Morgunblaðið - 18.07.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.07.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Við vötn og sanda Bókmenntir Erlendur Jónsson Skaftfellingur. 4. írg. 253 bls. Ritstj. Friðjón Guðröðarson. Útg. Austur- Skaftafellssýsla. 1984. »Þættir úr Austur-Skaftafells- sýslu«, stendur á titilsíðu þessa rits. Og það eru orð að sönnu. Skaftfellingur birtir þætti um ým- — is héraðsfræði eins og önnur sam- bærileg rit. Hins vegar sinnir ^ hann málefnum héraðsins á líð- andi stund meira en önnur rit af svipuðu tagi. Samtímaannálar taka hér ærið rúm. Þá hefst ritið á eins konar forustygrein eftir rit- stjórann sem hann nefnir: Hér- aðsmál — skipan sýslu og sveitarfé- laga. Friðjón Guðröðarson tekur fram — þó hann horfi auðvitað út frá sjónarhóli sinnar byggðar — að málefni sveitarfélaga snerti landsmenn alla. Hvatinn að hug- leiðingum Friðjóns er að sjálf- sögðu í og með umræður þær sem farið hafa fram undanfarin ár um sveitarstjórnarmál. Eða hver hef- ur ekki heyrt mælt með samein- ingu fámennra sveitarfélaga? Þá er hagsmunasjónarmiðið sett á oddinn. Stóru kjördæmin eiga líka sinn þátt í að ýmsir líta nú orðið á sýslurnar sem úreltar einingar. »Ég vek á því athygli,* segir Friðjón, »að timabilið 1970—1983 hefur verið unnið að því markvisst að grafa undan sýslufélögunum, kasta rýrð á störf þeirra og gildi. Því er komið inn hjá fólki að þetta séu í raun steingervingar í samfé- laginu.« Friðjón ræðir sérstaklega um sýslunefndirnar en hlutverk þeirra og verkefni munu hafa þótt eitthvað óljós upp á síðkastið. Friðjón fullyrðir að »fólk almennt út um land, vill eiga sfna sýslu- nefnd, líkt og það hefur inngróna tilfinningu fyrir að vera þegn í ákveðinni sýslu og tilheyra sínum heimahreppi, eins og hann er.« Hér er hreyft við málefni sem hefur býsna margar hliðar, og ekki aðeins þær hagnýtu. Sýslurn- ar byggja á svo langri og rótgró- inni sögulegri hefð að þær mundu standa lengi enn í vitund fólks hvað sem líður pólitísku og efna- hagslegu hlutverki þeirra. Þarf ekki annað en benda á héraðaritin — eins og Skaftfelling — sem takmarkast hvert við sína sýslu, með aðeins einni undantekningu sem ég man eftir í andartakinu. Mörg menningarfélög, t.d. sögufé- lög, eru bundin sýslum. Og margir halda traustum tengslum við sina heimahaga, jafnvel þótt þeir setj- ist að víðs fjarri þeim. Skáldin á Hofi heitir þáttur sem Einar Bragi ritar hér um átta al- þýðuskáld sem áttu heima á Hofi f Öræfum eða voru með einhverjum hætti nátengd þeim bæ. Á eftir fara svo sýnishorn af kveðskap skáldanna. Sú var tíðin að alþýðukveðskap- ur var í fremur lágum metum hjá þeim sem meira máttu sin f list- inni, enda þótt margoft hafi verið bent á að alþýðuskáldin gegndu og gegna hlutverki sem tengiliður á milli þjóðskálda svokallaðra og al- mennings. Alþýðuskáldin á nitj- ándu öld lögðu ærinn metnað í ið- ju sína. Sérstakt kapp var lagt á að kunna góð skil á Eddufræðum. Og hugvitleg notkun heita og kenninga þótti prýði hverju skáldi. En Einar Bragi sýnir fram á að þá ortu skáldin best þegar þau kváðu sem einfaldast. Hugs- anlega hafa þau sjálf metið það öðruvísi. Samgöngurnar hafa frá fyrstu tíð verið stórmál Skaftfellinga. Þar var ekki skroppið i búð eins og það er kallað þegar næstu kaup- staðir voru á Eyrarbakka og Djúpavogi. Verslunar- og sam- göngusagan skipar þvi alltaf nokkurt rúm í Skaftfellingi. Hér eru þættirnir Drög úr sögu Horna- fjarðarkauptúns eftir Þorleif Jóns- son, Hólum, og Sunnan jökla á bif- reið í fyrsta sinn eftir Gísla Björnsson, Höfn. Gísli segir að al- gengt hafi verið fyrrum »að fólk hér yrði að sætta sig við þá stað- reynd að skip sem höfðu áætlun á Hornafjörð færu fram hjá og þurfti ekki alltaf vont sjólag til.