Morgunblaðið - 03.08.1984, Side 18

Morgunblaðið - 03.08.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 Fiskflutningaskip selja í Grímsbæ; Börkur NK með 161 lest og flutninga- skipið Mar með 200 TALSVERT hefur verið um ísfisk- söhi íslenzkra skipa í Bretlandi að undanfornu. Er hér bæði um að r*ða fiskiskip og sérstök skip til þessara flutninga. Börkur NK hefur undanfarna mánuði gert nokkuð af því að sigla með fisk, sem ekki hefur verið svigrúm til að vinna í Neskaup- stað. Þá landar leiguskipið Mar um 200 lestum af ísuðum fiski í Grímsbæ um þessar mundir á veg- um Fiskafurða. Er sá fiskur frá ýms- um aðilum á Suðvesturlandi. Á mánudag og þriðjudag seldi Haffari KE 56,8 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 855.400 krónur, meðalverð 15,07. Á miðvikudag seldi Oddgeir ÞH 56,7 lestir, mestmegnis þorsk, í Hull. Heild- arverð var 1.522.000 krónur, með- alverð 26,85. Sama dag seldi Börk- ur NK 161,5 lestir, mest þorsk og ýsu, en einnig nokkuð af karfa, í Grímsbæ í Englandi. Heildarverð var 4.265.500 krónur, meðalverð 26,42. Á fimmtudag seldi Ýmir HF 106 lestir í Hull. Heildarverð var 2.659.300 krónur, meðalverð 25,08. Þá landaði flutningaskipið Mar um 200 lestum af fiski i Grimsbæ í Englandi á fimmtudag og í dag. Verð liggur því ekki fyrir enn, en fiskurinn er af suðvestur-horni landsins og er seldur á vegum fyrirtækisins Fiskafurða. „Aurvandilstá", rit eftir Peter Foote komin út - safn ritgerða og greina um rannsóknir á íslendingasögum, lifnaðarháttum fyrri tíðar o.fl ÚT ER komin á forlagi Odense Uni- versity Press bókin „Aurvandilstá" með undirtitlinum Norse studies, 'sem hefur að geyma ritgerðir hins þekkta fræðimanns Peter Foote um rannsóknir hans á fslendingasögum og íslenzkri sagnaritun til forna. Einnig eru greinar um Færeyinga- sögu og tveir kaflar eru um störf tveggja metinna fræðimanna á síð- ustu öld, Gabriel Turville Petre og Ludvig Larsson, en þeir fengust báð- ir við fræðistörf á sviði íslenzkrar sagnaritunar til forna. Titillinn Aurvandilstá er tekinn úr Eddu Snorra: „En er Þórr fann þat ok þótti þá ván at braut myndi ná heininni, þá vildi hann launa Gró lækningina ok gera hana fegna, sagði henni þau tíðindi at hann hafði vaðit norðan yfir Éli- vága ok hafði borit í meis á baki sér Aurvandil norðan ór Iötun- heimum ok þat til iartegna at ein tá hans hafði staðið ór meisinum ok var sú frerir, svá at Þórr braut af ok kastaði upp á himin ok gerði af stjörnu þá er heitir Aurvand- ilstá.“ Bókin er gefin út til að heiðra Peter Foote sextugan, ýmsar greinanna hafa áður birzt í vís- inda- og fræðimannaritum, en hefur hér verið safnað saman á einn stað. Meðal kafla í bókinni má nefna Sturlusaga and its back- ground, Secular attitudes in Early Iceland, on the Conversion of the Icelanders, Sagnaskemmtun: Reykhólar 1119, Nafn guðs hit hæsta, Icelandic sólstarsteinn and the medieval background, On the Saga of the Faroe Iceland. Alls eru í bókinni tuttugu ritgerðir, auk formála, eftirmála og tabula gratulatoria. Bókin er 311 bls. að lengd. Víndheimamelar: „Stórkostlegt að fljúga hér á landi“ - segir Heidi Fawcett, skosk svifdrekakona HEIDI Fawcett heitir konan, sem hér býr sig undir að svífa fram af Úlfarsfellinu. Hún er skosk og kom til landsins til að æfa svif- drekaflug og taka þátt í keppni, sem haldin verður um helgina í Húsafelli, ef veðurguðirnir leyfa. Heidi hefur stundað svifdrekaflug í 4 ár og hefur lengst flogið 20 km. „Það er stórkostlegt að fljúga hér á landi, því hér er svo fal- legt,“ sagði Heidi. „Það er líka auðveldara að stunda flugið hér en í Skotlandi, því hérna eru flestir svifdrekamenn á torfæru- bifreiðum og komast því upp á fjallstinda án örðugleika. Heima verð ég að bera svifdrekann 200 metra til að fljúga." Að þessum orðum mæltum sveif Heidi fram af fjallsbrúninni. Mótettukór Hallgríms- kirkju fer til Mótettukór