Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984
+ Móöir okkar.
JÓHANNA BENÓNÝSDÓTTIR
fré ísafirði,
andaöist á Hrafnistu 15. júlí. Börnin.
Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGIBJÖRG Á8TA BLOMSTERBERG,
Ási, Vestmannaeyjum,
andaöist í Landspítalanum 17. júlí.
Bragi í. Ólafsson,
Ásta Sigrún Erlingsdóttir,
Ólafur Bragason, Guómunda Magnúsdóttir,
Bragi f. Ólafsson yngri.
Sonur okkar.
ÓLAFUR EYJÓLFUR GUDMUNDSSON,
Jörfabakka 28,
er látinn.
Guömundur J. Gissurarson,
Hildur Ottesen.
+
Faöír okkar, tengdafaöir og afi,
ÞORVALDUR GUDJÓNSSON,
Fífuhvammsvegi 17,
lóst 8. þ.m. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Sigríður Þorvaldsdóttir, Gísli Júlíusson,
Guójón Þorvaldsson, Fjóla Leósdóttir,
Ottó Þorvaldsson, Sigrföur Siguröardóttir
og barnabörn.
+
Móöir okkar,
SVANHILDUR GISSURARDÓTTIR,
Bræöraborgarstíg 5,
Reykjavfk,
lést í Landakotsspítala mánudaginn 16. júlf.
Bragi Kr. Guömundsson, Hjörtur M. Guömundsson,
Elsa U. Guömundsdóttir, Margrét Guömundsdóttir,
Gissur K. Guömundsson, Valgeröur Guömundsdóttir.
+
Eiginmaður minn,
JÓN SIGURÐSSON,
Borgarhóli,
veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. júlí kl.
13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Sigríöur Stefánsdóttir.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
VILBORG ÞJÓÐBJARNARDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Akraneskirkju föstudaginn 20. júlí næstkom-
andi kl. 14.15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Kristjén Þorsteinsson,
Sigríöur Kristjánsdóttir, Jón Otti Sigurösson,
Óskar Indriöason, Selma Júlfusdóttir,
Valdimar Indriöason, Ingibjörg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Magnús Pálsson
járnsmiður
Fæddur 16. september 1922
Dáinn 10. júlí 1984
Látinn er í Reykjavík Magnús
Pálsson, járnsmiður. Hann lézt á
heimili sínu, Sólheimum 27,
þriðjudaginn 10. þ.m., aðeins 61
árs að aldri. Magnús var sonur
Páls Magnússonar, járnsmiðs, frá
Lambhaga í Mosfellssveit og konu
hans, Guðfinnu Einarsdóttur frá
Laxárdal í Gnúpverjahreppi,
næstyngstur átta barna þeirra
hjóna.
Magnús hóf nám í járnsmíði
ungur að árum, aðeins 15 ára gam-
all, og lauk sveinsprófi hjá föður
sínum árið 1941. Þeir feðgar störf-
uðu síðan saman á verkstæðinu á
Bergstaðastræti 4, þar til Páll
lézt. Magnús hélt þá áfram sjálf-
stæðum rekstri þar til hann hóf
störf við Búrfellsvirkjun. Síðustu
árin hefir hann unnið hjá fyrir-
tækinu ístak hf, m.a. við virkjun-
arframkvæmdir við Þórisvatn.
Sá, er þetta ritar, kynntist
Magnúsi fyrst fyrir rúmum 40 ár-
um. Þá söng Magnús í Karlakórn-
um Kátum félögum, en sá kór
sameinaðist Karlakórnum Fóst-
bræðrum árið 1944, sem kunnugt
er. Allt frá árinu 1947, er undirrit-
aður gerðist sjálfur Fóstbróðir,
höfum við átt samleið, nú hin síð-
ari ár með Gömlum Fóstbræðrum.
Magnús var traustur og vel
virkur félagi, hafði fagra söng-
rödd, vit og ögun til að beita henni
í þágu samsöngsins og eftir túlkun
söngstjóra. Það var því að vonum,
að hann tæki m.a. þátt í ferðum
Fóstbræðra um fjölmörg lönd
Evrópu svo og í þeim frábæra kór,
sem á sínum tíma söng í upp-
færslu Þjóðleikhússins á óperunni
Rigoletto. Það vitnar um mikið
traust, sem til hans var borið.
