Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 w K/ JH ""> j Mj '%;i. - «• , JBHJw^S r ji$ ; 'i 1 t. 5 1 .*' / V& ji l m ...1 1 '.¦¦ .«1 ¦ V^S^Í 1 1 s fí> -* i f 'IuÆl ' * :"1 1 íd ... ,4# *, ¦s^ ¦¦¦& /¦* * M i t ¦"¦¦¦ * t'í-' 1 -.13«.. * í%í % .-•'§*? * ¦„ . 1 s f ¦¦ Séð niður á barð Þeir hurfu fram af bjargbrúninni FÖSTUDAGINN 25. maí fór Björgunarsveit Slysavarnafé- lags íslands á Patreksfirði í eggjatökuferð í Látrabjarg en slík ferð hefur verið farin árlega síðastliðin 8 ár, til þess að fjármagna rekstur sveitarinnar. Að þessu sinni fóru 30 manns að bjargbrún- inni, þ.á m. þrír sigmenn og einn Ijósmyndari en hinir sáu um að slaka sigmönnunum niður. Sigið var niður á stall sem nefndur er „Barðið" og skagar um 150 metra út frá sjáifu bjarginu. Barðið er frægt fyrir það að af því er dregið nafn sýslunnar, Barðastrandarsýsla. Sigið niður á bjargið er langt og hættulegt og vart framkvæm- anlegt nema undir traustri stjórn reyndra bjargmanna. Bjargið sjálft er á þessum Gæðaeftirlitið að starfi Gálgahúmor í hávegum hafður meðan beðið er eftir uppferð stað 220 metra niður í sjó, en barðið stendur um 50 metra upp úr sjó, er því sigið niður á Barð um 160 m. Bjargið er því þrisvar sinnum hærra en Hallgrímskirkjuturn. Sá sem fyrstur fór í bjargið að þessu sinni heitir Erlend- Fyrsti maður niður <£asfo-CV? Kggin send upp ur Kristjánsson, sem var fyrsti maður til að síga niður á Barð ásamt Jóhanni Svav- arssyni eftir 40 ára hlé, en þá hafði afi Erlendar verið síð- asti sigmaður á Barðið. Ég stóð einn eftir á bjargbrún- inni. Þá sagði einhver: „Þú ert næstur góði." Ég verð að viður- kenna að þegar ég hugsaði um mig eftir örstutta stund hangandi í bandi niður 160 m sig fékk ég að- eins í magann. Jæja, hugsaði ég, ég er ennþá lifandi og því skyldi ég ekki lifa þetta af, auk þess er ég alltof ungur til að deyja. En lengra komust vangaveltur mínar ekki, þvi nú þurfti ég að fara i „sigbuxurnar" og tilheyrandi út- búnað, og taka t.d. talstöð með mér sem ég átti að nota til að segja hversu hratt ég vildi síga, þ.e. hratt, rólega eða stopp. Nú þegar undirritaður var búinn að síga rólega niður fyrstu 40 m eða svo með hjartað í buxunum þá ætlaði sá hinn sami að sýna hvað í honum byggi og bað um „hratt" og það var hratt, en svo illa vildi til að skömmu eftir þessa vanhugs- uðu ákvörðun bilaði talstöðin (þessi elska) þannig að þegar Keli litli (ég) vildi fara hægar heyrðist ekkert í talstöðinni uppi og ég hélt áfram með sama hraða niður, með þeim afleiðingum að minnstu munaði að eitthvað fleira færi í buxurnar en hjartað. Þetta var þó ekki nóg heldur snilliputtinn ég (trúlega þumalputti) að fara vit- laust niður og lenti því ekki á barðinu fræga heldur framhjá og langleiðina niður i sjó þar til einn bjargmannanna með talstöð í lagi gat gert viðvart þannig að ég var hífður spottakorn upp aftur og gat leiðrétt þessa skekkju. Ég komst síðan heilu og höldnu niður á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.