Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 13 Ekkjan Corinne Parpallaix sést hér á leið í réttarsal, þar sem kveAinn var upp sá úrskurður, að sæðisbanka væri skylt að afhenda henni sæði úr manni hennar, sem lézt 25. desember sl. Hafði hún krafizt þess að fá það afhent, svo að hún geti alið barn, sem hinn látni maður hennar verði faðir að. Með frú Parpallaix, sem er fyrir miðju á myndinni, eru tveir lögmenn hennar. Mál þetta var fyrir rétti í Creteil, einni af útborgum Parísar. Af hálfu sæðisbankans var strax tilkynnt, að úrskurðinum yrði áfrýjað. Nicaraguæ Háttsettir embættismenn flæktir í fíkniefnasmygl Hugsað sem „pólitískt vopn, sem eyðileggi æsku óvinanna“ Washington, 2. ágúst AP. FYRRVERANDI sendistarfs- maður frá Nicaragua skýrði fulltrúadeild Bandaríkjaþings svo frá í dag, að varnarmála- ráðherra Nicaragua og aörir háttsettir embættismenn þar í landi væru flæktir í umfangs- mikla fíkniefnasölu og smygl- uðu fíkniefnum til Bandaríkj- anna. Væri þessi fíkniefnasala hugsuð sem „pólitískt vopn“ og henni ætlað að „eyðileggja æskufólk óvina okkar“. Það var Antonio Farrach, 33 ára gamall fyrrverandi starfs- maður hjá sendiráðum Nicar- agua í Venezúela og Honduras, sem skýrði frá þessu í dag. Sagði hann, að fíkniefni væru send frá heimalandi hans í því skyni jafnframt „að afla fjár til þess að kaupa matvæli handa fólki í Nicaragua, enda þótt það þýddi þjáningu og dauða fyrir æsku- fólk í Bandaríkjunum". Farach sagði ennfremur, að hann hefði sjálfur átt þátt í því að afhenda vegabréf frá Nicar- agua til manna frá Suður- Ameríku og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hann áleit, að hefðu staðið að fíkniefnasmygli. Stokkhólmi, 2. ágúst Frá Olle Kkström, frótUriUr* Mbl. NÚ Aö undanfórnu hefur verið að koma á markaðinn víða um lönd nýtt svefnmeðal, triazolam, sem veldur þvf að fólk sofnar fljótt og vel án þess að nokkurra aukaverkana gæti daginn eftir, t.d. drunga og þyngsla. Stafar það af því, að efnið brotnar alveg niður í líkamanum og eyðist. Þykir þetta nýja meðal einkum kærkomið fyrir vaktavinnufólk, flugliöa og þá, sem þurfa starfs sins vegna að ferðast yfir tímabeltin. Allar tilraunir benda til, að nýja svefnmeðalið standi öðrum langt- um framar. Það hefur engar eitur- verkanir og lítil sem engin hætta er talin á, að það sé vanabindandi. I bandaríska visindaritinu „Science" segir frá tilraun, sem gerð var við háskólann i Stanford f Kaliforniu Fangi skæruliöa í 4 vikur iHlamabad, 2. ágúsL AP. VONIR stóðu til þess í dag, að skæru- liðar f Afganistan létu lausan japan.sk- an sendistarfsmann, sem verið hafði fangi þeirra í margar vikur. Áður hafði verið haft eftir manninum, sem heitir Koichi Umezawa, að hann væri hepp- inn að vera enn á Iffí. Hann var hand- tekinn er hann var á leið út úr höfuö- borginni Kabúl f bfl sínum. Hann bar samt skæruliðum ekki illa söguna og sagði þá hafa farið vel með sig. Farach sagðist ekki geta full- yrt, að stjórn Nicaragua sem slík væri flækt í fíkniefnasmygl. Hins vegar væri víst, að hátt- settir embættismenn tækju þátt í því sem einstaklingar. Þannig hefði Humberto Ortega varn- armálaráðherra og bróðir Dani- el Ortega, leiðtoga sandinista- stjórnarinnar, staðið milliliða- laust að slíku fíkniefnasmygli. Vonir víða bundnar við nftt svefnmeðal Elkem kaupir 2 málmbræðslur 0*16, 2. ágÚKL Frá Jan Erik Uure, rrétlariUra Mbl. NORSKA stórfyrirtækið Elkem mun nú á næstunni