilda sem háma i sig bloð, og ýmsar blaðlúsategundir sem tappa næringu úr nýgræðingi. Nú er ráðin nokkur bót á þessu streymleysi upplýsinga með bækl- ingi um skordýravarnir sem gef- inn hefur verið út af heilbrigðis- og umhverfismálaráði Reykjavík- ur og Mosfellshrepps ásamt Nátt- úruverndarnefndum nágranna- svæða. Það hefur mátt skilja svo að bæklingnum yrði dreift inn á hvert heimili hér á þéttbýlissvæð- inu, en eitthvað virðist miða hægt með þá aðgerð að því er mér hefur skilist á ýmsum. Um lyf og varnaraðgerðir Hvað sem því líður, þá hyggst ég hér í framhaldi fara nokkrum orð- um um varnir gegn meindýrum í görðum í von um að þau komi ein- hverjum að gagni þótt síðbúið sé. Möguleikarnir á að draga úr gróðurskemmdum af völdum meindýra eru fólgnir í eftirfar- andi valkostum, sem beinast að því að fækka skaðvöldunum: 1. Að eyða eggjum með vetrarúðun. 2. Sumarúðun með eiturefnum fljótlega eftir að meindýrin fara á stjá, og jafnvel í nokkur skipti síðar. 3. Að eyða óþrifunum með ýmsum húsráðum. Vetrarúðun er tvímælalaust mjög góð varnaraðgerð því með henni má mjög oft komast fyrir, að verulegur hluti blaðlúsa- og fiðrildaeggja klekist út, en þau geymast víðsvegar á trjábolunum og greinum trjáa og runna. Til vetrarúðunar eru notuð hættulítil efnasambönd. Þau þykja að vísu hvimleið í notkun, en megin inni- hald þeirra eru steinkolatjörur og jarðolíuefni. Hér hefur eingöngu verið á boðstólum vara sem nefn- ist Akidan, en það er notað í 5—8% styrkleika, þynnt í vatni. Er úðunartími jafnan frá því í byrjun árs og uns brum byrja að þrútna á vorin, en hættufrestur þess er enginn. Ekidan verður að nota þegar er frostlaust og þurrt, en þannig skilyrði eru þvi miður víða of fágæt á veturna. Sígrænn gróður er og viðkvæmur fyrir Akidan í þeim styrkleika sem að ofan ræðir. Er þetta bagalegt þvi grenilús, sem hér hefur stundum valdið alvarlegu tjóni, athafnar sig oft mikið síðla vetrar, enda er hún kuldaþolin. Verður því að vinna bug á henni með öðrum efn- um, t.d. pirimicarb, sem almenn- ingur hefur þó ekki aðgang að. Sumarúðun er sú aðferð sem hvarvetna er meira notuð en vetr- arúðun. Efni sem notuð eru i þessu skyni tilheyra aðallega 3 eftirfar- andi flokkum: 1. Lífræn fosfórsambönd, en þekktust þeirra hérlendis fyrir utan áðurnefnt Parathion eru: Basudín (5%), Malathion, Sumi ihion, Dantex eða Rogor. Hér er um að ræða eiturefni breytileg að samsetningu og eiturhrifum, en þeim er það sameiginlegt að vera fjölhæf, óstoðug og að sundrast í hættulítil sambönd á frekar skömmum tíma. Að und- anskyldu Parathion hefur al- „Vegsummerki um skemmdir sumarsins 1983 blasa enn hvar- vetna við þar sem skoðaður er trjágróður í görðum. Þau lýsa sér sem kyrkingslegur og marggreinóttur ársvöxt- ur, meira og minna kal- inn. Skordýraóþrifum í fyrra verður þó ekki kennt að öllu leyti um þau áberandi vanheil- indi sem sjást í trjá- gróðri í ár. Sumarveðr- áttan mun þar óefað eiga einhverja sök." menningur aðgang að umrædd- um efnum. Hættufrestur þeirra er nokkuð misjafn, á bilinu 7—14 dagar. Þeir sem reynslu hafa virðast sammála um, að úðunarvirkni lífrænna fosfórsambanda, að undanskyldu Parathion, sé all- breytileg og nær undantekn- ingarlaust lakari. Hugsanlega eiga slok hitaskilyrði þátt i þessu. Eigi að síður ættu þau að geta fækkað skaðvöldum svo um munar þar sem gripið er til notkunar þeirra, ef úðun er samviskulega af hendi leyst. Benda má einnig á, að t.d. Sumithion er svipað Parathion að því leyti, að eitrið smýgur nokkuð inn í blöð og ætti því að gagna á svipaðan hátt. Bent skal á Dantex og Rogor sem at- hyglisverð að því leyti að vera kerfislyf, þ.e. þau berast með safastreyminu um plöntulíkam- ann. Aftur á móti hafa þau ekki reynst hér sem skyldi að sögn margra sem hafa notað þau. 2. Lífræn klórsambönd, en til þeirra heyrir Lindan. Svonefnd Lindasect sprajtemiddel sem geymir 3% Lindans er hér á markaði fyrir garðeigendur. Lyfið er ekki áhrifaríkt eitur- efni en getur samt vafalaust veitt eitthvert viðnám gegn ásókn skaðlegra skordýra. Hættufrestur á umræddu Lind- asect er 7 dagar. 