Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Frá mótssetningunni í Breiðholtsskóla. Norrænt þjóðlaga- og þjóð- dansamót haldið á Islandi DAGANA 13.-23. júlí er haldið hér á landi norrænt þjóðlaga- og þjóðdansamót. Á laugardagskvöld- ið setti Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, mótið í Breiðholtsskóla, en á eftir var sam- koma í Geröubergi. Á sunnudag var meðal annars skrúðganga úr Breiðholti að Árbæjarsafni og á eftir voru sýningar þar og víðar í borginni. Margir fyrirlestrar eru á dagskrá mótsins. í gær hélt dr. Vésteinn ólason fyrirlestur um dans á íslandi á fyrri tímum og Þorsteinn Einarsson hélt fyrir- lestur sem nefndist „íslenskir leikir“. í dag ræðir Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, um íslendinga, Njáll Sigurðsson námsstjóri fjallar um íslensk þjóðlög og Guðfinna Ragnars- dóttir heldur fyrirlesturinn „Þvert yfir ísland". Ýmislegt fleira er á dagskrá og má t.d. nefna danskennslu. Á miðvikudag fara svo móts- gestir í tveimur hópum sitthvora leiðina til Akureyrar. Á föstu- dagskvöld verður haldin sýning í „Skemmunni" og hefst hún kl. 20.30. Hóparnir koma aftur til Reykjavíkur á laugardag. Mótinu lýkur nk. mánu- dagskvöld. Skrúðgangan kemur að Breiðholtsskóla. Amnesty International: Fangar júlí-mánaðar Túnis — Ali Ben Younes Nouir, 35 ára gamall fyrrverandi fram- haldsskólakennari. Hann afplánar nú 10 ára fangelsisdóm frá því í október 1981. Hann er einn úr hópi um 90 manna sem handteknir voru í Túnis í júlí ’81. Flestir þeirra voru félagar í isalmskri trúarhreyfingu sem bönnuð er I Túnis, Mouvement de la Tendance Islamique. Hreyfing þessi berst fyrir ákveðnum málefnum, án þeas að beita ofbeldi eða hvetja til þess. Ákæran sem borin var á Ali B.Y. Nouir og fleiri hljóðaði uppá að þeir hefðu lítilsvirt þjóðhöfð- ingja landsins, tekið þátt í for- boðnum félagsskap og dreift röng- um upplýsingum. Þeir voru ekki ákærðir fyrir valdbeitingu. Við réttarhöldin kom það fram að þó nokkrir hinna ákærðu höfðu þurft að þola pyntingar á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Ali Ben Younes Nouir verði látinn laus úr haldi. Skrifið til: Son Excellence Habib Bourguiba Président de la Republique Résidence Présidentielle Tunis-Carthage — TUNISIA LAOS — Tiao (Prince) Souk BOU- AVONGS, tæplega áttræður fyrrverfindi þingmaður. Hann var handtekinn. í Vientiane þann 15. október 1975 í framhaldi af því að gerð var hjá honum húsleit og fjarlægðir ýmsir af hans munum. Hann hefur því nú verið í haldi { tæplega 9 ár, án þess að hafa hlot- ið nokkurn dóm. Hann mun eiga við vanheilsu að stríða. Hann var þingmaður frá 1955 og þangað til að þingið var leyst upp í júní 1975 og Pathet Lao tók völd í landinu. ólíkt mörgum öðrum embættis- mönnum fyrri stjórnar sem sendir voru í svokallaðar endurmenntun- arbúðir eftir valdatöku Pathets Lao var Bouavongs settur í fang- elsi. Fyrst var hann í Samkhe- fangelsinu nálægt Vientiane, en frá því i mars 1983 hefur hann verið í Pha Deng-fangelsinu f norðuausturhluta Laos. Kærurnar sem bornar voru á hann hafa aldr- ei verið sannaðar, og að mati Amnesty-samtakanna er honum haldið föngnum vegna pólitískra starfa á tímum fyrri stjórnar. