Morgunblaðið - 03.08.1984, Page 4

Morgunblaðið - 03.08.1984, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 HVAÐ ER AÐ GERAST UM VERSLUNARMANNAHELGINA ... Mikill fjöldi íslendinga sækir útihátíðir um verslunarmannahelgi ár hvert. Laugar: Megas og SumargJeðin Laugahátíðin stendur frá föstudegi til mánudags og er frítt inn á tjaldsvæðið á henni alla dagana. Bubbi Morthens og Megas koma fram, auk fjölda annarra skemmtikrafta. Dansað verður föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, keppt verður í skrykkdansi laugardag og sunnudag og á sunnudaginn mætir Sumargleðin og haldið verður stórbingó fyrir alla fjöl- skylduna. Þá verða kvikmynda- sýningar alla dagana, þannig að það ætti ekki að væsa um fólk fyrir norðan. V estmannaeyjar: Dans, bjargsig og brennur á Þjóðhátíð Þjóðhátíðin í Vestmannaeyj- um er að verða með hefðbundn- ari hátíðum, sem landsmönnum stendur til boða um verslunar- mannahelgina og ætti enginn að verða svikinn af henni nú frekar en endranær. Meðal skemmtikrafta má nefna Halla og Ladda, Hálft i hvoru, Björgvin Halldórsson, eftirhermuna Jóhannes frá Ingj- aldssandi og Gretti Björnsson, hinn góðkunna harmonfkuleik- ara, auk söngvaranna Bjartmars Guðlaugssonar og Bobby Harri- son. Kynnir og stjórnandi á há- tíðinni verður Árni Johnsen en hátíðahöidin eru í höndum íþróttafélagsins Þórs í Vest- mannaeyjum að þessu sinni og allur undirbúningur unninn í sjálfboðavinnu. Messa og hátíð- arræða verður flutt af Helga Sæmundssyni og að sjálfsögðu gleyma Eyjamenn ekki „þjóðleg- um“ íþróttum á borð við bjarg- sigið. Verð á aðgöngumiðum verður kr. 1.000 og auk þess, sem talið hefur verið þegar, verður boðið upp á brennu og flugeldasýn- ingar að ógleymdum dunandi dansi. BSÍ með ferðir á helstu hátíðir FERÐIR verða frá Umferð- armiðstöðinni í Reykjavík á allar helstu útihátíðirnar. Þaðan er hægt að komast í Þjórsárdal, í Galtalæk, Þjóð- hátíðina í Eyjum, Húsafell, Logaland, Þórsmörk, Laug- arvatn og til Þingvalla. Ferð- ir eru alla daga frá föstudegi til mánudags. Allar nánari upplýsingar eru veittar á BSÍ. Atlavík: Ringo Starr og Stuðmenn Þó að ýmsu sé til tjaldað um þessa helgi verður Atlavík víst eini hátíðarstaðurinn, sem býður upp á ósvikinn Bítil um verslun- armannahelgina. En eins og kunnugt er, mun Ringo Starr verða þar viðstaddur, áSamt konu sinni, og er ekki að efa, að marga fýsir að berja einn þess- ara frægu fjórmenninga augum. Innlendur heiðursgestur hátíð- arinnar verður Jón Hjartarson leikari og meðal annarra, sem fram koma, má nefna hljóm- sveitirnar Stuðmenn og Dúkku- lísurnar, leikflokkinn Svart og sykurlaust og ýmsa aðra fjöl- listamenn. Laugardag og sunnudag fer fram hljómsveitakeppni og mun Ringo Starr afhenda sigurvegur- unum í þeirri keppni verðlaunin. Margt fleira verður til skemmtunar á hátíðinni, sem hefst á föstudag og stendur til sunnudags, m.a. varðeldar og flugeldasýning. Það er UÍA sem stendur að hátíðinni og eins og flestum mun kunnugt þá er Atlavík að finna i Hallormsstaðaskógi. Borgarfjörður: Upplyfting á Logalandi Þrír dansleikir verða haldnir á Logalandi um verslunarmanna- helgina