Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
162. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Franska stjórn-
in sagði
Pftrís, 17. júlf. AP.
PIERRE Mauroy, forsætisráðherra
Frakklands, baðst í gær lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt Francois
Mitterand samþykkti lausnarbeiðn-
ina og útnefndi um hæl Laurent
Fabius iðnaðarráðherra sem forsæt-
isráðherra og fól honum að mynda
nýja ríkisstjórn.
Tíðindin voru lesin fremur
óvænt í franska sjónvarpinu í
af sér
gærkvöldi, hins vegar hafa verið
vangaveltur í nokkra mánuði um
hvort Mauroy myndi segja af sér
eða ekki, sérstaklega fékk orðróm-
urinn byr undir báða vængi er
sósíalistar og kommúnistar guldu
talsvert afhroð í kosningunum til
Evrópuþingsins 17. júní síðastlið-
inn.
Sovétríkin:
Hörð viðurlög
við mútuþægni
Moskvu, 17. júlí. AP.
SOVÉSK dagblöð greindu frá því í
dag að Yury Sokolov, verslunarstjóri
vinsælustu matvöruverslunar
Moskvuborgar, „Gastronom 1“ við
Gorkystræti, hefði verið tekinn af
lífi eftir að hafa verið sekur fundinn
um spillingu.
Að sögn blaðanna leiddi rann-
sókn í ljós að Sokolov hefði mútað
fólki og þegið mútur sjálfur í
verulega stórum stíl í mörg ár,
slik hafi sök hans verið að ekkert
annað en dauðadómur kom til
greina. Var Sokolov leiddur fyrir
aftökusveit og skotinn. Fjórir
ónafngreindir menn aðrir voru
dæmdir til fangelsisvistar vegna
„spillingar í minna mæli“, en mál
þeirra tengdist máli Sokolovs.
Aðgerðir þessar hafa verið sett-
ar í samband við baráttuna gegn
spillingu sem Yuri Andropov
hleypti af stokkunum í valdatíð
sinni og þær endurspegli vissa
togstreitu meðal valdamanna í
Kreml.
„Gastronom 1“ nýtur sem fyrr
segir mikilla vinsælda meðal
Moskvubúa vegna hins mikla
vöruúrvals sem þar er. Auk þess
eru húsakynnin svo glæsileg, að
ferðamenn gera sér far um að líta
þar inn.
Grófu göng undir
landamæragirðingu
MUncben, 17. júlí. AP.
TVEIR austur-þýskir bræður flýðu
frá Austur-Þýskalandi til Vestur-
Þýskalands í nótt með ævintýra-
legum hætti. Grófu þeir göng undir
víggirðingu þar sem austur-þýski
herinn hefur komið fyrir mörgum
hríðskotabyssum sem skjóta sjálf-
krafa ef komið er í námunda við
þær.
Nöfn flóttamannanna voru ekki
gefin upp, en þeir voru sagðir 28
og 19 ára gamlir, rafvirki og lása-
smiður. Atburðurinn átti sér stað
á landamærunum í Bæjaralandi
og sagði talsmaður lögreglunnar
þar, að piltarnir hefðu grafið sem
óðir væru alla nóttina, enda allar
líkur á því að austur-þýskir landa-
mæraverðir hefðu komist á snoðir
um fyrirætlanir þeirra hefðu þeir
þurft fleiri nætur til að ljúka
göngunum.
Aðeins einu sinni áður hafa
flóttamenn gripið til þess ráðs aö
grafa sér leið undir viggirðinguna
í Bæjaralandi, en það gerði maður
einn með berum höndum fyrir
tveimur árum. Er upp komst um
flóttaleið hans, hófu stjórnvöld í
Austur-Þýskalandi að koma fyrir
50 sentimetra breiðum steypu-
kubbum undir girðinguna. Á
stuttum kafla er verkefninu eigi
lokið enn sem komið er og þar
grófu bræðurnir göng sín með
einni skóflu.
Símamynd AP.
Walter Mondale kemur til þingsins ásamt varaforsetaefni sínu, Geraldine
Ferraro. Undir handlegg Mondales má sjá Joan Mondale gægjast út úr
flugvélinni.
Símamynd AP.
