Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 45 átrúnað. Ef aundur er skipt lögun- um, þá mun sundur skipt friðnum. Ef í odda skerst um afstöðuna til hinztu raka, munu gerast bardag- ar og ófriður, er ryðja til land- auðnar. Þessi er hornsteinninn, sem Þorgeir leggur með úrskurði sín- um. Þetta er upphaf laga vorra, hinna einu laga. Og þungamiðja „siðarins", hins eina siðar, sem al- lir skulu hafa, er játning trúarinn- ar á heilaga þrenningu. Umburðarlyndi Jafnframt er annars að geta, sem e.t.v. er kjarnaatriði, þótt það einungis virðist vera bráðabirgða- ákvæði í hinum nýju lögum Þor- geirs. Þeim mönnum, sem þess óska, skal heimilt að „blóta á laun“, þ.e. ákalla forn goð eða önn- ur í einrúmi. „Sú heiðni var af tek- in nokkrum vetrum síðar,“ segir í Kristni sögu. En óneitanlega virð- ist þetta af tekna bráðabirgða- ákvæði vitna um umburðarlyndi gagnvart þeim viðhorfum, er nefna mætti „einkamál", — um- burðarlyndi, sem í vissum skiln- ingi er einkenni séríslenzkrar trú- ar- og menningarsögu allt til þessa dags. Þetta umburðarlyndi kann að virðast andstætt kröfunni um ein lög og einn sið. Svo er þó ekki. Það sem landsmenn játast undir á Þingvöllum við Oxará árið eitt þúsund, er ytri rammi laga og átrúnaðar, og þann ramma hafa íslendingar kappkostað að varð- veita um aldir. En innan þessa ramma rúmast dável hin marg- háttuðu sérsjónarmið einstakl- inga, sem hvort eð er aldrei fá að fullu skilið tilveruna á sama veg og eiga þvi ekki að ganga nærri hver öðrum, heldur unna náunga sínum þess sannmælis að tjá innstu hugsanir að eigin hætti áreitnislaust. Forsendur varanlegs velfarnaöar Að þessu sögðu ætti það að vera ljóst, hvers vegna sett er á tölur um kristnitökuna í dag, á fjögurra áratuga afmæli lýðveldisins og á Þrenningarhátíð: Enn þann dag í dag er velfarnaður þjóðar, lands og lýðveldis undir því kominn, að við höfum ein lög og einn sið. Enn þann dag i dag skiptir miklu, að við gætum þess umburðarlyndis, er hindrar aðgangshörku um einkaskoðanir manna, hvetjum alla til að halda hvort tveggja, lög- in og siðinn, en viðurkennum rétt manna til svigrúms innan þess ramma, sem settur er. Og enn þann dag í dag er burðarás hins eina siðar öldungis hinn sami og Þorgeir forðum kvað upp úr með, nefnilega sá að menn skulu kristn- ir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður, son og anda helgan. Fyrsti forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, flutti stutt ávarp eftir að hann hafði unnið eið að stjórnarskránni hér á Lög- bergi fyrir fjórum áratugum rétt- um. Uppistaða þeirrar ræðu er sagan forna um kristnitökuna, ásamt bæn til Guðs, að hann gefi ræðumanni kærleika og auðmýkt, svo að þjónusta forseta megi verða íslandi og íslenzku þjóðinni til góðs. Þetta ávarp vitnar um það samhengi íslenzkrar menningar- arfleifðar og þjóðarátrúnaðar, hins eina siðar, sem hér hefur ver- ið reynt að gera að umtalsefni. Svo þótti Sveini Björnssyni hæfa við stofnun lýðveldisins. Hið sama er við hæfi í dag, öldungis óbreytt. „Niðjum þínum vil ég gefa þetta land“ í upphafi þessarar predikunar las ég texta úr fyrstu bók Móse. Þar segir frá því, að Drottinn, Guð, faðir almáttugur, skapari himins og jarðar, ávarpar ættföð- ur ísraels og allra kristinna manna með orðunum: „Niðjum þínum vil ég gefa þetta land.“ Einnig greinir frá viðbrögðum Abrahams, hans, sem til var talað: „Hann reisti þar altari Drottni, sem hafði birzt honurn." Veistu... ... aö þaö kostar aðeins kr. 45.250 aö feröast í kring um jöröina frá London meö ŒFVWyWI ? Allar upplýsingar hjá 0FWV.AIVI G.S.A. SÍMAR 15340 POI \RIS V8 BANKASTRÆT1 og 28622. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Lindargata 6—39 Óöinsgata Grettisgata 2—35 Vesturbœr Bauganes Hávallagata Tjarnargata I og II fHngmifrliifrtfe Þessi orð gætu staðið sem yfir- skrift allrar fslands sögu. Þá sæ- hröktu menn, er hingað sigldu af fjarlægum löndum um sollnar öl- dur íslands hafs á níundu öld, bar að ónumdu landi. Það var sem skaparinn hefði skráð í fjörusand- inn skilaboðin fornu til Abra- hams: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. Þeir þágu gjöfina, settust hér að, reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti. Blendn- ir voru þeir í trú og sundurleitir í háttum fyrst í stað, enda víða að reknir og uppruni þeirra ýmisleg- ur. Með stofnun Alþingis taka þeir upp ein lög og með kristnitökunni einn sið. Á elleftu öld hafa þeir þegið gjöfina að fullu, tekið til sín skilaboð Guðs: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. Samtímis reisa þeir ölturu þeim Drottni, er birt hefur mátt sinn með gjöfinni góðu. Allar götur síð- an er gjöfin i höndum okkar og ölturun fornu á sínum stað, en okkar að þiggja og þakka og tilbið- ja þann Guð, sem gaf. Viðnám gegn fjölhyggju Varðveizla siðarins eina Sagt er, að íslendingar séu i svip um margt óráðnari en verið hafi löngum. í stað eins siðar sé komin svonefnd „fjölhyggja", og hafi nú hver það að átrúnaði, sem honum er skapfelldast, en sumir engan. I stað einna laga er jafnvel stundum látið i veðri vaka, að mönnum heimilist að taka lögin í eigin hendur. Illt er að heyra, ef satt er. Um þetta má þó ætla, að mestu ráði sem löngum fyrr í sögu manna, hverju hæst er á loft upp haldið, hvaða mynd samfélags og samtíð- ar er hampað og hvaða mynd er látin kyrr liggja. Sannleikurinn er sá, að enn er allur þorri íslendinga skírður til kristinnar trúar og engin ástæða til að vænta breyt- inga á því ástandi, ef réttir aðilar gera skyldu sina. Löghlýðni manna mun og tæpast meiri né minni en löngum fyrr. Hitt er því miður rétt, að svo lengi er unnt að ota að mönnum svörtum myndum samfélags og samtíðar, að þeir taki að leggja á það nokkurn trúnað, að allt stefni í óefni. Á Þrenningarhátíð og þjóðhá- tíðardegi, fjögurra áratuga af- mæli lýðveldis, skyldum við minn- ug þess, að okkur er í hendur feng- in mikil arfleifð. „Niðjum þinum vil ég gefa þetta land.“ Svo mælti Guð við Abraham og við forfeður okkar alla. Svo mælir Guð við mig og við þig, sem nú erum á dögum: „Niðjum þínum vil ég gefa þetta land.“ Okkar er að taka við gjöfinni að hætti feðranna, varðveita hana og skila henni í hendur börnum okkar og barnabörnum, meðan ís- land er byggt. Okkar er að slá skjaldborg um ein lög og einn sið, einn átrúnað, innan marka sann- girni og umburðarlyndis. Okkar er að leggja rækt við ölturun, sem áar okkar hlóðu að hætti Abra- hams, sækja helgistaði þjóðar, lands og sögu og tilbiðja Guð, föð- ur, son og heilagan anda á þeim stöðum, þar sem hann hefur sett okkur stefnumót kynslóð eftir kynslóð. Faðirinn á himnum gaf okkur land í árdaga. Sonurinn eini, Drottinn Jesús Kristur, leysti og endurleysti land og lýð undan áþján sundrungar, er menn í hans nafni tóku upp nýjan sið, sem enn ríkir í landi og sameinar íslend- inga. Andinn helgi blés mönnum í brjóst trú og kærleika, bjartsýni, samstöðu og vinarþeli, er gerði ríkri þjóð og fátækri þjóð kleift að lifa í landi gnóttar og í landi harð- ræða. Af öllum þessum ástgjöfum í senn er þjóðmenning okkar spunn- in, líf okkar og tilveruréttur meðal þjóða heims, hyrningarsteinn og kjölfesta vistar okkar á jörðu. Góðir kirkjugestir. Á helgri há- tíð heilagrar þrenningar og á þjóðhátíðardegi og lýðveldis- afmæli lútum við höfði og biðjum föðurinn, sem gefur land, soninn, sem leysir vanda og endurleysir menn, andann, sem lfknar og leiðbeinir, að miðla okkur viti, trú og heilbrigðri tilfinningu til að gæta gjafanna góðu, varðveita ein lög og einn sið, safnast um altari hins hæsta og innræta niðjum okk- ar lotningu fyrir þeim verðmæt- um, sem verið hafa bakhjarl og aflgjafi íslenzkrar þjóðar um aldir. ÁMEN. Séra Heimir Steiassoa er prestur i PiagvöHum og þjóðgarðsrörður. Til margra verka LÍM-OG ÞÉTTIEFNI SíÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.