Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson 9. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. „Sá, sem er trúr í mjög litlu, er einnig trúr í stóru.“ (LK. 16:10.) Hver ætli að kjósi að vera trúr yfir litlu? Hver kemur auga á það hvort ég sýni trúmennsku í einhverjum smámunum, sem litlu eða engu varða? Hverju skiptir til að mynda þó að ég æfi mig í lang- stökki hvern dag um fjölda ára og leggi mig allan fram, ef ég næ því samt ekki að stökkva nema liðlega einn metra? Er ekki eina trúmennskan sem eitthvað er varið í sú, sem er stór, svo stór að heimurinn tekur eftir henni? íslendingar hafa nýverið tekið þátt í ólympíuleikum og verið þar til sóma eftir því sem best verður vitað. Hins vegar verður það að segjast að þeir hafa vakið mesta athygli á þeim leikum, sem mestri og stærstri ráðs- mennsku til þess að hljóta, fá og eiga hylli, virðingu fé eða vald. Það er þegnum þjóða hollt að kynnast og etja kapp í íþróttum í vináttu og friðar- hug en þó væri þúsund sinnum meira virði ef ámóta stórir hópar hittust með jafn miklum áhuga á að leysa hungurvanda heimsins barna. Að vera trúr yfir því sem maður hefur tök á merkir nefnilega ekki að öðlast meira fyrir sjálfan sig, heldur að verða til liðsemdar með því sem maður hefur yfir að ráða. Við verðum aldrei mörg, sem náum því að stökkva hæst og hlaupa fljótast, en öll hvernig sem við erum á okkur komin, getum náð því að töluverðu marki að vera ’trú í því sem við höfum þegar tekið við og þegið. Trúr og að trúa eru lík orð og einnig skyld og ef að þau eiga samleið í huga okkar þá fer \ aldrei gleymum. En því er nú ver, að við búum ekki á tindun- um, við búum í dölunum, döl- um daglegs lífs og gildir þá einu hvort við höfum einhvern tíma staðið á verðlaunapalli eða ekki. Við búum í dölunum, þar sem eymsli og eggjan og hvers kyns áreiti hversdagsins vilja loka vitundina um Drott- inn úti og stundum trú- mennskuna með. Hin mikla reynsla er náðargjöf, en við getum aldrei gert okkur von um að Guð létti okkur ráðs- mennskuna með því að fylla okkur sæluvímu alla daga. Trúnaðurinn og trúmennskan við Guð og menn mun ekki spretta af því einu sem við greinum í uppljómun tindanna á ævi okkar, heldur fer ráðs- mennskan eftir því hvort við látum nærast af Orðinu til þess að geta haldið höfði og verið trú, einnig þegar allt Trúmennska sem hafa verið trúir yfir miklu. Það var reyndar alveg makalaus frétt, sem ég las i einu dagblaðanna varðandi þessa miklu hátíð. í téðri grein er rætt um hættulega lyfja- notkun íþróttamanna og sagt að haldi sú þróun áfram megi „velta því fyrir sér hvort ekki stefni í að ólympíuleikarnir og alþjóðlegar íþróttir verði með tímanum keppnisvöllur lækna og lyfjafræðinga í stað íþróttamanna". En það sem þó vakti hvað mesta athygli mína í umræddri grein var frásögn af könnun sem gerð var meðal íþróttamanna, þar sem m.a. var spurt um eftirfarandi: „Myndir þú neyta lyfja, sem tryggðu þér gullverðlaun á ólympíuleikunum, en myndu líklegast valda dauða þínum innan tólf mánaða?" Tæpur helmingur þeirra, sem spurðir voru, svöruðu játandi. Svona sýnist nú æsilega spennandi að komast á toppinn, að geta látið hylla sig fyrir að vera trúr í stóru, að