Morgunblaðið - 14.07.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.07.1984, Qupperneq 16
:j5CI í.ffJT. *vr fflTOA<TÍ>ADlTA.l rtíf»A.ÍHVlTflJlí'M MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 Hugleiðing um listahátíð Tónlist Jón Ásgeirsson Margt hafa menn látið hafa eftir sér í fjölmiðlum um nýliðna listahá- tíð og ekki allt vinsamlegt. Má jafn- vel skilja á máli sumra að lítil eftir- sjá sé í slíkum taprekstri og telja jafnvel rétt að þessum ósóma iinni og leggja beri af það tilstand er menn kaila listahátíð. Það er ein- göngu áhugi á framhaldi þessa til- stands, sem rekur undirritaðan til að fjalla um nýyfirstaðna Lh-84, ekki til að skammast við fólk, þó trúlega verði ekki komist hjá því að gagn- rýna eitt og annað í framkvæmd há- tíðarinnar, heldur gera tilraun til að sjá fyrirbærið í heild og skýra stöðu þess í menningarumsvifum okkar. Markmið Hvaða markmið ber að hafa í huga, þegar halda á listahátíð. Skal slíkt tilstand aðeins vera fyrir ákveðinn hóp fólks, sem alla daga ársins eyðir hvort sem er tíma sínum og fjármunum í að halda uppi listneyslu í landinu, eða skal stefnt að því að magna upp fjöldahreyfingu og ná til fólks, sem ekki aðeins er afskipta- lítið um listir, heldur er beinlínis andstætt öllu því sem kallast list og telur áhuga á þvíumlíkum hlut- um bera vott um sýndarmennsku og „snobb“? Fagurkerar á sviði uppeldismála leggja áherslu á að list sé haldið að almenningi og eru tvær leiðir oft taldar færar, þ.e. að góð list standi fólki til boða fyrir lítinn pening eða það sé lokkað til þátttöku með ýmis konar skemmt- unum í bland við góða list. Um- ræða um það hvort „snobbað" skuli upp eða niður fyrir einhver mörk gæti orðið fróðleg, þó hætt sé á að sú umræða yrði gagnslítil fyrir áhugamenn um listahátíðir. Að halda hátíð er það sama og að gera sér dagamun og fer sá munur eftir því hverju fólk er vant dagsdaglega. Undirritaður vill trúa því, að ef halda skal lista- hátíð, þá eigi hún að vera hátíð fyrir þá er unna góðri list og hátíð er taki flestu því fram, sem fólki stendur til boða á öðrum tímum. Er þá rétt að halda hátfð fyrir fáa útvalda listelskendur, spyrja efa- semdarmenn? Því er til að svara, að góð list er fyrir alla og hefur það sýnt sig, að þar sem markmið hefur verið sett hátt, safnast grúi manna til og komast oftlega færri að en til að sækja, er góðir lista- menn eiga í hlut. Þá er og vert að hafa í huga að listumsvif, sem skírskotuðu til fárra manna, gætu ekki þrifist í landinu. Ef menn vilja sjá þessi mál út frá því sjón- armiði, er hætt við að þeir rækju upp stór augu, þegar allt er varð- aði listumsvif væri saman dregið til einnar niðurstöðu. Sá hópur er sækir leiksýningar og tónleika, kaupir bækur og myndverk og nýtur alls konar kennslu á lista- sviðinu allt árið, er ótrúlega stór og þeir fjármunir sem þar eru hreyfðir skipta trúlega milljörð- um króna, enda stór hópur manna sem á lífsviðurværi sitt undir þessum viðskiptum. Þeir, sem veita þjónustu í þessu marg- slungna kerfi listumsvifa, eiga margir hverjir að baki langt og kostnaðarsamt nám og neytendur flestir eru einnig orðnir kunnáttu- menn í að njóta og velja af þessu listframboði. Fyrir þennan fjölda fólks er listahátíð haldin, enda er það þetta fólk sem lætur sig ekki vanta þegar von er á miklu. Lista- hátíð sem hefur það að undir- markmiði að plata til sín list- sneytt fólk, er ekki listahátíð, heldur uppeldistilraun. Listaupp- eldi á að fara fram á öðrum vett- vangi. Samkvæmt þessum mark- miðum eru t.d. fá tónlistaratriði á Lh-84 sem gætu talist mönnum eitthvert nýnæmi og er þar helst að telja heimsókn Fílharmón- íunnar frá London, söngtónleikar Luciu Valentini Terrani, sembal- tónleikar Helgu Ingólfsdóttur og tónleikar Christu Ludwig, er því miður féllu niður vegna veikinda söngkonunnar. Aðrir tónleikar voru um margt forvitnilegir en hvorki efnislega eða hvað gæði snertir, umfram það sem gerist á þessum markaði alla daga ársins. Opnun