Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 32
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTl. SlUI 11633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD INNSTRÆTI. SlMI 11340 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 VERÐ I LAUSASÖLU 25 KR. Þrjú dönsk skip á loðnu- veiðum við Jan Mayen ÞRJtJ dönsk nóUveiðiskip eru á loðnuveiðum Uepar 200 mflur austan Grænlands og 60 sjómflur norðvestur af Jan Mayen i því svaeði sem ekki befnr enn tekist samkomulag um milli Dana og Norðmanna, þar sem enn er ósamið um efnahagslögsögu milli Crænlands og Jan Mayen. Að sögn Geirs Hallgrímssonar, utanrikisráðherra verða mótmæli send til danskra stjórnvalda vegna þessa, með tilvfsun í Jan Mayen- samkomulagið, þar sem íslending- um eru tryggð 85% allrar loðnu sem veiða má úr stofninum. Af hálfu is- lenskra stjórnvalda hefur komið til tals að senda varðskip á vettvang, en engin ákvörðun liggur fyrir um hvort slíkt verður gert. Þá hefur Evrópubandalagið (EBE) tekið ákvörðun um 105 þúsund tonna loðnukvóta fyrir Grænlandssvæðið. Sjá frétl á bU. 2 „ErripibudaJagib ákveðar 105 bOaaad leata loAauktóU.'' Skýjað syðra, sól nyrðra VEÐRIÐ um helgina verður svipað og verið hefur og verður sunnan- og suðvestanátt rikjandi á landinu^ samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði sér á Veðurstofu Is- lands i gærkvöldi. Þetta þýðir að skýjað verður á SV- og Vesturlandi og jafnvel rigning annað slagið. Hins vegar bendir allt til að bjart verði yfir Norður- og Austurlandi. Tveir fallhlífastökkvarar breiða úr íslenska fánaanum í háloftunum yfir Reykjavík á miðvikudag. Stokkið var í tilefni af stofnun Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur. Fallhlífastökkvararnir og Ijósmyndarinn stukku úr flugvél í 10.000 feta eða 3.300 metra hæð og létu sig falla með fánann í 50 sekúndur, 7.500 fet, áður en þeir opnuðu fallhlífar sínar. Meðalfallhraðinn án fallhlífa var 200 km á klukkustund. Þrír kærðír fyrir misnotkun á krítarkortum: Fluttir 18 þúsund Líbýu menn til og frá Mekka ARNARFLUG hefur saraið við líb- ýska flugfélagið Libyan Arab Airlin- es um pílagrímaflug. Fluttir verða um 18 þúsund farþegar frá borgum f Lfbýu til Jeddah í Saudi Arabíu og tíl baka. Arnarflug fær 125 milljón- ir króna fyrir flugið, sem er um- fangsmesta pflagrfmafhig í sögu fé- lagsins. Arnarflug mun taka á leigu tvær Boeing 707-þotur til flutn- inganna og munu íslenskar áhafnir annast flugið að mestu leyti. Pílagrímaflutningarnir hefjast 17. ágúst og standa frá þeim degi til 31. ágúst verða pílagrímar fluttir frá Líbýu til Jeddah í Saudi Arabíu en þaðan er stuttur spölur til Mekka, þar sem mesta trúarhátíð Múhameðstrúar- manna er haldin ár hvert. Heim- flutningur pílagrímanna stendur síðan frá 17. september til 1. október. 