Hallgrímskirkju held- ur til Þýskalands síðari hluta ágúst- mánaðar. í tilefni af þessu verður kórinn með opnar æfingar mánudag- inn 6. ágúst, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 22.00 og miðvikudaginn 8. ágúst Id. 21.30 í Hallgrímskirkju. Kórinn er að æfa dagskrá fyrir Þýskalandsferðina og er almenn- ingi boðið að koma og hlýða á Þýskalands hluta þeirra. Kórinn er að æfa mótettur frá 16. til 20. öld, íslensk þjóðlög og sálmalög, og gefst fólki tækifæri til þess að fyigjast með hvernig kórverk verður til og mótast í meðförum kórs. Stjórnandi kórs- ins er Hörður Áskelsson. Að- gangseyrir er 50.- kr. (FrélUriUri) Búast má við góðum árangri í kappreiðum Vindlwinuineluni, 2. ágúst Frá Valdimar GREINILEGT er að margir sterkir keppendur verða með á íslandsmót- inu hér á Vindheimamelum um helg- ina. Fjöldi manns er kominn að sunnan til þátttöku og eru þar á ferð bæði góðir reiðmenn og hestar. Að- staðan hér á „melunum" er sem fyrr fyrsta fiokks og hefur verið byggður dómpallur við 200 metra völlinn, þar sem gangtegundakeppnin mun fara fram. Einnig hefur verið byggt gerði, 20 sinnum 40 metrar, þar sem hlýðnikeppni mun fara fram. Þrátt fyrir að ekki sé rafmagn á staðnum verður tölva notuð við út- reikninga, eins og tíðkast á flest- um meiriháttar hestamótum nú- orðið. Verður notuð bensínrafstöð, sem sér tölvunni fyrir rafmagni og telur sá, sem sér um tölvuna, ekk- ert því til fyrirstöðu að þetta sé mögulegt. Notkun tölvunnar flýtir mjög fyrir öllum útreikningum og útgáfu á dómum í keppninni. Góð þátttaka er einnig úr Eyja- KristiiusynL fírði og í gær komu um fimmtán manns ríðandi þaðan með sjötíu hross. Veður er eins og best verður á kosið og ef það helst óbreytt má búast við góðum árangri í kapp- reiðum, en eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær verða hestamannafélögin hér í Skaga- firði með sitt árlega hestamót með gæðinga- og unglingakeppni, jafn- hliða Islandsmótinu. Ekki er úti- lokað að ný íslandsmet líti dags- ins ljós að þessu sinni og er þess skemmst að minnast þegar sett var íslandsmet í 300 metra stökki síðastliðinn sunnudag á Melgerð- ismelum. í gærkvöldi var komið á kapp- reiðum á Melgerðismelum með það fyrir augum að setja ís- landsmet, en að sögn reyndra keppnismanna er kappreiðabraut- in þar ein sú albesta á landinu. Ekki tókst að setja met, en tvö hross, Spóla og Tvistur, sem settu nýja metið um helgina jöfnuðu núverandi íslandsmet í bæði 300 og 350 metra stökki. Verða bæði þessi hross á kappreiðunum hér á Vindheimamelum auk annarra fljótustu hlaupahrossa landsins. Dansleikir verða haldnir í Ár- garði og Miðgarði, sem eru í næsta nágrenni við mótsstaðinn. Verður dansað þar föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Mótið hefst á morgun, föstudag, klukkan níu og stendur keppnin yfir til klukkan 19.00 alla dagana þannig að nóg verður um að vera fyrir hestaunnendur hér á Vindheima- melum um helgina. Húsavík: Margt fer úr skorðum vegna rafmagnsbilana Húsavík, 1. ágú.st. HÉR ER bjart og besta veður í dag, sól skín í heiði en rafijós loga ekki því bilun varð í jarðstreng við að- veitustöð fyrir hádegi. Var bærinn rafmagnslaus í 4 til 5 klukkustundir. Við slíka rafmagnstruflun fer margt úr skorðum hjá þeim sem ekki hafa rafmagnsstöðvar; búð- arkassar fara úr sambandi, tölvur verða ekki starfhæfar og þar fram eftir götunum. Fjölsímarnir trufl- uðust einnig svo erfitt var að ná símasambandi. Vinna hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur verður engin um vikutíma frá deginum á morgun að telja vegna sumarleyfa og vegna þess að veiðibann verður hjá smábátunum. — Fréttaritari. Ótrúlegustu óhöpp gera ekki boö á undan sér. Barn- iö er öruggt í barnaöryggisstól. KL-Jeenay eru viö- urkenndir stólar og hafa hlotiö verölaun fyrir hönnun og öryggi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.