Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 187. tbl. 71. árg. Leiðangurs- menn heim frá Grænlandi Kaupmannahdfn. 18. ágúrt. Frá Nils Jörgen Bruun. fréttaritara Mbl. DANSKI leiðangurinn, sem leitað hefur að líkum tveggja leiðangurs- manna „I)anmerkurleiðangursins“ svokallaða, Mylius Erichsens og Höegh-Hagens, er um það bil að hætta störfum. Hefur árangurinn ekki verið eftir vonum og er búist við, að leiðangursmenn haldi til Kaupmannahafnar á sunnudag. „Danmerkurleiðangurinn" var farinn til Austur-Grænlands árið 1907, og fórust leiðangursmenn allir, þrír að tölu, en aðeins lík eins þeirra, Grænlendingsins Jörgens Brönlunds, hefur enn fundist. Dagbók hans fannst þá einnig og hafði hann m.a. skrifað í hana: „Lést 79 — fjörðurinn", ásamt lýsingu af því, hvar lík ferðafélaga hans væri að finna. Allar götur síðan hafa menn rýnt í texta dagbókarinnar í því skyni að ráða í, hvar sá staður væri en án árangurs. Og svo virðist sem leiðangurinn, sem hefur verið að verki nú í sumar, hafi heldur ekki haft er- indi sem erfiði. Ingrid ekkju- drottning til Grænlands Kaupmannahdfn, 18. ágúst. Frá Nils Jörg en Bniun, fréttaritara Mbl. HINN 22. ágúst nk. fer Ingrid ekkjudrottning í 8 daga heim- sókn til Grænlands. Ingrid drottning fór oftsinn- is til Grænlands hér á árum áður ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni 10. og minnist þeirra ferða ævinlega með mikilli hrifningu. Er það m.a. ástæða þess, að Jonathan Motzfeldt bauð henni í vor að koma til Grænlands til þess að Hta aft- ur nokkra þeirra staða, sem þau hjónin komu til á sínum tíma. Lestarslys í Chicago ('hicago, 18. áf(Ú8t. AP. EINN lét lífíð og 43 slösuðust þegar tvær farþegalestir rákust saman í Chicago síðdegis í gær. Ekki er Ijóst hvað olli árekstrinum. Lestirnar voru báðar á leið í verslunarhverfi í miðborginni á aðal umferðarannatíma og rakst önnur skyndilega aftan á hina með þeim afleiðingum sem að ofan greinir. SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eldflaug skotið á olíuskip frá Panama Mansma, Bahrain, IS. ágúnt AP. OLlUFLUTNINGASKIP frá Panama, Endeavour, skemmdist talsvert í dag á Persaflóa þegar það varð fyrir eldflaugarárás. Eftir að eldflaugin hæfði skipið, kom upp eldur í því, en þó tókst fljótlega að ráða niðurlögum hans. Hvorki íranir né frakar hafa enn lýst yfir ábyrgð á árásinni á skipið, sem er sú 82. í röðinni í Persaflóa frá því stríð ríkjanna tveggja hófst fyrir nálega fjórum árum. Á fimmtudag var tveimur eld- flaugum skotið að olíuflutninga- skipi frá Pakistan á sömu slóðum og i dag, en þær hæfðu ekki skotmark sitt. Hér er um að ræða svæði 200 mílum suður af Kharg- eyju, þar sem er að finna helstu olíubirgðastöð frana. Irakar hófu fyrir nokkru áróð- ursherferð gegn siglingum flutn- ingaskipa á þessu svæði til að freista þess, að grafa undan efna- hag frana og knýja þá til að hætta stríðinu. Ennfremur var skýrt frá því í dag, að enn eitt skip hefði rekist á tundurdufl á Rauðahafi 28. júlí sl. Ekki er vitað um ástæðu þess að dróst að tilkynna atburðinn, en vestur-þýskt skip átti þar í hlut. Þetta er í 18. skipti, sem skip verður fyrir skemmdum af völdum tundurdufla á þessu svæði. Leit að tundurduflum hélt áfram í dag, og tóku m.a. fjórar bandarískar þyrl- ur þátt í henni. Boston: Skinn úr tilraunaglasi bjargaði lífi bræðra Boston. 18. áKÚHt. AP. SKINN, sem ræktað var í tilraunaglösum, hefur bjargað lífi tveggja bræóra í Boston í Bandaríkjunum en þeir brenndust svo illa í logandi málningarleysiefni, að varla var eftir lófastór, óbrunninn blettur á líkama þeirra. Segja læknar þeirra, að þetta sé í fyrsta sinn, sem skinn, ræktaó a þennan hátt, sé notaö til meiriháttar ágræðslu. Venjan er sú, að heil húð er tekin af líkama þess, sem hefur brennst, og hún grædd á bruna- sárin. Bræðurnir, sem eru fimm og sex ára, voru svo illa farnir, að það var ekki unnt. Þess vegna var notast við skinn af öðru fólki og það ræktað í þrjár vikur í tilraunaglösum. Þá var það orðið nóg til að hylja líkama þeirra beggja og koma í veg fyrir sýkingu og vökvatap. Svona skinnflutningur er þó ekki til frambúðar þvf að ónæmis- kerfi líkamans hafnar að lokum þessari framandi húð. Þegar þar að kemur er þó nýmyndun skinns á sjúklingunum sjálfum komin nokkuð á veg. Slysið vildi þannig til, að þeir bræðurnir afklæddust og mál- uðu hvor annan með málningu hátt og lágt. Þegar þeir vildu ná henni af sér notuðu þeir til þess málningarleysiefni, sem eldur komst í og þöktu brunasárin 97% af yfirborði líkamans. Edward Kennedy. Kennedy í bílslysi MassachusA iLs, 18. ágúst. AP. Bandaríski öldungadeild- arþingmaðurinn Edward Kennedy lenti í dag í bílslysi ásamt yngsta syni sínum, Patrick. Báðir hlutu skrám- ur, en slösuðust ekki alvar- lega. Slysið, sem átti sér stað skammt frá heimili Kenn- edys, varð með þeim hætti, að ökumaður sendiferða- bíls ók aftan á bifreið öld- ungadeildarþingmannsins. Þótt engin alvarleg meiðsl hafi orðið á farþeg- um bifreiðanna, þurfti að gera að sárum þeirra á sjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.