Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 3 Náum við norska sjón- varpinu strax í ágúst? ÍSLENDINGAR fá að sjá norska sjónvarpið í ígúst með aðstoð gervi- hnattar segir danska blaðið Berl- ingske Tidende í frétt sl. fðstudag. Ekki tókst að ná tali af menntamála- ráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, í gær til þess að fá þetta staðfest Því er ekki vitað hvort íslendingar fá að sjá útsendingar norska sjónvarpsins fyrr en áaetlað hafði verið. í danska blaðinu segir ennfrem- ur, að í ágústbyrjun muni Norð- menn ásamt nokkrum samstarfs- þjóðum sínum senda á loft gervi- hnöttinn Eutelsat 1-F2. Verður honum komið fyrir fyrir ofan miðbaug. Hnötturinn er með níu rásum og eiga Norðmenn eina þeirra. Segir, að Norðmenn hygg- ist nota þessa rás til þess að koma sjónvarpssendingum sínum til olíuborpallanna í Norðursjó svo og Svalbarða. „En það eru ekki bara Svalbarði og olíuborpallarnir á Norðursjó, sem njóta góðs af þessu,“ segir í Berlingske Tidende. „íslendingar hafa óskað eftir því við Norðmenn að fá að njóta útsendinga sjón- varps þeirra og eru Norðmenn þessa dagana að vinna að lausn höfundarréttarmála." Jakob Jakobsson skip- aður forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar Sjávarútvegsráðherra hefur skip- að Jakob Jakobsson fiskifræðing forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar til næstu fimm ára í stað Jóns Jónssonar sem sagt hefur stöðu sinni lausri. Nýskipuð stjórn stofn- unarinnar samþykkti að mæla með Jakobi en umsækjendur voru þrír. Auk Jakobs sóttu dr. Jakob Magnússon fiskifræðingur og dr. Svend-Aage Malmberg haffræð- ingur um stöðuna. 1 fréttatilkynn- ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að forstjóri og stjórn Haf- rannsóknastofnunar muni á næst- unni fjalla um þær umsóknir, sem bárust um tvær stöður aðstoðar- forstjóra stofnunarinnar. Um stöðu aðstoðarforstjóra á sviði hafrannsókna sóttu: dr. Jakob Magnússon, Guðni Þorsteinsson, Hjálmar Vilhjálmsson, ólafur Karvel Pálsson, Sigfús A. Schopka og dr. Svend-Aage Malmberg en þeir eru allir starfsmenn stofnun- Jakob Jakobsson nýskipaður for- stjóri Hafrannsóknarstofnunarinn- ar. arinnar. Um stöðu aðstoðarfor- stjóra á sviði rekstrar sóttu: Har- aldur Jóhannsson, Sigurður Lýðsson og Vignir Thoroddsen. Amarflug: Vöruflutningar vegna verkfalls í BOEING 707-þota Arnarflugs hefur undanfarna daga verið í miklum vöruflutningum milli Bretlands og staða í Evrópu vegna verkfalls hafnarverkamanna í Bretlandi. Flogið hefur verið tvisvar til þrisvar sinnum á dag, en á næstu dögum verður flogið þrisvar á dag, aðallega milli London i Bretlandi og Amsterdam i Hollandi. Boeing 707-þota Arnarflugs tekur um 42 tonn af vörum i hverri ferð, en aðallega er flutt grænmeti, ávext- ir og ýmis konar matvæli. Bretlandi í frétt frá Arnarflugi segir, að flogið sé fyrir ýmsa flutningsaðila, en félagið geti engan veginn annað mikilli eftirspurn. Mikill fjöldi fyrirspurna berast daglega og vilja margir flutningsaðilar taka vélina á leigu til nokkurs tíma og virðast reikna með viðvarandi ástandi eitthvað áfram. Flugliðar, flugstjórar, flugmenn og flugvélastjórar Arnarflugs sjá um að fljúga vélinni, undir stjórn Arngríms Jóhannssonar yfirflug- stjóra. Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum látinn GUNNAR Tryggvason frá Skraut- hólum lést í Landspítalanum f Reykja- vfk síðastliðið sunnudagskvöld, 59 ára að aldri. Gunnar fæddist á Barkarstöðum í Miðfirði 1. desember 1924. For- eldrar hans voru Tryggvi Stefáns- son, sfðar bóndi að Skrauthólum á Kjalarnesi, og fyrri kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Gunnar var jafnan kenndur við Skrauthóla, en hann var kunnur hestamaður og átti og sýndi um árabil gæðinga á mótum hestamanna. Eftir að Gunnar fluttist til Reykjavíkur vann hann ýmis störf, en árið 1960 gerðist hann starfs- maður Hestamannafélagsins Fáks f Reykjavfk. Á árinu 1977 tók Gunn- ar við starfi umsjónarmanns við ölduselsskóla f Breiðholti og gegndi því starfl þar til hann lést. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Hallfrfður Ásmundsdóttir frá Akranesi. Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum SUNNANIO \ Nýr safí,nýtt bragð,' nýuppmun.' SUNNANIO Hreínn safíúr tiu suðrænun ávöxtum ^ Smakkaðu hann! / Mjólkursamsalan AUK hf, Auglýsingastofa Kristinar 3.127

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.