Morgunblaðið - 19.08.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
Skógrækt þarf ekki
að vera í andstöðu
við sauðfjárrækt
Aðalfundi Skógræktarfélags íslands
lýkur á Kirkjubæjarklaustri í dag
MENN hafa löngum deilt um hvaða
áhrif beit hefur á skóglendi. Síðan
árið 1980 hefur staðið yfir tilraun í
Hallormsstaðaskógi og lýkur henni
nú í haust. Á aðalfundi Skóg-
ræktarfélagsins í gær greindi Ingvi
borsteinsson, magister, frá tilraun-
inni. Hann sagði að aldrei áður hefði
verið sýnt fram á með slíkri tilraun
hvernig beit fer með skóglendi. Til-
raunin fór fram á 10 hektara svæði
og var því skipt í tvö hólf með mis-
miklu beitarálagi.
Á þessu svæði í skóginum urðu
75% trjáa fyrir beit og sýndi Ingvi
með myndum að trén hefðu verið
nöguð eins langt upp og sauðkind-
in náði. Fyrstu 2—3 ár tilraunar-
innar, hvarf allur víðir úr skógin-
um, landið opnaðist mjög mikið,
því mikill hluti undirgróðursins
hvarf.
Ingvi lagði áherslu á hversu
mikill grundvallarmunur væri á
beit og ofbeit. Vandamálið væri að
finna mörkin þar á milli. „Stað-
reyndin er sú að við verðum að
beita landið, ef við viljum lifa af
því. Ekki er hægt að viðhalda
gróskumiklu landi með beit, en
með hóflegri beit er hægt að við-
halda fallegum skógi með harð-
gerðustu plöntum," sagði Ingvi.
Ingvi sagði að skógrækt þyrfti
ekki að vera í neinni andstöðu við
sauðfjárrækt. Það sem skiptir höf-
uðmáli er að beita ekki á veturna
og gefa öllum nýgræðingi tíma til
að ná sér á strik eða um 15—20 ár.
Sýnt hefur verið fram á að skóg-
lendi er mjög gott beitiland, þar
sem mun meiri fallþungi fæst en
annars staðar.
Fjörugar umræður voru eftir
erindi Ingva. Aðalfundinum lýkur
í dag. Forseti Íslands er sérstakur
gestur á aðalfundi Skógræktarfé-
lags íslands, en formaður þess er
Hulda Valtýsdóttir.
Berglind ásamt föður sfnum, Rolf Johansen, Les Scehter (iengst til
vinstri) og Baldvini Jónssvni eftir að gengið hafði verið frá samningi í
gær. Morgunbla6ið/RAX.
Berglind hefur fyrir-
sætustörf í New York
BERGLIND Johansen, fegurðar-
drottning íslands 1984, befur gert
samning við þekkt tískusýningar-
fyrirtæki í New York, „Kay-Mod-
els“. Eftir þátttöku Berglindar í
„Miss Universe-keppninni“ á
Miami í Flórída í júlí sl. barst
henni fjöldi tilboða um sýningar-
störf í Bandaríkjunum og hefur
hún nú ákveðið að taka tilboði
„Kay-Models“.
Að lokinni keppninni í Miami
fór Berglind ásamt umboðs-
manni sínum, Baldvini Jónssyni,
sem jafnframt er umboðsmaður
erlendra fegurðarsamkeppna á
íslandi, til New York, þar sem
þau kynntu sér tilboð þau sem
Berglindi bárust. Blaðafulltrúi
„Miss Universe-keppninnar",
Les Scehter, sem strax í upphafi
hafði mikla trú á framtíð Berg-
lindar sem fyrirsætu í Banda-
ríkjunum, kannaði alla mögu-
leika og varð niðurstaðan sú að
ákveðið var að taka tilboði
„Kay-Models“. Les Scehter er nú
staddur hér á landi vegna þessa
samnings, en hann hefur jafn-
framt gengið frá samningum um
að Berglind komi fram í sjón-
varpsþáttum auk þess sem hún
mun verða heiðursgestur á 50
ára afmælishátíð Andrésar And-
ar, sem haldin verður á skauta-
svelli í Madison Square Garden í
októberlok á þessu ári. Þar mun
Berglind koma fram með „Ung-
frú alheimi", Yvonne Ryding frá
Svíþjóð.
Gruimvatnsstað-
an er óvenju há
GRUNNVATNSSTAÐA er víða óvenju
há eftir hinar miklu rigningar á Suður-
og Vesturlandi í sumar og hafa menn
ottast að þetta kunni að valda spjöllum
á íbúðarhúsum er lágt standa, einkum
á jaðarsvæðum. Sigurjón Rist, vatna-
mælingamaður, sagði í samtali við
Morgunblaðið að full ástæða vsri fyrir
fólk að vera á varðbergi vegna þessa
þótt minni hætta væri á að há grunn-
vatnsstaða ylli spjöllum í íbúðarhverf-
um í þéttbýli, þar sem lögð hefðu verið
þurrkkerfi, svokallaðar „Dren-lagnir".
Að sögn Sigurjóns Rist hefur
grunnvatnsstaðan stórhækkað að
undanförnu og hefðu tjarnir mynd-
ast víða á svæðum þar sem venju-
lega væri alveg þurrt. Hins vegar
væri fremur ólíklegt að þetta gerðist
í íbúðarhverfum, þó væri þessi
hætta fyrir hendi á jaðarsvæðum,
þar sem stór óbyggð svæði væru á
næsta leiti.
Sagði Sigurjón að grunnvatns-
staðan væri að ná hámarki og nefndi
til samanburðar árið 1948, þegar
hlutfallið var með hæsta móti. Kleif-
arvatn væri þó enn ekki komið upp í
þá hæð sem þá mældist og vantaði
hálfan metra upp í það sem þá var.