42 starfsmenn Arnar- flugs vinna að þessu verkefni, og auk þess 15 erlendir flugliðar. Pílagrímaflugið er á háannatima Arnarflugs en starfsfólkið hefur hliðrað til á vöktum og frestað fríum til að gera félaginu það kleift að taka þetta verkefni að sér. Líbýumenn hafa þegar greitt Arnarflugi talsverðan hluta samningsupphæðarinnar og eru tveir starfsmenn félagsins nú f London að ganga frá leigusamn- ingum á þotum til flugsins. Hvor þota ber 189 farþega. Halldór Sigurðsson, deildarstjóri er- lendra verkefna hjá Arnarflugi, gerði samninginn við Lfbýumenn. Þetta er f fimmta skipti sem Arnarflug annast pilagrfma- flutninga. Þetta er lang stærsti samningurinn hingað til og flytur félagið nú þrefalt fleiri pílagrlma enn nokkru sinni áður. Tók út 300 þúsund á nokkrum dögum - annar keypti farmiða fyrir fjölskylduna til Ástralíu — aðra leið BÚNAÐARBANKINN hefur kært þrjá krítarkortahafa til Rannsókn- arlögreglu ríkisins fyrir misnotkun á Visa-kortum erlendis. Hafa krítar- kortahafarnir svikið út samtals nærri hálfa milljón króna, þ.e. tekið út peninga og greitt vörur og þjón- ustu erlendis. Venjulegar innheimtu- aðferöir bankans hafa ekki borið árangur. Handhafar eins kortsins eru nú fluttir úr landi. Kærurnar bárust RLR um miðja vikuna og er rannsókn málanna að hefjast. Stærsta málið varðar ungan Reykvíking, sem eyddi nærri 300 þúsund krónum á nokkrum dögum i Bandaríkjunum i vor. Um helm- inginn, eða yfir 4.000 dollara, hafði hann tekið út í reiðufé. Ann- að máliö varðar hjón úr Kópavogi, sem notuðu kortið til að ná út lið- lega 100 þúsund krónum, m.a. keyptu þau flugfarseðla til Ástr- alíu, þar sem þau munu vera að setjast að. Þriðja kæran Iftur að einstaklingi, sem talinn er hafa náð út um 60 þúsund krónum er- lendis. Þetta eru fyrstu formlegu kær- urnar, sem Rannsóknarlögreglan hefur fengið til meðferðar vegna misnotkunar á krítarkortum, að sögn Erlu Jónsdóttur, deildar- stjóra hjá RLR. Áður höfðu borist þar inn á borð þrjú kærumál en við athugun kom í ljós að tvö mál- anna voru á misskilningi byggð og hið þriðja var leyst með því að taka kortið af handhafa þess. Sólon Sigurðsson, aðstoðar- bankastjóri f Búnaðarbankanum og stjórnarmaður í Visa-íslánd, sagði f samtali við Morgunblaðið að erfitt væri að koma í veg fyrir að svona hlutir gerðust. Hins veg- ar væri hér um að ræða þrjú til- felli af sextán þúsund útgefnum kritarkortum þannig að ekki væri Flugleiðir: hægt að tala um stórfellda mis- notkun ef litið væri á heildina. Þessi tilfelli sýndu hins vegar, að menn komast ekki upp með að misnota kortin á þennan hátt og er hörðum innheimtuaðgerðum beitt f slíkum tilfellum. „Ef að menn hlíta ekki þeim reglum sem settar eru varðandi notkun þess- ara korta, verða þeir hiklaust sviptir þeim og í svona sérstökum tilfellum, eins og hér um ræðir, þá verða þeir kærðir til rannsóknar- lögreglunnar," sagði Sólon Sig- urðsson. 17% farþegaaukning hjá Flugleiðum í ár VERULEG aukning hefur orðið á far- þegaflutningum Flugleiða. Frá 1. janúar til og með 1. júlí flutti félagið 124.132 farþega á leiðunum yfir Norður-Atlantshaf og er aukning 17,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Á Evrópuleiðum voru á þessu tímahili 90.562 fluttir farþegar og er aukning- in þar 17%. Innanlandsflug hefur einnig gengið vel nema hvað þoka hefur tafið f júlfmánuði. Á tfmabilinu sem að ofan greinir hafa verið fluttir 116.036 farþegar sem er 2,3% fleiri farþegar en á sama tfmabili fyrir ári sfðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.