Morgunblaðið - 18.07.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 18.07.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 15 Reynir Jesse Jackson að frelsa Sakharov? skal miða viö Vestur-Þýskaland: Þróunaraðstoð við E1 Salvador veitt á ný Bonn, 17. júlf. AP. HELMUT Kohl kanzlari Vestur- I'ýskalands hét því á fundi með forseta El Salvador, Jose Duarte, í dag að tekin verði upp að nýju þróunaraðstoð við El Salvador, en henni var hætt fyrir 5 árum vegna mannréttindabrota þar í landi. Ekki er þó enn vitað hve mikil fjárhagsaðstoð verður veitt, en að sögn fréttamanna er talið að Du- arte hafi farið fram á um 50 millj- ónir marka í viðræðum sínum við Kohl. í fréttatilkynningu þýsku stjórnarinnar segir m.a. að hún sé reiðubúin að leggja sitt af mörkum til efnahags- og félags- uppbyggingu sem nú á sér stað í E1 Salvador. Meðan Kohl og Duarte rædd- ust við í dag fóru fram friðsam- legar mótmælaaðgerðir gegn stjórninni í E1 Salvador og heimsókn Duartes fyrir utan kanzlararáðuneytið; ». í * • • '< •; , i' u A.k .. t ■* .1 / t Ennfrcmur sendu flokkur um- hverfisverndarsinna, græningj- ar, og ungir sósíaldemókratar frá sér harðorðar yfirlýsingar vegna komu Duartes, þar sem sú ákvörðun að hefja þróunarað- stoð við E1 Salvador er for- dæmd. Danmörk: Brýst enn á ný út úr fangelsi Horsens, Danmörku, 17. júll. AP. FANGINN Verner Visiten braust í dag úr fangelsi, sem búið var raf- eindaöryggisbúnaði, með því að láta sig síga í reipi niður 60 metra háa fangelsismúra. Varafangelsisstjórinn, Jens Tolstrup, talaði með virðingu um strokumanninn eftir að upp komst um flóttann. „Það verður að viður- kennast að hann er meistari i sínu Cagi.’Hann hefur áöurTbrotist út ur ** ■• i ■ fangelsum, en þessi flótti sló allt út.“ Visiten átti að afplána 8 ára dóm fyrir vopnað rán, og var und- ir sérstöku eftirliti síðustu daga vegna þess að beiðni hans um að hitta ástkonu sína, sem á von á barni, var hafnað. Jens Tolstrup sagðist efast um að nokkuð fangelsi í Danmörku væri nógu rammgert fyrir Visiten ef hann hygðist strjúka. t .’ \ iH*:: • V ; . *;• ‘Y ■ f.i' — segir Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna WeHington, 17. júlí. AP. ■ITJÓRNIR Astraliu og Bandaríkj- inna lýstu því yfir í dag, að banda- rískí fiotinn yröi áfram að hafa að- gang að höfnum og flugvöllum á Nýja-Sjálandi, ef varnarsamstarf |>essara ríkja ætti að halda áfram. í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir tveggja daga viðræður þess- ara þriggja ríkja (ANZUS) var lögð sérstök áherzla á þetta atriði. Verkamannaflokkurinn í Nýja- Sjálandi, sem tekur þar við völd- um eftir fáeina daga eftir mikinn kosningasigur sl. laugardag, hefur heitið því að banna heimsóknir kjarnorkuknúinna herskipa Bandaríkjamanna til Nýja-Sjá- lands og sömuleiðis viðdvöl ann- arra herskipa þeirra, sem búin eru kj arnorku vopnum. Gert var ráð fyrir, að George P. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, myndi ræða við Lange síðar í dag. Á fundi með frétta- mönnum sagði Shultz, að ANZUS hefði staðið vörð um öryggi Vest- urlanda í Kyrrahafi frá því að það var stofnað 1951 og að fullt hern- aðarsamstarf milli aðildarland- anna skipti miklu máli. Shultz vildi hins vegar ekkert segja um, hver viðbrögð Banda- ríkjamanna yrðu ef stjórn Nýja- Sjálands ætti eftir að takmarka eða banna siglingar bandarískra herskipa þangað. Hann neitaði því þó, að gripið yrði til viðskipta- þvingana í staðinn. ERLENT Aksturshraöa Tatiana Yankelevich, stjúpdóttir sovézka andófsmannsins Andrei Sakharovs, og Jesse Jackson á fundi með fréttamönnum í San Francisco, þar sem þau skýrðu frá því, að Jackson væri reiðubúinn til þess að takast á hendur ferð til Sovétríkjanna ef það gæti orðið til þess að Sakharov yrði veitt frelsi. San Franciaco, 17. júlí. AP. DÓTTIR sovézka eðlisfræðingsins Andrei Sakharovs hitti Jesse Jack- son að máli í gær og sagði síðan, að hugsanlega gæti síðasta vonin um að bjarga Sakharov og móður hennar, Yelenu Bonner, verið bundin við för Jacksons til Sovétríkjanna. Sá síðar- nefndi sagði í dag, að honum heföi verið boðið til Sovétríkjanna og hefði hann sótt um vegabréfsáritun til þess að af slíkri för gæti orðið. Sakharov, sem hlotið hefur Nóbelsverðlaunin, hefur barizt ákaft fyrir mannréttindum í Sov- étríkjunum en í staðinn mátt þola útlegð í borginni Gorki um árabil. Konu hans, Yelenu Bonner, sem er hjartasjúklingur, hefur verið neit- að um leyfi til að fara úr landi til að leita sér læknismeðferðar. Tatiana Yankelevich, dóttir Yel- enu Bonner, sagðist í dag vera mjög hrifin af þeim áhuga, sem Jackson sýndi þessu máli. Haft var eftir honum í dag, að halda bæri þessu málefni innan ramma mannúðarinnar og að ekki mætti blanda því i innanlandsstjórnmál í Bandaríkjunum nú. Heimsókn Jacksons til Sýrlands síðla árs í fyrra lauk með því, að bandarískum flugmanni var gefið frelsi af þarlendum stjórnvöldum. í síðasta mánuði heimsótti Jack- son Kúbu og í kjölfar þess var 22 Bandaríkjamönnum og 26 Kúbu- mönnum, sem verið höfðu í fang- elsum á Kúbu, veitt frelsi. Jackson sagði í gær, að kúbönsk stjórnvöld væru hugsanlega reiðubúin - til þess að láta þrjá eða fjóra póli- tíska fanga til viðbótar lausa úr fangelsum á Kúbu. Skutu sér leið út úr fangelsinu Sex fangar sleppa í Barcelona Barcekma, 17. júlf. AP. SEX FANGAR sluppu úr aðalfang- elsinu í Barcelona í dag, eftir að hóp- ur fanga, sem komizt höfðu yfir vél- byssu, réðst á fangaverðina. Fimm menn særðust í átökunum, þar af einn fangi og er hann alvarlega særður. Er það Jorge Eduardo Vilar- ino frá Argentínu, en hann var hand- tekinn fyrir VA mánuði, ákærður fyrir að hafa drepið spánskan lög- reglumann. Hernaðarsamvinna ANZUS- ríkjanna mjög mikilvæg Lögreglan segir, að fangarnir hafi þrifið vélbyssu af einum fangavarðanna og skotið sér síðan leið út á götuna, þar sem þeir hurfu á tveimur bílum. Ekki er vitað hvort þessir bílar hafi beðið fanganna og hvort hér var um fyrirfram skipulagðan flótta að ræða. Á laugardaginn var skaut óþekktur byssumaður utan af göt- unni til bana einn fangann í fang- elsinu. Það var Raymond Vaccar- izi, 32 ára gamall Frakki, sem grunaður var um að vera í tengsl- um við glæpaflokk í Marseille. Var hann á tali við konu sína í gegnum rimla fangelsisins, en hún stóð fyrir utan. Vaccarizi átti í vænd- um að vera framseldur frönskum yfirvöldum ákærður um banka- rán.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.