Frá famkvæmdum við fhigstöðina.
Nýja flugstöðin og Helguvík:
Framkvæmdir ganga
samkvæmt áætlun
Olíutankarnir í Helguvík.
Morííunblaðið/RAX.
NÝJA flugstöðin á Keflavíkur-
flugvelli hefur nú verið í byggingu
í tæpa þrjá mánuði og er nú unnið
að 2. áfanga byggingarinnar og
reiknað með að honum verði lokið
fyrir 1. októbcr á næsta ári. f þeim
áfanga verður húsið fullsteypt með
frágengnu þaki og glerjað.
Það er ístak hf. sem vinnur við
þennan áfanga byggingarinnar
og að sögn Sverris Hauks Gunn-
laugssonar, deildarstjóra í varn-
armáladeild utanríkisráðuneyt-
isins, hafa framkvæmdir gengið
samkvæmt áætlun. Sverrir sagði
að framkvæmd við þennan
áfanga kostuðu um 211 milljónir
króna og skiptist þannig að
Bandaríkjamenn greiða 66% en
íslendingar einn þriðja hluta
kostnaðarins.
Framkvæmdir við Helguvík
ganga einnig samkvæmt áætlun,
en þar er nú verið að byggja tvo
15 þúsund rúmmetra tanka og er
það fyrsti áfangi eldsneytis-
birgðastöðvarinnar. Þar að auki
er verið að leggja olíuleiðslu frá
tankasvæðinu og upp á flugvöll.
Þessum framkvæmdum við
fyrsta áfanga lýkur væntanlega
síðari hluta næsta árs.
Kostnaðurinn við þennan
áfanga er um 450 milljónir
króna og er hann unninn af ís-
lenskum aðalverktökum, sem
hafa haft nokkra undirverktaka
við framkvæmdirnar. Áfangarn-
ir í Helguvíkurframkvæmdinni
eru kostaðar af NATO og Banda-
rikjamönnum.
Annar áfangi í Helguvíkur-
framkvæmdunum er hafnargerð
og verður væntanlega hafist
handa við þær framkvæmdir á
næsta ári. Er hér um að ræða
sjálfa höfnina og gróflega reikn-
að er gert ráð fyrir að þessar
framkvæmdir kosti um 1,8 millj-
arð íslenskra króna.
Forsætisráðherra vill gagntilboð til BSRB:
Steingrímur er ekki
fj ármálaráðher ra
- segir Albert Guðmundsson
„FORSÆTISRÁÐHERRA hlýtur að gera sér grein fyrir því að það er
verkaskipting í ríkisstjórninni og hver ráðherra hefur fullt forræði yfír sínu
ráðuneyti. Hann verður bara að skilja það að hann er ekki fjármálaráðherra
— ég skil svo mætavel að ég er ekki forsætisráðherra," sagði Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra er blm. Mbl. spurði hann í gær álits á ummæl-
um Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í blaðaviðtali í Þjóðviljan-
um í gær, en þar segir forsætisráðherra m.a. er hann er spurður hvort
ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að BSRB verði gert gagntilboð: „Mér
fínnst sjálfsagt að fjármálaráðherra geri gagntilboð. En ríkissjóður getur
ekki tekið launahækkunum, sem þýða útgjaldaaukningu upp á einn milljarð.
Þetta verður rætt í ríkisstjórninni."
Albert sagði að auðvitað yrði
þetta mál, eins og önnur, að ræð-
ast í ríkisstjórninni, „en ríkis-
stjórnin tekur ekki ákvörðun í
þessu máli — það gerir fjármála-
ráðherra, að höfðu samráði við
samráðherra sína,“ sagði Albert,
„en það er einfaldlega ekki hægt
að hafa marga ráðherra blaðrandi
um málaflokka hvers annars, og
þessi málaflokkur tilheyrir ekki
Steingrími Hermannssyni.
Annars tel ég útilokað að ráð-
herrar haldi áfram að senda hvor
öðrum tóninn svona eins og for-
sætisráðherra gerir. Hann verður
að fara að átta sig á því hvenær og
hvar menn eiga að tala og hvenær
og hvar menn eiga ekki að tala.“
Þjóðviljinn segir í leiðara sínum
í gær, þar sem vitnað er i viðtalið
við forsætisráðherra að forsætis-
ráðherra hafi snuprað Albert
óbeint með því að segja að hann
telji að fjármálaráðherra eigi að
gera gagntilboð. Segír Þjóðviljinn
að forsætisráðherra hafi gert Al-
bert ómyndugan í þessari launa-
deilu, með því að segja að gagn-
tilboðið verði rætt í ríkisstjórn-
inni á næstunni. Albert var spurð-
ur álits á þessum skrifum Þjóð-
viljans: „Þjóðviljinn er í því að
reyna að gera ráðherrana, hvern
og einn tortryggilegan, og að
reyna að koma af stað óánægju á
milli ráðherranna, í þeirri von að
þeir muni koma þeim illindum af
stað, sem nægja til þess að
sprengja ríkisstjórnina, þannig að
ég tek ekki mikið mark á svona
skrifum, enda hefur það engin
áhrif á mig, hvað Þjóðviljinn seg-
ir,“ sagði Albert. „Það er fyllilega
timabært að samtök vinnandi
fólks átti sig á því að nú á að nota
þau í pólitískum tilgangi til þess
að koma ríkisstjórninni frá og
eyðileggja þann árangur sem rík-
isstjórnin hefur náð á sviði efna-
hagsmála fram til þessa. Ég tel að
launþegar ættu að standa þétt
saman og lýsa vanþóknun sinni á
vinnubrögðum æsingamanna inn-
an verkalýðshreyfingarinnar,"
sagði Albert að lokum.