taka við rekstri og eignarhaldi tveggja kísilmálmverk- smiðja í Kanada, sem bandaríska fyrirtækið Union Carbide átti áður. Er kaupverðið fyrir báðar verksmiðj- urnar 33 milljónir kanadískra doll- ara. Elkem hefur áður keypt málm- bræðslu af Union Carbide og með samningunum nú er það að tryggja sig í sessi sem fremsta fyrirtæki í heimi í þessari grein. Gunnar Viken, einn af forsvars- mönnum Elkem, segir í viðtali við Aftenposten, að samningurinn við Union Carbide sé mjög hagstæður en auk málmbræðslnanna fylgdi orkuver með í kaupunum. Elkem þurfti ekkert að borga út við samninginn en á að standa skil á kaupverðinu á 6—10 árum. Vext- irnir þykja mjög hóflegir eftir því sem gerist. Elkem var ekki eitt í ráðum þvi að hinn svokallaði Jebsen-hópur átti einnig aðild að kaupunum. Þar er um að ræða tvö fyrirtæki, sem kennd eru við Kristian Jebsen, útgerðarfyrir- tæki og tryggingafyrirtæki, og Bj örgvi nj arbanka. Málmbræðslurnar tvær, sem Elkem keypti, framleiða rúmlega helminginn af þeim kísilmálmi, sem notaður er í Kanada. og Chicago. Fór hún þannig fram, að 24 ungum og hraustum mönnum var meinaður svefn f nokkurn tíma en þá var átta þeirra gefin sykur- tafla, átta fengu svefnmeðalið vali- um og átta nýja lyfið, triazolam, sem er afbrigði af benxodiazepin. Þeir, sem fengu sykurinn áttu erfitt með að sofna en þeir, sem fengu valíum, sofnuðu mjög djúpum og þungum svefni. Þeir, sem fengu nýja lyfið, sofnuðu eðlilegum svefni og sváfu I sex til átta tíma. Þegar allir voru vaknaðir voru gerðar á þeim frekari tilraunir og kom þá í ljós, að þeir sem fengu valíum, voru illa fyrir kallaðir, sljó- ir og óklárir i kollinum, en þeir, sem fengu nýja lyfið, voru eins og ný- slegnir túskildingar, hressir og endurnærðir. Þeir, sem fengu syk- urinn, geispuðu bara af syfju. Ný róteind uppgötvuö Stantord, 2. ágúnL AP. Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta róteind, sem er ólfk öllum öðrum róteindum og orkutegundum, er eðlisfræð- ingar telja, að myndi grundvall- arþætti efnisins. Var skýrt frá þessu í gær á þingi 78 vísinda- manna, sem fram fer við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu. Áður en þessi uppgötvun var gerð, var talið, að búið væri að uppgötva allar þær róteindir, sem unnt er að finna í kjarna efnisins. Upp- götvun þessi var gerð í Vest- ur-Þýzkalandi. Sovéskt skip rek- ið úr höfn Hug, 2. ágúst AP. HOLLENSKA utanríkisráðu- neytið hefur staðfest fréttir um, að sovésku skipi hafi verið vísað á brott úr höfninni í Rotterdam, en í stærsta dagblaðinu, sem gefíð er út í Hollandi, var fullyrt, að skipið væri „njósnaskip". Sovéska sendiráðið hélt því hins vegar fram, að skipið væri tog- ari. Höfnin í Rotterdam er sú stærsta í heimi og um hana fara miklir flutningar fyrir Atlantshafsbandalagið. Sov- étmenn hafa margsinnis beðið um að fá að setja upp ræð- ismannsskrifstofu í borginni en þeirri bón hefur jafnan ver- ið neitað. Rússneska skipið, sem heitir Prostor, kom til Rotterdam 16. júlí sl. en dag- inn eftir var því vísað burt. Sagði talsmaður utanríkis- ráðuneytisins að vantað hefði nauðsynleg leyfi fyrir kom- unni. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta fréttir blaðsins De Telegraaf, að Prostor hefði verið vel útbúið njósnaskip. BJARTMAR EFEGMÆTTIRAÐA , DREIFING FALKINN (JIGEFANDI GEIMSTEINN Omissandi í partíið hvar og hvenær sem er — líka hjá þér!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.