Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Viðhorf í samningamáliim Línur eru að skýrast í samningamálum á vinnumarkaðnum fyrir haustið. Ætla verður, að flest aðildarfélög Verka- mannasambands íslands segi upp samningum en lík- legt má telja, að fjölmörg önnur aðildarfélög Alþýðu- sambands íslands staldri við og sjái hverju fram vindur, þannig, að ekki verði um allsherjaruppsögn samninga að ræða. Þar að auki má bú- ast við, að samningamál op- inberra starfsmanna verði mjög á oddinum, þegar líða tekur á haustið. Af þessu er Ijóst, að verkalýðshreyfingin gengur ekki saman í einni fylkingu til nýrrar kjarabar- áttu á næstu mánuðum. Þvert á móti virðist hún skiptast í þrjá hópa. Margar faglegar ástæður geta legið til grundvallar þessari skiptingu. Það hefur löngum verið erfitt fyrir forystu ASÍ að samræma sjónarmið hinna ýmsu launþegahópa innan Alþýðusambandsins. Bersýnilegt er, að fulltrúar verkamannafélaganna hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri beinlínis skað- samlegt fyrir þeirra félags- menn að vera í samfloti með öðrum að þessu sinni. Jafn- framt er ljóst, að forystu- menn margra aðildarfélaga ASÍ utan Verkamannasam- bandsins meta viðhorf sinna félagsmanna á þann veg, að þeir séu alls ekki tilbúnir til að færa miklar fórnir í harð- vítugri kjarabaráttu. Þessi skoðanamunur inn- an ASÍ endurspeglar óneit- anlega mismunandi afstöðu ASÍ-forystunnar og forystu- manna Dagsbrúnar í vetur til kjarasamninganna, sem þá voru gerðir. Hugsanlegt er, að þessi skoðanamunur endurspegli einnig að ein- hverju leyti átök í forystu Alþýðubandalagsins, en þar eru bæði Ásmundur Stef- ánsson og Guðmundur J. Guðmundsson áhrifamenn. Óneitanlega er býsna margt, sem bendir til að þessir aðil- ar takist á um það í hverra höndum hin raunverulega forysta fyrir verkalýðs- hreyfingunni skuli vera. Sú var tíðin, að Dagsbrúnarfor- ystan iagði línurnar og hún kann því ef til vill ekkert alltof. vel, að frumkvæðið færist í annarra hendur. Kjaramál opinberra starfsmanna blandast inn í þessar umræður og viðhorf. Vafalaust hugsa einhverjir forystumenn verkalýðsfé- laganna sem svo, að skyn- samlegt sé að bíða og sjá hvernig samningamálin þró- ast á þeim vettvangi. Betra sé að vera á eftir opinberum starfsmönnum með kjara- samninga en á undan. ísland er nú komið á bekk með öðrum þjóðum í hinum vestræna heimi í verðbólgu- þróun. Við getum kinnroða- laust rætt um verðbólguna hjá okkur við aðra í fyrsta skipti í mörg ár. Enginn vafi er á því, að launþegar al- mennt vilja ekki glata þess- um árangri. Sá sterki vilji kemur fram í hiki verka- lýðsforingjanna við að leggja út í harða kjarabar- áttu. Þeir finna hvernig vindurinn blæs hjá félags- mönnum. Ábyrgð þeirra manna, sem spilltu þessum árangri, væri mikil. Ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir þurfa að íhuga þessi viðhorf. Þótt margt hafi farið úrskeiðis á síðustu mánuðum er augljóslega enn jarðvegur meðal almennings í landinu fyrir efnahags- stefnu, sem miðar að lágu verðbólgustigi og almennu jafnvægi. Þetta er mikilvægt veganesti fyrir ríkisstjórn- ina á næstu mánuðum. Æskilegt er, að ríkis- stjórnin taki frumkvæði í efnahagsmálum, sem dragi mjög úr líkum á því, að verkalýðsfélögin beiti afli til þess að knýja fram kaup- hækkanir, sem eyðileggja þann árangur, sem náðst hefur. Vandi ríkisstjórnar- innar er