Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
Fæst í töflum, strádufti og vökva.
Ennfremur Hermesetas Gold með nýja sætiefninu
ASPARTAM
Niður-
drepandi
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Berlin.
Love Live.
í fyrra átti hljómsveitin Berl-
in lag sem naut töluverðra vin-
sælda og hét „Sex“. Lagið var
tekið af fyrstu breiðskífu flokks-
ins en hún þótti lofa góðu. Að
minnsta kosti gerðu spámenn
poppsins sér vonir um að hér
væri á ferðinni hljómsveit fram-
tíðarinnar. Fyrir nokkrum vik-
um barst síðan út sú frétt að von
væri á nýrri plötu frá Berlin.
Stuttu seinna kom platan og nú
gafst spámönnunum tækifæri til
að sannreyna spámennsku sína.
En hvaða hrikalegu mistök
höfðu þeir gert? Nýja breiðskíf-
an heitir Love Life og fékk hún
samdóma álit hjá flestöllum
gagnrýnendum. Þetta er hin
versti gripur og uppfyllti ekkert
af því sem vonast var til.
Hér verður ekki breytt frá
skoðun erlendra gagnrýnenda.
Platan er líflaus og ómöguleg á
allan hátt. Tónlistina mætti
flokka sem nýrómantík og hefði
þess vegna gert flokknum eitt-
hvert gagn fyrir svona þremur
árum. Lögin eru hvert öðru lík.
Ekkert þeirra er virkilega gríp-
andi og ekkert í þeim sem fær
mann til að hlusta aftur. Söng-
urinn er góður og sömuleiðis
hljóðfæraleikurinn. En það er
ekki nóg. Lífið og gleðina vantar
bæði í spilamennskuna og hljóð-
blöndunina og fyrir vikið er plat-
an kuldaleg og fráhrindandi.
Það er kannski ekki alveg rétt
að segja plötuna niðurdrepandi
en þeir sem hafa áhuga á Berlin
ættu að snúa sér að nytsamari
plötu en Love Life.
Hans besta
hingað til
Linton Kwesi Johnson.
Making History.
Fyrsta platan sem Linton
Kwesi Johnson sendi frá sér
heitir „Dread Beat an’ Blood" og
kom út 1978. Síðan bætti hann
þremur plötum við en ákvað 1980
að taka sér frí frá plötugerð
þrátt fyrir að honum byðist að
gera fleiri plötur. Það er ekki
fyrr en núna, rúmum þremur ár-
um seinna sem Linton sendir frá
sér nýja plötu sem hann kallar
„Making History".
Á henni eru sjö lög og öll eru
þau í anda fyrri laga hans. Text-
arnir eru fullir af ádeilu og hann
tekur fyrir ýmislegt sem ástæða
er til að fjalla um. Tónlistarlega
hefur hann hinsvegar breyst dá-
lítið. Mesta breytingin er að nú
bregður fyrir nokkrum jazz-
áhrifum í sumum lögunum.
Hljómsveitin, sem spilar á bak
við Linton, er sú sama og kom
með honum hingað, og heitir
Dennis Bovell Dub Band. Sem
hljóðfæraleikarar eru þeir mjög
góðir og blanda jazzinum mjög
skemmtilega saman við reggið.
Um hvert lag mætti mikið skrifa
en ekki er pláss fyrir það hér.
Það er galli við plötuna að ekki
skuli fylgja textablað. Textar
Lintons eru allt i tónlist hans og
ekki mikið í hana varið án
þeirra. En á umslagi plötunnar
skrifar hann smá skýringar við
hvert lag og hjálpar það nokkuð
við skilning textans.
í stuttu máli má segja: Mak-
ing History er besta plata Lint-
ons til þessa. Tónlistin er frábær
og sömuleiðis textarnir. Hljóm-
gæðin eru mjög góð og ekki spill-
ir það.
Á adeins 60 mínútum
framköllum viö
filmuna og stækkum
á úrvals pappír.
Sérmenntaö starfsfólk
og fullkomnustu
tæki tryggja bestu
möguleg myndgæði.
Myndirnar frá okkur
eru 28% stærrif
10x15cm í stað 9xl3cm.
Fyrir sama verð.
S7WÆ7722
Grænland hefur ótrúlega margt að bjóða ferðafólki:
stórkostlega náttúrufegurð, fjölskrúðugt dýralíf og
skemmtilegt mannlíf.
Flugleiðir hafa áætlunarflug til Kulusuk
um sumartímann, frá 18. júní til 30. ágúst,
á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
Brottför frá Reykjavík er kl. 11.30,
en til Kulusuk er aðeins um 2ja tíma flug.
Til Reykjavíkur er síðan komið aftur kl. 19.30.
Dagsferð til Grænlands er tilvalinn ferðakostur
fyrir hópa, vinnufélaga og félagasamtök.
Takið með góða skó, og gleymið ekki myndavélinni!
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu Iélagi