Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGÚST 1984 t f;, ,Vi- \(>£ J I' 'm&faL.. „ .. w?> '■/(4 Elzta biskupakírkja Norðurlanda fundin Er það dómkirkjan sem Jón biskup helgi var vígður í 1106? Allir sem til Lundar koma kannast við dómkirkjuna þar. Með sín átta hundruð ár að baki rís hún enn tignarleg í hjarta bæjarins. Hún er voldugt minnismerki um stöðu Lundar sem kirkjulegs höfuðseturs á miööldum, en samt um leið lifandi guðshús þar sem messur eru enn sungnar. Vart líður sá dagur, að þar fari ekki fram lofgjörð til Hans sem öllu ræður, annað hvort í tali eða tónum. Kapella í grafhvelfíngu þessarar kirkju var vígð árið 1123 og sjálf kirkjan 1145. Nedstu rústirnar eru leifar fyrstu biskupakirkjunnar í Lundi. Þessir stein- veggir eru leifar grafhvelfingar þeirrar kirkju, en hún er einmitt sönnun þess að hér er um biskupakirkju að rteða. Þegar miðaldakirkjan kom í Ijós við uppgröft fornleifafræðinganna mót- mæltu þeir áformum bæjaryfirvalda um brottflutning rústanna og þeir urðu að drífa sig heim úr sumarleyfinu til að gera nýjar áætlanir. Hér eru tveir þeirra að skoða sig um. í rúmt ár hafa fornleifafræð- ingar verið að grafa í grunni rétt við aðalverslunarmiðstöð bæjar- ins við Kattarsund, ekki langt frá Dómkirkjunni, og nú í vor fóru að koma fram í dagsljósið kirkjurúst- ir frá miðri 12. öld. Neðsti hluti útveggja kirkju, sem hefur verið 55 metra löng, sést greinilega. En þar undir hafa nú nýlega komið í ljós leifar annarrar kirkju mun minni, líklega elstu steinkirkju Lundar og um leið elstu biskupa- kirkju Norðurlanda. Hér er því um að ræða eldri systur Lundar- dómkirkju og e.t.v. þá kirkju er Jón biskup helgi Hólabiskup var vígður í árið 1106. Á svæðinu hafa einnig fundist grafir og spor eftir trékirkju, elstu minjar um kristn- ina frá seinni hluta tíundu aldar. Fólkið og fornar minjar Þegar líða tók á sumarið og fólk komið í frí og gat gefið sér betri tíma til að staldra við og skoða tóftirnar um leið og það brá sér inn í Tempó-vörumarkaðinn eða bara spókaði sig í sólinni, fór áhugi almennings að vaxa á þess- um sögulegu minjum bæjarins og spurningar vöknuðu um það hvort og hvernig ætti að varðveita þær. Þegar það fréttist að flytja ætti undirstöður kirkjuskipsins 4 burtu, hófust blaðaskrif og um- ræður og í þann mund er tekið var að flytja fyrstu steinana úr grunn- inum í júlí sl. var töluverð hreyf- ing komin af stað um það að varð- veita ætti þessar rústir. Lund- arbúi einn, arkitekt og áhuga- maður um skipulagsmál, lýsti því yfir að hann mundi kæra bæjar- stjórnina fyrir glæp gagnvart gömlum minjum staðarins, sem henni bæri skylda til að varðveita fyrir bæjarbúa og þá ferðamenn sem koma til Lundar. Taldi hann að hér væri verið að skemma helgt minnismerki um sögu bæjarins sem kjðrnum fulltrúum íbúanna beeri skylda til að standa vörð um. Fleiri tóku í sama streng. Áhuga- mannafélag um varðveislu gam- alla minja í Lundi fór í gang með undirskriftasöfnun til þess að mótmæla ákvörðun bæjaryfir- valda. Hér var um það að ræða að breyta aðalskipulagi bæjarins fyrir hverfið, en á grunninum á að rísa ný íbúðasamstæða í tengslum lagið hefur einnig gert ráð fyrir. Samkvæmt samningum við bygg- ingarfyrirtækið sem sér um fram- kvæmdirnar á staðnum átti undir- búningurinn að þessu verki að hefjast þegar nú eftir sumarleyfið í byrjun ágústmánaðar. Þegar líða tók á júlí var ljóst að mál þetta var að verða hitamál, sem gat komið ábyrgum aðilum í koll seinna meir — þá sérstaklega þeim sem í næstu kosningum áttu tilveru sína og stöðu undir kjós- endum. Fulltrúar í bæjarstjórn neyddust því til þess að gera hlé á sumarleyfi sínu og skunda til Lundar til þess að ráða fram úr málunum. Einnig voru boðaðir til skrafs og ráðagerða þeir embætt- ismenn og sérfræðingar sem um skipulagsmál og fornminjar fjalla ásamt forstjóra byggingarfyrir- tækisins sem sér um framkvæmd- ir á staðnum. Er skemmst frá því að segja að ákveðið var að stöðva brottflutning hinna gömiu steina og stefna að því að varðveita kirkjurústirnar í einhverri mynd á staðnum. Kostnaðarhliðin vex mönnum i augum, enda hefur nú þegar verið varið 2,6 milljónum sænskum til fornleifarannsókna á staðnum og talið er, gróft áætlað, að það muni kosta 10 milljónir að varðveita þessar minjar með góðu móti. Byggja verður yfir þær þar sem talið er að þær muni ekki þola vetrarveður, vatnselg, frost og snjó. Sú hugmynd hefur