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Tiao (Prince) Souk Bouavongs verði látinn laus. Gott væri að hafa bréfið á frönsku. Skrifið til: Son Excellence Kaysone Phomvihane Premier Ministre Vientiane République Démocratique populaire du LAOS. MALAWI — Orton og Vera CHIRWA. Þau voru handtekin af öryggislögreglu Malawi þann 24. desember 1981. Þau segja sjálf svo frá að þau hafi verið tekin með valdi á sambísku yfirráðasvæði, en yfirvöld segja þau hafa verið komin yfir til Malawi er þau voru handtekin. Sonur þeirra, Fumbani Chirwa, var einnig handtekinn á sama tima, en hann var látinn laus úr haldi í febrúar síðastliðinn þá eftir að hafa setið í fangelsi i meir en 2 ár — án þess að hafa nokkurn tima hlotið dóm. Vera Chirwa starfaði sem fyrirlesari við lagadeild háskólans, en Orton Chirwa er fyrrverandi dómsmála- ráðherra og ráðuneytisstjóri. Hann er einn af stofnendum Frelsishreyfingar Malawi, hreyf- ingu sem starfar í trássi við vilja og stefnu stjórnarinnar. I júní 1982 voru þau Orton og Vera ákærð fyrir svik, og í maí 1983 voru þau dæmd til dauða eft- ir réttarhöld sem brjóta í bága við alþjóðalög um framkvæmd slikra réttarhalda. Dómnum yfir þeim var nú fyrir skömmu breytt í lífs- tíðarfangelsi. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Orton og Vera Chirwa verði látin laus úr haldi án tafar. Skrifið til: His Excellency Ngwasi Dr. H. Kamuzu Banda Life-President of the Republic of Malawi Office of the President and Cabinet Lilongwe — MALAWI. Paimpol á dögum íslandsveiöanna Paimpol. 7. júlf 1984. LAUGARDAGINN 7. júlí var I bæn- um Paimpol á Bretagneskaga efnt til nokkurs konar vöku, sem bar nafnið „Paimpol au temps dTslande'* eða Paimpol á dögum íslandsveiðanna. Var hátíðin undir berum himni á út- ivistarsvæðinu Champ de Foire, enda hlýtt og blóðskaparveður. Um 2000 manns sóttu hátíðina, hún átti að hefjast kl. 9, en ekki var orðið nógu dimmt fyrir myndasýningu á stóru tjaldi fyrr en kl. 11. Biðu allir hinir rólegustu undir leik hljóm- sveitar, sem lék Bretonalög og brugðið var á hljómplötum með fsl. lögum. En dagskráin stóð síðan í 3 klukkutíma, til kl. 2 um nóttina. í dagskránni var rifjað upp með söng, dansi, myndum á tjaldi frá tímum íslandsveiðanna og flutt- um texta samfelld dagskrá. Fyrsti kaflinn var um brottför sjómann- anna á íslandsmið, annar kaflinn um konurnar og börnin sem biðu heima og þriðji kaflinn um heim- komuna. Hverjum kafla var skipt í margar myndir, sem voru leiknar eða fluttar með söng og dansi. Dansflokkur með fullorðnum og börnum var i þjóðbúningum og kór söng. Texta flutti aðstoðar- borgarstjóri Paimpol, Jean Le Me- ur, sem er mikill áhugamaður um þetta tímabil i sögunni og kom með íslandssjómanninn Tonton Yves til íslands fyrir 2 árum. Mun hann frumkvöðull að þessari há- tið. AUs tóku um 150 manns þátt i flutningnum. Áhugi er mikill í Paimpol fyrir íslandssiglingunum og íslandi. í höfninni þar er alltaf flaggað ís- lenska fánanum við hliðina á þeim bretónska, bæði á hafnarbakkan- um og við ferðamiðstöðina. í sumar hafa margir íslendingar lagt leið sína til Paimpol. 30 manna hópur íslendinga hélt þar upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní og með þeim Jean Le Meur og Tonton Yves. Skáld og prestur komu þar nýlega með fjölskyldum sínum. Og á hátíðinni á Iaugardag voru þar staddar Hanna Steinunn Þorleifsdóttir og Elín Pálmadóttir og þær boðnar sérstaklega vel- komnar. Tonton Yves Islandssjó- maðurinn gat ekki verið viðstadd- ur, þar sem hann var á sjúkrahúsi, en hann er að hressast. Hann er að verða níræður og biður ætíð fyrir kveðjur til allra íslendinga. Mæst á miðri leið ÞESSIR tveir tannlæknar, Heimir Sindrason frá Reykjavík (t.v.) og Hörður Þórleifsson frá Akureyri, höfðu mæst á miðri leið i sumarfríinu, eins og þeir orðuðu það, og farið saman að veiða i Miðfjarðará. Þegar Mbl. ræddi við þá kváðu þeir veiði- skapinn ekki hafa gengið sem skyldi þvi að ekkert hefði bitið á þann daginn. Veiði í Miðfjarðará hefur þó gengið vel í sumar að sögn heimamanna og um 230 Iaxar komið á land. Svipaða sögu er að segja af Viðidalsá, þar hafa veiðst á þriðja hundrað laxar í sumar. Morgunblaðið/Vilborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.