Morgunblaðið - 03.08.1984, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984
Stál og
* *
eftir Arna Arnason
Vorið 1981 samþykkti Alþingi
íslendinga lög, sem heimiluðu rík-
isstjórninni að festa fé í stál-
braeðslu, veita slíku fyrirtæki
ríkisábyrgð á lánum og fella niður
aðflutnings- og sölugjöld af vélum
og tækjum til verksmiðjurekstrar-
ins. Lögunum fylgdu ákvæði til
bráðabirgða, sem settu þátttöku
ríkisins í fyrirtækinu svo ströng
skilyrði, að ýmsir þingmenn full-
yrtu þá, að verksmiðjan yrði ekki
að veruleika með þátttöku ríkis-
ins. Annað er nú að koma á dag-
inn.
Ný fyrirtæki eru yfirleitt fagn-
aðarefni. Þau auka á fjölbreytni í
atvinnulifinu, skjóta undir það
nýjum stoðum og skapa atvinnu.
En það er skammgóður vermir að
stofna fyrirtæki, ef þau skila ekki
hagnaði. Þótt einstaklingum eigi
vissulega að vera frjálst að tapa fé
fyrir eigin reikning, snýst málið
þó um annað og meira. í þessu
tilviki er almenningur hvattur til
þátttöku í fyrirtæki án þess að
lagðar séu fram arðsemis- og
rekstraráætlanir. í öðru lagi beita
opinberir aðilar sér fyrir stofnun
fyrirtækis án þess að nokkur
trygging sé fyrir, að peningum
skattborgaranna sé vel varið, og í
þriðja og síðasta lagi felst í þess-
ari fjárfestingu alvarlegt frávik
frá þeirri stefnu, að það sé ekki
hlutverk ríkisins að vasast í at-
vinnurekstri.
Verksmiðjukaup
í fréttum hefur verið sagt frá
stefna
kaupum Stálfélagsins á stálvöls-
unarverksmiðju í Qvarnshammar
i Svíþjóð. Fylgir stundum með,
hversu mikið happ það hafi verið,
að þessi verskmiðja hafi fengist
keypt í heilu lagi, sem flýti fyrir
starfrækslu hér. Samkvæmt frétt
í sænska blaðinu Dagens industri
frá 7. júní sl. virðast kaupin happ
fyrir fíeiri.
Þar segir, að frá upphafi hafi
verksmiðjan verið slæm fjárfest-
ing fyrir Halmstads Jarnverk, eig-
anda hennar og eiganda 20%
hlutafjár í Stálfélaginu hf. Mark-
aðurinn fyrir steypustyrktarstál
hafi hrunið og verksmiðjan varð
verðlaus. Útflutningur reyndist
ekki lengur arðbær, enda jókst
innflutningur mjög á ódýru stáli.
Þetta segir Dagens industri stöð-
una nú, þótt öðru visi hafi horft
1981, þegar verksmiðjan var
keypt. Því vaknar sú spurning,
hverjir séu yfirburðir íslendinga í
stálframleiðslu, þannig að hægt sé
að reka hér sömu verskmiðjuna
með hagnaði, sem slíkt tap var á í
Svíþjóð að hún var orðin verðlaus?
Markaðsverð
Nærtækasta skýringin gæti ver-
ið, að hingað sé keypt dýrara
steypustyrktarstál en til annarra
landa. Kunnáttumenn fullyrða, að
svo sé ekki. Þvert á móti virðist
allt benda til þess, að okkur takist
að fá þessa vöru ódýrar hingað, en
hún fæst í heimalandinu.
Þegar innkaupsverð á steypu-
styrktarstáli er kannað sam-
kvæmt Verslunarskýrslum Hag-
stofu íslands kemur í ljós, að inn-
„Þessi grein er ekki rit-
uð gegn Stálfélaginu hf.