3. Pyrethrin og svonefnd pyre- throiðlyf eru að því leyti at- hyglisverð skordýraeitur að þau eru ekki hættuleg mann- eskjum.Pyrethrin er unnið úr vissri jurt körfublómaættar, en pyrethroiðsambönd eru fram- leidd í efnaverksmiðjum. Hér skulu nefnd Pyrsol, Resbuthin og Permasect, sem öll hafa verið fáanleg við og við. Pyrethrin og Rusbuthrin hafa engan hættu- frest, en aftur á móti er nokkur frestur á Termasect, en það vinnur vel á fiðrildalirfum sem eru skæðir mathákar. Pyrsol hentar aðeins vel þar sem blað- lýs angra, en stundum dugar það skammt nema notað sé oft. Best er að úða því þegar hita- stig úti er sem hæst og það verkar öruggast sé því blandað í 25—30°C heitt vatn og þannig úðað. Þeir sem taka að sér úðun einkagarða, geta auðveldlega útvegað eitthvert þeirra efna sem hér hafa verið talin, en hins vegar geta þeir ekki ábyrgst að þeim takist að losa gróðurinn með öllu við óþrif, eins og margir ætlast til að unnt sé með einni úðun. Blaðlýs t.d., ásækja oft gróður á ný er líða tekur á sumar, einkum geta þær verið aðgangsharðar við birki og ýmsar víðitegundir. 4. Ýrnis gömul húsráð kunna að vera góðra gjalda verð, en ágæti þeirra hefur verið óspart hampað af örfáum spekingum upp á síðkastið. Sannleikurinn er sá, að undantekningarlítið duga þannig ráð mun skemur en margur freistast til að halda, og sé eitthvert gagn í þeim, þá er gagnsemin nær ein- göngu bundin við að draga ögn úr ásókn blaðlúsa. Sumir stinga upp á vatnsskolun sem úrlausn. Víst er að vatnsbuna getur los- að plöntur við eitthvað af kvik- indum á líkan hátt og ðflug úr- koma gerir, en eigi hún að gagna að ráði, verður þrýsting- ur að vera mjög öflugur. Er þá hætt við að hann rífi lauf og limlesti sprota séu þeir að ráði byrjaðir að togna. Grænsápu- vatn (blautsápa) í 2% styrk- leika er þó ögn áhrifameira lúsalyf, en virkni þess eykst betur ef 1% brennsluspritti er bætt í vökvann, svo ekki sé tal- að um 0,1% af salicysýru. Veit- ið athygli að það skiptir máli með styrkleik efna sem sett eru í úðunarlög. Þol plantna er mis- jafnt og t.d. getur of mikil sápa sviðið lauf. Gegn blaðlús var einnig gamalt ráð að nota 0,5% af lýsóli (kresólsápu) til úðun- ar, en ýmsar plöntur þola það samt illa. Eins þekkist að sjóða lA kg af grænsápu og V* kg af sóda i 2 1 vatns. Síðan eru velgdir upp 8 1 af steinolíu og pískaðir saman við sápu- og sódalausnina. Þykkni þetta var geymt og úðað með því í hlut- föllunum 1 á móti 40 1 vatns þegar þurfa þótti. Að lokum eru svo límborðarnir sem eru eldgömul aðferð til að hefta för ófleygra kvendýra- fiðrilda i tré að haustlagi. Þessi aðferð er enn í dag töluvert not- uð á ávaxtaekrum erlendis, en eigi að siður verður ekki komist hjá því að nota eiturefni til viðbótar til fækkunar skaðleg- um skordýrum. Ég held við sleppum ekki við þá notkun hér frekar en annars staðar, ef leggja á rækt við gróðurinn í görðum og forða honum frá misþyrmingu og alvarlegum skemmdum meindýra. ÓH Valur Hansson er gardyrkju- riðunautur. SUÐURLANDSBRAUT2 S. 82219 I HUSI HÖTEL ESJU Þú fylgist meö litmyndum þínum framkallast og kóplerast á 60 mfnútum. Framköllun sem ger- ist vart betri. Á eftir getur þú ráðfært þig viö okkur um útkomuna og hvernig þú getur tekiö betri myndir. Opið frá kl. 8 — 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.