Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 29 Enskir punktar Fré Bob Honnossy, fréttamanni Morgun- blaötini í Englandi. Tony Barton, sem rekinn var nýlega frá Aston Villa, hefur tekiö viö framkvæmdastjórastööunni hjá 4. deildarliöi Northampton. Barton tók viö stjórninni hjá Villa er Ron Saunders hætti þar 1982 og strax um vorið sigraöi liöiö í Evrópukeppni meistaraliöa undir stjórn hans. Liöiö vann þá Bayerrw Miinchen 1:0 í úrslitum. Fleiri til Portúgal Andy King sem lék með Everton í vetur, og geröi áöur garöinn frægan hjá QPR, hefur gengið til liös viö portúgalska 1. deildarliöiö Belloneese. Framkvæmdastjóri liösins er Jimmy Melia, sem var viö stjórnvölinn hjá Brighton, er liðiö lék til úrslita um enska bikarinn i fyrra gegn Manchester United. Belloneese komst upp úr 2. deild í vetur undir hans stjórn. Breskir leikmenn og þjálfarar eru nú nokkrir í Portúgal — þar ná nefna John Toshack hjá Sporting Lisbon, írska leikmanninn Mickey Walsh ' hjá Porto og þá er gamia kempan John Richards, sem lék með Wolves í fjölda ára, einnig í Port- úgal. Hilaire til Luton Endanlega hefur veriö gengiö frá sölunni á framherjanum Vince Hilaire frá Crystal Palace til Luton. Palace fékk í staöinn Trevor Ayl- ott. Charlton í stjórn United~ Bobby Charlton hefur veriö geröur aö stjórnarmanni hjá Manchester United — eina liöinu sem hann lék meö sem atvinnu- maöur á átján ára ferli sinum. Hann er 46 ára aö aldri — og er fyrsti leikmaöur United síöan um aldamót sem nær aö komast i stjórn félagsins. Hann lék sinn fyrsta leik meö United 1956 gegn Charlton, 18 ára aö aldri, og skor- aöi tvö mörk. Hann lék alls 570 deildarleiki meö United og skoraöi í þeim 192 mörk. Gibson til West Ham? West Ham hefur áhuga á því aö kaupa bakvörðinn Colin Gibson frá Aston Villa. Hann er frá London og hefur áhuga á aö komast aftur á heimaslóöir. Hann er því hrifinn af tilboöi West Ham, en John Lyall, framkvæmdastjóri félagsins, hugs- ar sér hann sem vinstri bakvörö í staö Frank Lampard. Þó Lampard hafi veriö félaginu dyggur í mörg ár veit Lyall sem er aö hann heldur ekki áfram endalaust. Morgunblaöiö/Skapti Hallgrtmsson. e Ásgeir Sigurvinsson skrifar hér undir auglýsingasamninginn við Arnarflug og Hummel-umboöiö á íslandi. Til vinstri er Magnús Oddsson hjé Arnarflugi en Ólafur H. Jónsson er lengst til hægri é myndinni. Ásgeir gerði samning við Hummel og Arnarflug — „stærsti auglýsingasamningur sem gerður hefur verið viö einstakling á íslandi“ ÁSGEIR Sigurvinsson, knatt- spyrnumaður érsins í Þýska- landi é síöasta keppnistímabili, skrifaöi é dögunum undir aug- lýsingasamning viö Hummel umboöiö é Is Jónsson hf. og Arnarflug. Aö sögn samningsaöila, á fundi meö fréttamönnum á dög- unum, er hér um aö ræöa stærsta auglýsingasamnlng sem geröur hefur veriö víö einstakling á Islandi. Hummel-fyrirtækiö danska hyggst framleiða íþróttavörur með nafni Ásgeirs í framtíöinni og eölilega munu þær fyrst koma á markaö hérlendis. Aö sögn Ólafs H. Jónssonar munu fyrstu vörurnar veröa tilbúnar síöar á þessu ári. Skór og æfingagallar. Hummel-fyrirtækiö