jafnvel lífinu má fórna til að ná því með ein- hverjum ráðum. Vonandi telja sem fæstir okkar mæta íþróttafólks að þetta sjónar- mið merki heilbrigða sál í hraustum líkama. En kannski vekja svona viðhorf þá spurn- ingu hvort trúmennska yfir- höfuð sé nokkuð eða nokkurs virði nema hún gefi eitthvað í aðra hönd, hylli fé, eða frægð. Það mun hafa verið Guð- mundur Geirdal, sem byrjaði eitt kvæða sinna á þessari hendingu: „Hygg að því ungur, hvað áfram þig ber upp yfir fjallið, sem torsóttast er.“ Það hefur ævinlega verið kristið sjónarmið að forsjár- laust kapp gæti leitt í mikla villu, að það sé trúmennska á refilstigum sem leitar eftir ekki hjá því að við vitum að ráðsmennskan okkar er að láni og sá sem skapaði okkur og léði allt til ráðstöfunar, hann mun kalla eftir ávöxtum af umsýslan okkar áður en varir. Og hann mun ekki spyrja hvort við höfum komist í verð- launasæti frammi fyrir mönnum, heldur hvort við höf- um unnið úr því sem við feng- um með þeirri trúmennsku einni sem honum er gefið um, það er að segja hvort við höf- um lagt af mörkum öðrum manneskjum til blessunar og boðað vilja hans með því sem við vorum og reyndust í lífinu. Ég veit að hvorki mér eða þér reynist það létt að sýna trúmennsku í blendnum tilvik- um daganna. Réttilega má svo oft benda á okkur og segja: Þetta hefði mátt vera ógert eða öðruvísi unnið, eitt gat verið ósagt eða á hinn bóginn vantalað. Sá húsbóndi sem við eigum að vita skyggna athafn- ir okkar og mál og sem við ætt- um að taka mið af varðandi trúmennskuna fremur en heimsins skoðun, hann sýnist oft svo fjarlægur og óraun- verulegur í erli daganna. Ég minnist ungs manns, sem sagði eitt sinn frá á þann hátt: „Stundum finnst mér Drottinn svo nálægur mér. Ég minnist atvika þegar ég stóð uppi á fjallstindi undir heiðskírum himni og tign og máttur skap- arans gagntók mig. Og ég minnist þeirrar stundar þegar ég kom heim af fæðingardeild- inni eftir að hafa fengið að halda á fyrsta barninu mínu nýfæddu í höndunum. Það undur og kraftaverk fyllti mig þvílíkri vitund um elsku og nærveru Guðs að ég varð frá mér numinn." Kannski þekkj- um við öll svona augnablik, slíka tinda í lífinu, sem við gengur öfugt og snúið og him- ininn er eins og lokaður, já þegar við gerumst lúin og þreytt og megnum ekki að keppa lengur í neinum verald- arinnar stökkum. Og þegar að því kemur að gera reikning ráðsmennskunnar, þá verður ekki fyrst og fremst gáð að því hvernig við féllum í stafi þegar við stóðum á tindinum, heldur verður ljósast hver við vorum í trúnaði þegar við vorum í döl- unum við brauðstritið og baks- ið og eftir hverju við fórum þá í skiptum við menn opg mál, hvort við létum þann vilja ráða sem var upplýstur í Orð- inu vegna samfélagsins við Jesúm Krist eða hvort við bár- umst áfram eftir því sem vind- urinn blés til þæginda eða hylli í henni veröld. Hraðara, lengra, sterkara, getur verið góð yfirskrift á leikum, en lífið sjálft er meira í sniðum en svo að gæfan taki á sig æ fyllri mynd í hlutfalli við svo skammsæjar langanir, því sá sem aldrei hefur komist nema fetið fyrir augum manna, hann getur átt meiri gleði í hjarta þeim er unnið hafa dýrustu gullsigra. Kristin trúmennska, sem