Lh-84 og lokadansleikurinn er sorglegt dæmi um þær ógöngur sem trúlega eiga upphaf sitt í til- raun til að gera listahátíð að ein- hverju öðru en hún á að vera. Eitt það ömurlegasta á listahátíð var gróðabrallið með popptónleika- haldið, sem í raun sannar kenn- ingu undirritaðs. Popptónleikar, sem að miklu leyti eru rétt það sama og fólki stendur til boða allt árið, verður ekki hægt að snúa upp í gróðabrall nema með miklum umslætti í auglýsingum og áróðri. Þetta hefðu stjórnendur hátíðar- innar átt að vita, af þeim tilraun- um sem „hvers-dags-popparar“ höfðu gert til að halda svonefnda stórtónleika undanfarin ár oftlega við lítinn orðstír. Samkvæmt framansögðu telur undirritaður að listahátíð eigi að bjóða upp á það besta og óvenjulegasta sem sé á boðstólum hverju sinni. Lista- hátíð sem aðeins er bergmál þess hversdagslegasta, er dæmd til að mistakast. Skipulag Eitt og annað sem miður hefur farið í útgerð Lh’84 er ekki hægt að saka starfsmenn fyrirtækisins um, því þar koma til atriði sem beint og óbeint má rekja til skipu- lags, sem listahátíðin byggir á. Fjárhagslega er hátiðin undir stjórn menntamálaráðuneytisins og borgarstjórnar en stjórnunar- lega séð háð samþykki fulltrúa listafélaganna og þeirra stofnana sem tengjast ýmsum listumsvif- um. Eins konar allsherjarfundur kýs sér framkvæmdastjórn, sem til skiptis er undir forsæti menntamálaráðuneytisins eða borgarstjórnar. Starfstími fram- kvæmdastjórnar er tvö ár og lýkur með listahátíð og uppgjöri reikn- inga. Þessi skipting veldur því að skipulag hverrar hátíðar er ný- smíði og ekki hægt að taka ákvarðanir fram í tímann. Það er ekki aðeins að þessi ótrygga und- irstaða hafi áhrif á alla fram- kvæmd hátíðarinnar, heldur er af þessu margvíslegt fjárhagslegt óhagræði. Það sem þarf að gera fyrir næstu hátíð er að stofnsetja fyrirtækið, setja því lög, ákveða tekjustofna og ráða framkvæmda- stjóra til lengri tíma. Með því móti væri hægt að skipuleggja fram í tímann og með samstarfi við stofnanir og listafélög, leggja fram áætlanir varðandi verkefni sem nauðsynlega þurfa langan undirbúning. Þrjú til fjögur meiri- háttar verkefni innlendra lista- manna gætu gefið listahátíð stór- látt yfirbragð og örfað menn til stórra verka. Erlendir listamenn væru auðfengnari ef mögulegt væri að skipuleggja og gera samn- inga fram í tímann. Ef listahátíð- in á að skila einhverju til okkar íslendinga verður að endurskipu- leggja fyrirtækið svo rekstur þess verði samfelldur og hagkvæmur. Með því móti væri hugsanlega komið í veg fyrir það flaustur sem einkenndi nýliðna hátíð, auk þess sem hún misheppnaðist fjárhags- lega. Undirbúningur Þegar fyrir liggja hugmyndir um markmið og fyrirtækinu hefur verið tryggð starfsaðstaða er hægt að snúa sér aðojndirbúningi fyrir væntanlegar listahátíðir, ekki að- eins þá næstu, heldur ekki síður þær sem áætlaðar eru næstu tíu árin. Framlag íslenskra lista- manna verður að skipuleggja langt fram f tímann og stefna á verkefni, sem trúlega yrðu ekki unnin nema við þær sérstöku að- stæður, sem skapa mætti í tengsl- um við slíkar hátíðir. Til að fjár- magna slík stórverkefni, mætti stofna til samstarfs við ýmis stór- fyrirtæki, er sæju sér fært og hefðu efni á að leggja fram fé til greiðslu starfslauna og efnis- kostnaðar. Á sviði tónlistar mætti setja Sinfóníuhljómsveit íslands það verkefni að flytja röð stórverka og íslenskum tónflytjendum ýmis verkefni, t.d. að flytja verk sem ekki eru hversdagsviðfangsefni, fá leikhúsunum einhver stórverkefni og síðast en ekki síst, að skapa íslenskum listskapendum tæki- færi til að vinna að alls konar verkefnum, er ætluð væru til flutnings og sýninga á komandi listahátíðum. Ef listahátíð fram- tíðarinnar hefði til ráðstöfunar fé til að styrkja íslenska listamenn með þessum hætti gæti það hugs- anlega breytt listahátíðinni úr því að verða kauöalegt hversdagsfyr- irbrigði í glæsilega og áhugaverða hátíð. Framkvæmd Framkvæmd listahátíðar þýðir í þessu