Félagið má reisa eins
margar stálbræðslur og
það óskar mér að
meinalausu, ef menn
gera það fyrir eigið fé,
en ekki annarra og á
eigin ábyrgð.“
flutningsverð í dollurum hefur
stöðugt farið lækkandi frá 1980:
Ar CIF-verð ($)
1980 398
1981 326
1982 302
1983 258
1984 jan.—jún. 251
Þessi verðþróun er ekki uppörv-
andi fyrir verksmiðjurekstur, sem
Hárgreiðslu-
stofa Brósa
í nýtt
húsnæði
Hárgreiðslustofa Brósa _ hefur
flutt og opnað í húsnæði í Ármúla
38 á 2. hæð.
Hönnuður var Júlía Andersen
innanhússarkitekt og innrétt-
ingar eru smíðaðar af HS-inn-
réttingum c/o Gófer í Kópavogi.
Yfirsmiður var Guðmundur
Pálsson.
(FrétUlilkynnini!)
byggir arðsemismat sitt á verði,
sem er a.m.k. 330 dollarar tonnið
og ætlar sér að yfirtaka allan ís-
lenska markaðinn og meira til.
Munurinn hér er um 80 dollarar á
tonn á innfluttu stáli og því sem
verksmiðjan mun framleiða. Ef
verksmiðjan ætlar að ná innlenda
markaðnum hlýtur hún a.m.k. að
þurfa að mæta verði á innfluttu
stáli, sem þýðir tekjutap upp á 30
mllljónir króna. Hver á að borga
þann halla? Hvað gerist, ef mark-
aðshlutdeild verksmiðjunnar
verður einungis 50% ?
Óarðbær fjárfesting
Á undanförnum árum hefur
mikið verið ritað um allan þann
fjölda misráðinna fjárfestinga,
sem hið opinbera hefur með einum
eða öðrum hætti átt hlut að og nú
hvíla sem baggi á lífskjörum fólks.
Svo vel hafa þessi mál verið
rökstudd, að ætla mætti, að vafa-
samar fjárfestingar ættu ekki
lengur upp á pallborðið. I þessu
máli virðist öllu gleymt og ekkert
lært. Og það sem verra er, nú er
almenningi boðin þátttaka í fyrir-
tæki án þess að geta metið vænt-
anlega arðsemi þess.
Þegar almenningi er boðin
þátttaka í hlutafélagi, ættu for-
göngumenn útboðsins að kynna
væntanlegum hluthöfum helstu
forsendur rekstrarins, svo að þeir
geti lagt mat á aðrsemi fjárfest-
ingarinnar. Slíkt er venja erlend-
is, en ekki skylda hér. Engu að
síður er það ábyrgðarhluti af
hálfu stjórnvalda að láta það
ógert, enda má ætla, að almenn-
ingur kunni að láta blekkjast um
arðsemi fyrirtækisins, þegar mál-
efni þess hafa fengið ítarlega um-
fjöllun í ráðuneytum og opinber-
um sjóðum, sem veita því braut-
argengi.
Nú nýverið samþykkti stjórn
Framkvæmdasjóðs, með ákveðn-
um skilyrðum, að festa 9 milljónir
króna í hlutabréfum Stálfélagsins
hf. Eitt af skilyrðunum var, að
ríkisábyrgð fengist á 45 milljón
króna láni til verksmiðjunnar.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins
þann 18. júlí sl. mun sú ábyrgð
verða veitt, þótt ekki sé ljóst
hvernig það verður gert, þar sem
lögin frá 1981 um stálbræðslu eru
ekki nægjanleg heimild til slíkrar
ábyrgðar. Bráðabirgðalög eru ein
leið og heyrst hefur, að hún verði
farin. Ansi er þó vafasamt, að slík
lagasetning fái staðist, þannig að
ákvæðum stjórnarskrárinnar um
brýna nauðsyn sé fullnægt. Gangi
þetta hins vegar eftir, er eina víg-
ið óunnið að fá Iðnþróunarsjóð til
að afgreiða lán til verskmiðjunn-
ar, sem næmi 20% af heildarfjár-
festingunni.
Stefna ríkis-
stjórnarinnar
Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduð setti hún sér það mark-
mið að minnka ríkisbáknið, selja
ríkisfyrirtæki og hvetja almenn-
ing í þess stað til að fjárfesta
beint í atvinnulífinu. Hér var
heillavænleg stefna mörkuð.