á vegum UMSB og leikur hljómsveitin Upplyfting á þeim öllum. Ýmislegt fleira verður til skemtunar, s.s. útihljómleikar, óvæntar uppákomur og fleira. Tjaldstæði verða við Logaland og á kvöldin verða varðeldar kyntir. Sæmundur sér um sæta- ferðir frá BSÍ, Akranesi, Borg- arnesi og Húsafelli. Aðgangur inn á tjaldsvæðið verður 250 til 300 krónur. Galtalækjarskógur: Tívolí og dansleikir fyrir börn og fullorðna í Galtalækjarskógi fer að venju fram bindindismót og þvi ætti ekki að væsa um alla fjöl- skylduna þar. Aðgöngumiðinn kostar kr. 600 fyrir fullorðna en hugsað er fyrir þörfum fleiri kynslóða, því m.a. verður starf- rækt tívolí á staðnum. Hljóm- sveit Ólafs Gauks og Svanhildur leika fyrir dansi og diskótekið Devó fyllir upp í eyðurnar, ef einhverjar verða. Stefán Baxter, skrykkdansari leikur listir sínar, haldinn verður barnadansleikur með skemmtikröftunum Jörundi Guðmundssyni, Sigurði Sigur- jónssyni leikara og Erni Árna- syni, en þeir munu jafnframt koma fram á kvöldvökum. Hljómsveit Geirmundar í Miðgarði Dansinn verður stiginn með hjálp Hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar í Miðgarði í Skaga- firði föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld um þessa versl- unarmannahelgi og verður það væntanlega vel þegið af hesta- mönnum, sem leið eiga um á leið sinni á eitthvað af hesta- mannamótunum þremur, sem nú standa yfir fyrir norðan. Húnaver: Gautar á Húnagleði Húnagleðin í Húnaveri býður upp á dansleiki frá föstudegi til sunnudags um helgina og verður hljómsveitin Gautar frá Siglu- firði þar fremst í flokki en auk hennar koma fram „Bigband" og Sverrir Stormsker. Tjaldstæði eru skammt frá Húnaveri og að- staða góð. Aðgangur að tjald- stæðinu er ókeypis, en miðar á dansleikina kosta kr. 350. Sæta- ferðir verða að Húnaveri um helgina. Þjórsárdalur: Gaukurinn ’84 I Þjórsárdalnum standa Hér- aðssambandið Skarphéðinn og Ungmennasamband Kjalarnes- þings að útisamkomunni Gauk- urinn ’84. Þetta er annað árið í röð, sem þessi tvö stærstu hér- aðssambönd innan UMFl halda útisamkomu í Þjórsárdal og tóku um 3.00 manns þátt i gleð- skapnum í fyrra. Eins og síðast verður um fjöl- breytta skemmtidagskrá að ræða. HLH-flokkurinn mun koma fram, sýndur verður skrykkdans, Kizaflokkurinn sýn- ir bardagalist og keppt verður í forníþróttum. Þá verða hljóm- leikar, flutt verður hátíðarræða og margt annað verður til skemmtunar. Hljómsveitirnar BARAflokk- urinn og Lótus leika fyrir dansi öll kvöldin á tveimur pöllum frá kl.21.00 — 3.00. Auk þess dunar diskótekið Stúdíó alla helgina. Verðið er kr. 900 og sætaferðir verða alla helgina til og frá mótsstað, en þær kosta kr. 200 aðra leiðina. Náttúrufegurð er mikil í Þjórsárdal, fallegir trjálundir og hrikalegt landslag skapa sér- stætt og heillandi umhverfi. Oft er mesta blíðviðri í dalnum þótt rigni á höfuðborgarsvæðinu og jarðvegurinn er þannig að hann þornar fljótt þegar styttir upp ef rignt hefur. Videy: Seglbretti og svart- hvítir draumar Viðeyjarhátíðin hefst í dag, föstudag, upp úr hádeginu og gefst fólki kostur á tíðum ferð- um frá Sundahöfn með Haf- steini