Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 18
58
MORGUNBLÁÐIÐ, MÍDVíkúb'AGÚtí ZÍ. Júítt ÍÖ84'
Knattspyrnu-
mót fyrir
þá yngstu
DAGANA 27. júní til 1. júlí verður
haldiö í Vestmannaeyjum stðrm-
ót í knattspyrnu fyrir yngstu ið-
kendurna, 6. flokk. Það eru Tom-
mahamborgarar og Týr sem
halda mðtið og það munu vera
um 25 félög sem tilkynnt hafa
þatttöku og lætur nærri að það
verði 400 ungmenni sem sparka
munu bolta í Eyjum pessa daga.
Verölaun veröa margskonar á
þessu móti. Auk verölauna fyrir
efstu sæti i hvorum flokki veröa
veitt verðlaun fyrir markaskor,
prúömannlega framkomu og besti
markvörður mótsins verður einnig
valinn. Hátíöin veröur sett meö
viðhöfn á miövikudagskvöld og
síðan verður henni slitið á sunnu-
dagskvöld og þá verða einnig veitt
verðlaun. Vestmannaeyingar hafa
einnig skipulags skoöunarferöir
fyrir drengina um eyjarnar, kvðld-
vökur og fleira. Ekki er aö efa að
mikið fjör verður í Vestmannaeyj-
um þessa daga.
— sus
Borgarnes:
lYliklar framfarir hjá sundfólkinu
Starf sunddeildar Ung-
mennafélagsins Skallagríms
stendur með miklum blðma og
á því rúma ári sem aefingar hafa
verið samfelldar hafa orðið
miklar framfarír hjá sundfólk-
inu. Sunddeildin stoð nýlega
fyrir tveimur sundmótum.
Um hvítasunnuhelgina voru 30
krakkar á aldrinum 8—16 ára úr
sunddeild Vestra á fsafiröi í æf-
ingarferð í Borgarfiröi í boði
sunddeildarinnar. Gistu þau á
einkaheimilum i Borgarnesi og
æföu alla helgina í sundlaugun-
um í Borgarnesi og á Varma-
landi. Isfiröingarnir hafa ekki 25
metra sundlaug til aö fá löglega
tíma fyrir aldursflokkamót Is-
lands í sundi og er einna styst
fyrir þau aö fara í VarmaJand til
að bæta úr því. I tengslum viö
þessa heimsókn Vestrafólksins
var haldið mót í Varmalandi þar
sem þátt tóku auk þeirra krakkar
úr Borgarnesi og Reykholtsdal,
Hvammstanga og Flateyri. Kepp-
endur voru alls hátt í 70 og var
árangur góður, meðal annars
sett 4 Borgarfjarðarmet.
A þjóöhátíöardaginn, 17. júní,
var haldið annaö 17. júní-mót
Skallagríms í sundlauginni í
Borgarnesi meö þátttöku um 40
krakka úr Borgarnesi og víöar úr
héraöinu. Arangur varö mjög
góður, til dæmis var árangur í 10
greinum betri en gildandi
UMSB-met og í sumum greinum
var árangurinn margbættur, en
tímar í Borgarneslauginni eru
ekki viöurkenndir til meta vegna
þess aö hún er ekki nema 12,5 m
að lengd. Einnig var árangur
mjög góöur hjá úrvalsliöi pabba
sundfólksins því þeir sigruöu
mömmurnar í boðsundi meö yfir-
burðum, þrátt fyrir miklar æf-
ingar þeirra síöarnefndu.
Sunddeild Umf. Skallagríms
var stofnuö fyrir rúmu ári og hef-
ur árangur á þeim tíma oröiö
ótrúlega góður Stööugar fram-
farir hafa veriö allan tímann hjá
þeim rúmlega 40 börnum sem
æfa sund á vegum deildarinnar.
Næsta verkefni hjá þeim er Borg-
arfjaröarmótiö og gera þau sér
vonir um aö sigra á því en ef svo
færi yrði þaö í fyrsta skipti í sögu
Skallagríms. Þjálfarar hjá sund-
deildinni eru Ingimundur Ingi-
mundarson, Berta Sveinbjörns-
dóttír og Björg Kristófersdóttir.
Björg er jafnframt formaöur
sunddeildarinnar.
— HBj.
• Margir áhorfendur fylgdutt meö 17. júnf-sundmðtinu í Borgar-
neSÍ. Morgunblaðiö/HP.j
• Frá sundmðtinu á Varmalandi sem haldið var (tengslum við heimsókn fsfirðinganna.
íþrottafélag tattaðra í Rvfli 10 ára:
Sigurður kjörinn
heiðursfélagi
Snar þattur og mjög mikil-
vægur í endurhæfingu fatlaðra
er iðkun íþrótta viö hæfi hvers
einstaklings. íþrðttaiðkun fatl-
aðra hefur stóraukist á undan-
fðrnum árum m.a. með tilkomu
iþróttafélaga fyrir fatlaða og
íþróttasambands fatlaöra.
