Morgunblaðið - 14.07.1984, Page 31

Morgunblaðið - 14.07.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1984 31 félk í fréttum Koo Stark á leiðinni upp að altarinu + Koo Stark, scm varð heimskunn fyrir kunningsskap sinn við Andrew prins, ætlar að giftast í október nk. Heitir mannsefnið hennar Tim Jefferies, 22 ára gamall milljónanueringur og sex árum yngri en Koo. Ríkidæmið hans Tims kemur frá frímerkjum, en afi hans stofnaði á sínum tíma frímerkjaverslun, sem nú er sú stærsta í Englandi. Tim situr þó ekki með hendur í skauti og bíður eftir arfinum. Þvert á móti þykir hann mjög duglegur og hefur frá 19 ára aldri unnið í verslun með hljómflutningstæki. Þau Tim og Koo hittust fyrir fjórum mánuðum og hafa síðan verið óaðskiljanleg. Hún sækir hann daglega í vinnuna á rauða Ferrari-bílnum hans, sem kostaði um 1.300.000 kr. ísl., og nú fyrir nokkru komu þau fyrst fram saman opinberlega. Brúðkaupið verð- ur í október eins og fyrr segir og þar sem Koo er áhugamaður um ljósmyndun vill hún, að vel verði vandað til myndatökunnar við það tækifæri. Þess vegna hefur hún fengið til þess ljósmyndarann Norman Parkinson, eftirlætisljósmyndara Elísabet- ar drottningar. Lýðveldis- stofnunar minnst í Póllandi + Pólsk-íslenska vináttufélagið í Varsjá í Póllandi minntist þess nú nýlega, að 40 ár eru liðin frá lýðveld- isstofnun á íslandi. Var af því tilefni efnt til tónleika og Ijóðalesturs í höggmyndasafninu í Lazienki í Varsjá. Á tónleikunum fluttu píanóleikarinn Joanna Wi- eczorek og fiðluleikarinn Jaroslaw Pietrzak verk eft- ir íslensku tónskáldin Karl Ottó Runólfsson, Helga Pálsson og Hallgrím Helgason og til að leggja áherslu á vináttu þjóðanna voru einnig flutt verk eftir Chopin, eitt merkasta tónskáld Pólverja. Barri- tónsöngvarinn Stanislaw Kliczkowski söng einnig óperuaríur eftir S. Moniuszko, sem er starfandi tónskáld við pólsku þjóðaróperuna. Alexandra Zawieruszanka, leikkona við Þjóðleik- húsið í Varsjá, las upp úr ljóðum íslenskra skálda, þeirra Jónasar Hallgrímssonar, Stephans G. Steph- anssonar og Davíðs Stefánssonar, og þótti lestur hennar mjög eftirminnilegur sem og tónleikarnir. Á meðfylgjandi mynd er A. Zawieruszanka, leik- kona, sem flutti ljóð íslenskra skálda, og S. Ziet- owski, formaður Pólsk-íslenska vináttufélagsins. COSPER Nú skal ég segja þér hvernig ég fer að því að svíkja undan skatti. + Boy George og hljómsveitin hans, Culture Club, sóttu nú ný- lega um leyfi til hljómleikahalds í Sovétríkjunum en fengu stutt og laggott nei sem svar við umsókn- inni. „Gömlu mennirnir í Kreml eru hræddir um, að sovéskur æskulýður komist að raun um hvers hann fer á mis,“ sagði Boy, scm nú er nýkominn frá því að leggja Ástralíubúa að fótum sér. Geðhjálp með síma- þjónustu í haust GEÐHJÁLP hefur ákveðið að taka upp símaþjónustu nú ( haust. Hug- myndin með þessari þjónustu er að gefa fólki kost á að hringja og tjá sig, liggi því eitthvað á hjarta. Þetta kemur fram í frétt frá stjórn Geðhjálpar, þar sem enn- fremur segir að nokkrir félagsmenn hafi lengi sýnt þvf áhuga að koma slíkri símaþjónustu á og einnig svonefndu heimsóknarliði, sem mundi m.a. vitja fólks í heimahús. Þá segir í fréttinni að Flugleiðir veiti þeim sem hafa 75% örorku eða meira afslátt af fargjöldum innan- lands. I sömu frétt er greint frá áhuga félagsmanna á að gefa út félagsblað, sem innihaldi ýmiskonar gagnrýni, sögur og fleira og er þeim sem hafa áhuga á að fá efni birt í blaðinu bent á að hafa samband við Ólav Lindtveit að Austurgötu 29 í Hafn- arfirði. Lækning — Lausn — Frelsi Lynn Carey frá Kanada pre- dikar og biöur fyrir sjúkum á samkomum okkar í Brautar- holti 28, laugardag-, sunnu- dags- og þriðjudagskvöldið nk„ öll kvöld kl. 20.20. Not- aöu tækifæriö því Jesús er svariö. Nýtt líf Kristið samfélag VINNAN SÍÐUMÚLA 29 - SÍMI34411

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.