komið fram að byggja verslunarhús og íbúðir svipað því sem áður var áætlað, en varðveita tóftirnar í kjallaranum sem yrði þá eins kon- ar sýningarsalur. Félagið „Gamli Lundur" hefur þegar lofað að safna 1 milljón króna í þessum til- gangi. Undir Lundi Lundur hefur að geyma mikla sögu sem kirkjuleg miðstöð á mið- öldum. Fræðimenn telja að ekki færri en 27 kirkjur megi finna undir yfirborði jarðar og forn- leifafræðingar hafa grafið niður að helmingi þeirra, en ekki hafa þær minjar varðveist í heild á sín- um upprunalegu stöðum. Nú vilja einstaklingar og félagasamtök vinna að því að varðveita kirkjuna sem fundist hefur I Kattarsundi, þó svo að gera verði nýtt aðal- skipulag. Þeir sem lengst vilja ganga í varðveislunni sjá fyrir sér að fleiri miðaldaminjar verði grafnar upp og varðveittar þannig að „undir Lundi" verði komið fyrir samræmdu minjasafni er sýndi byggingasögu bæjarins, kirkjur, klaustur, íbúðarhús o.s.frv. Bent hefur verið á, að um leið og hér væri verið að bjarga dýrmætum minjum fyrir Lundarbúa sjálfa og afkomendur þeirra, gæti slíkt safn gefið af sér dágóðar tekjur af ferðamönnum í framtfðinni. Prófessor einn í listasögu sem mjög hefur stutt hugmyndirnar um varðveislu minjanna befur sagt að samtið okkar verði ekki aðeins dæmd eftir þeim mann- Dómkirkjan í Lundi setur sinn svip á bxinn. Hluti hennar er frá miðri 12. öld en nú er verið að grafa upp undanfara hennar í Lundi, sennilega elstu biskupa- kirkju Norðurlanda. virkjum sem hún reisir sjálf, held- ur einnig af því, hvernig hún varð- veitir minjar um eldri kynslóðir. En önnur sjónarmið hafa einnig komið fram. Fornleifafræðingar benda á að varðveisla þeirrar kirkju sem nú er komin í ljós muni verða til trafala við uppgröft þeirrar sem undir er. Búist er við að þar geti margt fróðlegt verið að finna ef öll kurl komast þar til grafar. Einnig hefur rödd heyrst frá ungum jafnaðarmönnum, að nær væri að styðja við bakið á unglingunum í bænum í listsköp- un þeirra og menningarviðleitni en spandera milljónum í gamlar rústir. Þannig tekst það gamla og nýja á, og mótar kúltúrpólitík þá sem við lifum í, og minjar þær sem við skiljum eftir okkur fyrir komandi kynslóðir að grafa upp. Maður mánaðarins — íslenskur trú- boðsbiskup Sydsvenska Dagbladet hefur það fyrir sið að velja Lundarbúa Fomleifafrxðingarnir hafa fundið gamla mynt í kirkjurústunum, senni- lega gerða í myntsláttu Knúts hins stóra. Á þessari mynt er mynd af einum hinna fyrstu biskupa Lurdar. mánaðarins. Fyrir júlímánuð að þessu sinni varð Henrik biskup fyrir valinu — fyrsti biskupinn i Lundi, settur í það embætti af Sveini konungi Ulfssyni. Henrik hafði áður verið kapelán Knúts ríka konungs Danmerkur og Eng- lands og biskup Orkneyja. Líklega er hér um sama manninn að ræða sem var trúboðsbiskup á íslandi i tvö ár, þó ekki fari af honum mikl- ar sögur, vondar eða góðar, í þvi hlutverki. Ari fróði kallar hann Heinrek og var hann á íslandi um það leyti er ísleifur Gissurarson fór utan til að taka vigslu. Það eru því undirstöður kirkju þessa bisk- ups sem nú er verið að draga fram í dagsljósið i Kattarsundi. Það sem gerir fornleifafræðingana nokkurn veginn vissa í sinni sök er að kirkja þessi hefur haft litla grafhvelfingu um 5x5 m að um- máli og 1,70 m að dýpt, en venju- legar safnaðarkirkjur höfðú aldrei slíka hvelfingu. Sagnaritarinn Adam af Brimum gefur þessum fyrsta biskupi Lund- ar ekki góð eftirmæli, segir hann hafa verið átvagl og fyllibyttu, sem kafnað hafi í eigin spýju, auk þess sem hann hafi verið einstak- lega treggáfaður. Ekki er ástæða fyrir okkur Is- lendinga að trúa því eins og nýju neti sem Adam segir um þennan forvera ísleifs Gissurarsonar. Heinrekur blessaður hefur sjálf- sagt verið vel í holdum, enda góðu vanur úr búri Knúts ríka. Auk þess ber að hafa það í huga að þeir Adam, sem var skólameistari dómskólans í Brimum, voru á önd- verðum meiði í kirkjupólitíkinni. Heinrekur var fulltrúi hinnar ensku kirkjuhefðar og hafði ekki þegið biskupsvígslu sína af erki- biskupnum í Hamborg. Það hafði aftur á móti Egino biskup hinn þýski, sem sat í Ðalby, og deildi yfirráðum yfir Skáni með Hein- reki. Vildi Ádam ekkert fremur en sjá félaga sinn, Egino, sem biskup yfir öllu stiftinu, sem og varð eftir andlát Heinreks 1066. Þá flutti Egino til Lundar og var það upp- hafið að kirkjulegu veldi þess staðar. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.