Röð vörubifreiða bíður í belgísku hafnarborginni Zeebruges eftir því að komast um borð í ferjur og sigla til breskra
hafna til affermingar.
Verkföllin í Bretlandi:
„Stöndum í sömu
sporum og fyrir viku“
Hæstiréttur ógilti verkalýösbann stjórnarinnar
Lundúnum. 17. júlí. AP.
VERKFALL hafnarverkamanna í Bretlandi var í dag á áttunda degi
og sá ekki fyrir endann á því þrátt fyrir viðræður deiluaðila. Talsvert
er farið að bera á skorti á innfluttum ávöxtum og grænmeti. Hæsta-
réttardómstóll í Lundúnum úrskurðaði í dag, að bann Thathcher-
stjórnarinnar við því að starfsfólk leyniþjónustunnar væri í stéttar-
félögum, væri ólöglegt og stæðist ekki. Er það mikið áfali fyrir
Margreti Thatcher mitt í verkalýðserfiðleikunum sem nú steðja að.
„Þetta verkfall mun leika al-
þýðu manna afar grátt og auka
atvinnuleysi í landinu fremur en
hitt,“ sagði Margret Thatcher
við þingheim í dag, en gaf að
öðru leyti ekki í skyn hvað ríkis-
stjórnin myndi gera næst. Þetta
var strembnasti dagur frú
Thatchers á þingi frá því hún
settist í forsætisráðherrastólinn
fyrir 5 árum. Var mikið deilt um
verkfallsmálin og hitnaði mörg-
um svo í hamsi að um tíma leit
út fyrir upplausn. Einn þing-
maður stjórnarandstöðunnar
var rekinn út eftir að hafa verið
dónalegur við frú Thatcher.
John Connolly, einn af verka-
lýðsleiðtogunum, sagði um stöðu
mála: „Við stöndum í sömu spor-
um og síðasta þriðjudag, ekkert
hefur þokast til samkomulags."
Drjúgum var rætt um úrskurð
dómstólsins varðandi leyniþjón-
ustuna og verkalýðsfélögin og
stjórnarandstöðuliðar hvöttu
frú Thatcher hástöfum til að
viðurkenna einu sinni að hafa
haft rangt fyrir sér. Það gerði
ráðherrann ekki, en sagði á hinn
bóginn að úrskurðinum yrði
áfrýjað og myndu stjórnvöld
fara í einu og öllu eftir úrskurði
áfrýjunardómstóls. Yfirdómari
áfrýjunardómstólsins lofaði úr-
skurði innan fjögurra vikna.
Það horfir illa í Bretlandi nú,
mikill hluti námuverkamanna
er enn í verkfalli og hefur svo
verið í 4 mánuði. Kennarar hafa
verið í skyndiverkföllum og ætla
sér ekki að láta af því í bráð og
þess má einnig geta, að þúsundir
starfsmanna sjúkrahúsa í Bret-
landi hafa verið hvattir til að
leggja niður vinnu í eina
klukkustund á morgun til að
sýna samstöðu með ræstinga-
fólki stofnana.
Flokksþing demókrata:
• •
Oldurnar að
San Franciscó, 17. júlf. AP.
TALIÐ er að öldurnar kunni að
vera að lægja á flokksþingi demó-
krata í San Franciscó eftir fund
keppinautanna þriggja að útnefn-
ingu flokksins sem forsetaefni.
Fundurinn var haldinn að
frumkvæði Walters Mondale og
að fundi loknum sögðu Mondale,
Gary Hart og Jesse Jackson, að
þótt þá greindi enn á í ýmsum
veigamiklum atriðum, væru þeir
nú meira sammála en nokkru
sinni fyrr, ekki síst hvað varðaði
utanríkisstefnu flokksins, en
þeir þremenningarnir hafa deilt
hvað mest um þetta mál í kosn-
ingabaráttunni.
Jesse Jackson sagði að bæði
hann og Hart myndu keppa að
lægja?
útnefningunni fram á síðustu
stundu, en satt væri þó að æ
meiri þörf væri á samstöðu
flokksins. Gary Hart tók í sama
streng, en gat þess þó að ef hann
yrði valinn frambjóðandi
flokksins, myndi hann kjósa
Geraldine Ferraro sem varafor-
setaefni sitt.