Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1984 5 Hættulc hellir ná Bláfjall skálanu UM síðustu helgi sigu 3 ungir menn niður í 120 metra djúpan helli nálægt Bláfjallaskálanum. Um hálftíma gangur er frá hellin- um að bílastæðum skíðalandsins. Þarna eru engin merki eða nokkuð til að vara fólk við hættunni, sem er mjög mikil að mati þeirra sem sigið hafa niður í hellinn. Höskuldur ólafsson var einn þeirra sem fór niður í hellinn og sagði hann að það væri ábyrgð- arhlutur að merkja ekki staðinn og vara við hættunni. Hann sagði að alltaf væri hætta á að fólk sem kæmi í skíðalöndin í Bláfjöllum ætti leið þama um. Höskuldur sagði að nauðsynlegt væri að girða í kringum svæðið, svo ekki yrði slys þarna. Hann sagði að opið væri aflíðandi og þarna væri mikið af lausu grjóti sem yki enn hættuna. Af þessum sökum er fólki ráðlagt að koma þarna hvergi nálægt. Opið er nokkuð stórt, en breikkar neðst og er mikið grjót í botninum. Fyrst var vitað um þennan helli fyrir um 5—6 árum og hef- ur nokkrum sinnum verið sigið niður í hann á þessum tíma. Morgunbladid/ljósm. Höskuldur ólafsson. Taugin liggur úr hellisopinu, nálægt því er einn þeirra sem sigu niður í hellinn um síðustu helgi. Léleg birta var og þoka, svo erfitt var um myndatökur. Myndin er tekin niðri í hellinum. Ef hún prentast vel má sjá stórgrýtið á botninum. 75 % af útsöluverði gasolíu er innkaups- verð og flutningsgjald — segir Indriði Pálsson forstjóri „SJÖTÍU og fjögur prósent af útsöluverði gasolíu á fslandi er svokallað cif-verð eða innkaupsverð og flutningsgjald. Þannig að ef þessar upplýsingar eru réttar, þá þyrfti ekki aðeins að fella niður allan þann kostnað, er leggst á hér á landi, heldur líka hluta af cif-verðinu,“ sagði Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs, er hann var spurður um ástæður þess að olíuverð á íslandi er samkvæmt frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag 48% hærra en í Bretlandi. Þá benti Indriði á að oft vildi það gleymast þegar rætt er um gasolíu, að um margar tegundir er að ræða en ekki eina, eins og margir halda: „Við kaupum aðeins eina tegundina hingað með mjög lágu brennisteinsmarki." Þá lagði Indriði Pálsson á það áherslu að nefnd olíufélaganna og LÍÚ væri starfandi, og fjallar hún um þessi mál. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið, og sagði að upp- lýsingar Morgunblaðsins væru nýjar fyrir sér. Eins og áður segir er cif-verð 74% af útsöluverði gasolíunnar, en opinber gjöld nema 3%, dreif- ingarkostnaður olíufélaganna er 14%, verðjöfnunargjald 6% og til- lag í innkaupajöfnunarsjóð nemur 3% af útsöluverði gasolíunnar. Landgræðslan krefst ítölu á Grímstunguheiði í A-Húnavatnssýslu LANDGRÆÐSLAN hefur krafiat ítölu á Grímstunguheiöi i Austur- Húnavatnssýslu vegna gróöurvernd- arsjónarmiða. Að sögn Sveins Run- ólfssonar landgræðslustjóra er ástandið á heiðinni orðið mjög slæmt eftir undangengin fjögur kuldaár en ekki næst samstaöa með heimamönn- um um nauðsynlegar gróðurverndar- aðgerðir. Grímstunguheiði liggur mjög hátt og greri hún mjög seint í vor og sumar að sögn Sveins. Sagði Sveinn að heiðin væri verulega ofbeitt en ekki næðist samstaða meðal heimamanna um gróður- verndunaraðgerðir og hefði Land- græðslan því krafist ítölu. Sagði Sveinn að í Áshreppi vildu menn gróðurverndaraðgerðir en bændur i hinum hreppnum sem upprekstur á á heiðina, Sveinsstaðahreppi, væru lítt til viðtals um slíkt. Þegar ein- hver til þess bær aðili krefst ítölu skipar viðkomandi sýslumaður ítölunefnd sem metur beitarþol viðkomandi afréttar og skiptir á milli eignaraðila I hlutfalli við eignarhluta þeirra. Sýslumaður skipar formann, annan nefndar- mann eftir tilnefningu Búnaðarfé- lags Islands og þann þriðja eftir tilnefningu Landgræðslunnar. Tölvukaup ríkisstofnana: Þremur til- boðum tekið INNKAUPASTOFNUN ríkisins, ásamt Fjárlaga- og hagsýslustofnun og Skýrsluvélum