Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.08.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. ÁGtJST 1984 33 Noregur: Dæmdur fyrir að eta svepp TUTTUGU og átta ára gamall maður frá Salten í Þrándheimi í Noregi hef- ur verið dæmdur í 24 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að eta svepp. Dómurinn var kveðinn upp fyrir rétti í Þrándheimi. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa etið flein-svepp í garði í Þrándheimi. í sveppi þessum er efni sem er á skrá heilbrigðisráðu- neytisins yfir fíkniefni og þannig var það brot á fíkniefnalöggjöf- inni að eta sveppinn. Fyrir réttinum hélt maðurinn því fram, að hann hefði ekki haft hugmynd um, að það væri refsi- vert að eta flein-svepp. Barmmerki fyrir heyrnarskerta ELLIHJÁLPIN á Elliheimilinu Grund hefur látið gera barmmerki fyrir heyrnarskerta. Á barmmerkinu er mynd af manni sem ber hönd upp að eyra sér til þess að heyra betur. Sá sem' ber merki þetta í barmi hefur skerta heyrn vegna aldurs, slyss eða annarra orsaka. Á merkið að vera þeim hvatning sem mætir manni með barmmerkið til að brýna röddina til þess að sá heyrnarskerti þurfi ekki að hvá eða bera hönd að eyra til að heyra betur. Miyako Þórðarson, heyrnleys- ingjaprestur, hafði umsjón með gerð merkisins, en merkið teiknaði Arnór Hreinsson, nemi í Mynd- listarskólanum. Merkið fæst, endurgjaldslaust, hjá ellihjálp- inni, Litlu Grund. Sumarferð óháða safnaðarins Laugardaginn 25. ágúst fer Óháði söfnuðurinn í sumarferð. Farin verð- ur dagsferð um Suðurland. Ekið á Þingvöll, þar sem sr. Heimur Steinsson rifjar upp sögu staðarins, síðan verður snætt í Valhöll. Ekið um Lyngdalsheiði, Laugarvatn og sem leið liggur i Skálholt þar sem Guðmundur óli ólafsson sýnir staðinn. Siðan verður ekið heim á leið með við- komu m.a. i Hveragerði. Þátttökugjald verður eitthvað nálægt 500 krónum og innifalinn er málsverður í Valhöll. Lagt verður af stað frá Kirkjubæ kl. hálf tiu og er áætlað að koma aft- ur i bæinn um kvöldmatarleytið. Það besta verður ávallt ódýrast Þýski gæðabíllinn Golf Verfl frá kr. 329.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.