Fátt gat því talizt eðlilegra en
að leita til Magnúsar þegar Grens-
ássöfnuður var stofnaður fyrir
rúmum tuttugu árum, enda bjó
hann þá innan sóknarmarka. Átt-
um við nú ennfremur samleið í kór
Grensáskirkju um árabil, en þar
stóð Magnús á söngpalli frá upp-
hafi, þar til miskunnarlaus veik-
indi yfirbuguðu starfsgetu hins
þrekmikla manns fyrir tæpu ári
síðan.
En Magnús stóð ekki einn í
þeirri erfiðu baráttu. Árið 1945
kvæntist hann Kristrúnu Hreið-
arsdóttur frá Engi í Mosfellssveit.
Kristrún er vellesin, vitur kona og
yfirveguð. Hún hefir stutt mann
sinn til allra starfa. Hún vann
drjúgt með konum Fóstbræðra í
þágu kórsins. Hún hefir frá upp-
hafi staðið með Magnúsi á söng-
palli Grensáskirkju og er nú for-
maður kirkjukórsins. Ennfremur
er hún formaður Kvenfélags
Grensássóknar. Þau hjón hafa því
lagt Grensássöfnuði til starfs-
krafta sína í ríkum mæli og fyrir
það er þakkað af einlægni. Eg flyt
þakkir og virðingu söngfólks,
sóknarnefndar og samstarfs-
manna allra fyrir einstakt og
fórnfúst starf fyrir Grensás-
kirkju.
Ég flyt Kristrúnu, sem af um-
hyggju og æðruleysi hefir annast
fársjúkan mann sinn, börnum
þeirra fjórum og barnabörnunum
ellefu einlægar samúðarkveðjur.
Nú, þegar straumur mininganna
styrkir vandamenn og vini í sárum
söknuði þeirra, veit ég, að Krist-
rún, sem mest hefir misst, leitar
trausts f trú sinni og finnur þar
öryggi og frið. Gefi það góður Guð.
Það er okkar allra einlæg bæn.
Ásgeir Hallsson
Kveðja frá gömlum Fóstbræðrum
Högg gerast nú alltíð í raðir
gamalla Fóstbræðra. Á meðan Jón
Haildórsson, söngstjóri, stóð uppi
bárust þær fréttir, að Magnús
Pálsson, járnsmiður, væri látinn.
Hann hafði átt við vanheilsu að
stríða, en ekki grunaði okkur, að
svo langt væri liðið á ævidag hans.
Hann sendi kveðju inn á lokaæf-
ingu Gamalla Fóstbræðra í vor, og
er ég talaði við hann í síma
skömmu síðar var hann hinn kát-
asti, þrátt fyrir heilsuleysið.
Magnús Pálsson fæddist í
Reykjavík 16. september 1922,
sonur hjónanna Páls Magnússon-
ar, járnsmfðameistara frá Lamb-
haga í Mosfellssveit, og Guðfinnu
Einarsdóttur frá Laxárdal í
+
Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför systur okkar,
MARGRÉTAR JÚLÍÖNNU JÓNSDÓTTUR
fré Kóngsbakka,
sem andaöist 25. júní sl.
Sérstakar þakkir færum viö læknum, systrum og starfsfólki St.
Fransiskusspítalans í Stykkishólmi.
Pétur Jónsson, Björn Jónsson,
Lérus Jónsson, Jón Jónsson.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför
GUÐBJARGAR SIGURDARDÓTTUR
fré Selalæk.
Inga S. Ingólfsdóttir, Jón J. Ólafsson,
og barnabörn.
+
Sonur minn, bóöur okkar og mágur,
MAGNÚS H. RICHTER,
fyrrv. vörubifreiöastjóri,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. júlí kl.
13.30.
Samúel Richter,
Sigurjón Richter,
Soffía Richter,
Haraldur Þ. Richter,
Vera Kristjénsdóttir,
Baldur Kjartansson.