sá, að henni mis- tókst við síðustu fjálagagerð og við endurskoðun fjárlaga í vetur að ná fram umtals- verðum niðurskurði á út- gjöldum ríkisins. Nú er und- irbúningur nýrra fjárlaga að hefjast. Forsenda fyrir því, að betur takist í þeirri um- ferð er að sterk samstaða takist innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um stefnuna í fjárlagagerðinni. Mikill samdráttur í ríkis- útgjöldum er forsenda bess, að ríkisstjórnin geti tekið j frumkvæði í samningamál- | um, sem einhverju skiptir. ! Bann við upprekstri hrossa: Svigrúm fyrir beit allt að 180 hrossa — segir varaoddviti Seyluhrepps um kröfu Landgræðslunnar HREPPSNEFNDIR Seyluhrepps og LýtingssUðahrepps í Skagafiröi sem eiga upprekstur á Eyvindarstaöa- heiöi ásamt Bólstaöarhlíöarhreppi I Austur-Húnavatnssýslu telja að ekki sé þörf á að banna upprekstur hrossa á heiðina í sumar. Guðmann Tóbíasson varaoddviti Seyluhrepps sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær aö þeir teldu svig- rúm fyrir beit allt að 180 hrossa á heiðinni en Landgræðslan telur að heiðin sé ofbeitt sem samsvarar fjöida upprekinna hrossa í fyrra og hefur farið fram á að upprekstur hrossa á heiðina verði bannaður vegna gróðurverndarsjónarmiöa. Málin eru nú í biðstöðu en ekki er búist við að þau skýrist fyrr en um eða uppúr næstu helgi. Við- komandi hreppsnefndir nyrðra eru að kanna möguleika til lausn- ar málinu, að sögn Guðmanns. Hann sagði að allir vildu virða niðurstöður beitarþolsmats RALA en legðu mismunandi mat þar á. Þeir teldu svigrúm fyrir beit allt að 180 hrossa í sumar en i fyrra sagði hann að um 400 hross hefðu verið rekin á heiðina. Sagði hann að menn vildu fá að nýta þá beit sem þarna væri að hafa, en ekkert umfram það. Auk þess væri árið í ár eitt mesta sprettuár sem komið hefði í áraraðir sem örugglega gæfi af sér betri beit. Guðmann sagði að hreppsnefndirnar væru með ýmislegt í athugun, meðal annars væru þeir að leita að beiti- landi annars staðar því ljóst væri að draga þyrfti úr hrossabeit um meira en helming og kæmi það mjög illa niður á sumum bændum, sem þyrftu mjög á afréttarbeit að halda vegna landleysis. Guðmann sagði að lokun heiðarinnar fyrir hrossum væri líka mikið tilfinn- ingamál. Landgræðslustjórinn legði áherslu á að losna við öll hross af heiðinni þar sem þau væru meiri tjónvaldar i sambandi við uppgræðslu. Fyrst svo væri vildu bændur að þessi uppgræðsla yrði girt af og hún friðuð svo sem nauðsynlegt væri til að ná ár- angri. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu fór til fundar við norðan- menn um helgina. Sagði hann i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að málið væri i biðstöðu á meðan reynt væri að finna lausn þess. Sagði hann að fyrir sumum væri þetta mikið tilfinningamál, þeir teldu sig glata rétti sínum við að heiðinni yrði algerlega lokað fyrir upprekstri hrossa. Það taldi hann hins vegar misskilning. Þeir glötuðu engum rétti eins og þessi mál bæri nú að. Málið væri að halda beit á heiðinni innan þeirra marka sem gróðurinn þyldi, á heiðina væri komið það mikið af sauðfé að hrossunum væri hrein- lega ofaukið þar. Aðspurður um þau ummæli odd- vita Svfnavatnshrepps að hann teldi bann landbúnaðarráðuneyt- isins við upprekstri hrossa á Auð- kúluheiði hreina vitleysu og að ekki myndu allir bændur þar virða bannið, sagðist Sveinbjörn vilja segja sem minnst. Sagði