var upp- haflega þýskt — en fyrir nokkr- um árum keyptu tveir Danir eig- endur fyrirtækisins út úr því. Danir þessir geröust áriö 1971 umboösmenn Hummel í Dan- mörku — og seinna keyptu þeir fyrirtækiö. „Eggiö gleypti hæn- una,“ eins og Jón Pétur Jónsson hjá Hummel-umboöinu sagöi á fundinum. Aö sögn þeirra bræöra Jóns og Ólafs hefur Hummel þegar unniö nokkurn markað í Þýska- landi, aöallega í noröurhluta landsins, og í bígerö er aö teygja anga fyrirtækisins suöur á bóg- inn. Þegar þar aö kemur mun fyrirtækiö því selja vörur tengdar nafni Asgeirs í Stuttgart og ná- grenni og hugsa sér gott til glóö- arinnar. Hjá Hummel í Danmörku starf- ar m.a. danski landsliösmaöurinn Allan Simonsen, sem sölustjóri, hluta úr degi og á samningi hjá fyrirtækinu eru nokkrir af bestu leikmönnum Dana, t.d. Sören Lerby sem leikur meö Bayern Múnchen. Þeir munu t.d. koma saman fram á stórri vörusýningu í Múnchen i haust, fyrir hönd Hummel, Ásgeir og Lerby. Samningsaöilar kynntu samn- inginn sem „mjög stóran“ og út- skýröi Magnús Oddsson hjá Arn- arflugi hlut félagsins í þeim „stóru“ oröum aö samningurinn væri mun víöfeömari en aörlr slíkir samningar sem geröir heföu veriö hér á landi. „Ásgeir mun vinna aö kynningu Arnar- flugs í Evrópu — og vorum viö mjög ánægöir þegar viö fréttum aö hann væri tilbúinn til aö gera samning viö íslenskt fyrirtæki. Viö teljum hann vera þekktasta jslendinginn i Evrópu og þaö er því mjög ánægjulegt aö samn- ingar skuli hafa tekist,“ sagöi Magnús. Ásgeir mun veröa á skrifstof- um Arnarflugs á meginlandinu á ákveönum tímum í framtíöinni — gefa eiginhandaráritanir og kynna starfsemi félagsins. Beinu útsendingarnar í Englandi: Flestir leikir meö Liverpool og United Frá Bob Hwinouy, Iréltamanni Morgunblaösina á Englandi. Ensku sjónvarpsstöövarnar til- kynntu ( fyrradag hvaöa leikir yröu sýndir beint þar í landi é næsta keppnistímabili. Alls veröa étta leikir sýndir beint — og þar af eru sex þar sem Liverpool eða Spánn — ísland: Síðari leik- urinn í kvöld islenska landsliöiö ( hand- knattleik leikur aftur ( kvöld gegn Spénverjum ytra. island tapaöi ( fyrrakvöld 14:20 eins og viö sögö- um fré. Manchester United eiga í hlut. Einn reyndar viöureign þeirra innbyröis é Anfield Road í Liv- erpool. Beinu útsendingarnar veröa annars þessar: 31. ágúst: Chelsea — Everton. 7. október Tottenham — Llverpool. 28. október: Nottingham Foreat — Liverpool. 2. nóvember: Manchester United — Arsenal. 18. nóvembec Newcastle — Liverpool. 25. nóvember: Sheftield Wedn. — Arsenal. 15. marz: West Ham — Manchester Utd. 31. marz: Liverpool — Manchester Utd. Hamingjusamur meistari Martina Navratilova hampar hérna verðlaunaskildinum sem hún mun varöveita næsta ériö, en þessi skjöldur er veittur fyrir sigur í kvennaflokki é Wimbledon-tennismótinu sem haldið er érlega é Englandi. Navratilova sigraói Chris Evert-Lloyd í úrslitaleiknum og er nú ókrýnd drottning tennis- íþróttarinnar. Hún hefur sigraö fimm sinnum ( Wimbledon og hefur verið ósigrandi nú um nokkurt skeiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.