Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ1984 39 Bannið við að opna regnhlíf inni er álitið sprottið af því að með slíku athæfi styggi maður sólina! Sólin hefur löngum verið talin búa yfir miklum dulrænum mætti og sólhlífar, sem eru undanfarar regnhlífanna, voru taldar standa í dulrænum tengslum við sólina, vera eins konar eign sólarinnar. Að opna sólhlíf innandyra þar sem sólargeisla nýtur ekki, taldist vera mjög hrokafullt athæfi gagn- vart sólinni, og þeir sem það gerðu gætu átt sólguðinn á fæti. Stigar voru tákn fyrir „leiðina til himna" og því var talið nauð- synlegt að forðast að ganga undir þá til að trufla ekki þær sálir sem hugsanlega væru að klifra þar upp. Hafa sumir sett þessa trú í samband við himnastiga Jakobs. Samkvæmt þessari kenningu verður að teljast furðulegt að nokkur maður megi yfirhöfuð stíga upp í stiga, því það hlýtur að trufla himnaferðina öllu meira. Önnur kenning byggist á heilag- leika þríhyrningsins, tákni lífsins og hinnar heilögu þrenningar. Stigi upp við vegg myndar þrí- hyrning með veggnum og jörðinni. Gangi menn undir stiga brjóta þeir jafnframt táknið, og eiga þá á hættu að kalla yfir sig ólán. En komist maður ekki hjá því að ganga undir stiga má reyna að bjarga sér frá illu með því að krossleggja fingurna, spýta yfir vinstri öxl eða þegja þunnu hljóði þar til fjórfætt kvikindi verður á vegi manns. „Helgisiðir“ Helgisiðir eru aftur á móti eitthvað sem menn eiga að hafa í heiðri til að stuðla að gæfu eða fyrirbyggja ógæfu. „Guð blessi þig“ segjum við oft og einatt þegar einhver hnerrar. Það er dæmi um „ritual“ eða eitthvað sem ber að gera undir slíkum kringumstæð- um. Þessi siður stendur í litlum tengslum við þá von að viðkom- andi sé ekki að fyllast af kvefi. Sumir segja að þetta stafi af þeirri gömlu trú að sál mannsins eigi það til að yfirgefa líkamann í gegn um vitin og kynni að hrökkva út þegar fólk hnerrar! Blessunin er helgisiður sem á að vinna gegn slíkri ógæfu. Annað er að tauta fyrir munni sér 7—9—13 og banka á við, þegar maður hefur lýst yfir björtum vonum sínum i sambandi við framtíðina. Þetta er gert til að „storka ekki örlögunum", hvetja ekki „illa anda" til að binda snar- lega enda á vonir og trú okkar á bættan hag. Enn eitt dæmi eru ýmsar táknr- ænar athafnir sem menn fram- kvæma til að verða sér út um óskir. Að hlaupa undir regnbog- ann er eitt, annað er að blása á kerti á afmælistertu. Takist af- mælisbarninu að slökkva á öllum kertunum í einni tilraun hefur það unnið til óskar, sem hjátrúin segir að muni rætast. Máttur talna og gripa Náttúrufyrirbæri eins og salt, járn, steinar, viður, eldur o.fl. hafa jafnan gegnt ríku hlutverki í hjátrú fólks. Eins er um ýmsa hluta líkamans, neglur, hár og blóð sérstaklega. Allir þekkja til lukku- og verndargripa. Mark- menn í knattleikjum hafa oft hjá sér lukkutröll í markinu, milljónir manna ganga með kanínufót í vas- anum eða um hálsinn sér til heilla og enn aðrir eiga sér persónulega verndargripi. Þá er hestaskeifan vinsæl yfir dyrum og er talið betra að hún snúi upp á við til að „heppnin leki ekki út“. Happa- og óhappatölur kannast allir við. Einkanlega hræðsluna