íþróttafólag fatlaöra í Reykja-
vík er 10 ára um þessar mundir.
Jafnframt því að vera elsta
iþóttafélag fatlaðra hér á landi er
þaö einnig þaö fjölmennasta. Alls
eru 12 íþróttafélög fyrir fatlaða
starfandi hér á landi. Nýjasta fó-
lagið, íþróttafélagiö Tjaldur í
Tjaldanesi, Mosfellssveit, var
stofnað 22. maí sl. Formaöur er
Jóhanna Guöjónsdóttir.
Iþróttasamband fatlaðra varð
5 ára 17. maí sl. Fyrsti formaður
sambandsins var Siguröur
Magnússon og gegndi hann þvi
starfi þar til á ársþingi sam-
bandsins nú í vetur. Siguröur
hefur unniö aö uppbyggingu
íþrótta fyrir fatlaöa allt frá árinu
1971 er hann sótti ráöstefnu í
V-Þýskalandi og kynntist þar
íþróttum fatlaöra.
Stjórn íþróttasambands fatl-
aöra hefur kjöriö Sigurð Magn-
ússon sinn fyrsta heiðursfélaga
fyrir hans óeigingjörnu og miklu
störf í þess þágu og íþrótta fyrir
fatlaöa hér á landi. Var honum
afhent skrautritad skjal þessu til
staöfestingar á formannafundi
Iþróttasambands fatlaðra sem
haldinn var 29. maí sl. Meöfylgj-
andi mynd var tekin viö þaö
tækifæri.
Carl hlaut 298 stig
af 300 mögulegum
Sunnudaginn 6. maí sl. fðr fram
vinamðt í skotfimi sem Skotsam-
band íslands stóð fyrir. Keppnin
var haldin að beiöni breska
sendiráðsins á íslandi vegna
áhafnar breska herskipsins
H.M.S. Dumbarton Castle, sem
statt var hér í hðfn. Haldin var
sveitakeppni og til hennar mættu
fjorir félagar frá Skotfélagi
Reykjavíkur, fjðrir frá Skotfélag-
inu í Hafnarfiröi og átta meðlimir
H.M.S. Dumbarton Castle, sem
kepptu fyrír hðnd herskipastóls
Breta.
Keppt var í innanhússriffilskot-
fimí meö caliber 22,30 skot úr
liggjandi stöðu á 50 metra færi.
Veitt voru sveitarverðlaun og
einstaklingsverölaun: Sveit Skotfé-
Forseti Inter:
lags Reykjavíkur hlaut 1. verölaun
meö 1171 stig. Sveit H.M.S.
Dumbarton Castle hlaut 2. verð-
laun með 1063 stig. Sveit Skotfé-
lagsins í Hafnarfirði hlaut 3. verð-
laun meö 1059 stig.
Afreksmaöur mótsins var Carl J.
Eiríksson, fimmfaldur fslands-
meistari 1984 í innanhússriffilskot-
fimi og Islandsmeistari 1984 i inn-
anhússkammbyssuskotfimi. Carl
hlaut alls 298 stig af 300 möguleg-
um, sem veröur að teljast mjög
góður árangur. í ööru sæti var
Kjartan Friðriksson með 295 stig
og í þriöja sæti var Jón G. Þórar-
insson með 293 stig.
Mótsstjóri var Axel Sölvason.
Dómarar voru Sverrir Magnússon
og Jóhannes Christensen. Mótið
tókst mjög vel í alla staði og stefnt
er aö þvi aö keppa árlega um fa-
randbikar, sem þarf aö vinna
þrisvar í röð eða fimm sinnum alls
til eignar.
Oánægður með
Rummenigge
ERNEST Pellegrini, forseti Inter
Milan sem nýlega keypti Karl-
Heinz Rummenigge, sagöi að
hann væri ðánægöur með fram-
mistöðu Rummenigge (Evrðpuk-
eppni í knattspyrnu. Hann er goð-
ur leikmaður sem á ðrugglega
eftir að gera góða hluti hjá okkur,
þrátt fyrir siaka frammistöðu
með þýska landsliöinu," sagöi
Pellegrini í samtali við AP é ítalíu.
• Firmakeppni Breiðabliks var haldin fyrir stuttu og tóku fjðlmðrg
fyrirtæki þétt í mðtinu. Sigurvegari varð sveit Hans Petersen en í ððru
sæti varö sveif Stillingar. Það voru sjð marma lið >em kepptu og var
leikiö þvert ó völlinn. Á myndinni ma sjá sigurvegarana frá Hans
Petersen.