Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984
27
Ltjósmynd: Júllus.
notað í nærföt, sparivettlinga og
-sokka, og annað fínt prjón. Togið
fór hins vegar í grófari fatnað
ásamt ullinni. Mamma kunni allt
til ullarvinnu, hún óf, prjónaði og
spann úr ullinni. Næstum öll föt
voru úr ull í þá daga. Vaðmálið,
sem ofið var úr henni, var notað í
ytri föt og annað fataefni þekktist
varla.
Sjóklæði voru líka gerð heima.
Þau voru úr skinni og útheimti
mikla verkkunnáttu að gera þau úr
garði. Skinnklæðin voru saumuð
alveg á sérstakan hátt. Þannig var
gengið frá saumunum að skinnin
voru brotin þannig að þau gripu
hvert í annað en á milli höfð mjó
skinnræma, svonefnt miðseymi,
svo saumurinn yrði alveg vatns-
þéttur. Það var að sjálfsögðu þungt
að draga nálina í gegn og var til
þess höfð sérstök töng gerð af
tveim kindaleggjum. Síðan var bor-
ið lýsi á sjófötin til að halda þeim
mjúkum. Þeir kunnu þetta allt
gömlu mennirnir, því það var
karlmannsstarf að sauma sjóföt.
— Það hefur þurft mikla verk-
kunnáttu til að komast af á þessum
árum.
Já, fólk þurfti að kunna þetta allt
og gæta þess vandlega að engin
matur spilltist. Við sultum aldrei
en það kostaði óhemju vinnu að
hafa í sig og á.
— Þú talaðir um hlóðir — var
ekki mikil reykur í þessum gömlu
hlóðaeldhúsum?
Hlóöaeldhús
Nei, yfirleitt var ekki svo mjög
mikill reykur þar því reykháfurinn
sem var uppi í þekjunni dró næst-
um allan reyk frá hlóðunum. Hins
vegar gat staðið þannig á áttum að
það slægi niður í reykháfinn og þá
varð mikill reykur í eldhúsinu. Mór
var hafður til eldsneytis og eldur
falinn að kveldinu. Það gat verið
mikið mas að lífga hann við aftur á
morgnana og svo gat farið að það
tækist ekki. Við voru í tvíbýli
þarna þannig að aldrei dó eldur
nema í öðrum hlóðunum — en
maður heyrði sögur um það úr ná-
grenninu að menn hefðu komist í
hrakninga við að ná i eld á aðra
bæi. Það var erfitt og illt verk að
annast verkin í hlóðaelhúsunum.
— Nú hefur geymsla matvæla
verið töluvert vandamál á þessum
tíma.
Já, það voru höfð ýmiss ráð. þá
var mikið af mat geymt i sur — hjá
okkur var stór tunna í búrinu þar
sem bæði kjöt og hvalur var hafður
i súr. Kjöt var líka hengt upp í
rjáfur í eldhúsinu og reykt þar.
Fiskur var hins vegar mest hertur
og saltaður, nema silungurinn sem
stundum veiddist í ánni — hann
var oft reyktur i eldhúsinu, það
sem ekki var borðað nýtt.
— Þarna hefur verið fátt um
skemmtanir.
Ég læt það nú vera — það voru
alltaf kvöldvökur hjá okkur og á ég
margar góðar minningar frá þeim.
Eins og ég sagði áðan bjuggu göm-
ul hjón uppi á loftinu hjá okkur,
Jens og Sæunn. Þau komu alltaf
niður á kvöldin, og var þá kvöld-
vakan inn í svefnherbergi þeirra
mömmu og pabba. Þá las Jens sög-
ur og kvæði eða kvað rímur. Það
voru Islendingasögurnar man ég,
og yfirleitt allt prentað mál sem tií
féll. Á sunnudögum las Jens hús-
lestra og var það yfirleitt úr Vída-
línspostillu. Mínar beztu bernsku-
minningar eru tengdar þessum
kvöldvökum — Jens var hreinn
snillingur i að lesa upp og ákaflega
glaðvær og skemmtilegur maður.
— Var fólk almennt mjög trúað
þarna?
Já, fólk var almennt trúað á
þessum tíma en hvort það var trú-
aðra en nú gerist er erfitt um að
dæma. En það rækti vel sína trú og
viidi halda við gömlum og góðum
siðum.
Álfar og draugar
— En hvað um álfa og drauga —
trúði fólk að þeir væru til?
Já, því var almennt trúað þarna
að það væru til álfar. Fullorðna
fólkið taiaði t.d. um að það byggju
álfar í hól sem er þarna milli dal-
anna. í barndómi trúði ég lika á
álfa en ekki get ég sagt að ég trúi á
þá lengur. Á drauga trúði fókið líka
og við krakkarnir vorum logandi
hrædd við þá. Við vorum aldrei
beinlínis hrædd með draugum en
sem barn heyrði maður fullorðna
fóikið tala um þá sín í milli í fullri
alvöru, og það skelfdi mann auðvit-
að.
