Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.08.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 5 Umhverfismálaráð Reykjavík- ur veitti í gær, viðurkenningar fyrir fegurstu götu borgarinnar og að auki fvrirtækjum og öðr- um aðilum viðurkenningu meðal annars fyrir snyrtilegt umhverfi. Viðurkenningarnar voru af- hentar í Höfða í Reykjavík kl. 15 í gær og hlutu Fýlshólar í Breiðholti nafngiftina feg- ursta gata Reykjavíkur 1984. Viðurkenningar fyrir fegurstu götu borgarinnar eru veittar á ári hverju og heldur hver gata fegurðarmerki sínu í 10 ár, nema dómnefnd finnist gatan ekki bera heitið með réttu. Dómnefndin sem valdi feg- urstu götuna að þessu sinni var lengi að gera upp hug sinn, samkvæmt því sem Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri borg- arinnar, sem á sæti í nefnd- inni, tjáði blaðamanni Mbl. Sagði hann að nefndin hefði lengi leitað að götum sem til greina kæmu, en þær hefðu verið nokkrar, og síðan hefði tekið sinn tíma að velja þá götu sem skaraði fram úr. Auk þess að veita viður- kenningar fyrir fegurstu göt- una, veitti umhverfismálaráð viðurkenningar til Fram- kvæmdastofnunar ríkisins að Rauðarárstíg 25 fyrir heil- stæða og listræna hönnun á lítilli lóð. Múlalundur í Hátúni lOc fékk ennfremur viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegan frágang við eina fjölförnustu umferð- argötu borgarinnar. Prentsmiðjunni Odda að Höfðabakka 7 var veitt viður- kenning Umhverfismálaráðs fyrir smekklegan frágang á lóð, bílastæði og snyrtilega umgengni. Hótel Loftleiðir, Flugleiðir og flugmálastjórn á Reykja- víkurflugvelli fengu viður- kenningu fyrir það framtak sitt að efna til sameiginlegs átaks stjórnar og starfsfólks um að fegra og snyrta um- hverfi vinnustaðarins. Frakkiand: Fangar mót- mæltu með fingurhöggi SJÖ refsifangar í frönsku fangelsi huggu af fremsta köggulinn af litla- fingri vinstri handar til þess að mót- mæla aðhúnaði fanga í landinu og frönsku réttarfari, að því er fram kemur í frásögn Börge Visby, frétta- ritara danska blaðsins Politiken í París. Sjömenningarnir halda því fram, að þeir hafi verið dæmdir að ósekju. Hafa þeir sent Robert Badinter dómsmálaráðherra mót- mælabréf og ætluðu auk þess að láta afhöggnu fingurkögglana fylgja með. En þeir komust þó aldrei inn á borð hjá ráðherran- um, því að reglurnar mæla svo fyrir, að fangarnir megi aðeins senda bréf, ekki pakka. Þeir segja, að refsingum fyrir agabrot sé beitt í miklu óhófi og eftir geðþóttaákvörðunum. í lok bréfs síns, sem birst hefur í frönsku blaði, segja fangarnir: „Við munum verða heilir af sárum okkar, en hins vegar megum við áfram búa við þann órétt, sem framinn hefur verið á okkur ... Að dæma án sannana eru vinnu- brögð, sem eiga hvergi annars staðar heima en í alræðisríkjum." Jáhinnnýiframdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km. hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. MAZDA 626 DIESEL hefur hlotið einstaklega góða viðtökur hérlendis, því á þessu ári höfum við seld hátt í 50 slíka bíla, sem er einsdæmi fyrir fólksbíla með dieselvél. Við getum nú boðið örfáa MAZDA 626 DIESEL GLX með vökvastýri og ríkulegum búnaði úr síðustu sendingu á einstöku verði: Kr. 423.000 Til atvinnubílstjóra: Kr. 326.000 Gengisskr. 15.8.84 mazDa BlLABORg hf. Smiðshöfóa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.