Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 Leikið við eftir Ara Trausta Guðmundsson Oft bölvar maður ísnum í hljórti þegar fæturnir skripla á klakabunk- um í vetrarófæröinni. Það eru helst krakkar sem hafa gaman af ísbrynj- unni. Og þó. Sumir kætast yfir ísn- um, sérstaklega ef hann er ekki lá- réttur eins og vetrarsvellin á götun- um, heldur sem brattastur, — jafn- vel lóðrétt svell. Það má klifra ísinn. Margar þversagnir ís er einkennilegt efni. Inni- haldið er fábrotið. Bara vatn. En flest annað sem varðar ís er fjöl- breytt, fullt af þversögnum og heillandi. ísinn spannar hálft lit- rófið frá glæru og hvítu yfir í blágrænt og hann getur orðið harður sem gler, í bókstaflegri merkingu, við 50—70 gráðu frost. Samt lætur hann undan spennu og sígur eins og ólseigur vökvi. Hann hefur þá skrýtnu eiginleika að þenjast út við myndun, öfugt við önnur efni sem kólna. Isinn getur sprengt kletta, rofið landið niður fyrir sjávarmál og lokað inni loftbólur með sprengiþrýstingi. Hann er kristallaður, en þó glær, lagskiptur en þó óbrotgjarn, þjáll en þó eitilharður. Og umfram ann- að: Fjári kaldur viðkomu. í jöklum landsins er ísinn laus við öll teikn um upprunann: Millj- ónir á milljónir ofan af litlum og brothættum kristalstjörnum snæ- varins sem féllu á hájökulinn fyrir mörgum öldum, en liggja nú sem gegnheill massi mörgum kíló- metrum neðar. Þar er hann fer- lega sprunginn og úfinn eins og stórsjór eða mótaður í rennilega hryggi af leysingavatni. Uppi er hann engilhvítur og sléttur. I klakafossum vetrarins, árfoss- um og leysingalænum fjallanna er ísinn trúrri uppruna sínum: Stökkur, nýlegur freri úr fíngerð- um vatnsúða eða beljandi flaumi. Þar hanga grýlukerti og haglega hnýtt ístjöld. Sagði einhver ísland? Isinn er greyptur inn í nafn landsins. Það er ekki misskilning- ur eins og sumir vilja halda. ísinn er allt um kring og óaðskiljanleg- ur frá okkur sem byggjum eyna. Stundum hefur hann kallað hörm- ungar yfir fólk, kominn yfir hafið að norðan; hægt og sígandi eins og Flotinn ósigrandi. fsinn í jöklum landsins hefur haldið niðri miklu bræðsluvatni undir jökulkápunni meðan eldkvika og jarðhiti hafa soðið sundur milljónir rúmmetra af ís uns ísbáknið lyftist og vatnið fossar undan fjarlægri jökul- tungu, leggur land í auðn og fyllir menn ótta. En jökulhlaupin eiga sér betur tamdar frænkur þar sem eru jök- ulárnar. Nokkrar þeirra sjá okkur fyrir raforku í stað þess að vera „ísklifur er ekki bara fyrir karlkyns menn með áralanga lyftinga- og þrekþjálfun að baki. Furðulega mjóslegnir karlar og allmargar og allskonar konur klifra ís og langflestir klifrarar bera ekki leikþorstann utan á sér eða hafa eft- irtektarverða burði." Mennsk kónguló f fsvef. (Ljósm. Hreinn Magnússon.) inga. En það kostar blóðrispur eft- ir hárbeittar íseggjar og hnúa sem „springa út" í öllum regnbogans litum eftir öll vinstri handar „húkkin" og hærgi handar sveifl- urnar á ójöfnur íssins. Hand- leggsvöðvarnir virðast mun lélegri en maður hélt og þreytuverkir í kálfum hafa ekki fundist öllu verri. Þetta er ójafn leikur, en menn hafa mikla möguleika. Hvernig fara menn að? Tilsýndar sýnist ísklifur ósköp einfalt. Menn færa fætur og hend- ur upp til skiptis og hafa hand- festu af fasthóggnum öxum- /hömrum en fótfestu af fram- broddunum sem gægjast undan skótánni. En það er margs