— Hvað gerði fólkið meðan á
kvöldvökum stóð?
Það var unnið að tóvinnu og
saumaskap og hitt og þetta tekið til
handargagns. Hrosshár var snúið í
gjarðir og reipi, og ull súin í
krekjutauma. Eg var það ung á
þssum árum að mér var ekki ætlað
neitt sérstakt verk. Jens sat alltaf
á kistu móður minnar, sem var við
fótagaflin á rúmi foreldra minna,
þegar hann las. Þá sat ég venjulega
upp í rúminu og greiddi oft á hon-
um hárið meðan á kvöldvökunni
stóð. Ég man alltaf þegar ég hitti
hann i Hnífsdal eitthvað 15 árum
síðar — hann var heldur illa
greiddur og sagði þá við mig að það
væri ekki nema von, það hefði eng-
in greitt á sér iubbann í 15 ár.
Hann var svo kátur og spaugsamur
blessaður karlinn.
Ég var elst af systkinum mínum
sem lifðu. Það voru mörg handtök-
in sem gera þurfti og börnin urðu
að fara að vinna er þau gátu. Það
var setið yfir ánum og einnig lömb-
unum fyrst eftir að fært var frá, og
önnuðust bræður mínir um það
verk. Mamma hóf að kenna mér að
sauma þegar ég var rúmlega 6 ára.
Fyrst var ég látin sauma saman
tuskur en síðan bæta föt. Ég saum-
aði mikið þegar sem krakki, og hef
reyndar unnið mikið við sauma-
skap um ævina. Ég hef aldrei tímt
að flegja tusku og ennþá er ég að
sauma tuskuleikföng fyrir barna-
börnin.
Nú svo var það útivinnan. Það
var mikið starf að bera á túnin að
vorinu. Þá voru taðkvarnirnar ekki
komnar þannig að alla taðkögla
varð að berja í sundur með þar til
gerðri spýtu. Síðan var unnið á tað-
inu með kláru þannig að sem mest
af því færi niður I jörðina. Það voru
vinnukonurnar sem þetta unnu.
Glatt á hjalla
Það var að sjálfsögðu slegið með
orfi og ljá og rakað með hrífum.
Síðan var heyið borið í hlöðu. For-
eldrar mínir áttu alltaf 3 hesta, og
var heyið af engjunum reitt heim á
þeim. Það var alltaf mikið um
engjaslátt þarna því bújörðin var
lítil.
— Var þetta leiðinleg vinna?
Nei, fólki leiddist ekki þessi verk,
það var oft glatt á hjalla meðan
unnið var og ég á margar góðar
minningar frá þessum tíma. Það
var að vísu lítið um skemmtanir og
við krakkarnir áttum fáa frítíma
til leikja. En manni hlakkaði alltaf
til kvöldvakan og þótti mikill skaði
ef þær féllu niður. Böll voru haldin
niðir í Neðri-Arnardal svona einu
sinni til tvisvar á vetri og þar hélt
nikkan uppi fjörinu.
— Þið fluttuð svo til Arnar-
fjarðar.
Já, ég hef verið um fjórtán ára
þegar við fluttum. Ég kunni strax
Mjólkurtrog
Mjólkurbytta
vel við mig þar — því fólkið sem
var þar fyrir tók hlýlega á móti
okkur. Fyrst leigði faðir minn jörð-
ina Bakka í Arnarfirði af Jóni
Hallgrímssyni, föður Guðmundar
Kambans 'skálds og fleiri mætra
manna. Þar varð hann fyrir þvf
mikla óhappi að missa allt sitt í
bruna. Eftir það vorum við eitt ár í
Görðum og síðan flutti faðir minn
að Melstað í Selárdal, þar sem
hann hafði lítið bú. Þá urðum við
næstum alveg að treysta á sjóinn
um bjargir. Þegar ég var 17 ára
fluttum við svo til Hnífsdals þar
sem faðir minn stundaði lengi sjó
og fiskvinnu.
— Hvað varð til þess að þú gerð-
ist ljósmóðir?
Á unglingsárum var ég um tíma
hjá frænku minni, Margréti Magn-
úsdóttur, sem var ljósmóðir á Þing-
eyri við Dýrafjörð. Eftir það átti ég
alltaf þann draum að verða Ijós-
móðir, og þar kom að ég fékk tæki-
færi til að læra til ljósmóður fvrir
umdæmið í Auðkúluhreppi. Arin
1919—1920 lærði ég svo ljósmóður-
fræði í Reykjavík hjá Þórunni
Björnsdóttur ljósmóður og Guð-
mundi Björnssyni landlækni.
Ég starfaði í Auðkúluhrepps-
umdæmi fyrsta árið, en launin
voru svo lág að mér var ómögulegt
að lifa af þeim þó ég ynni með þeim
eins og ég framast gat. Því réðist
ég ári síðar til Hnífsdalsumdæmis,
sem náði þaðan allt til Arnardals
og gaf kost á heldur meiri launum.