leitar ekki síns eigin, er sprottin af trú á miskunn Guðs við mannsins barn, hvar í þrepi sem það stendur og að uppskeran við daganna lok muni ekki fara eftir stærð ráðsmennskunnar, heldur afstöðunni til Guðs og þeim afleiðingum sem af henni stafa í trúnaði við allt sem mætir, smátt og stort á meðan birtan endist. Guð er trúr að við megum vera trú í dölunum við daglegt amstur. Öll hylli er hverful, leikarnir enda, grasið visnar og blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt ei- líflega. PM^IÐSTÖÐ VERÐBREFA- VIDSKIPTANNK Til hamingju SPARIFJÁREIGENDURI Enn styrkist staða sparifjáreigenda. Vegna aukinnar samkeppni um sparifé lands- manna bjóöast nú eftirfarandi kjör á veröbréfa- markaði okkar: □ Eldri flokkar verötryggðra spariskírteina rík- issjóös. Lánstími frá 1 mánuöi til allt aö 4 árum. Vextir: 61/2% á ári og full verötrygging. □ Verötryggö veöskuldabréf. Lánstími 21/2 til 10 ár. Vextir: 14—14,87% á ári, sem gefur mögu- leika á aö tvöfalda höfuðstól aö raungildi á 5 árum. Kynniö ykkur nýjustu ávöxtunarkjörin á mark- aönum í dag. Starfsfólk Verðbrófamarkaös Fjárfestingarfélagsins er ávallt reiöubúiö aö aöstoöa viö val á hagkvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 20. ágúst 1984 Sparískírteini og happdrættislén ríkissjóös Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv í Seölab. 5.02.94 1971-1 16.084,58 6,50% 1 ár 25 d. 1972-1 14.543,60 6,50% 1 ár 155 d. 1972-2 11.655,42 6,50% 2 ár 25 d. 1973-1 8.701,01 6,50% 3 ár 25 d. 1973-2 8.407,01 6,50% 3 ár 155 d. 1974-1 5.402,47 6,50% 4 ár 25 d. 1975-1 4.349,88 6.50% 140 d. 1975-2 3.246,54 6,50% 155 d. 1976-1 2.992,95 6,50% 200 d. 1976-2 2.430,30 6,50% 155 d. 1977-1 2.171,42 6,50% 215 d 1977-2 1.854,77 6,50% 20 d. 1978-1 1.472,23 6,50°,» 215 d 1978-2 1.184,93 6,50% 20 d. 1979-1 994,97 1 6,50% 185 d. 1979-2 769,69 6,50% 25 d. 1980-1 659,19 6,50% 235 d. 1980-2 504,41 6,50% 1 ár 65 d. 1981-1 430,26 6,50% 1 ár 155 d. 1981-2 315,30 6,50% 2 ár 55 d. 1982-1 303,66 6,50% 191 d. 1982-2' 223,51 6,50% 1 ár 41 d. 1983-1 171,50 6,50% 1 ár 191 d. 1983-2 111,46 6,50% 1 ár 101 d. 1974-D 5,319.50 Innlv. i Seölab 1984 1974-E 3.900,78 8,00% 101 d.. 1974-F 3.900,78 8,00% 101 d. 1975-G 2.493,94 8,00% 1 ár 101 d. 1976-H 2.298,32 8,00% 1 ár 220 d. 1976-1 1.749,25 8,00% 2 ár 100 d. 1977-J 1.561,34 8,00% 2 ár 221 d. 1981-1. fl. 335,61 8.00% 1 ár 251 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári 1 ár 2 ár 3 ár 4 ór 5 ár 6 ár 7 ór 8 ór 9 ár 10 ár 11 ár 12 ór 13 ór 14 ár 15 ór 93,59 89,64 87.39 84,25 81,27 78,49 75,85 73.39 71,06 68,88 66,81 64,89 63,06 61,36 59,76 Nafnvextir (HLV) 4% 4% 5% 5% 5% 5*/e 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Avöxtun umfram verótr 13,75% 13,87% 14,00% 14,12% 14,25% 14,37% 14,50% 14,62% 14,75% 14,87% 15,00% 15,12% 15,25% 15,37% 15,49% Veðskuldabréf óverðtryggð Sölug.m/v 1 afb á ari 1 ár 2 ór 3 ór 4 ár 5 ór Sölug.m/v 2 afb á ári 18% 20% (Hlv) 21% 83 84 72 73 62 | 63 54 55 48 49 18% 20% 1 ár 2 ár 3 ór 4 ór 5 ár 87 76 66 58 52 (Hlv) 21% 88 77 78 68 69 60 61 54 55 Þak 20% Þak 20% Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Laekjargötu 12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.