« Draumurinn um greiðar samgöng- Friðjón Guðröðarson ur á landi er því eldri en hringveg- ur og Skeiðarárbrú. Ferð sú, sem Gísli segir frá, var farin á því herrans ári 1932 og mátti kallast leiðangur fremur en ferðalag. Bíl- stjórar lögðu þá metnað sinn i að verða fyrstir til að kanna og aka nýjar leiðir, gerast brautryðjend- ur í bókstaflegri merkingu orðs- ins. Þau mistök hafa orðið í um- broti að niðurlagið i þætti Gfsla hefur orðið viðskila við meginmál- ið og hrapað niður á öðrum stað í bókinni. Fleiri þættir eru í þessum Skaftfellingi, t.d. um örnefni þar eystra, einnig annálar fyrir hvern hrepp sýslunnar sem fyrr getur. Allt er efni ritsins hið merkasta enda eiga Skaftfellingar góðum fræðimönnum á að skipa. Papeyjardýrið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Andvari 1983 Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóós og Þjóövinafélagsins. Ritstjóri: Finnbogi Guðmundsson. ANDVARI hefur stundum verið gagnrýndur af undirrituðum fyrir að vera of einhliða, of þröngur, bundinn viðfangsefnum og sjón- armiðum af gamla skólanum. Það sem Andvara hefur skort og skort- ir enn er dálítill gustur, í hann hefur vantað greinar sem hafa eitthvað til mála að leggja sem frumlegt getur talist. Skáldskap- arsýnishorn í Andvara hafa einnig verið ansi dauflegur endurómur frá öðrum skáldum. Eins og venjulega hefst Andvari á eftirmælum um merkismann. Að þessu sinni ritar Bjarni Vil- hjálmsson um Kristján Eldjárn. Um hinn dáða leiðtoga og vand- virka fræðimann eru skoðanir ekki skiptar. Bjarni var skólabróð- ir Kristjáns og vinur og gerir sér vel grein fyrir mikilvægi hans og góðum áhrifum á hvers kyns menningarviðieitni. Ég er sam- mála Bjarna um að fátt lýsi Kristjáni betur en ritgerð hans Papeyjardýrið (1981). „Þar gerir hann fræðilega grein fyrir mynd á iitlum hlut (einna helzt líkum ör- lítilli sökku, jafnvel barnaleik- fangi), sem fannst við uppgröft í Papey," skrifar Bjarni. Að dómi Kristjáns Eldjáms „ber litla dýrið úr Papey okkur milliliðalaust boð úr hugarheimi 10. aldar". Gleði hans yfir því að geta líkt Papeyjardýrinu við tind- ana í list víkingaaldar leynir sér ekki. Það er síður en svo að Andvari sé ekki hin þægilegasta lesning og vel get ég hugsað mér að margir af eldri kynslóðinni hefðu yndi af rit- inu. Efnið í Andvara er vissulega fróðlegt: Finnbogi Guðmundsson skrifar um varðveislu hins forna menningararfs, Bolli Gústafsson yrkir um Lúter, Hermann Pálsson víkur að Njálu, Aðalgeir Krist- jánsson hrærir upp i ástamálum Hermann Pálsson Gísla Brynjúlfssonar, birt eru Þrjú bréf Gríms Thomsens til Gríms Jónssonar amtmanns, Jón L. Karlsson hefur sína kenningu um áhrif kulda á þróun og viðhald menningar, Jón Sigurðsson fjallar um efnahagsmálin, Þórður Krist- leifsson segir litríka sögu af