Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 03.08.1984, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGOST 1984 Steindór fær frest fram í október Samgönguráðuneytið hefur ákveð- ið að veita bílstjórum á Bifreiðastöð Steindórs frest til að stunda leigu- akstur fram til 11. október nk., en fresturinn var veittur í þrjá mánuði frá uppkvaðningu Hæstaréttardóms hinn 11. júlí sl. Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að frestur- inn hefði verið veittur á þeim for- sendum að hér væri um sanngirn- ismál að ræða gagnvart þeim bfl- stjórum, sem hafa haft atvinnu af leiguakstri hjá stöðinni og ekki þótt eðlilegt að svipta þá atvinnunni fyrirvaralaust. Nýjum atvinnuleyfum leigubíl- stjóra verður úthlutað 1. október nk. og sagði Matthias Bjarnason, að þeir bílstjórar hjá Steindóri, sem uppfylltu þau skilyrði sem þar giltu, kæmu að sjálfsögðu til greina við úthlutun leyfanna, eins og hverjir aðrir. Ætti það einkum við um bílstjóra, sem ekið hefðu sjálfir, en hins vegar yrði til- gangslaust fyrir þá að sækja um, sem ekki hefðu ekið sjálfir og látið aðra aka fyrir sig. Samkvæmt þessu er ljóst, að rekstur Bifreiðastöðvar Steindórs í núverandi mynd, þ.e. akstur með leyfum, sem á sínum tíma voru gefin út á stöðina sjálfa, leggst niður 11. október nk. Það þarf þó ekki að þýða að stöðin hætti, því hugsanlega gætu bílstjórar, sem hafa atvinnuleyfi fyrir leigubíla- akstri, tekið við rekstri stöðvar- innar þegar þar að kemur. Seyðisfjörður: Iðandi mannlíf og suðræn sól Sejðisfiréi, 2. kgiusL MIKIL umferð hefur verið hér á Seyðisfirði í dag og veðurblfða hin mesta. Hitinn var um 22 stig í forsælu og bærinn iðandi af mannlífi, léttklæddu fólki svo helst minnti á suðrænar sólar- strendur. Ferjan kom klukkan níu í morgun og með henni voru 700 farþegar. Aðrir 700 farþegar voru hér til að fara með henni til baka. Tæplega tvö hundruð bílar komu með skipinu hingað og álíka margir fóru út. Þeir gestir, sem ferðast með skipinu hafa þann háttinn á, að þeir koma sér fyrir á tjaldstæðun- um og í dag voru hér á annað hundrað tjöld og húsvagnar. Tjaldstæðin virðast nú vera orðin allt of lítil og menn koma sér fyrir út með firðinum, tjalda þar eða leggja tjald- vögnum sinum og húsbílum og er með ólíkindum hversu fjöl- breytt farartækin eru. Má með sanni segja, að fjörðurinn taki á sig skemmtilega mynd með tilkomu alls þessa fólks. Það sem framundan er hjá ungdómnum hér er, að fólk er nú að undirbúa sig til Atlavík- urhátíðar og má búast við geysilegu fjölmenni þar enda veðurspáin um helgina eins og best verður á kosið. Fréttaritari. Þú svalar lestrarþörf dagsins á sfdnm MnprPransJ / Utilegu Hamborgarar m/brauði -g ^ t AÐEINS I ' pylsunum • frá okkur fylgja pylsubrauðin með „Ókeypis“ Kryddlegið kjöt, safaríkar steikur. og glæsilegir j! grillpinnar m tilbúið á Grillið. £ í pakningu kr. uiænv og iersK aq Jarðarber yo AÐEINS Ljúf Bláber SQ J AÐEINS klt/ BAKKINN Carlsberg öl Glæsilegur Glænýr Lax útimarkaður með fersku - grænmeti og j nýjum ávöxtum áSTÓR LÆKKUÐU VERÐI^ö Daglega úr ánni (Ekki úr Elliðaánum . . .) 1 líter Tap Sprite Coka Cola AÐEINS Kirsuber Ribsber ^ 4 tegundir af nýjum ' kartöflum. Grillkol 2 kg AÐEINS Bökunan kartöflur Ný uppskera AÐEINS Opið til kl. 8 í kvöld AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.