Lokað
Verkstæöi okkar og skrifstofur veröa lokaöar frá kl. 12—15 í dag vegna útfarar MAGNÚSAR PÁLSSON-
AR járnsmiös. ístak hf., íþróttamiöstööinni.
í »'' | i r I.1 7:----------*—r—r----------------:— ----------------;-----
il ft íf J* ?! í' »i ■*% * ? Vj í* 1 £ 'Í í' . *S i í í *' i ", ; 1 1 Í rl
* * * * * 5 * * ‘ ' *; * * ■ £ - * i ! * * * 4 ’ * J m* • • e * u •'_^ fr , • • * ^ ^ ‘ * .L ' • ' *
Gnúpverjahreppi. Hann ólst upp
að Bergstaðastræti 4, á horni
Bergstaðastrætis og Skólavörðu-
stígs, og er mér í barnsminni hvað
mér fannst fólkið þar frítt og Páll
Magnússon mikilúðlegur með sitt
mikla yfirskegg. Magnús lærði sitt
fag í smiðju föður síns þar á lóð-
inni og tók sveinspróf 1941. Hann
starfaði svo hjá föður sínum til
ársins 1961, en rak síðan sjálfur
smiðjuna til 1967, er hún var lögð
niður. Þá hóf Magnús störf við
virkjunina við Búrfell og starfaði
síðan við fyrirtækið tstak hf. til
æviloka.
Magnús hóf að syngja með Kát-
um félögum, en gekk í Fóstbræður
árið 1944 og söng með þeim til árs-
ins 1963, er hann færði sig um set
yfir í Gamla Fóstbræður. Hann
var ákaflega músíkalskur, eins og
margt af hans fólki, góður og
traustur félagi, endurskoðandi
kórsins um hríð, og hann lagði
fram verðmætan skerf til félags-
heimilis Fóstbræðra. Hann tók
þátt í söngför Fóstbræðra um
Evrópu 1954 og til Finnlands og
Rússlands 1961. Þá söng hann í
þeim Fóstbræðrahópi, er tók þátt í
hinum eftirminnilegu uppfærslum
Þjóðleikhússins á Rigoletto og
Leðurblökunni.
Magnús var kvæntur Kristrúnu
Hreiðarsdóttur frá Engi í Kjós,
sem var honum ákaflega samhent
og hefur tekið mikinn þátt í starfi
Fóstbræðrakvenna. Þau eignuðust
fjögur börn og barnabörnin eru nú
11 talsins.
Það er hörmulegt þegar menn
deyja á bezta aldri, en huggunin
hlýtur ávallt að felast í því, að
minningin um góðan dreng lifir og
vermir. — Gamlir Fóstbræður
kveðja góðan félaga og votta
Kristrúnu og afkomendum þeirra
Magnúsar dýpstu samúð.
Guðni Guðmundsson
Drengur góður. Þessi orð hafa
ómað í huga mér í sinni skýrustu
merkingu síðan ég frétti lát mágs
míns, Magnúsar Pálssonar,
járnsmiðs. Ekki veit ég hverjum
þau lýsa ef ekki honum.
Það er erfitt að kveðja, ekki síst
þegar í hlut á maður sem hefur
verið jafn staðfastur póll í tilver-
unni eins og Maggi hefur alla tíð
verið í mínum augum, jafn trygg-
ur og hann hefur verið heimili
mínu alla tíð. Hann var meira en
mágur, mér finnst hann fremur
hafa verið bróðir.
Við hittumst síðast réttum hálf-
um mánuði áður en hann hvarf
yfir móðuna miklu. Þá var ég á
förum til útlanda og skrapp til
hans til að spjalla litla stund. Við
ræddum margt; hann vissi að
hann myndi ekki framar stíga í
fæturna og að endalokin væru ef
til vill ekki ýkja langt undan, en
uppgjöf var ekki til hjá honum.
Þvert á móti ræddum við um ým-
islegt sem hægt kynni að vera að
gera til þess að auðvelda honum
tilveruna í hjólastól, og til að
stytta stundirnar.
Ég er ekki viss um að allir sem
þekktu hann hafi gert sér ljóst hve
fjölhæfur hann var. Hann var hlé-