Þar giftist ég svo Kjartani Helga-
syni og eignuðumst við son 1923.
Árið eftir fórst maðurinn minn
með vélbátnum Rask frá ísafirði og
þá stóð ég ein uppi með barnið.
Kröpp kjör
Árið 1925 var mér veitt Bolung-
arvíkurumdæmi. Mér tókst að festa
kaup á litlu timburhúsi þar en það
var orðið svo fúið að það stóð varla
uppi. Hannibal bróðir minn, sem
síðar varð kunnur stjórnmálamað-
ur, varði öllu sumarfríinu sínu til
að gera það upp fyrir mig, og bjó ég
þar næstu sex árin. Ég var sjúkl-
ingur á þeim árum og gekk illa að
fá enda til að ná saman. Starfinu
fylgdi tölverð heimahjúkrun og svo
saumaði ég í öllum frítímum. Ég
var oft of veik til að gegna störfum
og varð þá að fá aðrar ljósmæður
fyrir mig. Að endingu fór ég á spít-
alann á ísafirði og þaðan á heilsu-
hælið Reykjum í Ölfusi og var þar í
tvö ár.
Þá tók ég við Pósti og síma í
Hveragerði og var þar í 10 ár að ég
flutti til Reykjavíkur. Þar fór ég
fyrst að vinna á Landsspítalanum
en eftir sumarið fór ég að praktis-
era sem ljósmóðir og gerði það í 3
ár. Upp úr því stofnsetti ég svo
Fæðingarheimilið í Stórholti 39 ár-
ið 1947 og rak það allt til 1961. Sum
árin voru fleiri en 100 fæðingar þar
á ári og oft var mikið að gera — þá
kom oft fyrir að ég svaf ekki marg-
ar nætur í röð. Þessi rekstur varð
mér þungur, enda sótti ég aldrei
um opinberan styrk og fékk aldrei
neina styrki. Ég taldi að þetta gæti
blessast með Guðs hjálp — og það
gerði það þó ekki gæti ég reiknað
mér mikið kaup. Ég starfaði svo að
hjúkrun á sjúkradeild Hrafnistu
allt til 1973.
— Hvers minnist þú helzt frá
ljósmóðurstörfunum fyrir vestan
— lentirðu einhverntíma í hrakn-
ingum á ferðalögum?
Nei, ég lenti nú aldrei í sérlega
erfiðum ferðum í sambandi við
ljósmóðurstarfið. Það sem olli
mestum erfiðleikum við að stunda
þetta starf hér áður var hversu lág
launin voru. Þegar ég byrjaði fékk
maður 7 krónur fyrir að taka á
móti barni, og 1 krónu fyrir hverja
sjúkravitjun — það gat komist upp
í 30 krónur fyrir hverja fæðingu.
Það var nánast ómögulegt að lifa af
starfslaununum og það þótt maður
ynni með því eftir föngum.
Strembin feröalög
Einu sinni lenti ég í nokkuð erf-
iðu ferðalagi þegar ég bjó í Hnífs-
dal. Þá var ég kölluð til sængur-
konu sem bjó inni í Hafradal sem
er fyrir botni Skutulsfjarðar. Það
var kafalds snjór svo maður varð
að klofa þetta alia leið í mjög
þungu færi — ég man að í einum
skaflinum sat ég alveg föst og það
þurftu tveir karlmenn að draga
mig áfram á milli sín.
Oft voru þetta þó strembin
ferðalög þótt ekkert sérstakt bæri
til. Þegar sonur minn var 5 mánuða
var ég kölluð til vegna verðandi
móður í Arnardal. Eg tók hann
með mér í þessa ferð, vafði hann
inn í sæng og teppi, og þannig fór-
um við með bát til Arnardals. Með-
an ég sinnti sængurkonunni hafði
ég hann á borði fram í stofunni en
síðan hélt ég áleiðis að æskuheimili
mínu þar sem ég ætlaði að dveljast
hjá móðursystur minni meðan á
vitjunum stæði. Bóndinn fyldi mér
og skipcumst við á að bera barnið
og töskuna mina. Ég man að ég var
orðin anzi þreytt þegar við komum
þangað en þá engin var í húsinu,
því frænka hafði farið með kaffið
til engjafólksins. Ég sá að þar var
bullustrokkur og smjörið hálf
strokkað. Ég strokkaði það til fulls,
og þær smökkuðust vel áfirnar eft-
ir svo strangt ferðalag. Enn man ég
hver voru fyrstu orð frænku er hún
kom inn í baðstofuna og sá okkur.
„Þú ert þá komin með hann Valdi-
mar litla," sagði hún. Hún þurfti
ekkert að spyrja um nafnið á barn-
inu — þóttist vita að hann héti í
höfuðið á pabba. Dvölin varð samt
ekki löng þarna því fimm dögum
síðar var ég kölluð til starfa inn í
Hnífsdal aftur. — bó.
í hlóðaeldhúsi