Til þess að eiga fyrir útgjöldum
þarf ríkissjóður sífellt að sækja fé
til annarra, almennings í þessu
landi. Ríkið ræður þess vegna ekki
yfir neinu fé til að festa í fyrir-
tækjum, nema taka það af öðrum.
Það virðist því heilbrigðara að
hvetja fólk til að fjárfesta sjálft í
atvinnulífinu í stað þess að þvinga
það til þess með skattlagningu eða
setja framtíðar skatta af tekjum
þess að veði fyrir hugsanlegum
skakkaföllum, ef reksturinn geng-
ur illa. Einnig er ljóst að menn
fara betur með eigið fé en annarra
og þar sem þeir þurfa að bera
ábyrgð gerða sinna eins og yfir-
leitt í einkarekstri, hefur hann
strax yfirburði í samkeppni við
opinberan rekstur sem rekstrar-
form.
Nú hefur Alþingi samþykkt
breytingar á tekjuskattslögunum
sem ættu að hvetja almenning til
fjárfestinga í arðbærum fyrir-
tækjum. Forsendur fyrir þátttöku
ríkisins eru því mun síður til stað-
ar en áður var. Jafnframt hafa
með þessu skapast betri forsendur
fyrir sölu ríkisfyrirtækja en áður.
Engu að síður er nú verið að festa
fé í nýju fyrirtæki á sama tíma og
hlutur ríkisins í öðrum er seldur,
en það vekur spurninguna, sem
var eitt helsta tilefni þessarar
greinar: Er stefna ríkisstjórnar-
innar orðin önnur; er nú stefnt að
því að endursósíalísera þjóðina?
Lokaorð
Þessi grein er ekki rituð gegn
Stálfélaginu hf. Félagið má reisa
eins margar stálbræðslur og það
óskar mér að meinalausu, ef menn
gera það fyrir eigið fé, en ekki
annarra og á eigin ábyrgð. Sú leið
er hins vegar ekki farin. Hér er
stofnað til almenningshlutafélags
um órökstudda fjárfestingu kost-
aða af almennafé, sem jafnframt
kúvendir farsælli stjórnarstefnu,
sem byggði á trausti á einstakl-
ingnum og framtaki hans til fram-
fara í atvinnulífinu. Hér bregðast
krosstré og því varð ekki undan
því vikist að rjúfa þá háværu þögn
sem ríkir um grundvallaratriðin,
sem tekist er á um við stofnun
þessa félags.
Árni Árnaaon er framkræmdastjóri
Verslunarráðs íslands.
Sumarpakkarnir
okkar eru sér útbúnir fyrirOpel,
C5M, Isuzu og Vauxhall bíla.
Komið við á leið úr bænum í þjónustumiðstöð
Bílvangs sf. að höfðabakka 9. bendum hvert á land 5em er.
Hringið í síma: 84710, 84245.
Sumarpakkinn inniheldur:
Kerti - kveikjulok — platínur (hamar)
reim(ar) - tvist - splendo töflur.
Sumarpakkarnir kosta frá 600 - 950.00 kr.
BHVANGUR st=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Kvenna-
athvarf
opnað á
Akureyri
Akureyri, 1. ágúst.
f DAG var opnað til starfsemi nýtt
kvennaathvarf á Akureyri. Það eru
Samtök um kvennaathvarf á Norð-
urlandi sem sjá munu um rekstur
athvarfsins í húsnæði, sem Akureyr-
arbær hefur látið samtökunum í té.
Einn fastur starfsmaður hefur verið
ráðinn, en að öðru ieyti munu félags-
menn samtakanna annast vaktþjón-
ustu í athvarfinu.
Kvennaathvarfið á Akureyri
mun þjóna Norðurlandi öllu, og er
opið öllum konum eftir því sem
aðstæður leyfa.
Neyðarsími Kvennaathvarfsins
er 26910, og mun fyrst um sinn
verða vakt við hann kl. 14—16 og
20—22 alla daga, en á öðrum tím-
um geta konur snúið sér til lög-
reglunnar á Akureyri og fengið
upplýsingar.
GBerg