Morgunblaðið - 03.08.1984, Side 5

Morgunblaðið - 03.08.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 5 Svíar viðurkenna íslenskar nafnvenjur Matthías Sigfússon Matthías Sigfússon listmálari látinn MATTHÍAS Sigfússon listmálari lézt í Reykjavík aðfaranótt 2. ágúst sl. 80 ára að aldri. Matthías fæddist í Egilsstaða- koti í Villingaholtshreppi 2. maí 1904, sonur Gróu Gestsdóttur og Sigfúsar Vigfússonar bónda þar. Matthías lærði málaralist hjá ýmsum, m.a. Jóhanni Briem. Hann málaði einkum landslags- myndir og eru þær á heimilum víðs vegar um landið. Þá málaði Matthías altaristöflur í nokkrar kirkjur, þar á meðal Laugarnes- kirkju. Matthías kvæntist Sigurborgu Sveinsdóttur og lifir hún mann sinn ásamt tveimur sonum. Guðfinna Jóhannesdóttir Röng myndbirting ÞAU LEIÐU mistök urðu í blað- inu í gær, að mynd, sem birtist með minningargrein um Guðrúnu Helgu Rögnvaldsdóttur á bls. 51, birtist einnig með frétt á bls. 44 um fyrirlestur Guðfinnu Jóhann- esdóttur hjá Hjálpræðishernum. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biður Guðfinnu Jóhann- esdóttur og aðstandendur Guðrún- ar Helgu Rögnvaldsdóttur afsök- unar. Hér birtist myndin af Guð- finnu, sem fylgja átti fréttinni. SÆNSK stjórnvöld hafa ákveðið að taka til endurskoð- unar lög um nafngiftir frá 1982, sem kveða á um, aö Norðurlandabúar nýfæddir og búsettir í Svíþjóð, skuli fá sama eftirnafn og annaö for- eldrið. Að sögn Baldurs Möll- er, ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu, var haft samband við sænsk yfirvöld fyrr í sumar og hafi þau þá áttað sig á að ekki væri stætt á að framfylgja þessum lögum gagnvart íslendingum. Tvær íslenskar fjölskyldur í Lundi hafa staðið í stappi við sænsk yfirvöld út af skrásetn- ingu nýfæddra barna sinna, eins og frá var greint í frétt Morgunblaðsins í gær. Sam- kvæmt íslenskri venju vildu foreldrarnir að börnin fengju nafn föðurins sem eftirnafn. Skrásetningaryfirvöld í Svíþjóð settu þeim hins vegar stólinn fyrir dyrnar og vísuðu til áður- nefndra laga. Baldur Möller sagði í samtali við Morgunblaðið að dóms- málaráðuneytið hefði gert at- hugasemd við sænsk yfirvöld vegna þessara laga fyrr í sumar og hefðu þau þá sýnt fullan skilning á hinum íslensku nafnvenjum og talið rétt að gera þarna lagfæringu á. Hvað varðar þau tilfelli, sem getið er í frétt Morgunblaðsins í gær, mætti ef til vill kenna um sein- agangi í kerfinu. Sagði Baldur að öruggast væri að tilkynna um nafngiftina hingað heim til að forðast málavafstur við sænsk skrásetningaryfirvöld. Væri það eina lausnin að svo stöddu. Gísli Magnússon píanóleikari. Nýr tónlistar- skólastjóri Gísli Magnússon, píanóleikari, hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskól- ans í Garðabæ frá og með 1. ágúst. Gísli hefur kennt við skólann síðastlið- in tíu ár og undanfarin ár hefur hann gegnt stöðu yfirkennara við skólann. Um stöðuna sóttu auk Gísla eftir- taldir: Daði Þór Einarsson, Jón Kristinn Cortes, Jón Karl Einarsson, Kjartan Einarsson, Violeta Turidova og Þórir Þórisson. Norðurá slök HÓPURINN sem lauk veiðum í Norðurá í gærmorgun veiddi að- eins 14 laxa samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk í veiði- húsinu á Rjúpnahæð. Þá voru alls komnir 657 laxar á land. Einhver reytingsveiði hefur ver- ið í Munaðarnesi og sá afli er ekki með í tölunni. Er vonast mjög ákaft eftir nýjum