Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 13
Ferðaskrifstofurnar keppast nú við að bjóða landsmönnum hina margvíslegustu ferðamáta, eins og „flug og bíl“, „sumarhús“ og þar fram eftir götunum. Sá ferðamáti að fara með langferðabfl frá íslandi og til meginlands Evrópu er hins vegar öllu nýstárlegri og ekki margir sem hafa lagt upp í svoleiðis ferð. í síð- ustu viku kom hópur fólks til Húsa- víkur eftir að hafa ferðast til Dan- merkur og Noregs með Birni Sig- urðssyni, langferðabflstjóra, á þenn- an hátt. Björn stóð að þessari ferð í samvinnu við ferðaskrifstofuna Úr- val, og var það aðallega fólk frá Húsavík sem tók þátt í henni, en einnig voru ferðalangar frá Akureyri og Egilsstöðum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferð af þessu tagi er farin héðan frá Húsavík," sagði Björn Sigurðs- son, bílstjóri, við blaðamann Morgunblaðins sem leið átti um Húsavík þegar rútu ferðalang- anna bar þar að garði eftir að hafa komið með ferjunni Norröna til landsins fyrr um daginn. „I fyrra var farin ferð af svipuðu tagi til Færeyja og þá var ég fenginn til að keyra. Þessi ferð sem við erum að koma úr núna er nokkurs konar framhald á þeirri ferð því hug- myndin að henni kom fram í lok ferðarinnar til Færeyja. Hinn fríði hópur ferðalanganna sem kom til Húsavíkur í síðustu viku eftir að hafa ferðast með rútinni um Noreg. Húsavík: „Ferja og rúta“ en ekki „Flug og bíll“ Auk mín voru 24 sem fóru í ferðina og voru þeir á öllum aldri, og þeir elstu komnir á áttræðis- aldur. Við lögðum af stað frá Húsavík að morgni 21. júní og ókum til Seyðisfjarðar þar sem farið var um borð í ferjuna og farið með henni til Danmerkur. Þaðan var síðan farið til Noregs, þar sem ferðast var mestan hluta tímans. Við fengum ákaflega gott ferða- veður, ekki mikla sól en þó þurrt og svalt veður,“ sagði Björn og bað að lokum fyrir innilegt þakklæti til Gunnlaugs Sigurðssonar, skólastjóra, og konu, hans en þau voru fararstjórar í ferðinni og reyndust ferðafólkinu í alla staði mjög vel. Ákaflega þægilegur ferðamáti Margrét Hannesdóttir, eigin- kona Björn Sigurðssonar, sagði að stemmningin í hópnum hefði verið mjög góð og menn átt fullt af vís- um í pokahorninu til að kasta fram. „Það ríkti mikil gleði í hópnum, en fáir þeirra sem fóru í ferðina höfðu áður komið til Norðurland- anna og var því um hið mesta ævintýri að ræða fyrir þá,“ sagði Margrét. „Þá voru allir mjög ánægðir með ferðina og hrifnir af þeim stöðum sem þeir komu til. Einnig voru allar móttökur mjög góðar. Þessi ferðamáti er ákaflega þægilegur, sérstaklega fyrir eldra fólkið, því það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af farangri sinum og er alltaf í sama farartækinu,“ sagði Margrét. Björn bætti því svo við að ekki væri loku fyrir það skotið að farið yrði í fleiri ferðir sem þessa því fólk virtist almennt mjög hrifið af þessum ferðamáta. Þá sagði hann að reyndar yrði far- ið til Færeyja síðla júlímánðar og væri að verða fullbókað í þá ferð. Keyrðu samanlagt 3.000 km Næstu viðmælendur voru þeir Pétur Jónsson frá Akureyri og Hólmgeir Árnason frá Húsavik. Ég fór í ferð með Birni í fyrra til Færeyja og stakk þvi þá að honum að við yrðum að fara i fleiri slikar ferðir og það virðist sem sú ferð hafi verið upphafið að öðru meira,“ sagði Hólmgeir. „Þetta var vissulega skemmtileg ferð,“ sagði Pétur. „Við byrjuðum á því að fara til Danmerkur en þaðan fórum við siðan til Noregs. Við komum víða við í Noregi og meðal annars vorum við tvær næt- ur í Þrándheimi og þar var okkur ekki i kot vísað. Hótelið þar var alveg stórkostlegt og á hverju herbergi var bar þannig að það væsti ekki um okkur þar,“ sagði Pétur. Þeir sögðu að siðan hefði verið farið til Álasunds, Bergen og Osló, og söfn, garðar og kirkjur hefðu verið skoðaðar. „Hann Björn, bil- stjórinn okkar, sagði að við hefð- um farið akandi u.þ.b. 3.000 km og það er þokkalegur spotti," sagði Hólmgeir, „en það var eins og maður áttaði sig ekki á þvi, þvi vegirnir þarna eru svo góðir og landslagið fallegt.“ „Eins er hann Björn svo góður bílstjóri," sagði Pétur um leið og hann kastaði fram eftirfarandi stöku: Bílstjórinn okkar heitir Björn, búinn kostum mörgum. Bíllinn flýgur eins og örn, eftir vegi körgum. Það tók tima að koma farangrinum út úr rútunni og einnig þurfti að bíða meðan veríð var að skipta bjórnum bróðurlega á milli manna. Björn Sigurðsson, bflstjóri, og kona hans, Margrét Hannesdóttir, keyptu sér fagurlega munstraðar peysur í Noregi. Pétur Jónsson og Hólmgeir Árnason voru báðir mjög ánægðir með ferðina og hældu bflstjóranum, Birni, og fararstjóranum, Gunnlaugi Sigurðssyni, á hvert reipi og kváðu allan aðbúnað hafa verið hinn besta. Þegar rútan kom til Húsavíkur voru ættingjar ferðalanganna mættir til að taka á móti þeim og fögnuðu þeim vel við komuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.