hann ætl- ast til að borgararnir hlýddu lög- um og reglum og vonaðist til að það myndu þeir líka gera norðan heiða. Sagðist hann vonast til að bændur færu ekki að brjóta gegn þessu banni. Þvf væri ekki stefnt gegn einum eða neinum, brýn nauðsyn hefði verið á þessum að- gerðum vegna gróðurverndarsjón- armiða. Hagsmunaaðilar vilja ekki breyta iögunum — segir Martin Winneck, oddviti bandarísku sendi- nefndarinnar, um einokunarlögin frá 1904 „ÞESSI hópur sérfreðinga, sem verið hefur hér á landi undanfarna daga til þess að kanna aðstæður og afstöðu ráðamanna á íslandi, heldur heim með vitneskju sína og leggur hana fyrir ráðamenn í Washington. Sumt af því sem um ræðir er lagalegs eðlis og mjög flókið og því ógjörningur að segja til um hvenær svar verður sent til íslenska utanríkisráðuneytisins," sagði Martin Winneck, oddviti bandarísku sendinefndarinnar, sem kom hingaö til lands vegna óánægj- unnar með íslandssiglingar Rainbow Navigation, á fundi með frétta- mönnum í gær. „Þetta mál fær alger- an forgang," bætti bandaríski sendi- herrann á Islandi, Marshall Brement, við. Á fundinum í gær kom m.a. fram að nefndin hefði rætt ýmsa val- kosti við utanrfkisráðherra og full- trúa íslensku skipafélaganna en það væri ekki hennar að taka ákvörðun í þessu efni. Slíkt væri í höndum viðkomandi ráðherra vest- anhafs. Staðfesti Winneck, að eitt af því sem rætt hefði verið hefði verið stofnun flutningafyrirtækja í Bandarfkjunum í eigu íslendinga og ennfremur ýmsar aðrar leiðir, sem hann kvaðst ekki reiðubúinn til að skýra nánar. „Þessi ferð til íslands hefur verið okkur mjög gagnleg. Við höfum rætt við ýmsa hlutaðeigandi aðila og kynnst viðhorfum þeirra. Við vitum að utanríkisráðherra ykkar, Geir Hallgrímsson, hefur mjög ákveðnar skoðanir f þessum efn- um,“ sagði Winneck ennfremur. Er Winneck var að því spurður hvort óhugsandi væri, að Banda- ríkjamenn horfðu framhjá lögum frá 1904, þar sem segir að séu bandarísk skipafélög reiðubúin til að annast flutninga frá landinu skuli þau njóta forgangs, sagði hann að svo væri. „Það eru sterkir hagsmunaaðilar í Bandaríkjunum, sem ekki vilja að þessum lögum sé breytt og auk þess myndi það veikja stöðu flutningaskipaflota okkar.“ Danskur helgileikur — sýndur í Eyjum, Skálholti og Bústaðakirkju DANSKUR hópur 22 söngvara og tónlistarmanna, Sonderjyd.sk For- sogsscene, er væntanlegur til fs- lands í dag, miðvikudaginn 18. júlf. Hópurinn mun flytja hér þrisvar sinnum helgileikinn „Spámaður og smiður“ eftir Olof Hartmann. Tón- listin er samin af Bente Lis Svend- sen. Stjórnandi .lutnings ;r Arne tbenhus. Fyrst verður helgileikurmn fluttur fimmtudagskvöldið 59. júlí, kl. 20.30, í Landakirkju, Vest- mannaeyjum. Næsta sýning verð- ur á Skálholtshátfð í Skálholts- dómkirkju sunnudaginn 22. júli kl. 11.00 f.h. og að lokum sýnir flokk- urinn i Bústaðakirkju þriðjudag- inn 24. júlí kl. 20.30. Sonderjydsk Forsegsscenes iíirkespilgruppe var rtofnuð janúar 5965 og hefur síðan flutt fimm helgileiki eftir Olof Hart- mann, tvo eftir Anna Karin Norstrom Elfstrand og einn eftir T.S. Eliot. Sonderjydsk Forsogsscene hefur flutt þessa helgileiki víða í Dan- mörku og á hinum Norðurlöndun- um, en þetta er í fyrsta skipti sem þessir listamenn flytja nlíkan helgileik hér á landi. Hópurinn mun dveljast i vikutfma hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.