Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 31 Júgóslavi þjálf- ar Þór í Eyjum Handknattleíksdeild Þórs hefur nú gengið frá samningi vid Júgó- slava um þjálfun 1. deildarliós fé- lagsins næsta vetur. Hann heitir Petor Eror, fyrrum landsliösmað- ur Júgóslavíu í handbolta. Þaö var Jóhann Ingi Gunnars- son, þjálfari Kiel í Vestur-Þýska- landi, sem haföi milligöngu um samninginn fyrir Þór. Eror hefur öll hugsanleg þjálfarapróf frá Vestur- Þýskalandi og hefur þjálfaö mörg liö í Júgóslavíu. Síöast þjálfaöi hann 1. deildarliöiö Partizan Belgrad. Hann er fertugur aö aldri. Hann er í sumarfríi um þessar Leikið í Eyjum Leik ÍBV og ÍA í 16 liöa úrslitum KSÍ fer fram annaö kvöld kl. 20 en honum var frestaö í sjöunda sinn í gærkvöldi. Þaö hefur veriö ákveöiö aö Ak- urnesingar fari til Eyja meö Herjólfi í dag og dómarar einnig. mundir en kemur hingaö til lands fyrstu dagana í ágúst. Hann mun þjálfa meistaraflokk Þórs og einnig skipuleggja þjálfun annarra flokka félagsins. i samningnum er þaö atriöi aö eftir eins mánaöar dvöl hans hér á landi geti báöir aöilar — veröi um einhverja óánægju aö ræöa — sagt samningnum upp. Samning- urinn var geröur til eins árs. íþróttir á átta síðum í dag: 28, 29, 30, 31, 47, 48, 49 og 50. • Gylfi Birgisson leikmaöur Þórs í Vestmannaeyjum. Norðurtandamót drengja fyrír norðan í næstu viku Vikuna 22. til 29. þessa mánaó- ar fer fram á Norðurlandi Noröur- landamót drengja í knattspyrnu. Mót þetta er í umsjón KSf og veröur leíkiö á Akureyri, Húsavík og Sauöárkróki. A Akureyri verö- ur leikiö á Þórs-, KA- og aóalvelli. Drengirnir á mótinu eru fædddir eftir 1. ágúst 1968 — 15 og 16 ára. Öll Norðurlöndin veröa meðal þátttakenda á mótinu og er þetta í fyrsta skipti sem Færeyingar senda lið. Þátttakendur á mótinu veröa 150 talsins og munu þeir halda til á Akureyri og nágrenni. Eins og áöur sagöi er mótiö al- fariö í umsjá KSÍ. Áætlaöur kostn- aður viö mótiö er um ein milljón króna — en vegna mótshaldsins fær KSÍ styrk úr norrænum sjóö- um upp á u.þ.b. 300 þúsund krón- ur. Mismuninn veröur sambandiö aö fjármagna eftir öörum leiöum. Hvert land mun leggja til einn dómara á mótiö — og fyrir Islands hönd mun Kjartan Tómasson frá Akureyri dæma. Línuveröir í öllum leikjum veröa íslenskir. Miðaverð á leikina veröur sem hér segir: á einstaka ieiki kostar 50 krónur fyrir fulloröna og 20 kr. fyrir börn en þegar tveir leikir fara fram sama kvöld veröur miöaverö helm- ingi hærra — sama og á leikjum meistaraflokka hér á landi. Mótsstjórn mun starfa allan tim- ann — og er hún skipuö einum manni frá hverju landi. Islenski stjórnarmaöurinn mun veröa for- seti mótsstjórnar. Hlutverk móts- stjórnar verður meöal annars að taka á agabrotum leikmanna. Veg og vanda aö undirbúningi íslenska liösins hefur haft Lárus og honum til aöstoöar drengja- landsliösnefnd, sem ( elga sæti Helgi Þorvaldsson formaöur, Sveinn Sveinsson og Steinn Hall- dórsson. Á mótinu veröa spilaöir fimmtán leikir og veröur mótiö sett viö há- tíölega athöfn á Akureyrarvelli