við töluna 13. Það er engan veginn ljóst hvernig ótrúin á tölunni 13 er til komin, en sumir hafa sett þetta í samband við siðustu kvöldmál- tíðina, en þá sátu 13 til borðs sem kunnugt er. Víða kveður svo rammt að hræðslunni við töluna 13 að menn merkja húsin sín fekar 12% en 13 og á mörgum stórhótel- um er 13. hæðinni einfaldlega sleppt! Hvað skyldi hjátrúin segja um þetta? „Ætli sé nokkur munur á því að hjóla og ganga undir stiga,“ segir hjólreiöamaðurinn llörður Þóris- son. „Annars hef ég ekki áhyggjur af stigum, ég hef meiri áhyggjur af skattinum, sem ég er að fara að borga núna. Ég tel mig ekki hjátrúar- fullan. Það kemur fyrir að ég banki á tré, en það kalla ég ekki hjátrú. Þó er það svo með boð og bönn hjátrúarinnar, að maður fer oft eftir þeim hugsunarlaust, án þess að gera sér grein fyrir því. Þetta siast inn.“ „Það verð ég að viðurkenna, að ég hef ekki heyrt um þessa hjátrú með stigann áður,“ sagði Sigurgeir Bóas- son, sem gekk hiklaust undir stigann. „Hitt er svo . annað mál, að ég sver það ekki algerlega af mér að ég sé svolítið hjátrúarfullur. Það setur til dæmis alltaf að mér ugg ef svartur köttur skýst yfir götu fyrir framan mig.“ Myndir: Friðþjófur Helgason „Ég hef aldrei heyrt um þessa hjátrú getið, hvað þá meira. Hins vegar hef ég vanið mig á að ganga aldrei undir stiga,“ sagði Ingunn Sæmundsdóttir. „Hjátrú læt ég mér raunar litlu skipU og minnist þess ekki að hún hafi valdið mér sálarkvölum.“ „Ég segi nú bara upp og niður með þessa hjátrú! Eina hjátrúin sem ég hef nokkurt álit á er að reyna að hlaupa undir regn- bogann til að verða sér úti um ósk. Það hef ég mikið reynt, en ekki tekist enn,“ sagði Jón Magnússon kotroskinn. Það er sá með derhúfuna. Félagi hans Pálmi Sigurhjartarson var ekki sama sinnis: „Það hvarflar ekki að mér að ganga undir stiga, mér liði illa í marga daga á eftir,“ sagði Pálmi. „Það var með naumindum að mér tókst að beina Jóni réttu leiðina, en hann gerði sig líklegan til að fara „breiða veginr ", eins og venju- lega.“ „Eru ekki allir fslendingar meira og minna hjátrúarfullir,“ spurði Gunnar Óskarsson, sem þarna krækir fyrir stigann. „Sjálfur er ég ekkert hjátrúarfullur í sambandi við að ganga undir stiga, ég gekk framhjá honum alveg hugsunarlaust. Hef sennilega einhvern tíma fengið sendingu í hausinn og því varast að ganga undir stiga síðan. En ég neita því ekki að ég sé hjátrúarfullur á ýmsum öðrum sviðum. Til dæmis banka ég iðulega í tré og segi 7-9-13. Það er hægt að ganga undir stiga eða krækja fýrir, en þriðji möguleikinn er auðvitað sá að ganga beint á hann. Hjátrúin segir ekkert um þá hlið málsins, en reynslan kennir okkur að sennilega sé það hættulegasti kosturinn og Ifklegastur til ógæfu. Guðbjörg Þórhallsdóttir var svo önnum kafin í samræðum við dóttur sína að hún tók ekki eftir stiganum með þeim afleiðingum sem við sjáum á myndinni. Hún segist þó hiklaust ganga undir stiga, liggi það beinast við, en maður hennar, Guðvarður Gíslason, kvaðst alltaf krækja fyrir stiga, „af þeirri einfdldu ástæðu að ég kæri mig ekki um að fá málningarfötu í hausinn. Ég hef svo lítil eyru,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.