að gæta: Ekki má hafa hælana of neðarlega miðað við táfestuna og þunginn á frekar að hvíla á fótum en höndum, því það er afar þreyt- andi að hálfhanga í handfestu ax- anna/hamranna. Jafnvægi verður að vera gott og hreyfingar hnit- miðaðar. Svo verður leikurinn strax flóknari og erfiðari þegar koma á fyrir tryggingum (ísskrúf- um og þvílíku) í meira eða minna lóðréttri stöðu eða koma sér yfir smáísbólstur sem slútir fram. En allt má yfirvinna með æfingu og meirihluti manna getur klifrað í ís, þótt fæstir vilji reyna eða hafa á því nokkurn áhuga, — eins og eðlilegt er. Með öðrum orðum: ís- klifur er ekki bara fyrir karlkyns menn með áralanga lyftinga- og þrekþjálfun að baki. Furðulega mjóslegnir karlar og allmargar og alls konar konur klifra ís og lang- t í < ' t l \ m w f ¦ Wd i r J^* f 1 Cv i\ \i m Ofan í jökulinn. Ur Gígjökli Þrátt fyrir falleg grýlukerti kallast þessi frá Skrauthólum). óbrúuð foröð sem þarf að sundríða eins og í eina tíð eða hætta sér yfir í vondum báti á ferjustað. Svo ísland skal það heita og fer vel á. Betra er aö hafa járn Við getum gert meira en að hugsa um ísinn, virða hann fyrir okkur, dást að honum þegar við á eða býsnast yfir hamförum af hans völdum. Það má leika sér við hann. Að vísu er ís harður leikfé- lagi, en bæði sanngjarn og sjaldan leiðinlegur. Fyrst má nálgast hann berhent- ur og á þjálum skóm, rétt eins og klettinn. Þú tapar víst þeim leik. klifurleið „Gúanóið" (Esja, skammt (Ljósm. Hreinn Matinússon.) Þá er að verða sér úti um eitt- hvað sem bítur á þann harða. Járn og aftur járn. Stuttskefta ísöxi, stuttskeftan íshamar og par af mannbroddum með einum 12 göddum á hvorum fæti. Lítið klak- að klettaþrep eða meinlaust íshaft í skriðjökli (engin sprunga fyrir neðan!) er ágætt viðfangsefni til að byrja með. Svo er að sparka með tánum og höggva með hand- tólunum. Fljótlega kemur í ljós að það má fikra sig upp ísinn eins og húsfluga á vegg. Auðvitað þarf dá- litla lagni og nokkra æfingu áður en vel gengur. í ísnum lærir maður að meta svellþykka, íslenska bandvettl- Þessi ísfoss er í Kistufellinu í Ksju og telst erfiður (4. gráða af 6.) Höskuldur Gylfason leiðir þarna fyrstu spönnina, eins og sagt er á klifurmáli. (Ljósm. Hreinn Magnússon.) flestir klifrarar bera ekki leik- þorstann utan á sér eða hafa eftir- tektarverða burði. Af hverju? Hvað er svona skemmtilegt við að brólta um brött svell? Mjög margir velta þessari spurningu fyrir sér. Hér gildir eins og víðar í öðrum tilvikum að svörin verða harla persónubundin. Mér sjálfum dettur þrennt í hug sem fær mig til að leggja í klakann. Hrein sjálfsánægja. Þú efast um að geta klifið ísvegg, leggur þig allan fram, ætlunarverkið tekst og þú fyllist ánægju. Þér hefur tekist eitthvað sem er á mörkum getunnar. Spenna. Þótt undarlegt megi virðast stöndum við okkur stund- um að því að taka áhættu. Því fylgir spenna. í klifrinu hætta menn að vísu limum sínum eða heilsu, en það gera menn meira eða minna í öllum íþróttum. Ef þér tekst að klífa ákveðna spenn- andi leið, fylgir því ljúfur léttir. Mistakist þér hefur spennan þau áhrif að þú heitir að leggja þig betur fram næst. Umhverfið. Meðfvlgjandi mynd- ir tala sínu máli. fsinn gerir um- hverfið oft glæsilegt, ljósspilið fangar augun og andstæður kletta og íss eru áberandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.