prestsdóttur í Reykholti og hag- yrðingi frá Jörfa, Björn Hall- dórsson á tvö bréf í heftinu og loks er upphafin ritgerð um Grundtvig eftir Eirík J. Eiríksson. Allt þetta efni sómir sér vel í þjóðlegu riti. En Eftir Njáls- brennu eftir Hermann Pálsson uppfyllir að mínu viti helst þær kröfur sem gera verður til lifandi tímarits. Þessi grein Hermanns um „hefnd f kjölfar harms" er um- ræða og ádeila af því tagi sem menn þurfa að gefa gaum. Loka- orðin eru svo athyglisverð að ég get ekki stillt mig um að birta þau hér: „Við rannsóknir á efnivið sagna nægir það ekki eitt að miða við athafnir, orð og persónur, heldur skal ávallt taka einnig hugmyndir til greina. Á Sturlungaöld áttu margir um sárt að binda af völd- um vígamanna og brennuvarga. Þótt Gizur Þorvaldsson þyldi mik- inn skaða, sem kenndi honum að gleyma ekki hefndinni, þá urðu margir að þola hart af honum sjálfum. Eða var það ekki einmitt í Flugumýrarbrennu, að Kolbeinn Dufgusson segir við Árna beisk, fylgdarmann Gizurar til Reyk- holts 23. september 1241 og bana- mann skáldsins: „Man engi nú Snorra Sturluson, ef þú færð grið.““ Hrátt rokk Hljóm- nrflrm Finnbogi Marinósson Bernie Torme Live Ekki geri ég ráð fyrir að margir þekki gftarleikarann Bernie Torme. Þeir sem hlusta mikið á þungarokk vita að hann spilaði með Ian Gillan á nokkrum plötum. Hvað um hann varð eftir það vita hins- vegar færri. Drengurinn stofn- aði sína eigin hljómsveit og gaf út plötuna „Turn out the Lights“ árið 1982. Hann sýndi þar að hann er enn frábær git- arleikari, en platan dregst mikið niður sökum þess hversu hræðilega lélegur söngvari Bernie er. 1 fyrra sendi hann frá sér plötuna „Eletric Gypsye" og fékk hún góða dóma í Englandi. Fyrir svo fjórum mánuðum eða svo sendi hann frá sér hljómleikaplötu sem hann kallar einfaldlega J,ive“. Á þessari plötu eru sex lög. „Turn out the Lights" og „Gett- ing there“ eru tekin af hans fyrstu plötu. Önnur lög þekki ég ekki, en „No Easy Way“ má einnig finna á „Glory Road“ plötu Ian Gillans. Það fyrsta sem athygli vekur er hversu frábærlega hefur tekist að hljóðrita hljómleika- hljóminn. Hljóðfærin hljóma mjög lifandi og hljómurinn er mjög hrár og grófur. Gott jafn- vægi er á milli hljóðfæranna og hljómsveitin mjög þétt í samleik sínum. Samt sem áður spilar Bernie einn á gftar, með honum eru einungis bassi og trommur. Lítið ber á bassan- um, hann fyllir vel uppí en ger- ir engar rósir. Hann og tromm- urnar vinna þó vel saman þannig að grunnur þeirra er óaðfinnanlegur. Trommurnar eru frekar áberandi og skila sér vel í gegn. En Ron Rebel er einfaldur trommari sem ekki gerir neinar slaufur að óþörfu þannig að það kemur gersam- lega í hlut Bernie að halda lög- unum uppi. Það gerir hann og gott betur, þó frekar hefði ég kosið trommara sem gæti lagt Bernie eitthvert lið í skreyting- um. í raun er hér engu undan að kvarta og frábær hljómur plöt- unnar setur hana f fremstu röð. Með indíánum í Alaska Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Peter Freuchen: LARÍON Saga frá Alaska. Sverrir Pálsson íslenskaði. Skuggsjá 1983. Bækur Peters Freuchen með sínum ævintýralegu frásögnum höfða einkum til unglinga, en ekki er þar með sagt að fullorðnir les- endur geti ekki notið þeirra. Ég . man enn góðar stundir með