Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.1984, Blaðsíða 1
40 SIÐUR STOFNAÐ 1913 159. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Réttarhöld yf ir f jórum leiðtogum KOR í Póllandi: Walesa stöðvað- ur við réttarsalinn Varajá. 13. jéli. Al». LÖGREGLUMENN meinuðu í dag Lech Walesa, leiðtoga Samstöou, hinna óháðu verkalýðssamtaka í l'óllandi. aðgang að dómshúsi í Varsjá þar sem voru að hefjast yfir- heyrslur fyrir herrétti yfir fjórum áhrifamönnum í samtökunum, sem eru ákærðir fyrir samsæri um að kollvarpa stjórnskipan landsins. Mennirnir, Jacek Kuron, Adam Michnik, Henryk Wujec og Zbigni- ew Romaszeski, eru einnig félagar í svonefndri „varnarnefnd verka- manna", KOR, sem sett var á lagg- irnar árið 1976 til stuðnings verkamönnum, sem handteknir voru í sambandi við mótmælaað- gerðir gegn hækkun matvöru. Akæruvaldið heldur því fram, að fjórmenningarnir í KOR hafi reynt að beina Samstöðu á brautir aukinnar róttækni. Starfsemi KOR og Samstöðu hefur verið Réðust írakar á tvö skip? Minami. Kahrain. 13. júlí. AP. TALSMAÐUR stjórnvalda í írak fullyrti í dag, að íraskar herþotur Vilja sendiherra Breta úr landi London, 13. júlf. AP. ÚTVARPIÐ í Lagos, höfuðborg Nígeríu, sagði í kvöld að stjórn landsins hefði tilkynnt ríkisstjórn Bretlands, að hún óskaði þess að sendiherra Breta yrði kallaður heim. Er krafa þessi til komin vegna svonefnds „Dikko-máls", sem valdið hefur miklum erfið- leikum í sambúð ríkjanna. befðu gert árás á tvö stór skip suður af Kharg-eyju í Persaflóa, sem er aðaiolíuhöfn írana. Hann sagði að skemmdir hefðu orðið miklar, en greindi ekki frá því um hvers konar skip va-ri að ræða eða undir hvaða fána þau sigldu. Fréttin hefur ekki verið staðfest af trygginga- og skipafélögum og heimildarmenn AP í Bahrain og Dubai, sem fylgjast náið með því sem gerist í grennd við Kharg- eyju, segja að engar neyðarsend- ingar hafi heyrst frá skipum þar um hríð og draga yfirlýsingar ír- aka í efa. bönnuð. Fréttamönnum frá Vesturlönd- um og fulltrúum alþjóðanefndar lögfræðinga, sem hefur aðalstöðv- ar í Genf, var ekki leyft að fylgjast með réttarhöldunum og hefur það sætt mikilli gagnrýni á Vestur- löndum. Fjölskyldur fjórmenn- inganna fengu hins vegar tvo að- göngumiða hver. Um 75 manns voru fyrir utan dómshúsið í Varsjá í dag og var Walesa mjög fagnað af mannfjöldanum. í hópn- um voru 10—15 fyrrum félagar í KOR, þ.á m. hagfræðingurinn Edward Lipinski og séra Jan Zieja. Réttarhöldin í dag stóðu í sex klukkustundir og samkvæmt heimildum AP verður þeim fram- haldið á miðvikudag i næstu viku. Lögregluforingi meinar Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, hinna óhiðu verka- lýðssamtaka í Póllandi, aðgang að dómssal f Varsjá, þar sem í gsr hófust réttarhöld yfir fjórum samherjum hans. simamynd AP. Vinnudeilurnar í Bretlandi: Allar helstu hafn- ir landsins lokaðar London, 13. júlí. AP. ENGINN árangur virðist hafa orð- ið af fundi, sem fulltrúar hafnaryf- irvalda og hafnarverkamanna í Bretlandi héldu með sér í dag. Hafnarverkamenn við fleiri en 90 af 204 höfnum landsins hafa lagt niður vinnu til að lýsa yfir stuðn- ingi við samtök kolanámumanna í deilu þeirra við stjórn kolanám- anna og ríkisstjórn Thatchers. Semyonov, stjúpsonur Sakharovs, í viðtali við Morgunblaðið: Það er mikilvægt að fólk láti sig málið varða ,I»VI MIÐUR hef ég ekki frétt neitt af Sakharov síðan á þriðjudag, en þá var mér tjáð, að hann sætti meðferð silfreðings frá Moskvu," sagði Alexei Semyonov í