Sveinssyni hátíðardagana þrjá. Stórdansleikur verður haldinn fyrsta kvöldið og leika þar hljómsveitirnar Kikk, Toppmenn, Pardus og Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar. Það kvöld verður líka mikil flug- eldasýning, sem Hjálparsveit skáta stendur fyrir. Dagskráin á laugardaginn hefst eftir hádegi og þar koma m.a. fram Vonbrigði, Slagverk- ur, Oxsmá, Svarthvítur draum- ur, Tikk Takk, Kukl o.fl. Dansað verður á tveimur pöllum um kvöldið og aftur verður flugelda- sýning. Messað verður í eynni kl. 13.00 á sunnudaginn og síðan verður keppt i skrykkdansi, auk þess sem á boðstólum verða bátasýning, seglbretta- og sjó- skíðasýning. HLH-flokkurinn, Bara-flokkurinn, Rocky Horror- leikflokkurinn o.fl. koma fram og um kvöldið verður dansað til kl. þrjú. Þess má geta að Flug- leiðir og Arnarflug eru með sér- stök ferðatilboð til Reykjavíkur þar sem miði á Viðeyjarhátíðina er innifalinn. Þjónusta farstöðvaeigenda FR. deild nr. 4, þ.e. Reykja- víkurdeild Félags farstöðva- eigenda, mun veita Reykvík- ingum og öðrum þeim, sem verða á ferðinni um verslun- armannahelgina með tal- stöðvar, þjónustu með eftir- farandi hætti: FR. radió 5000 verður opið föstudaginn 3.8. frá kl. 13. til kl. 24; laugar- daginn 4.8. frá kl. 8. til kl.24; sunnudaginn 5.8. frá kl. 8. tií kl. 24 og mánudaginn 6.8. frá kl. 8 til kl. 24. Símanúmerið á skrifstofu Félags farstöðvaeigenda er 27600. Sá simi er opinn á sama tíma og radióið og jafn- vel lengur. Kristinn hættur í Mezzoforte KRISTINN Svavarsson, saxófónleik- ari hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem starfað hefur í Bretlandi undanfarin misseri, er kominn heim til Íslands og hefur sagt skilið við hljómsveitina. „Ástæðumar eru nokkrar en þær eru allar persónulegar,** sagði Kristinn í samtali við blaðamann Mbl. í gær- kvöld. „Þetta var mín ákvörðun og það er með vissri eftirsjá, sem ég skil við félaga mína. En það er allt í mjög góðu.“ Kristinn sagðist nú væntanlega fara að leita sér að vinnu. Hann var handavinnukennari í grunnskóla áð- ur en Mezzoforte hleypti heimdrag- anum og sagðist vel geta hugsað sér að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. „Og ég reikna fastlega með að halda áfram að spila,“ sagði hann. „Þetta hefur verið mjög gam- an, en jafnframt afar erfitt. Við höf- um farið víða og spilað mjög mikið og yfirleitt hefur allt gengiö mjög vel. En þetta fyrsta ár held ég að sé aðeins undirbúningsvinna fyrir það, sem koma skal, og ég efast ekki um að Mezzoforte eigi eftir að ganga vel áfram.“ Steinar Berg ísleifsson, fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar, sagði f samtali við blm. að fjór- menningarnir, sem nú skipa Mezzo- forte, myndu ekki bæta við nýjum saxófónleikara heldur fá lausamenn til að leika með á hljómleikum og inn á plötur. Hljómsveitin vinnur nú að hljóðritun nýrrar bi eiðskífu, sem gefin verður út í mörgum löndum í haust. „Þótt við hörmum þessa ákvörðun Kristins verður engin breyting á starfi hljómsveitarinn- ar,“ sagði Steinar Berg. Það teygist úr krónunni á SUMAr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.