Morgunblaðið - 18.07.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.07.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 19 Bjórvélar fjarlægðar á Vellinum BJÓRVÉLAR, sem hafa verið (fbúð- arblokkum á Keflavíkurflugvelli, hafa verið fjarlægðar, að boði yfir- manna hersins, og mun ástæðan vera misnotkun i vélunum og inni- haldi þeirra. í blaðinu „Víkurfréttum" frá 12. þ.m. er fjallað um mál þetta og ástæðan fyrir því að vélarnar voru fjarlægðar er sögð vera mikil ásókn íslenskra starfsmanna á Vellinum i mjöðinn. Segir þar ennfremur, að starfsmenn hersins hafi ekki haft við að fylla vélarnar og hafi yfirmaður hersins komist að því að það væru ekki varnar- liðsmenn sem keyptu bjórinn svo stift, heldur fslendingar. Sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. afl- aði sér hjá fulltrúum hersins á Keflavikurflugvelli voru vélarnar teknar niður vegna óeðlilegrar notkunar, og þyrfti það ekki endi- lega að þýða að íslendingar hefðu misnotað vélarnar, heldur gæti það einnig Stt við um börn og unglinga og aðra, sem vinna eða búsettir eru á Vellinum. Svíar fagna niðurskurði á hvalveiðiim: Skil ekki hvaða erindi Sví- þjóð á í hvalveiðiráðinu — segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter life Fund, og að hann hafi sagt, að ályktun ráðsins hafi verið sigur.. Þá er sagt frá óánægju Japana og haft eftir fulltrúa þeirra, að Jap- anir líti ekki lengur á hvalveiði- ráðið sem alvarlega starfandi stofnun, það sé fjölleikahús. „ÉG FÆ yfirleitt ekki skilið hvaða erindi Svíþjóð í í Hvalveiðiráðinu. Ég held að Svíar ættu að hyggja að eigin umhverfisvandamálum eins og þeim áhrifum, sem súrt regn hefur á skóga og stöðuvötn í stað þess að ganga til liðs við ofbeldissinna gegn okkur,“ segir Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., meðal annars í sam- tali við blaðamann sænska blaðsins Dagens Nybeter í lok hvalveiðiráð- stefnunnar í síðasta mánuði. í grein blaðsins frá 25. júní er fjallað um niðurstöður ráðstefn- unnar og sagt, að nýjar reglur séu sigur fyrir friðarsinna. Hefur blaðið eftir „glaðværum hvala- drápsandstæðingi", Craig Van Norte, að honum teljist til að árið 1985 verði 6.845 hvalir drepnir á móti 9.612 á þessu ári. Það þýði að þeir hafi bjargað 2.767 hvölum. Álítur hann þessa niðurstöðu rothögg á hvalveiðar Japana og Sovétmanna. Blaðið segir, að almennt hafi hin ákveðna ályktun, sem gerð hafi verið, verið talin sigur fyrir friðunarsinna og eins og vænta mátti hafi Japan, Sovétrikin og Brasilía gert fyrirvara um and- stöðu gegn ályktuninni. Umhverf- isunnendur hafi fagnað harðlínu- stefnu Svía á ráðstefnunni, en hún hafi vakið óhug íslenzku og norsku sendinefndanna. Síðan hefur blaðið eftir sænska sendinefndarmanninum og deild- arfulltrúa utanríkisráðuneytisins, Kaj Mannheimer, að þetta hafi verið góð ráðstefna. Nær allir kvótar hafi verið skornir niður og vísindalegu tillögurnar verið virt- ar. Svíþjóð hafi leitazt við að fá veiðiheimildir minnkaðar um helming. Árangurinn hafi verið þriðjungur, en það þýði þó, að búið sé að bjarga þeim hvalastofnum, sem í mestri hættu hafi verið. Hún hafi verið sérstaklega ánægð yfir því, að næsta ár verði algjör- lega bannað að veiða búrhval. Þá hefur blaðið eftir Craig Van Norte, að Mannheimer hafi verið eitt skinandi ljósa á ráðstefnunni. Hún hafi flutt mergjað mál um verndun hvalastofnsins, þrátt fyrir mikinn þrýstirig af hálfu Noregs og annarra landa. Blaðið segir, að norski sendi- fulltrúinn, Per Tresselt, hafi ekki viljað láta álit sitt á gerðum Svia í ljós, en hann hafi greinilega ekki verið ánægður og þá sérstaklega ekki með tillögu Svíþjóðar þess efnis, að Noregur ætti ekki að fá að veiða nema 300 hrefnur á næsta ári. Sænski fulltrúinn hafi gert fyrirvara gegn ákvörðuninni um 635 hvala úthlutun Noregi til handa árið 1985. Blaðið segir, að meiri gagnrýni á Svíþjóð hafi verið að heyra í ís- lenzku sendinefndinni. íslend- ingar hafi verið óánægðir yfir niðurskurði bæði á veiðikvóta hrefnu og langreyðar. Síðan hefur blaðið eftirfarandi eftir Kristjáni Loftssyni auk þess, sem áður er sagt: „Það lítur svo sem vel út, þegar Svíar ganga í lið með lönd- um við karabíska hafið eins og Antigua og Santa Lucia. Þessi lönd hafa stefnt að því að glepja starfsemi ráðsins. Þau geta ekki einu sinni greitt gjöldin sjálf. Bandarískir umhverfismálahópar greiða þau og eru fulltrúar land- anna í ráðinu." Þá segir blaðið, að fulltrúi Ant- igua í hvalveiðiráðinu sé raunar bandaríski hvalvísindamaðurinn Roger Payne, sem einnig sé þekkt- ur og virtur félagi í World Wild- sykuriausl appclsín wk Med nvju sætuefni Nutra-Sweet * \ k ^ sem skilar sama gamla góda I W appelsínubragðinu H. án eftirkeims. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.