göngum í Norðurá nú, það sígur á veiði- tímann, veiði lýkur 31. ágúst og oft hefur verið treg veiði í Norð- urá einmitt í ágústmánuði. Með- alþungi laxa er nærri 8 pundum og sá stærsti enn hinn eini og sanni 19 pundari sem örn Bjart- mars veiddi á flugu á Hvarar- hylsbroti. Mikið af „rusli“ í Flóku „ÞETTA ER ekki alveg nógu gott, það er svo mikið af þessu „rusli" sem við köllum svo, 2 til 3 punda laxar. Smálaxinn nú er eiginlega 2 pundum smærri að meðaltali en venja er til, en 4—6 punda laxar hafa oft verið uppi- staðan í afla okkar,“ sagði Ing- var Ingvarsson á Múlastöðum í samtali í gær. Ingvar sagði að komnir væru milli 140 og 150 laxar á land sem væri svipað og á sama tíma í fyrra, kannski ívið betra. Mest hafa veiðst 15 laxar á 3 stengur yfir 2 daga, Ingvar var þá sjálfur í ánni og veiddi 10 laxa, flesta í Múlastaðafossi og Brún. Stærsta laxinn veiddi Jón Árnason úr Hafnarfirði, 18 punda lax á maðk í Rang. Er það stærsti lax úr Flóku í ein 16 ár, en þá veiddi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra jafn stóran lax í Stekkjartúni. Fundist hafa merki á þremur löxum í Flóku í sumar. Voru það laxar sem kreistir voru í klakhúsinu í Stór- ási í fyrra haust. Höfðu þeir lítið stækkað síðan. Einn þeirra veiddi Björn ólafsson á „Eyrun- um“ á Black Gnat-þurrflugu, 5 punda lax. Róast í Grímsá „ÞETTA hefur verið heldur ró- legt þessa vikuna," sagði ólöf í veiðihúsinu við Grímsá í gær- dag, en þá höfðu útlendingarnir sem hófu veiðar á sunnudaginn veitt aðeins 28 laxa. Veitt er á 8 stengur og er Tunguá undanskil- in uns íslendingar taka við veið- um í Grímsá á sunnudaginn. Síð- asta útlendinga„holl“ fékk 61 lax, en hóparnir allir fram að því frá 80 og upp í rúmlega 90 laxa hver, þannig að lengst af hefur veiðin í Grímsá verið lífleg. ólöf sagði að erfitt væri að gera sér meðalþyngdina í hug- arlund, það vantaði mikið milli- stóra laxa, þeir væru annað hvort mjög smáir eða rokvænir, stærstir 23 og 28 punda, en nokkrir allt upp í 18 pund. Rúm- lega 500 eru komnir á land og aðeins hefur sést nýrunninn lax síðustu daga. Eingöngu hefur verið veitt á flugu síðustu vik- urnar, langvinsælasta flugan er nýlundan Black Sheep sem virð- ist gefa hörkuafla víðast þar sem hún er reynd. Stærsti laxinn tók þá flugu, en 23 pundarinn gein við flugu að nafni Lady Ellen. Aðrir punktar MJÖG köflótt veiði hefur verið við Svarthöfða, veiðisvæði þar sem Flóka og Reykjadalsá sam- einast Hvítá. Mbl. hefur fregnað að fyrir skömmu hafi aðeins veiðst þar milli 50 og 60 laxar og all margir hópar hefðu veitt lítið eða ekkert. í Reykjadalsá hefur veiði verið treg, en besti tíminn þar er þó enn eftir, hún hefur alltaf verið sein til, sú volga. Þar voru fyrir skömmu eitthvað á annan tug laxa komið á land. Mikið ferliki hefur sést í ánni, lax sem glöggir menn telja gæti verið í 30 punda klassanum. Hefur hann lengst af legið í tilbúnum veiðistað fyrir neðan bæinn Sturlu-Reyki. Hafa menn reynt að freista ráðherr- ans en ekki tekist. í Hvolsá og Staðarhólsá hefur veiði verið betri en menn þorðu að vona í upphafi veiðitímabils. Þar hafa veiðst eftir því sem Mbl. kemst næst nærri 60 laxar, margir mjög vænir, 10 til 14 punda. Nær allur aflinn er úr Staðarhólsánni, bleikjan sem talsvert er af, veiðist fremur í Hvolsánni. Veitt á Bryggjunum f Norðurá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.