Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 59 Það vantar frelsi í bókaútgáfu — eftirÁsgeir Hvttaskáld Föstudaginn 15. júní birtist eft- irfarandi í leiðara Morgunblaðs- ins: „En útgáfufyrirtæki eiga undir hogg að sækja, ekki síður en bók- in. Sumir segja, að ástæðan sé sú, að rithöfundar skrifi ekki nógu góðar bækur ..." Þessu vil ég harðlega mótmæla. Nú á að kenna rithöfundum um óvinsældir bóka. En ég vil benda á að það eru bókaútgefendur sem velja bækurnar til útgáfu, þeir velja vitlaust og gefa bara út lé- legar bækur. Það er aðeins lítið brot af því sem skrifað er gefið út. Hér í bæ er fullt af ungum mönnum sem skrifa ágætar sögur en fá engin tækifæri. Útgefendur hafa á sínum snærum allskonar bókmenntafræðinga og spesíalista í nútímabókmenntum og ég veit ekki hvað. Þessir menn hafa svo bara graut í hausnum. Halda að skáldskapur eigi að vera eftir formúlu, þar sem aðeins ákveðin form og stefnur ríkja. Annað er ekki gefið út. Það sem er nýtt og ferskt kemst ekki að. Vegna þess eru íslenskar bókmenntir staðnað- ar. Svo er sagt að rithöfundar skrifi ekki nógu góðar bækur. Alls staðar eru háir pólar, hjá útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum og útgáfum, meirihlutinn er þröng- sýnn sem þykjast vita hvað skáldskapur er, en veit í raun ekki baun. Menn komast engu nær skáldagyðjunni þó þeir sitji á skólabekk, skáldskapurinn kemur þaðan sem grasið grær, þaðan sem vindurinn blæs og þaðan sem eld- urinn brennur í hjarta þínu. Lognmollan yfir íslenskri bóka- útgáfu er ekki rithöfundum að kenna heldur þröngsýni bókaút- gefenda. Ritstjórar og útgefendur treysta ekki á sína eigin dóm- greind. Það getur enginn haft vit á skáldskap öðruvisi en með smekk sínum. En þeir sem þora að skrifa eins og þeir sjálfir vilja og þeir sem þora að segja það sem þeim sýnist og hafa skoðanir — sem sagt þeir sem þora að vera rithöf- undar — þeir fá ekkert útgefið. PASSA- MYNDIR atS* tSntaraNW' IDERRbfwM ÍJ^'ifc f^ KHl OITKORT WBsaá Ath. í sumar höfum viö opiö kl. 9—17 kff Þannig er nú sannleikurinn. En aftur á móti er ég sammála höfundi leiðarans þar sem hann talar um að það þyrfti að styðja við bókaútgáfuna. En það yrði að- eins gert með tveim leiðum. í fyrsta lagi með að fella niður sölu- skatt. Rithöfundurinn fær 11% af útsöluverði bókarinnar en ríkið 30%. Er nema von bækur séu dýr- ar. Þær áttu að vera fyrir alla, almúgann líka. Enda kom það í ljós á siðustu jólum, að fólk keypti ekki bækur til jólagjafa, þvi þær voru of dýrar. Þegar verðið lækkar þá eykst salan. Ef þetta yrði gert þá myndi skapast nýr grundvöllur fyrir bókaútgáfu. í öðru lagi að fella niður starfs- laun til rithöfunda. Það myndi Asgeir HvíUskáld bæta bókmenntirnar. Þannig að þær bækur sem seljast vel myndu styrkja sina höfunda. Litlar nefndir og klíkur úthluta launum til rithöfunda sem skrifa bara rugl. Margir menn í góðum stöð- um fá styrki, til hvers? Þeir sem eru fátækir og óþekktir fá ekki krónu. Hvað hefur lítil þjóð eins og ísland að gera við næstum 100 rithöfunda á launum? Fáránlegt. Hvaða nefnd getur skorið úr um það hverjir ættu að skrifa og hverjir ekki? Ég er viss um að ís- lenskir rithöfundar væru til í að láta leggja þessar fölsku greiðslur niður ef söluskattur á bókum yrði felldur niður. Það myndi stórauka sölu á bókum, höfundum i hag. Fleiri útgáfur bættust í hópinn, „Þeir sem þora að skrifa eins og þeir sjálf- ir vilja og þeir sem þora að segja það sem þeim sýnist og hafa skoðanir — sem sagt þeir sem þora að vera rithöfund- ar — þeir fá ekkert út- gefið." fleiri rithöfundar fengju tækifæri. Nýjar íslenskar bókmenntaperlur kæmu þá í dagsins ljós. Nei, hér þýðir ekki að kenna rithöfundum um. Það verður að auka frelsi í útgáfumálum ef við eigum að fá góðar bækur. Ásgeir HrftaskiM er ríthöfundur. sem gefur sjálfur út eigia bækur. KRÁS Á HVÍRS MANNS BORÐ Við lítgum hressilega upp á kœliborð matvöruverslana: BJÓÐUM ÞAR BÚRKARFA BÚRKARFI ER FISKVÖÐVI TILBÚINN TIL MATREIÐSLU RÉTT EINS OG HVER ÖNNUR STEIK. BÚRKARFI er: ^^^ 1. Ferskt karíaílak 2. Roðlaust 3. Beinlaust 4. Unnið undir gœðaettirliti BÚR CHZJ mmm MATREIÐSLUSNILLINGARNIR Skúli Hansen á Arnarhóli og Últar Eysteinsson á Pottinum ogpönnunni hafa stoltir boðið gestum sínum karta allt frá þvi þeir opnuðu sín írábœru veitingahús. Raunar er karfi otarlega á blaði hjá ílestum góðum veitingahúsum. BÆJARUTGER* REYKJAVIKUR Þeir Ulíar og Skúli haía fallist á að birta nokkrar uppskriftir sínar i bœklingLm sem boðnir eru ókeypis hvar sem BÚRKARFI fœst. OKiYPIS BÆKUNCAR LAUGAVEGM78 SlMI 81919 o •s. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.