símaviðtali við blm. Morgunblaðsins frá Boston í Bandaríkjun- um í gær, þar sem hann er búsettur. Semyonov, sem er stjúpsonur sovéska andófsmannsins Andrei Sakharovs, fékk að fara frá Sovétríkjunum 1978. Hann hefur beitt sér ákaft fyrir því, að móðir sín, Yelena Bonner, og Sakharov, maður hennar, fái leyfi sovéskra yfirvalda til þess að fara frjáls ferða sinna frá Sovétríkjunum. „Ég er vongóður um, að Sakh- arov og móður mínni verði að lok- um veitt frelsi," sagði Semyonov ennfremur. „Kirkjan beitir sér t.d. hvarvetna fyrir áhrifamikl- um aðgerðum í þessu skyni nú. Að vísu varð símskeyti, sem átti að vera undirritað af móður minni og Sakharov, mjög til þess að draga úr öllum vonum um að við ættum nokkru sinni eftir að sjá Sakharov aftur, því þetta skeyti var falsað. Það var sent frá borgarsjúkrahúsinu í Gorki 26. júní sl., þar sem Sakharov dvelst. En sovéskum stjórnvöldum er það ljóst, að örlög Sakharovs draga að sér athygli alls heims- ins." Semyonov kvaðst sjálfur hafa reynt að ná sambandi við móður sína og Sakharov, en það hefði ekki borið neinn árangur til þessa. „Bæði ég og systir mín höf- um nú sótt um vegabréfsáritun til Sovétríkjanna. Lögfræðingur okkar í Washington kom þessari umsókn á framfæri við sovéska sendiráðið á mánudag." Semyonov kvaðst ekki hafa neina haldbæra skýringu á því, hvers vegna sovésk stjórnvöld Alexei Semyonov hefðu ekki leyft Sakharov og móður sinni að fara til Vestur- landa, þó einstaka andófsmenn hefðu öðru hvoru á undanförnum árum fengið að fara frá Sovét- ríkjunum. Að lokum var Semyonov spurð- ur um, hvort íslendingar gætu með einhverjum hætti lagt sitt lóð á vogarskálina til þess að móður hans og Sakharov yrði veitt frelsi og svaraði hann þá: „Ég tel, að hvers konar aðgerð- ir til þess að sýna, að fólk lætur sig þetta mál varða, skipti mjög miklu máli. Það er mjög mikil- vægt, að fólk skrifi sovéskum yf- irvöldum bréf og sendi þau Chernenko forseta. Þá er einnig unnt að skrifa de Cuellar, aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann er nú í Moskvu og mér er tjáð, að hann muni ræða mál Sakharovs og móður minnar við sovésk stjórnvöld. Sérhver vottur um, að fólk láti sig þetta mál varða er mikilvæg- ur," sagði Alexei Semyonov að lokum. í dag ákváðu leiðtogar starfsmanna við höfnina í Fel- ixstowe á Englandi að vinna yrði lögð niður þar og er sú ákvörðun þeirra túlkuð sem mikill sigur fyrir forystumenn landssamtaka hafnarverkamanna, sem hafa hvatt til þess að vinna verði lögð niður við allar hafnir landsins. Talið er að verkfallið hafi þeg- ar stöðvað um þrjá fjórðu af út- og innflutningi Breta. Talsmenn samtaka iðnrekenda segja að vinnustöðvun hafnarverka- manna sé einhver hin fáránleg- asta sem sögur fari af í landinu. Hún valdi landsmönnum sjálfum tjóni á sama tíma og merki sjáist um viðreisn efnahagslífsins. Ætla síkh- ar að myrða Gandhi? Nýju Delhi, 13. júlf. AP. LÖGREGLAN í Nýju Delhí, höfuo- borg Indlands, er í viðbragösstöðu vegna frétta um að hryðjuverkamenn úr röðum síkha hyggist ráða Indiru Gandhi, forsKtisráðherra landsins, af dogum og sprengja upp mikilvægar byggingar í borginni. Það var indversk fréttastofa, sem greindi frá þessu síðdegis í dag, og hafði eftir heimildarmönnum sín- um, að hryðjuverkamennirnir væru annað hvort komnir til höfuðborg- arinnar eða á leið þangað frá Evr- ópu. Fréttastofan sagði jafnframt að fleiri en 200 vopnaðir lögreglu- menn gættu nú forsætisráðherrans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.