ríkisins gerðu í vor útboð í tölvukaup ríkisstofnana og menntastofnana og var það í tvennu lagi. Ákveðið hefur verið að taka til- boði Radíóbúðarinnar og kaupa fjörutíu Apple-tölvur fyrir fram- haldsskólana á þessu ári, og fer stærsti hlutinn í menntaskólana á Lögbann sett á innflutning Spar-hreiniætisvara að beiðni Frigg: „Eingöngu vegna þess að við erum með ódýrari vöru“ — segir Sveinlaugur Kristjánsson hjá Sund hf., sem flytur Spar-vörurnar inn SÁPUGERÐIN Frigg í Garðabæ hef ur krafist lögbanns á innfiutning hreinlætisvara undir merkinu Spar, sem Sund hf. hefur flutt inn. Frigg framleiðir m.a. þvottaefni með nafn- inu Sparr og hefur gert í 30 ár. Sund hf. hefur hætt innflutningi á hreinlæt- isvörum undir þessu nafni, en fiytur áfram inn fjölda annarra vörutegunda undir sama nafni. „Við neyddumst til að krefjast lögbanns vegna þess að þeir neituðu að hætta að fljrtja þessar vörur inn,“ sagði Gunnar J. Friðriksson, forstjóri Frigg, í samtali við blm. Mbl. í gær. „Frigg hefur átt þetta vörumerki í 30 ár og hyggst nota það áfram. Það voru mörg tilfelli, þar sem fólk ruglaði þessum merkj- um saman, og því fórum við fram á lögbann á notkun nafnsins. Þegar maður hefur í huga hvernig fór þeg- ar Líf varð að lúta lægra haldi fyrir bandaríska tímaritinu Life og breyta nafni sínu held ég þetta liggi alveg á borðinu." „Við höfum stöðvað sölu á dreif- ingu á þeim hreinlætisvörum, sem við vorum með undir þessu merki," sagði Sveinlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sunds hf. er blm. Mbl. ræddi við hann í gær. „Við vorum með um 30 vörutegund- ir sem flokkuðust undir hreinlæt- isvörur, en Frigg ekki nema þrjár þannig að við töpum þarna mikilli sölu,“ bætti hann við. Sveinlaugur sagðist sannfærður um að lögbannskrafan hjá Frigg ætti rætur sfnar að rekja til könn- unar Verðlagsráðs frá f vetur. Þar hefðu vörur frá Spar komið mjög vel út, mun betur en t.d. vörur frá Frigg, og Spar-vörur verið teknar að hafa töluverð áhrif á sölu vara frá Frigg. „Hálfum mánuði eftir þessa könnun fengum við bréf frá lögfræðingi þeirra,“ sagði Svein- laugur. Þá sagði Sveinlaugur, að trygging sú er fógeti krafðist af hálfu Frigg vegna lögbannskröfunnar væri út í hött. Við fórum fram á 10 milljónir en fógeti óskaði eftir 80.000 króna tryggingu." „Tap okkar nemur 10 milljónum ef við reiknum með 2—3 ára málaferlum vegna þessa. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt, að það komi fram, að þarna er ein- göngu verið að krefjast lögbanns vegna þess að við erum að selja miklu ódýrari vörur,“ sagði Svein- laugur Kristjánsson. höfuðborgarsvæðinu. Alls verða keyptar 120 tölvur næsta eina og hálfa árið. Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupastofnunar, er samningurinn við Radíóbúðina ekki mjög stór, þar sem tilboð hennar var mjög hagstætt og mun hver tölva kosta liðlega 30 þúsund krónur, en tólf tölvur í stofu með tilheyrandi búnaði kosta um hálfa milljón króna. Þá voru einnig boðin út tölvu- kaup fyrir ríkisstofnanir og var niðurstaðan sú, að ákveðið var að taka tilboði frá Radíóbúðinni í minni gerðina, sem er samskonar tölva og fyrir framhaldsskólana, en með öðrum hugbúnaði. 1 stærri gerð var tilboði Gísla J. Johnsen tekið og er þar um að ræða IMB- PC-tölvur, en einnig var ákveðið að taka tilboði Atlantis, sem er íslenskt fyrirtæki, og býður Atl- antis-vélar. Að sögn Ásgeirs Jóhannssonar eru þessi kaup skemmra á veg komin en kaupin fyrir skólana, en Fjárlaga- og hag- sýslustofnun hefur sent út bréf til ríkisstofnana og ráðuneyta þar sem þörfin fyrir samræmda stefnu í tölvukaupum ríkisstofn- ana er kynnt. Skýrsluvélar ríkis- ins annast skipulag á nauðsyn- legri fræðslu. Aðspurður sagði Ásgeir Jóhannesson, að á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um hversu umfangsmiklir samn- ingar verða gerðir við þessi þrjú fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.