Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 7 1 Haft í hótunum í síöasta helgarblaöi Þjóövíljans er haft í hótunum viö landsliö íslendinga í handknattleik um aö því veröi ekki leyft í framtíðinni aö keppa í íþrótt sinni í Austur-Evrópu. Ástæöa þessarar hótunar er aö fyrir skömmu birtust myndir í NT sem teknar voru í för landsliðs- ins til Tékkóslóvakíu fyrir skömmu, af þrælkunarbúöum. Viö iestur Þjóöviljans um helgina kemur sú hugsun óneitanlega upp af hvaöa ástæöum Þjóðviljinn kemur á framfæri hótunum viö landsliöiö. Um þetta er fjallaö í Staksteinum í dag. Þá er einnig vitnaö í skrif Árna Benediktssonar, um Varöarræöu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæöisflokksins, sem birtust í NT í gær. Sannur eðli sínu Það hefur oft verið sagt að erfitt sé að fela sitt rétta eðli því fyrr eöa seinna komi það í Ijós. Þannig er þessu farið með forkólfa sósíalista á tslandi og málgagn þeirra, Þjóðvilj- ann. Allt frá því að Stalín gamli leið, hefur Þjóðvilj- inn reynt að búast felulit- um og reynt þannig að villa mönnum sýn. Forráða- menn Þjóðviijans hafa gert sér grein fyrir að aðdáun og lofrulhir um Ijöldamorð- ingja er ekki vænleg leið til að sannfæra íbúa lýðræð- isríkja um ágæti sósíalism- ans og þess alræðisskipu- lags er honum fylgir. Það hefur þvi verið mik- ill höfuðverkur fyrir for- ustumenn Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans hvernig bregðast skuli við fréttum og umfjöilunum annarra fjölmiðla um ástand mála í rikjum Austur-Evrópu, sem ekki eru til að styrkja málstað þeirra. Þjóðviljinn hefur jafnan valið þá leið að þegja þunnu hljóði, en stundum geta hinir rauðu pennar Þjóðviljans ekki orða bundist og hið rétta eðli kemur í Ijós. Og þegar uppruninn segir til sín skrifa þeir yfirleitt þannig að það sem þeir vildu sagt hafa er lagt öðnim í munn. Dæmi um þetta er að finna { siöasta helgarblaði Þjóð- viljans. Hótun Þjóðviljans Fýrir skömmu birtust á baksiðu NT nokkrar myndir sem teknar voru i ferð landsliðs okkar ís- lendinga i handknattleik í Tekkóslóvakíu, af fanga- búðum þar í landi. Mynd- birtingarnar vöktu að von- um athygli og það er greinilega meira en Þjóð- viljinn getur þolað og hefur hann nú í hótunum við Handknattleikssambandið um að landsliði íslands verði hér eftir meinað að komast ekki aðeins til Tékkóslóvakíu, heldur einnig til annarra Austur- Evrópulanda. í klausu er birtist í síð- asta helgarblaði Þjóðviij- ans segir: „Forustumenn í handknattleiknum munu ekki vera sérstaklega hressir með myndskreytta uppsláttarfrétt um þrælk- unarvinnu í Tékkóslóvakíu sem birtist á baksíðu NT fyrir nokkru. Einhverjir úr landsliðshópnum höfðu náð að smygla fílmu með sér úr forinni til Tékkó- slóvakíu í lok júní og á myndunum mátti sjá fanga í hjólböruakstri undir eftir- liti vopnaðra varða. Nú óttast menn að þetta leiði til þess að íslenska lands- liðinu verði ekki oftar boð- ið til Tékkóslóvakíu, og jafnvel ekki til annarra Austur-Evrópulanda, og slíkt yrði talsvert áfall fyrir hérlendan handknattleik." Unniö af heilindum Varðarræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur að vonum vakið mikla at- hygli og sýnist sitt hverj- um. Nokkrir, þar á meðal forustumenn ýmissa laun- þegahreyfínga, hafa gagn- rýnt Þorstein Páisson fyrir umtal ura vísitölu launa, sem þeir telja tilefnislaust Aðrir hafa fagnað Varðar- ræðunni, og telja að vilji og stefna Sjálfstæðisfíokksins liggi skýr fyrir og þannig hafí akurinn fyrir áfram- haldandi árangur ríkis- stjórnarinnar í efnahags- málum verið plægður. f NT í gær ritar Árni Benediktsson grein í tilefni ræðu Þorsteins Pálssonar, i sumarferð landsmálafé- lagsins Varðar — Varðar- ræðan. Þar segir Árni Benediktsson: „Þessi við- brögð formanns Sjálf- stæðisflokksins gefa vonir um að áfram verði haldið á þeirri braut að byggja upp efnahagslífið að nýju úr rústum verðbólgunnar. Þessi viðbrögð formanna Sjálfstæðisflokksins gefa vonir um að það verði unn- ið að þvi af heilindum frá hans hendi. Þessi viðbrögð eru því gleðileg. Hitt er svo annað mál að bann við vísi- töhibindingu launa þarf ekki að vera nauðsynlegt til þess að ná fram settum markmiðum { efnahags- málum." af einum viðskiptavini okkar. Hann er áförum tií útíanda til náms i 6 ár. í júíi 1984 seídi fiann í6úd sína og keyptíverðtrycjgð skuídabréf með gjaíddaga 1990. Pað ár íýkur fiann námi og við fxeimkomuna á fiann andvirði tveggja í6úða - eða einbýíisftúss - í seðíum. Hejur þú fmgíeitt tvöföídun eignar á sex árum? 68 69 88 Kaxipþing fif. Verðbréfadáld !n' jí |: h^ "■ t v V ;.::j i- ;; •! •? i-- ii. -.1 i g j: * i x ‘ *1 ± < __ M Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára afmœlinu mínu 1/7 síðastliöinn, meö heimsóknum, gjöf- um, kveðjum og blómum, Sigríður ÞorgUsdóttir, Kleppsveg 48. Sicrkir=léttir —þægilegir Ný gerö af gönguskóm á alla fjölskylduna Tiskulitir. Stæröir: nr. 28—46. HIKERS TRUMF QETsiPf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.