mánudaginn 23. júlí kl. 16.30. Fyrsti leikur mótsins veröur strax aö setningarathöfn lokinni — þá mætast Island og Svíþjóö á Akur- eyrarvelli. Fimm Akurnesingar í drengjalandsliöinu íslenski landslióshópurinn sem þátt tekur { Noróurlanda- móti drengjalandslióa i næstu viku hefur veriö valinn. Hann er þannig skipaöur: Eiríkur Þorvaröarson UBK, Sveinbjörn Allansson ÍA, Alex- ander Högnason ÍA, Bjarki Jó- hannesson lA, Haraldur Hinriks- son ÍA, Örn Gunnarsson (A, Þor- steinn Guöjónsson KR, Heimii Guöjónsson KR, Rúnar Krist- jánsson KR, Steinar Ingimundar- son KR, Arnljótur Oavíösson Fram, Páll Guömundsson Sel- fossl, Ingvi R. Gunnarsson Þrótti, Lúövík Bragason Víkingi, Björn Einarsson Víkingi og Einar Tóm- asson Val. • Aöalsteinn Bernharösson veröur meöal keppenda ( kvöld. Kalott áfram í kvöld Kalottkeppnin í frjálsum íþróttum hófst á Laugardals- velli í gærkvöldi. Keppendur á þessu móti koma frá nyrstu héruöum Noregs, Svíþjóóar og Finnlands, auk íslensku keppendanna. I gær var meöal annars keppt í hástökki karla, spjót- kasti og kúluvarpi kvenna, langstökki karla og kvenna, 400 metra grind karla og kvenna auk annarra greina. Vegna þess hversu snemma blaöiö fór í prentun í gær var ekki unnt aö birta úrslit frá keppninni í gærkvöldi, en i dag hefst keppnin kl. 18 meö sleggjukasti og stangarstökki karla. Síöan veröur keppt ( kúluvarpi og þrístökki karla, kringlukasti kvenna og 100 metra grindahlaupi kvenna. Um kl 19 er 110 metra grindahlaup karla og 200 metra hlaup kvenna Hyndrgö metra hlaup karla, hás’ökk kvenna og spjótkast karla veröur á dagskrá rétt fyrir kl. 20. Eftir þaö veröa hlaupagrein- ar allstáöandi á mótinu en þvi lýkur skömmu eftir kl. 22 í kvöld og síöustu greinarnar sem keppt veröur í eru 4x400 metra boöhlaup karla og kvenna. Dagskrá drengja- mótsins DAGSKRÁ Noröurlandsmótslns f knattspyrnu drengja sem hefst á Akur- eyrí á mánudaginn er þannig: Mánudagur 23. júli: Akureyrarvöllur kl. 18.15 island — Sviþjóö KA-völlur kl. 20 Finnland — Færeyjar Þórsvöllur kl. 20 Noregur — Danmörk Þriðjudagur 24. júli: Húsavikurvöllur kl. 17 Noregur — Finnland Húsavíkurvöllur kl. 18.45 Danmörk — Svíþjóö Sauöárkróksvöllur kl. 18 Færeyjar — island Fímmtudagur 26. júlí: KA-völlur kl. 18 Finnland — Danmörk Þórsvöllur kl. 18 Færeyjar — Sviþjóð Akureyrarvöllur kl. 20 Noregur — Island Föatudagur 27. júli: Sauðárkróksvöllur kl. 17 Danmörk — Færeyjar Sauðárkróksvöllur kl. 18.45 Noregur — Svíþjóð Húsavíkurvöllur kl. 18 Finnland — island Sunnudagur 29. júli: Þórsvöllur kl. 10.30 Færeyjar — Noregur Akureyrarvöllur kl. 12 Svíþjóö — Finnland Akureyrarvöllur kl. 14.45 Danmörk — ísland Akureyrarvöllur kl. 16 mótsslit Morgunblaötó/Július • Kalott-keppnin í frjálsum íþróttum var sett á laugardalsvelli í gærkvöldi og keppni hófst siðan meö 400 metra grindahlaupi kvenna. Síöan rak hver greinin aöra og keppni átti aö standa fram undir kl. 21.30. Þessi mynd var tekin af keppnisliöunum vió setningarathöfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.