Græn- landsbókum Freuchen. Það var því með nokkurri eftirvæntingu að ég hóf að lesa skáldsöguna um Lar- íon, indíánahöfðingja í Alaska. Laríon er löng saga, 270 bls., í góðri þýðingu Sverris Pálssonar. Efni í söguna viðaði Peter Freuch- en að sér árið 1934, en þá þurfti hann að nauðlenda í flugél rétt hjá Núlató í Alaska. Hann komst f kynni við gamlan indfána sem sagði honum söguna af langafa sínum, Laríon hinum mikla. Freuchen bætir við: „Síðar heyrði ég sitthvað fleira um „vígin hjá Núlató“ og geymdi í minni ásamt frásögnum gamla rauðskinnans. Úr því varð til saga mfn af síðasta mikla höfðingjanum, sem ól aldur sinn á bökkum Yukonfljóts." Vígin sem minnst er á urðu um miðbik nítjándu aldar, en þá unnu Kuyukuk-indíánar undir forystu Laríons sigur á höfuðandstæðing- um sínum Kayar-ættbálkinum og felldu háttsetta fulltrúa Rússa og Breta. í Laríon er greint frá komu fyrstu skinnakaupmannanna rússnesku til Alaska, hvernig þeir í fyrstu vingast við indíána með gjöfum til þeirra og með því að hella í þá vodka, en taka síðan að sýna þeim yfirgang uns Laríon lætur til skarar skriða og hefnir niðurlægingar kynstofns sfns. Saga Freuchen er full af lífi, at- hugunum á náttúru, mannlegri hegðun og ekki síst innsýn frum- stæðra manna. Freuchen lagði sig eftir að skilja náttúrubörn og nema af þeim. Hann stendur jafn- an með þeim sem minna mega sfn gagnvart innrás framandi menn- ingar. Indíánarnir í Alaska eiga hug hans og hjarta, en hann fellur ekki í þá gröf að gera hvítu menn- ina að tómum ófreskjum. Það sem gerir frásögnina trúverðuga er skilningur hans á fólki, hvernig hann leitast við að sýna persónur sínar frá fleiri en einni hlið. Hann dæmir þær ekki, en lætur þær lýsa sér sjálfar. Laríon sjálfur er síður en svo neinn flekklaus engill í frásögn Freuchen, en persónu- gerðin verður skýr þegar brotun- um hefur verið raðað saman. Lýsingar á bardögum og pynt- ingum eru kannski ekki beinlínis f anda hinna gömlu indfánasagna, en ekki skortir þær óhugnað, mis- Peter Freuchen kunnarleysi hinna frumstæðu manna. Peter Freuchen hafði alla tíð gaman af að lýsa ástum og gerir það ágætlega í Laríon. Til dæmis er frásögnin af því hvernig Larfon náði í konu sfna, Tjoxwullik, með því allra besta f sögunni. Einnig eru samskipti hvftra manna og indfánastúlkna kafli út af fyrir sig í sögu Freuchen. I lýsingum á þeim glittir víða í óvenjulegan húmor. Viðhorf þau til kvenna sem sagan speglar munu naumast talin f anda jafnréttisbaráttu. Þar sigrar hinn sterki og ofbeldið er rfkur þáttur ástalífsins. Frásagnir af daglegu lífi indfán- anna og veiðum þeirra gefa sög- unni aukið gildi. Freuchen er með afbrigðum snjall í lýsingu hvers kyns veiðiskapar: „Þetta haust var mikið um loð- dýr. Þeir veiddu merði og vatna- otra, og þeir veiddu hreysiketti og íkorna, og Laríon sagði, að það væri gott, því að nú færu hvítir menn í landinu, sem allir ættu að versla við og kaupa af hvað sem hugurinn girntist, og þá skipti ekki máli, hvort menn væru hraustir í bardögum eða hugrakk- ir á ferðalögum um fjöll og firn- indi. Ef menn aðeins væru snjallir að leggja snörur, væru þeir á grænni grein og gætu borið af öll- um öðrum um gjafmildi f öllum átveislum í landinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.