máli hvernig listahátíðin er færð almenningi, þ.e. kynning og auglýsingar, einstakar uppfærslur og samspil fjölmiðla í fréttum. Undan því verður ekki komist að almenningur er háður fjölmiðlum um upplýsingar og lætur stjórnast af því sem þar er mest áberandi. Sá sem ætlar að selja góða vöru án þess að vekja athygli á henni, get- ur átt á hættu að fólk beinlínis sé ókunnugt fyrirbærinu, jafnvel þeim er væri það einhver nauðsyn. Þetta hefur átt sér stað í nokkur skipti, er mjög góðir listamenn hafa ekki verið kynntir eða aug- lýstir nægilega vel og var aðsókn að uppfærslum þeirra því oft skammarlega lítil. Fjölmiðlamenn eiga að vera inni á gafli hjá lista- hátíð og þar á milli eiga upplýs- ingar og samstarf um miðlun þeirra að vera án allrar afmörk- unar. Með því móti mætti vekja með mönnum áhuga og umræðu, gera listahátíð að tíðindum er fólk kæmist ekki undan að tala og hugsa um. Trúlega þætti þeim er vanist hafa tómlæti manna um listir allt slíkt umstang vera af hinu illa, en þeim ætti að vera það nokkur huggun að tilstandið tekur stuttan tíma. Margþætt umfjöllun þyrfti ekki að vera glamrið eitt, því vel mætti haga málum svo að almenningur fengi í bland marg- víslegan fróðleik um listir og lista- menn og tækist vel til gæti um- fjöllun um listahátíð leitt til gagn- legrar umræðu, þar sem engu yrði hlíft til lofs eða lasts. Það er mjög mikilvægt fyrir Iistir að lognmollu hversdagsmennskunnar sé svift burt og gerðar vægðarlausar kröf- ur til listamanna. Listahátíðin áttatíu og fjögur var undarleg andstæða þessara hugmynda, hátíð er þagað var um næstum til síðustu stundar og eins og allt væri gert til þess að hátíðin mætti gangá yfir án þess að nokk- ur tæki eftir henni, nema er til þeirrar umræðu kom að gera upp fjármál hennar. Þá komust stríðsleturs fyrirsagnirnar í tísku. Aukin framleiðni — lægri byggingarkostnaður — eftir Jón Þór Hjaltason Almennt Eins og felstir vita er bygg- ingarkostnaður hár á íslandi. Hjá flestum húsbyggjendum fara mörg ár ævinnar í að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nauðsynlegt er að lækka þenn- an háa byggingarkostnað án þess að það þurfi að koma fram á efn- isgæðum, styrkleika eða útliti. Hlutur byggingariðnaðar i land- inu hefur verið um 9—12% af þjóðarframleiðslu. I byggingar- iðnaði starfa 10—11% af heildar- vinnuafli og er þetta hlutfall mun hærra en í nágrannalöndunum (t.d. Danmörk 6—8%) og er skýr- ingin m.a. fólgin í minni fram- leiðni hér á landi. Auk þess má gera ráð fyrir að til viðbótar sé um 3—4% af heildarvinnuafli sem starfi i öðrum atvinnugreinum sem byggja afkomu sína á bygg- ingarstarfsemi. Leið til sparnaðar Hér á landi vantar illilega stærðarstaðal er nær yfir glugga, útihurðir og bílskúrshurðir. Eins og ástandið er í dag þá málsetja hönnuðir glugga og hurð- ir hver eftir sínum geðþótta bar sem þeir hafa lítið sem ekkert til þess að fara eftir. Útkoman verður sérsmíði í flestum tilfellum sem húsbyggjendur þurfa að greiða háu verði. Málið er einfaldlega það að „stillitími" framleiðsluvéla er hátt hlutfall af heildarfram- leiðslutima vörunnar þegar um sérsmíði er að ræða. Þess vegna er það mikið hagkvæmnismál að dreifa „stillitíma" vélanna á sem flestar framleiðslueiningar. Utan- mál í gluggum gætu t.d. hlaupið á 10 sm modul varðandi breidd og hæð. í kjölfarið fylgir staðlað mál á gleri, svalarhurðum og opnan- legum fögum. Einnig er nauðsynlegt að fram komi stöðluð múropsmál á úti- Jón Þór Hjaltason hurðum og bílskúrshurðum. A hinum norðurlöndunum er í gildi hliðstæður staðall og hér er um að ræða. „Hér á landi vantar illi- lega stærðarstaðal er nær yfir glugga, útihurð- ir og bflskúrshurðir. Eins og ástandið er í dag þá málsetja hönnuð- ir glugga og hurðir hver eftir sínum geðþótta þar sem þeir hafa lítið sem ekkert til þess að fara eftir. Utkoman verður sérsmíði í fiestum til- fellum sem húsbyggj- endur þurfa að greiða háu verði.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.